Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
Eyðni og sið-
fræðileg ábyrgð
eftirBöðvar
Björnsson
Varðandi hugleiðingar Odds Ól-
afssonar aðstoðarritstjóra Tímans í
dálkinum Vítt og breitt 4. febrúar
vilja Samtökin ’78 taka fram að
eyðni er hvorki gamanmál né einka-
mál en allra síst er þessi sjúkdómur
uppfyllingarefni í kjaftadálka dag-
blaðanna. Vissulega þætti okkur
æskilegt að málið kæmi okkur ekk-
ert við, einsog Oddi Ólafssyni
fmnst, en því miður erum við ekki
minnihlutahópur í þessu sambandi
því 70% þeirra sem smitast hafa
af eyðni á Islandi eru hommar.
ísland er í 5. sæti á Vesturlönd-
um hvað útbreiðslu varðar en
frumkvæði og ábyrgð heilbrigðis-
yfirvalda er þó ekki meiri en svo
að nú fyrst er að hefjast forvarnar-
starf sem hófst fyrir 3—4 árum í
nágrannalöndunum. Þar tókust
menn á við vandann þar sem hann
var mestur, meðal homma, en hér
á landi gerðist ekkert fyrr en smit-
ið náði til gagnkynhneigðra. Áróður
og fræðsla á vegum „færustu
manna“ miðast nú eingöngu við
gagnkynhneigt fólk og hommar
hefðu enga fræðslu fengið hefðu
þeir ekki tekið málin í sínar hend-
ur. þannig er nú frammistaða
„ábyrgra“ heilbrigðisyfirvalda, sem
Oddur Ólafsson ber svo mikið traust
til. Hefði hugsunarháttur aðstoðar-
ritstjórans, að treysta í blindni á
opinbera embættismenn, ráðið
gerðum okkar, væru enn fleiri smit-
aðir og dánir en raun ber vitni. Á
öldinni sem leið áttu menn ekki
annars úrkosti en að treysta á
lækni, prest og fógeta, en nú á
dögum er slíkur hugsunarháttur
ekkert nema þjónkun við úrelt sjón-
armið. Það mælist kannski vel fyrir
í sveitum landsins þar sem Tíminn
á flesta lesendur en er hvorki „vit-
rænt“ né þykir nútímafólki það
„siðlegt".
Hvað er velsæmi?
Oddi Ólafssyni er mikið í mun
að öll umfjöllun um eyðni fari fram
á „siðlegan" hátt, þ.e. með fullu
velsæmi og Morgunblaðið gerir
pistli hans svo hátt undir höfði að
birta hann orðréttan í Staksteinum
fimmtudaginn 5. febrúar sem
hvatningu um að „saman fari
heilsufarsleg og siðfræðileg
ábyrgð“. (Höfundur Staksteina á
væntanlega við siðferði og siðferði-
lega ábyrgð þegar hann talar um
siðfræði.) Hugleiðing Odds Ólafs-
sonar gefur þó alls ekki tilefni til
þess, heldur virðast menn rugla hér
saman hugtökunum „velsæmi" og
„siðferði." Þessum hugtökum er
alltof oft ruglað saman og það get-
ur haft skelfilegar afleiðingar því
„velsæmið" er eins konar sjálfsaf-
greiðslubúð þar sem menn sækja
það sem þeir þurfa en „siðferðið"
er hins vegar leiðarljós okkar um
rétta breytni í lífinu.
Oddur Ólafsson lifír kannski í
einhveijum gömlum góðum heimi
þar sem velsæmið var ávallt í sam-
ræmi við siðferðið en í raunveruleik-
anum verða ansi oft árekstrar þar
á milli og það kemur greinilega í
ljós í allri umfjöllun um eyðni. Odd-
ur vill fela opinberum embættis-
mönnum einum að fjalla um eyðni
til að fulls velsæmis sé gætt og
hann þurfi ekki að heyra óþægileg-
ar staðreyndir. Að flokka það undir
siðferðilega ábyrgð er auðvitað
markleysa.
Félagslegt misrétti er
heilbrigðisvandamál
Hommar hafa árum saman
skírskotað til siðferðilegrar ábyrgð-
ar samfélagsins, en í réttindamálum
þeirra 'nefur nákvæmlega ekkert
áunnist. Við höfum alltaf verið af-
greiddir með því að „velsæmið“ leyfí
það ekki.
Við horfum enn upp á það að
strákar, sem eru að gera sér grein
fyrir því að þeir eru hommar, flosna
upp félagslega og leiðast út í alls-
kyns óreglu vegna þess að sam-
félagið veitir þeim ekki þá leiðsögn
og þær fyrirmyndir sem það vc-itir
gagnkynhneigðum félögum þeirra.
Þvert á móti skapar samfélagið
þeim stærri félagsleg vandamál en
ungt fólk getur gert sér vonir um
að ráða við. Það innrætir þeim lítils-
virðingu á sjálfum sér og sjálfs-
ímynd sem grundvallast á að þeir
séu hættulegir samfélaginu, óvel-
komnir, réttlausir, ógæfufólk,
sjúkir og gerir þannig eðlilegar
hvatir þeirra að vandamáli. Og
þannig verður aðstaða samkyn-
hneigðra unglinga í skóium að
heilbrigðisvandamáli (sem bannað
er að taka á). Þetta er allt í þágu
velsæmisins en þar skortir sannar-
lega heilsufarslega og siðferðilega
ábyrgð.
