Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Morgunblaðið/Þorkell
Samtök gegn astma og ofnæmi gáfu lungnadeild Vífilsstaðaspítala
tvö sjúkrarúm sl. laugardag.
Samtök gegn astma og ofnæmi:
Gáfu Vífilsstaða-
spítala 2 sjúkrarúm
SAMTOK gegn astma og ofnæmi
afhentu lungnadeild Vífilsstaða-
spítala tvö sjúkrarúm laugardag-
inn 14. febrúar sl. og verða önnur
tvö rúm afhent síðar.
Samtök gegn astma og ofnæmi
eru landssamtök og eru liðlega
1100 manns í þeim. Fræðslufundir
eru haldnir á vegum samtakanna
og einnig er gefið út fréttabréf.
Samtökin hafa gengist fyrir nám-
skeiðum að Reykjalundi, einnig
fyrir ferðum félagsmanna, bæði
innanlands og utan.
Rekstur félagsins er fjármagnað-
ur með félagsgjöldum, skyndihapp-
drættum, jólakortasölu, bingói,
árlegum jólabasar ofl.
Skrifstofa samtakanna er að
Suðurgötu 10 í Reykjavík og er
opið þar frá kl. 13 til 17 mánudaga
til fimmtudaga.
Framhaldsnámskeið
ítarlegt og vandað námskeið fyrir þá sem
kunna grunnatriðin í notkun Multiplans
en vilja læra að nota möguleika kerfisins
til fulls.
Dagskrá:
★ Upprifjun á helstu skipunum í MULTI-
PLAN.
★ Rökaðgerð í MULTIPLAN.
★ Notkun stærðfræðifalla.
★ Endurreikningsaðferðin INTERATION.
★ Ýmis algeng verkefni leyst með MULTI-
PLAN.
★ Notkun tilbúinna líkana í MULTIPLAN.
★ Tenging við teikniforritið CHART.
★ Notkun Macró skiparta í MULTIPLAN 2.0.
★ Umræður og fyrirspurnir.
Tími: 23.-26. februar kl.
Innritun i símum 687590 og
686790
UriðbetawndJ:
Ó*kar B. Haukuon,
verfcfrasðlngur.
17—20.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, Reykjavík.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ROBIN LUSTIG
Persaflóa-stríðið
vekur ugg í Kuwait
MOHAMMED Ali Naki, afkomandi einnar virtustu ættar Shia-
múhameðstrúarmanna í Kuwait, birti stóra auglýsingu á forsíðum
allra dagblaða í Kuwait um síðustu mánaðamót. Þar sagði meðal
annars: „Mohammed Ali Naki, bræður hans og fjölskylda tilkynna
hér með að þau eru ekkert skyld þeim sem innanríkisráðuneytið
hefur handtekið og ákært fyrir íkveilgur.“
skuldinni á útlendinga eina.
„Ágreiningur sértrúarhópanna hef-
ur skotið rótum um allt samfélagið,"
segir vestrænn stjómarerindreki.
Vestrænir sérfræðingar í löndun-
um við Persaflóa segja að yfirvöld
að er skiljanlegt að fjölskyldan
skuli vilja staðfesta sakleysi
sitt. Sjónvarpið í Kuwait hafði sýnt
áhrifamiklar myndir af birgðum af
vopnum og skotfærum sem sagt var
að hefðu fundizt við handtöku 11
Kuwait-búa sem grunaðir voru um
aðild að skemmdarverkum á mikil-
vægum búnaði til olíuvinnslu undan
strönd landsins. Meðal hinna hand-
teknu var maður að nafni Khaled
Abdel-Majid Abdel Nabi al-Naki, og
öllum Kuwait-búum var strax ljóst
að þar fór maður úr einni valda-
mestu Shia-fjölskyldu þessa litla
furstadæmis.
Það er ekki eingöngu Naki-íjöl-
skyldan sem hefur áhyggjur. í
Kuwait má gjörla heyra fallbyssu-
drunumar frá suðurvígstöðvum
Persaflóastríðsins, og styijöldin hef-
ur ófyrirsjáanleg áhrif á lífið í
furstadæminu, sem stendur við botn
flóans.
„Það verður ekki aftur snúið,"
sagði menntamaður úr röðum Shia,
sem ekki vildi láta nafns síns getið.
