Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
45
Leitin að Harry
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Frelsum Harry (Lets Get Harry).
Sýnd í Stjörnubíó. Stjörnugjöf:
★ ★
Bandarísk. Leikstjóri: Alan
Smithee. Handrit: Charles Rob-
ert Carner, eftir sögu Mark
Feldberg og Samuels Fullers.
Tónlist: Brad Fiedel. Kvik-
myndataka: James A. Contber.
Framleiðendur: Daniel H. Blatt
og Robert Singer. Helstu hlut-
verk: Michael Schoeffling,
Robert Duvall, Gary Busey,
Glenn Frey og Ben Johnson.
Það má vera að það hljómi undar-
lega en Frelsum Harry er hasar-
mynd um pípulagningamenn.
Þannig er að í Kólumbíu er pípu-
lagningamanni rænt um leið og
sendiherra Bandaríkjanna og félag-
ar píparans í Ameríku halda suður
í land til að frelsa hann. Félagar
sendiherrans gera hins vegar ekki
neitt af því það er yfirlýst stefna
stjómarinnar í Washington að
semja ekki við mannræningja.
Pípulagningamennirnir eru ekk-
ert séríega sterkir á svellinu þegar
kemur að því að fást við spillinguna
í Kólumbíu jafnvel þótt Robert
Duvall sé með þeim og reyni að
bjarga því sem bjargað verður,
bæði að því er varðar leiðangurinn
og myndina sjálfa.
Duvall, Gary Busey, Glenn Frey,
fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar
The Eagles, og Ben Johnson eru á
meðal leikaranna í þessari hetju-
mynd, sem sýnir unga, hugrakka
og stolta Ameríkana halda út í
Fiskvinnslu-
námskeið í
Stykkishólmi
Stykkishólmi.
EINS OG áður hefir komið fram
notaði fiskvinnslufólkið sér
timann vel á meðan verkfall sjó-
manna stóð í janúar. A vegum
verkalýðssamtakanna hér á Snæ-
fellsnesi var settur upp skóli í
fiskvinnslu og öðrum hagnýtum
fræðum til þess að sá fróðleikur
og verktækni sem nú er allsstað-
ar mætti koma að sem bestum
noturn fólkinu, sem vinnur við
þennan fyrsta flokks mat, og þá
ekki siður þeim sem vöruna selja
og hennar neyta.
Þótt fískurinn okkar hér sé besta
fæða í heiminum, vil ég segja, þá
er eins og alltaf sé hægt að bæta
hann og gera úr honum betri vöru
og ég sem frá bamæsku hefi fylgst
með vinnslu sjávarafurða, allt frá
erfíðri og einfaldri vinnutilhögun í
nýtísku meðferð, undrast stundum
hversu öllu hefír þar fleygt fram,
bæði hvað meðferð og hreinlæti
snertir. Og ennþá er hægt að gera
betur. Það sýndi mér það sem ég
fékk að fylgjast með námskeiðinu
hér í Hólminum. Þegar verkfalli
lauk, var töluvert eftir af þeim tíma
sem námskeiðið átti að standa og
létu þá fískvinnslumar hér fólkið
skipta sér á námskeiðin þannig að
vinnsla sjávarafurða gat gengið
áfram.
Sjávarþorpin hér voru með þessi
námskeið í sameiningu og þegar
fréttamann bar að garði á eitt þess-
ara námskeiða var sóknarprestur-
inn úr Grundarfirði að fræða
nemendur námskeiðsins um hag-
nýta hluti. Kom strax í hug minn
að ekki spillti guðsblessun fyrir.
Sem sagt, það var góður andi þama
ríkjandi og ég átti svo tal við nám-
skeiðsmenn sem voru himinlifandi
yfír því, eins og einn sagði: „Hvað
ég hafði gott af þessum tímum.“
Einar Karlsson formaður Verka-
lýðsfélags Stykkishólms var með í
forinni og fannst -þessi stund jafn
ánægjuleg og fréttaritara. Og þegar
við yfirgáfum staðinn var í hugan-
um þessi góða setning: Alltaf getur
gott batnað.
