Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og sambýlismaður,
SAMÚEL TORFASON
frá Kollsvík,
Bólstaðarhlíð 7,
andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 18. febrúar. Jarðarförin
auglýst síðar.
Hlíf Samúelsdóttir, Pótur Stefánsson,
Árni Samúelsson, Guðný Á. Björnsdóttir,
Torfhildur Samúelsdóttir, Guðmundur Ágústsson,
Sigurlaug Sigurjónsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaöir og tengdafaðir,
TÓMAS SIGURGEIRSSON,
Reykhólum,
lést í sjúkrahúsi Akraness 17. febrúar. Útför hans fer fram frá
Reykhólakirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraöra
Reykhólum eða Reykhólakirkju.
Steinunn Hjálmarsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Litli drengurinn okkar,
ELVAR LÁRUS HALLDÓRSSON,
lést á vökudeild barnaspítala Hringsins þann 18. febrúar sl.
Halldór J. Harðarson, Halla Thorarensen
og systur.
t
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
JÓNÍNU BRYNJU KRISTINSDÓTTUR,
Njörvasundi 7,
Reykjavfk,
fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 20. þ.m. kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins-
félagið eða Samtök psoriasis- og exemsjúklinga.
Magnús Björgvinsson,
Björgvin Magnússon, Björk Tryggvadóttir,
Ólafia Margrét Magnúsdóttir, Sæmundur Pálsson,
Guðný Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Guðjónsson,
Erla Magnúsdóttir, Þórður Magnússon
og barnabörn.
t
TRYGGVI FRÍMANN TRYGGVASON
kennari,
sfðast til heimilis á
dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð,
verður jarðsetturfrá Neskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30.
Guðný Níelsdóttir,
Kristján Tryggvason, Sólveig Eyjólfsdóttir,
Elín T rygg vadóttir, Örn Jónsson,
Kristín Tryggvadóttir, Slgurjón Heiðarsson,
börn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi,
MARINÓ HALLDÓR NORDQVIST JÓNSSON,
Bárugötu 30,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30.
Blóm afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti
líknarstofnanir njóta þess.
Kristín Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
BERGSTEINN HALLDÓRSSON,
Háengi 14,
Selfossi,
sem lóst í sjúkrahúsi Suðurlands 13. þ.m., verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30.
Guðríður Þorkelsdóttir
og aðstandendur.
Miiuiing:
SiguijónHalldórs-
son, Grundarfirði
„Þú lifír þótt þú deyir."
í fullvissu þessara orða langar
mig að minnast Sigutjóns Hall-
dórssonar við þau þáttaskil sem nú
hafa orðið.
Atvik urðu þau að Björg og Sig-
uijón hófu búskap í Norður-Bár
skömmu eftir að ég missti föður
minn á fyrstu mánuðum ævi
minnar. Þegar umhverfíð, stað-
hættir og fólkið fóru að koma fram
í skýrri mynd urðu til mörg atvik,
í formi augnatillits, traustvekjandi
og alúðlegs viðmóts sem veittu hlýju
og öryggistilfínningu. Á þeim árum
fann ég oft fyrir hans traustu og
þéttu hönd til hjálpar ungum dreng.
I þessum traustu handtökum fólst,
svo sem síðar kom í ljós, afstaða
hans til allra sem hann umgekkst
og hafði kynni af og forsjá með á
hinni jarðnesku braut sinni. Kynni
mín af honum og fjölskyldu hans
voru þess eðlis að ég hef notið
þeirra alla tíð síðan. Þá ekki síst
það trausta samband sem varð á
milli okkar leikbræðranna, Hemma
og mín. Það var sjálfsagt ekki ein-
stakt, en það var með því sem best
gerist.
Við Hemmi vorum saman, svo
að segja öllum stundum. Af því
leiddi að við vorum heimagangar
hvor hjá öðrum. Ekki spillti hús-
móðirin, Björg, fyrir ánægjulegum
og eftirminnilegum stundum. Björg
var einlæg og góð vinkona mín.
Þeir voru ómældir bitamir af ljúf-
fengum mat og drykk sem hún
veitti mér, og öðrum sem til hennar
komu, af rausn og myndarskap, svo
sem hún var þekkt fýrir.
Björg var kona skapstór. Það var
móðir mín líka. Af þeim sökum
urðu oft snarpar orðasenur á milli
þeirra, en þær fullnægðu báðar einu
af gullvægustu ágætum mannlegra
samskipta, að erfa ekki stóryrði sem
sögð voru í fljótræði, þær vom því
ávallt fljótar til sátta.
Árið 1937 skiljast leiðir.
Fljótlega, eða nánar tiltekið
1946, festu Sigurjón og fleiri kaup
á 22 tonna báti, sem þótti stórt í
þá tíð, og hófu útgerð og sjósókn
í stærri stíl en áður. Bátur þessi
hlaut nafnið Farsæll þegar hann
komst í eigu þeirra félaga. Þegar
upphaflegur félagi þeirra feðga,
Hermanns og Siguijóns, lét af sam-
starfínu fyrir aldurs sakir, komu
fjölskyldumeðlimimir inn í fyrir-
tækið í auknum mæli. Nú em
Farsælamir orðnir sex og stærðin
orðin 101 tonn.