Og við horfum enn upp á það
að strákar sem ætla að búa saman
lenda í alls konar veseni og útistöð-
um við ættingja og vini sem líta
samband þeirra hornauga og dettur
ekki í hug að virða það og styðja
eins og sámband fólks af gagn-
stæðu kyni. Þeir njóta ekki réttar-
vemdar samfélagsins varðandi
skatta og erfðir eins og annað fólk
í sambúð og þeir fá ekki blessun
trúarsafnaða heldur bölvun. Það er
líka í þágu velsæmisins en þá er
velsæmið farið að stuðla að laus-
læti og hvar er þá siðferðileg
ábyrgð?
Af þessum tveimur dæmum sést
að „velsæmið" stuðlar að og við-
heldur félagslegu misrétti homma
sem veldur félagslegri upplausn
sem aftur veldur alls kyns óreglu
og lauslæti. Þetta er löngu vitað
mál og hingað til höfum við orðið
að kyngja þessu í nafni velsæmisins
en nú býður siðfræðileg ábyrgð
okkur að beita öllum ráðum til að
bæta félagslega aðstöðu homma því
nú er óregla og lauslæti greið leið
til að smitast af eyðni.
Samkeppm um
ritun barnabóka
NÁMSGAGNASTOFNUN
hefur efnt til samkeppni um
gerð lesbóka fyrir 6-9 ára
börn.
Samkeppnin mun standa
næstu tvö til þijú ár með þeim
hætti að skil handrita verða þrisv-
ar á ári, 1. maí, 1. september og
1. janúar. í fyrstu verður lögð
áhersla á bækur handa 6-7 ára
bömum. Allt að þrenn verðlaun
verða veitt hveiju sinni, fyrir
texta og/eða myndefni, að upp-
hæð kr. 30.000.00 hver. Auk
þessa verða veittar sérstakar við-
urkenningar fyrir verk sem þykja
álitleg. Ráðgert er að dómnefnd
skili áliti eigi síðar en mánudag-
inn eftir skiladag hveiju sinni.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Náms-
gagnastofnun og Guðmundur B.
Kristmundsson, Æfínga- og til-
raunaskóla KHÍ, munu veita
væntanlegum þátttakendum
nauðsynlegar upplýsingar m.a.
um lengd, þyngd, hlut myndefnis
og efnissvið.
1. skiladagur er 1. maí 1987.
Böðvar Björnsson
„Þetta mál er vitaskuld
sett hér fram í mjög
einfaldaðri mynd en þó
ætti öllum að vera ljóst
að siðfræðileg- ábyrgð í
umfjöllun um eyðni
snýst um f ieira en það
hvort ungt fólk eigi að
líta á smokka sem eðli-
legan hlut eða hvort
umræðan sé dónaleg
eða ekki.“
Yfirvöld í vanda
Þetta mál er vitaskuld sett hér
fram í mjög einfaldaðri mynd en
þó ætti öllum að vera ljóst að sið-
ferðileg ábyrgð í umfjöllun um
eyðni snýst um fleira en það hvort
ungt fólk eigi að líta á smokka sem
eðlilegan hlut eða hvort umræðan
sé dónaleg eða ekki. Okkur þykir
auðvitað einsýnt að ekki sé hægt
að koma áróðri og fræðslu til ungs
fólks nema tala við það og þá ekki
endilega í prédikunarstíl heldur á
máli sem það skilur og með að-
ferðum sem eru í takt við lífsviðhorf
þess. Þetta skilja heilbrigðisyfírvöld
mæta vel en þegar kemur að hom-
munum, sem smituðust fyrst og eru
enn í mestri hættu, kemur velsæm-
iskenndin í veg fyrir að þau beiti
sömu aðferðum við þá. Samtökin
’78 hafa þrábeðið landlækni að
koma af stað áróðursherferð með
fræðslu sem beint væri gagngert
til homma, rétt eins og áróðri er
nú beint að ungu fólki. Landlæknis-
embættið gat styrkt Samtökin ’78
lítillega til að sinna þessu starfi
meðal þeirra homma sem Samtökin
ná til en landlæknir gat ekki sem
embættismaður snúið sér beint til
homma almennt. Með því hefði
hann óbeint viðurkennt tilveru
þeirra (ekki þó tilverurétt) og vel-
sæmiskerfíð leyfír hreinlega ekki
að hið opinbera kenni hommum að
beita sóttvömum í kynlifí. Slíka
kennslu er nefnilega ekki hægt að
veita án þess að hvetja þá til að
lifa hættulausu kynlífí en það er
höfuðsynd samkvæmt gyðinglegri
og kristilegri hefð og þá rekst sið-
ferðileg ábyrgð á velsæmið. Það er
ástæðan til þess að eyðni hefur
grasserað meðal homma á íslandi
í íjögur ár án þ'ess að „ábyrgð heil-
brigðisyfírvöld" og „færustu menn"
hreyfðu hönd né fót til vamar.
Skilninginn skortir ekki, það sést á
því að strax og smitið berst til gagn-
kynhneigðra fer áróðursmaskínan á
fulla ferð. Fyrirlitningin og lítils-
virðingin sem heilbrigðisyfirvöld
sýna hommum með þessu aðgerðar-
leysi er ótrúleg.
Hvemig geta æðstu menn heil-
birgðiskerfísins fengið sig til að
hvetja aðra til að sýna ábyrgð þeg-
ar þeir sjálfír sýna heilum hópi fólks
algjört ábyrgðarleysi?
Þegar velsæmið er orðið slíkt að
það kostar mannslíf með því að
hindra forvamarstarf gegn lífs-
hættulegum sjúkdómi meðal
homma er sannarlega kominn tími
til að velta því fyrir sér hvers konar
velsæmi við búum við og hvort það
sé í samræmi við siðferðilega
ábyrgð.
Höfundur er starfsmaður Samtak-
anna '78 gegn eyðni.