óvissuna til að bjarga félaga sínum.
Og það em kannski fyrst og fremst
þessir leikarar (að Johnson frá-
dregnum), sem gera þetta gatslitna
Rambóþema og óð til ameríska ein-
staklingsframtaksins, vináttu og
bræðralags að einhveiju sem hægt
er að horfa á án þess að sofna.
Duvall leikur harðjaxlinn Nor-
man, sem býðst til að fara með
grænjöxlunum úr pípulagninga-
stéttinni suður til Kólombíu.
Norman er stríðshetja frá Víetnam
og Duvall nýtur þess í botn að leika
hann, töff, æsingalaus og kíminn
þótt það sé svolítið skrítið að sjá
þennan vandaða skapgerðarleikara
á einum stað setja sig í karatestell-
ingar og lemja niður fjóra misyndis-
menn eins og hann væri sjálfur
Rambó.
Busey leikur gleiðbrosandi bfla-
sala, sem fjármagnar leiðangurinn
og er kostulega amerískur í öllu sem
hann gerir, og Glenn Frey leikur
einn af pípulagningamönnunum,
sniffar kókaín og hendir gaman að
kringumstæðunum. Aðrir í leið-
angrinum eru alltof iðnir við að
leika alvarlegar og fórnfúsar hetjur
til að hægt sé að hafa gaman af
þeim.
Robert Duvall: Það besta við
myndina Frelsum Harry.
Raunar hefði þessi mynd alveg
eins getað heitið Á villigötum því
mestur partur myndarinnar fer í
að sýna píparana þvælast um Kól-
umbíu án þess að komast afturábak
eða áfram í leit sinni að Harry. í
lokin kemur svo skotbardaginn
ómissandi og hann fer eins og mað-
ur á von á þegar hjartahreinir hitta
óþjóðalýðinn. Það hefði verið gam-
an að sjá hvað maður eins og Oliver
Stone hefði gert úr þessum efnivið.
Sýning í
„Jútópíu“
SIGÞRÚÐUR Pálsdóttir (Sissú)
opnar myndlistarsýningu í
„Jútópíu“ að Hverfisgötu 57a í
Reykjavík laugardaginn 21. fe-
brúar kl. 16.00. Er þetta þriðja
einkasýning Sissúar i Reykjavík
á sl. fjórum árum.
Galleríið „Jútópía" hefur verið
vinnustaður listamannsins undan-
farin tvö ár en hún kveður nú
húsnæðið með þessari sýningu.
Á sýningunni verða u.þ.b. 25
olíumálverk unnin á árinu 1986 og
20 teikningar.
Sissú stundaði nám á Ítalíu og í
Kaupmannahöfn og hélt síðan til
New York haustið 1977, fyrsta vet-
urinn þar var hún við myndlist-
amám í The Arts Students League
of New York. Árin 1978-82 nam
hún síðan myndlist við The School
of Visual Arts í New York og lauk
þaðan BA prófí vorið 1982.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 16.00-22.00 og stendur til 1.
mars.
ÚTSALA
Þeir sem til þekkja vita hvað við meinum með útsölu
Vörulækkun sem vekur athygli
Upphitunarbuxur kr. 350,
Sundbolir kr. 990,-
Sundskýlur kr. 290,-
Úlpa Verð áður kr. Nú
2.490,- 990,-
Skíðabuxur 3.675,- 1.990,-
Skíðagallar 4.510,- 2.990,-
Skíðagallar 6.900,- 4.900,-
Skíðagallar 10.175,- 6.900,-
Skíðapeysur 6.990,- 5.995,-
Henson-galli 3.490,- 1.990,-
Adidas-skór 1.490,- 990.-
Don Cano 5.670,- 2.990,-
Gönguskíði 2.580,- 1.890,-
Henson-galli 3.300,- 990,-
Don Cano-anorakkur 5.960,- 3.990,-
Moon Boots 1.250,- 890,-
Skíða-stretch-buxur 3.789,- 2.490,- \
Sendum í póstkr 'öfu
msm i
\t Laugavegi 116 við Hlemm, Símar 26690 og 14390
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Um skoðanir hefur verið sagt:
Við teljum þá eina menn vitra
sem játa okkar eigin skoðanir.