Hann valdi nafnið Farsæll sam-
kvæmt því sem ætla má að hann
hafí viljað og ætlað að yrði sann-
efni, og svo sannarlega tókst
Siguijóni það. Útgerð, skipstjómar-
og sjómannsferill hans allur var
sannkölluð farsæld.
Atvikin höguðu því svo til að leið-
ir okkar lágu aftur saman eftir
þijátíu ár, er ég réðst til starfa hjá
Hraðfrystihúsi Gmndarfjarðar hf.
Þá var útgerð hans komin í fastan
og ömggan farveg. Hann hafði frá
upphafí frystihússins lagt afla sinn
upp hjá því og verið einn af aðal-
máttarstólpunum í hráefnisöflun
þess. Svo varð áfram þau fímm ár
sem ég starfaði við fyrirtækið og
reyndar allar götur síðan. Mér er
sérstök ánægja að færa Siguijóni
og sonum hans sérstakar þakkir
fyrir þau samskipti öll. Þá kom í
ljós á svo mörgum stigum að sú
tryggð, rósemi og festa sem- ég
kynntist hjá honum í bemsku var
sú sama og þá.
Hann var maður hlédrægur og
t
Konan min,
JENSÍNA (DÍDÍ) JÓNSDÓTTIR,
Skólavegi 2,
Keflavfk,
verður jarðsett fró Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. febrúar kl.
14.00.
Ragnar Björnsson
og aðrir aðstendendur.
t
Útför föður okkar,
MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR,
Safamýri 34,
fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15.00.
Svanfri'ður Magnúsdóttir,
Kristján Magnússon,
Borgþór Magnússon.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna
andláts og útfarar elginmanns mins, föður og tengdafööur,
ÞORLÁKS BERNHARÐSSONAR.
Læknum og hjúkrunarfólki i Landakotsspítala færum við sérstak-
ar þakkir fyrir hlýleika og góða umönnun, einnig á Vífilsstöðum
og Landspítalanum.
Þóra Guðmundsdóttir,
Hulda Þorláksdóttir, Baldur Sigurðsson,
Finnur Þorláksson, Svandís Jörgensen,
Sigrún Þorláksdóttir,
Ásdfs Þorláksdóttir, Jón Sigurjónsson,
Hildur Þorláksdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð við fráfall og útför
MARGRÉTAR ÞORKELSDÓTTUR
frá Austurey.
Börn og tengdabörn.
hógvær sem glöggt kom fram í
mannlegu eðli hans að miklast aldr-
ei af hæfíleikum sínum og gerðum.
Þegar ég stóð við grafreit Sigur-
jóns fyrir nokkmm dögum varð mér
á að segja við sjálfan mig: „Þarna
eru þau þá aftur orðnir nágrannar,
húsbændumir frá Suður- og Norð-
ur-Bár.
Nú læt ég þessum skrifum lokið
um hinn aldna, trausta nágranna
og bið guð að varðveita hann um
eilífð.
Siguijón Halldórsson fæddist 1.
febrúar 1898 í Miklaholti, Mikla-
holtshreppi, sonur hjónanna Sigríð-
ar Benjamínsdóttur og Halldórs
Egilssonar, sem þá voru í hús-
mennsku hjá séra Árna Þórarins-
syni í Miklaholti. Siguijón átti tvö
systkin, Ágúst og Guðríði, sem nú
era látin. Frá Miklaholti fluttu þau
Halldór og Sigríður að Bláfelli í
Staðarsveit, en um aldamótin að
Kvíabryggju. Þaðan lá leið þeirra
að Lágholti í Eyrarsveit.
Árið 1919 kvæntist Siguijón
Björgu Hermannsdóttur frá Svefn-
eyjum á Breiðafírði. Björg lést árið
1977. Þau hjón eignuðust fjóra syni,
Pétur, Hermann, Ágúst og Halldór.
Allir giftust þeir og áttu heimili sín
ásamt fjölskyldum sínum í Grandar-
fírði. Tveir þeirra búa þar enn.
Tveir bræðranna létust um aldur
fram. Halldór árið 1979 og Ágúst
árið 1982.
Siguijón og Björg keyptu jörðina
Norður-Bár 1923 og hófu þar bú-
skap. Þau fluttu alfarið búferlum í
þorpið Grandarfjörð 1955 en höfðu
þá um nokkur hin síðari ár búið í
Norður-Bár aðeins að sumri til.
Siguijón andaðist í sjúkrahúsi
St. Fransiskussystra í Stykkishólmi
31. janúar sl., áttatíu og níu ára
að aldri.
Útför hans var gerð frá Grandar-
fjarðarkírkju lagardaginn 7. febrú-
ar sl. við mikið fjölmenni 0g hann
jarðsettur í Setbergskirkjugarði.
Hvfli hann og hans, sem á undan
vora kallaðir, í friði.
Þórarinn St. Sigurðsson
frá Suður-Bár.
pliúrgw-
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI