Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 Hið auða blað Að þykjast þora en þora ekki eftirÁrna Johnsen „Ég er ekki sjálfkjörinn til neins," sagði Jón Sigurðsson, efsti maður á lista krata í Reykjavík, eftir að hann varð sjálfkjörinn í efsta sæti. Hann hafði að vísu gert það að skilyrði að hann tæki ekki sætið nema hann yrði sjálfkjörinn. Drott- inn minn dýri, hvílík dirfska og baráttugleði, hvílíkur eldmóður. Og þetta er það eina nýja sem Al- þýðuflokkurinn leggur til í kosn- ingabaráttuna til Alþingis. Það er svo sem ekki við miklu að búast hjá flokki sem þykist þora en þorir aldrei, samanber það þegar hann þorði ekki að sitja í stjórn fyrir nokkrum árum og stökk fyrir borð og hann þorði ekki heldur að taka sæti í núverandi ríkisstjóm og til- kynnti það á síðustu stundu. Það er sjaldan hátt risið á fulltrúum Alþýðuflokksins þó að „meningen“ sé „god nok“ eins og Eiður meinar. Og nú er 'olessaður einleikarinn útbrunninn og satt best að segja sýndi hann af sér mikla röggsemi á endasprettinum með því að lýsa yfír að hann væri hættur þessu ein- tali sálarinnar, nú yrðu aðrir þingmenn Alþýðuflokksins að koma til leiks. Síðan hefur ríkt dauða- þögn, blaðran sem áður sveif svo þanin um loftin blá í mælsku- stemmningu krataformannsins, bylgjast nú slöpp og ræfilsleg fyrir veðri og vindum því þegar allt kom til alls var þetta bara einn maður í ofsa stuði án ábyrgðar, eins og Garðar Sigurðsson orðaði það í samtali við Bæjartíðindi í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu, þar sem hann segist ekki vita til þess að Jón Baldvin hafí „nokkum tíma þurft að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Mér hefur fundist að þeir kratar séu tilbúnir með lausnir á nær öllum málum sem leysa þarf í þjóðfélaginu án þess að það þurfí að kosta neitt". Lengi vel beið Jón Baldvin eftir því að samliðsmenn réttu honum hjálparhönd en þeir vom þá ekki smíðaðir til þess, heldur nutu þeir þess að striplast í jaðri sviðsljósanna sem stafaði frá formanninum og reka upp smá bofs við og við. Svo allt í einu þegar almenningur er búinn að fá nóg af engu og ljósasýn- ingin fór að fjara út þá stóðu þingmenn Alþýðuflokksins í for- undran og horfðu skelkaðir hver á annan og spurðu: „Drottinn minn dýri, emm við ekki sjálfkjömir?" „Takið til áranna, drengir," hróp- aði Jón Baldvin í skut, spmnginn af einleiksmæði, en engar fóm ár- amar í sjó því til þess vom ekki efni. Alþýðuflokkurinn hefur fallið í þá gildm í stjómarandstöðu í mörg ár að fljóta áfram á froðusnakkinu og þó að það sé skemmtilegt um stundarsakir þá gengur það ekki upp þegar á reynir. Alþýðuflokkurinn hefur verið með ýmis gylliboð og yfírboð. Það var til dæmis allt í einu á einni kvöldstund í fyrra að þeir fundu „Alþýðuflokkurinn hef- ur verið með ýmis gylliboð og yfirboð. Það var til dæmis allt í einu á einni kvöldstund í fyrra að þeir fundu upp aðferð til þess að tryggja rekstur ríkis- sjóðs um langa framtíð. Þeir vildu setja stór- eignaskatta á allar fjölskyldur í landinu sem áttu íbúð og bíl upp á ca. 3 millj. kr., sem sagt þorra heimila í landinu .. upp aðferð til þess að tryggja rekst- ur ríkissjóðs um langa framtíð. Þeir vildu setja stóreignaskatta á allar Qölskyldur í landinu sem áttu íbúð og bíl upp á ca. 3 millj. kr., sem sagt þorra heimila í landinu sem býr við slíkt eða er að reyna að koma sér því upp, og að auki vildu þeir hækka söluskattinn vem- lega því hann væri svo skemmtileg og þægileg innheimtuaðferð. Það sorglega er að þessi tillaga Al- þýðuflokksins er sú tillaa sem þeir hafa lagt mesta vinnu í en því mið- ur náðu þeir aldrei að hugsa hana til enda, því þá hefðu þeir aldrei lagt hana fram, svo vitlaus var hún með tilliti til alls þorra almennings á íslandi. Málflutningur kratanna hefur mest byggst á nöldri og þeir hafa sótt á kostnað annarra án þess að vera málefnalegir, kappkostað að skapa tortryggni í stað þess að byggja á skynsemi og sanngimi. Slík er mikilúðin hjá Eiði og Jó- hönnu Sigurðardóttur að það er eins og þau standi í sífelldum heimsendi. Hvað ætla svo kratamir að gera? Hver veit það, því niðurstaðan eftir einleik formannsins er sú að undir- byggingin er engin. Loftbelgur Alþýðuflokksins er á niðurleið vegna þess að hvorki em rök að baki né árangurs að vænta af málflutningnum og sú vitneskja að gengi Alþýðuflokksins fer þverr- andi minnir á þá sögulegu stað- reynd að öllum formönnum alþýðuflokksins hefur verið hent fyrir borð nema Emil Jónssyni. „Eins og þú veist þá er enginn flokkur jafn slæmur við foringja sína og Alþýðuflokkurinn," sagði gamalreyndur Alþýðuflokksmaður úr Reykjavík í fréttaskýringu Agn- esar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu fyrir skömmu, en þó að mikill hluti flokksmanna sé á móti frjálslegum yfírlýsingum formannsins, tilhneigingum hans til fijálshyggju og markaðshyggju, þá láta þeir hann samt fara sínu fram á meðan hann starfar undir rísandi stjömu. Nú er sú stjama fallandi og það er engin tilviljun að í grein Agnesar teiknar Sigmund Jón Bald- vin með autt blað Alþýðuflokksins í hendi. Það er líka mikill galli á gjöf Njarðar, eins og einn þingmaður Alþýðuflokksins segir um Jón Bald- vin í grein Agnesar: „Það háir honum að hann treystir engum og því treystir enginn honum." Þetta em stór orð og ekki allt sem sýnist í þeirri búð. Misbresturinn er sá að einleikur formannsins hefur ekki verið í takt við geðslag flokksappa- ratsins og hver skollaleikurinn hefur tekið við af öðmm. Nú er búið endanlega að henda öllum Bandalagsmönnunum út í ystu myrkur, Stefáni Benediktssyni, Kolbrúnu Jónsdóttur, sem hefur þó unnið málefnalega og af dugnaði sem þingmaður, og Guðmundi Ein- arssyni en hann var sendur sem eins konar kítti í þá startholu sem formaðurinn var búinn að grafa á Austurlandi. Þorlákur Helgason var settur niður í 3. sæti á Suðurlandi eftir að stjórn kjördæmisráðsins hafði híft hann upp í 2. sæti, en Elín Alma Arthúrsdóttir fékk 2. sætið eftir að hún hafði sagt af sér formennsku í Alþýðuflokksfélagi Vestmannaeyja og öðmm trúnaðar- störfum og sama gerðu ættingjar hennar á ísafirði og í öðmm byggð- um landsins. Sammni Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna er því í algjöru skötulíki og stóra sáttin og blómasendingamar visnað blað og fokið út í veður og vind. Þetta er sérkennilegur kokteill og ekki að furða að Alþýðuflokkn- um virðist það eitt eiginlegt að splundrast í fmmeindir sínar í hvert sinn sem einhver þétting hefur átt sér stað. Slíkt er ekki vænlegt til kjölfestu þjóðarskútunnar. Nýja leiðin er að bjóða upp á ímynd kerf- ismennskunnar, mann sem er klæddur kufli embættishyggjunnar frá toppi til táar. Það var allt og sumt og það á silfurfati. Kratar þykjast vilja samstarf við Sjálfstæð- isflokk en hvert er hið rétta andlit þeirra? í Hafnarfirði, Vestmanna- eyjum og víða um land hlupu þeir í eina sæng með öllum vinstri flokk- unum eftir síðustu sveitarstjómar- kosningar og það hafa þeir einnig gert í Reykjavík. Það segir sína sögpi um það sem þeir meina þegar allt kemur til alls. Þeir segjast nú vilja bijóta múrinn og það er alltaf auðvelt að bijóta niður. En einhvem veginn kemur þetta út eins og þeir séu að beija höfðinu við steininn. Hitt er víst að uppbygging í okk- ar landi fer best í höndum sjálfstæð- ismanna. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi. T\Ö NYÞREP úr beinhörðumpeningum Kjörbókin hefur tryggt sparifjáreigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur verið af óbuntlnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur. Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextimir allt frá innleggsdegi í 20,9% og aftur að loknum 24 mánuðum í 21,5%. Vaxtaþrepin gilda frá 1. jan. 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókarinnar: Háir vextir lagðir við höfuðstól tvisvar á ári. - Innstæðan er algjörlega óbundin. Ársljóðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga tryggir hagstæðustu kjör. Ef ávöxtun verðtryggðu reikninganna reynist hærri er grcidd uppbót. Hún greiðist einnig ofan á 16 og 24 mánaða vaxtaþrepin. Vaxtaleiörétting við úttekt reiknast cingöngu af úttektarupphæðinni, þó ekki af vöxtuni síðustu tveggja vaxtatímabila. úttcktir lækku ekki vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. Landsbankanum erstöðugt haft auga nteð öllum hræringum á váxtamarkaðnum, því að Kjörbók- inni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók varð 20,62% árið 1986. sem jafngildir verðtryggð- um reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Taktu næstu tvö skref í beinhöröum peningum. ^ W Landsbanki íslands Banki allra landsmanna stu tvo skr L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.