„Hér hefur ekki farið mikið fyrir
ftjálslyndi. Samfélagið hér í Kuwait
hefur þó alltaf verið opnara en í
öðmm ríkjum hér við flóann, en
þetta er viðkvæmt samfélag sem á
erfitt með að taka áföllum. Hér ríkir
nú mikil spenna og drungi. Hér er
ekkert frelsi lengur."
Talið er að um 30% íbúa Kuwaits
séu Shia-múhameðstrúar, flestir af-
komendur innflytjenda sem komu
frá íran um síðustu aldamót. Sumir
þeirra em sagðir styðja málstað ír-
ana í styijöldinni við Persaflóa, sem
staðið hefur í sex ár, og sumir tala
frekar persnesku en arabísku á
heimilum sínum. Að sögn halda
þeir stundum niður á markaðstorgin
og dreifa þar sætindum þegar frétt-
ir berast af velgengni írana á
vígstöðvunum.
Handtökumar um mánaðamótin
juku enn á spennuna í Kuwait. Þá
viðurkenndu yfírvöld í fyrsta sinn
að það væru ekki eingöngu erlendir
æsingamenn sem væm að vinna
skemmdarverk á homsteinum sam-
félagsins, heldur ættu Kuwait-búar
sjálfir þar einnig aðild að. í þjóð-
félagi þar sem aðeins lítill hluti
þjóðarinnar telst vera „fyrsta
flokks" borgarar — hinir eru ýmist
taldir aðkomumenn eða skammtíma
innflytjendur án nokkurra borgara-
réttinda — felast válegar vísbend-
ingar í þessari viðurkenningu.
Dagblaðið Arab Times, sem gefið
er út á ensku, og er eins og öll
dagblöð í Kuwait undir ströngu eft-
irliti yfirvalda, segir í forustugrein:
„Þessir menn (sem ákærðir em fyr-
ir skemmdarverk) hafa hlotið
borgararéttindi í Kuwait. Kuwait
hefur reynzt þeim gjöfult, tekið þá
í tölu sona sinna og gefíð þeim nöfn.
Hvað vilja þessir djöflar í raun og
veru, og fyrir hvaða ódæðisöfl starfa
þeir?“
Frammámenn í sumum rílqum
við Persaflóa telja að Kuwait hafi
boðið hættunni heim með því að
hleypa inn í landið verkamönnum
frá ýmsum öðram arabaríkjum til
að starfa þar meðan mestur upp-
gangur var í olíusölunni. „Þeir
hleyptu inn Palestínumönnum,
Líbönum, írökum og írönum — en
ófriður ríkir hjá öllum þessum þjóð-
um,“ sagði talsmaður eins Persa-
flóaríkisins. Sumir Kuwait-búar em
sama sinnis, eða eins og einn þeirra
komst að orði: „Palestínumenn em
mestu skepnumar í Austurlöndum
nær. Þeir einu sem kunna réttu tök-
in á þeim em ísraelar.“
I Bahrein, eyríki út af miðri suð-
vesturströnd Persaflóa þar sem
meirihluti íbúanna 400.000 em
Shia-múhameðstrúar, hafa yfirvöld
lengi sýnt meiri aðgát og aðeins
hleypt inn til landsins farandverka-
mönnum frá „ömggum" löndum
eins og Indlandi, Pakistan og
Filippseyjum. Enginn farandverka-
mannanna fær að dveljast í landinu
lengur en starfssamningur hans
segir til um.
Þótt Bahrein-búar haldi því fram
að stríðið við Persaflóa hafi lítil sjá-
anleg áhrif haft á opinn og heims-
borgaralegan lífsstfl þeirra (þar er
sala á áfengi fijáls, en hinsvegar
bönnuð í Kuwait og Saudi Arabíu),
telja erlendir sendifulltrúar að vax-
andi gremja grafí um sig hjá
Shia-múhameðstrúarmönnum
vegna yfírráða Sunni-múhameðs-
trúarmanna, sem fyrst fluttust til
landsins frá nálægum arabaríkjum
fyrir 250 ámm.
„Sunnitamir em aðkomumenn
hér, og litið á þá sem slíka," segir
vestrænn stjómarerindreki. „Það
em ekki allir Shitar sem viðurkenna
þá sem lögmæta stjómendur." Árið
1981 komu yfírvöld í veg fyrir bylt-
ingartilraun, sem sagt var að Shitar
hafi skipulagt með aðstoð frá íran.