— gullkom —
Þessa skoðun þekkja að sjálfsögðu
allir af eigin raun! Það ætti því ekki
að verða erfítt að verða mér sam-
mála um gæði meðfylgjandi máls-
verðar. Rétturinn er næsta
óvenjulegur aðalréttur, hann kemur
samt flestum þægilega á óvart.
Þetta er
Fiskpottréttur
(fyrir 4)
1 stór laukur
1 hvítlauksrif
1 stór gulrót
2—3 stönglar sellerí
1 græn paprika
50 gr smjörlíki
1 lítil dós tómatpúrré
1 lárviðarlauf
2—3 meðalstórar kartöflur
'h tsk. basil
1 tsk. salt (eða eftir smekk)
2 bollar kjúklingasoð eða
2 bollar vatn + 2 ten. kjúklinga-
kraftur
700—800 gr. fískur
(ýsa, lúða, skötuselur, rækja)
V2bolli ijómi.
1. Smjörlíkið er hitað í potti. Lauk-
ur er skorinn fremur smátt, hvít-
lauksrif er finsaxað, sellerístönglar
eru skomir í bita, gulrót og paprika
eru hreinsaðar og skomar í litla bita.
Grænmetið er láti krauma í feitinni
þar til það er farið að mýkjast upp.
2. Því næst er tómatkrafti, lándð-
arlaufi brotnu í tvennt, basil og salti
bætt út í og hrært saman við græn-
metið og allt látið krauma í 1 mín.
3. Kartöflur (afhýddar hráar og
skomar í litla teninga) er bætt út í
ásamt kjötsoðinu (að sjálfsögðu má
einnig notað físksoð). Lok er sett
yfir pottinn og grænmetið soðið þar
til kartöflumar eru næstum fullsoðn-
ar (5—10 mín.)
4. Fiskurinn (ein tegund eða fleiri)
er skorinn í munnbitastærð, bætt út
í pottinn og er fiskurinn rétt soðinn
í gegn.
5. Að síðustu er ijómanum bætt
út soðið og hitað vel. Hrært er var-
lega í á meðan.
Á borð eru lagðir djúpir diskar
og skeiðar. Pottrétturinn borinn
fram í súpuskál með kjamgóðu
brauði eða heitu brauði smurðu
hvítlaukssmjöri.
Fiskisúpur eða fískpottréttir þykja
með fínni málsverðum víða erlendis.
En þeir em dýrir, þar sem fiskur
er víðast hvar dýrari en hér á landi.
Fræg er hið suður-franska „bouilla-
baisse", en í þann rétt em settar
hinar Qölbreyttustu físk- og skelfísk-
tegundir. Þær em soðnar í góðu
fisksoði með lauk og kryddlaufí.
Fiskpottréttir hafa ekki verið al-'
gengir á borðum hér á landi
undanfarin ár. Við höfum þó heims-
ins besta hráefni, sem er nýveiddur
fískur. Margir fískpottréttir era af-
bragðsmatur og falla vel að bragð-
smekk yngra fólksins eins og þessi
sem hér fylgir.
☆ ☆ ☆
Ég á mér draum; að settur verði
upp fiskmarkaður fyrir neytendur
niðri við höfn á laugardagsmorgn-
um. Á þessum markaði sé ég fyrir
mér nýveiddan fisk og allar tegund-.
ir skelfisks og krabba sem veiðanleg-
ar em í flóanum.
/\pglýsitíga-:
síminn er 2 24 80