Síðan hefur þó ríkt ró á stjóm-
málasviðinu, þótt útlendingar í
Manama, höfuðborg Bahrein, segi
að hópar Shia-útlaga, sem búsettir
em í Iran, dreifi annað veifið flugrit-
um þar sem hvatt er til þess að
emímum, Sheik Isa bin Salam al-
Khalifa, verði steypt af stóli.
Meðan_ keisarinn heitinn réð enn
ríkjum í íran, gerðu íranir kröfu til
yfirráða á Bahrein. Byltingarstjóm
Khomeinis, sem við tók, hefur enn
ekki ítrekað þá kröfu, en sumir
Bahrein-búa óttast að svo kunni að
fara. Nýlega vár opnaður nýr akveg-
ur frá Bahrein yfir sundið til Saudi
Arabíu — sem Saudi Arabía kostaði
að öllu leyti — og er litið á hann
sem tákn þess að Bahrein sé tengd-
ari arabaþjóðunum við flóann en
Persum.
Þótt það sé siður í Kuwait að
kenna „útlendum" Shitum um inn-
lenda undirróðursstarfsemi, virðast
nýjustu handtökumar benda til þess
að ekki sé lengur unnt að skella
þar um slóðir óttist ekki mest að
byltingarsveitir írana muni í fram-
tíðinni bijótast gegnum vamir íraka
og flæða suður eftir vesturströnd
Persaflóa með íslömskum ofsa. Það
er álitið mjög ósennilegt.
Það sem heldur vöku fyrir araba-
höfðingjunum er tilhugsunin um að
innbyrðis ósætti hjá þjóðum þeirra,
sem þar til nýlega var unnt að halda
í skefjum með ríkulegu aðstreymi
olíudollara, bijótist brátt upp á yfir-
borðið. „Martröð þeirra er ekki sú
að upp á þá verði þröngvað ein-
hverskonar klerkaveldisstjóm,
heldur skelfast þeir tilhugsunina um
að samfélag þeirra geti sundrazt
eins og í Líbanon," segir háttsettur
stjómarerindreki.
Ráðamenn í ríkjunum við Persa-
flóa stjóma eftir gömlum og
reyndum leiðum, sem eiga lítið skylt
við vestrænar hugmyndir um lýð-
ræði. Kuwait gat áður hreykt sér
af því að vera talið eina lýðræðisrík-
ið við flóann, jafnvel þótt, eins og
vestrænn stjómarerindreki komst
að orði, þar ríkti lýðræði skylt því
sem var í Grikklandi hinu foma,
aðeins til hagsbóta fyrir ríkjandi
yfirstéttir. En þing landsins var
leyst upp í fyrra þegar óstýrilátir
stjómmálamenn fóm að skipta sér
af fjármálum fjölskyldu stjómenda
landsins. Enginn virðist harma örlög
þingsins neitt að ráði; eða eins og
einn íbúanna komst að orði:„íbúar
Kuwait taka peninga framyfír lýð-
ræði — það sem skiptir máli hér er
að allir séu auðugir."
Persaflóastríðið hefur slæmar af-
leiðingar fyrir Kuwait hvemig sem
það fer. Ef íran ber sigur úr býtum
verða Kuwait-buar að horfa fram á
nábýli við islamska byltingarsinna.
Verði gífurlegur herstyrkur íraka
óskertur að styijöldinni lokinni, er
hugsanlegt að þeir ágimist á ný
landsvæði Kuwaits, eins og þeir
gerðu fyrir 25 ámm þegar Bretar
urðu að senda þangað her til að
koma í veg fyrir innrás.
Og ef styijöldin geisar áfram,
verður Kuwait — sem er lang auðug-
asta ríkið við Persaflóa og hefur
lengi veitt írökum mesta fjárhags-
aðstoð allra ríkja — að halda áfram
að standa undir stríðskostnaðinum.
Eins og einn stjómarfulltrúinn
komst að orði nýlega: „Hvemig svo
sem stríðinu lyktar verða afleiðing-
amar slæmar fyrir Kuwait."
Höfundur er fréttaritarí
brezka blaðsins The Observer
í Austurlöndum nær.