Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 37 Kvenfélagið Hringurimi í Stykkishólmi 80 ára Stykkishólmi. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Stykkishólmi átti 80 ára afmæli Hús kvenfélagsins Hringsins á Stykkishólmi. hinn 17. febrúar og minmst þess með fagnaði laugardaginn 21. febrúar. Það var árið 1907 að nokkrar konur í Stykkishólmi komu sam- an og hófu með sér félagsskap. Aður hafði kvenfélagið Hringur- inn í Reykjavík sent þeim áskorun um að stofna félag til að styrkja berklasjúklinga, sem þyrftu að leita til hins fyrir- hugaða berklahælis. Um þessar mundir heijaði berklaveikin um allt land og var hinn mesti vá- gestur þeirra tíma enda varð fáum vörnum komið við. Varð þetta til þess að góðar konur í Hóhninum efndu til þessa fundar og Iýsti áhuginn sér strax í því að yfir 30 konur mættu og ákváðu að stofna félag og kusu sér fé- lagsstjóm. Fyrsta stjómin var skipuð þann- ig: Amdís Jónsdóttir, læknisfrú formaður, Magðalena Halldórsson, eiginkona Sæmundar kaupmanns og var hún gjaldkeri, ritari var Kristín Sveinsdóttir Möller, til vara Frederikke Eggers og Herdís Boga- dóttir. Og þar með varð Hringurinn til og hefír starfað að allskonar líknar- og menningarmálum alla tíð síðan. Fyrsta verkið var að halda hlutaveltu til íj'áröflunar og hélst sú fjáröflunaraðferð lengi, einnig var flár aflað með leiksýningum, bögglauppboðum o.fl. o.fl. Einnig lögðu konur sjálfar til fé. Þetta varð málefninu mikil stoð. Fjármun- ir komu víðsvegar af landinu til styrktar baráttunni gegn berkla- veikina og ekki var á liði sínu legið. Árið 1921 vom lög sett á Alþingi um hælisvist á Vífilsstöðum næst- um endurgjaldslausa. Var þá hægt að beina starfinu í aðrar áttir líknar- mála. Strax árið 1922 ræðst félagið í að launa hjúkranarkonu að hálfu móti hreppsfélaginu. Starfaði hún á vegum félagsins í 14 ár eða þar til sjúkrahúsið í Stykkishólmi tók til starfa. Þá var ráðin hjálparstúlka á heimili sem þess þurftu við í Hólminum og stóð sú þjónusta í 6 ár. Jólatrésskemmtanir fyrir böm vora árvissar og fatagjafir til fá- tækra bama vora send fyrir öll jól. Fjölda menningarmála hefír kven- félagið stutt hér í Hólminum. Má þar til nefna námskeiðahald, styrkt gufubaðstofu, sundlaugarbygg- ingu, og ekki má gleyma skrúðgarð- inum í hjarta bæjarins sem kvenfélagskonur hafa ræktað og ber sú ræktun meiri árangur með hveiju ári sem líður og er garðurinn eitt af verðmætum Stykkishólms. Kvenfélagið helfur látið sig mál- efni kirkjunnar mikið skipta um áraraðir, fært kirkjunni verðmætar gjafír, annast aðventukvöld o.fl. Þá var um langt skeið söfnun á vegum félagsins til stofnunar húsmæðra- skóla og 1944 hóf félagið söfnun til elliheimilisbyggingar og þegar heimavist bamaskólans var breytt í heimili fyrir aldraða lagði kvenfé- lagið veralega fjárapphæð til þess verkefnis. Þess má geta að kvenfé- lagið stóð með öðram félögum að byggingu veglegs félagsheimilis í Hólminum og er eignaraðili að þeirri stofnun. Bamaleikvöllur fyrir fram- kvæði kvenfélagsins er starfræktur á sumrin og lagði félagið fram starfskrafta en hreppsfélagið sér nú um ijárreiður. Kvenfélagið rekur skrúðgarðinn og þar era unglingar að störfum i umsjá félagskvenna og Stykkis- hólmshrepps. Garðurinn hefír verið stækkaður mjög og er komið þar gott athafnasvæði fyrir útihátíðir svo sem 17. júní o.fl. Skólinn hefir ekki farið varhluta af starfí kvenfé- lagsins og lengi hafa sjúklingum og vistfólki á dvalarheimilinu verið færðar gjafír fyrir jól. Kvenfélagið lét byggja hús fyrir starfsemina í skrúðgarðinum og er það bæði til prýðis og góðra nota. Var þetta mikið afrek og íjárfrekt. Þegar samband breiðfírskra kvenna var stofnað varð kvenfélag- ið aðili að því uns kvenfélagsam- band sýslunnar hóf störf 1965 þá gekk félagið þar til samstarfs. Þótti það hentugra. Alls hafa 17 félags- konur verið gerðar að heiðursfélög- um á umliðnum árum og nú munu 11 þeirra vera á iífi. Lengst allra hefir Kristjana Hannesdóttir, fv. skólastjóri, verið formaður eða í 19 ár og þrátt fyrir háan aldur sækir hún enn fundi, fylgist með og tekur til máls og reifar mál dagsins. Hún er heiðurs- félagi. Margar era þær konurnar í gegnum árin sem unnið hafa kven- félaginu mikið gagn og gæfa félagsins hefír verið að hafa jafnan góðum félögum á að skipa og notið velvildar bæjarbúa. Ekki má gleyma að minnast allra skemmti- og fræðsluferðanna um landið sem kvenfélagið hefir staðið fyrir og orlofsdvalir hafa þær látið til sín taka. Félagar munu nú vera um 80. Stjórn skipa nú: María Bærings- dóttir, formaður, Alma Diego, gjaldkeri, og Guðrún Gunnlaugs- dóttir, ritari. — Árni. Landbúnaðarráðstefna Varðar; Straumhvörf í ís- lenskum landbúnaði STRAUMH V ORF í íslenskum landbúnaði verður yfirskrift ráð- stefnu um landbúnaðarmál sem landsmálafélagið Vörður heldur á morgun, föstudag, í Valhöll við Háaleitisbraut. Ráðstefnan stendur frá klukkan 16 til 20. Dagskráin er þannig: Setning: Dr. Jónas Bjamason, formaður Varðar. Þróun í landbúnaði seinustu árin: Dr. Sigurgeir Þorgeirsson. Stjómkerfi landbúnaðarins: Gunnlaugur Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri. Afleiðingar afurðasölu- og verð- lagsskipulagsins: Steingrímur Ari Arason, hagfræðingur. Staða bændastéttarinnar: Jó- hannes Torfason, bóndi. Áhrif kvótakerfísins og núver- andi framleiðslustýring: Guðmund- ur Stefánsson, landbúnaðarhag- fræðingur. Hvemig er hægt að leysa núver- andi vanda?: Ketill A. Hannesson, landbúnaðarhagfræðingur. Stefnumörkun í landbúnaði: Jón Magnússon hdl. Ráðstefnustjóri verður Sigur- bjöm Magnússon lögfræðingur. Fundurinn er opinn öllum áhuga- mönnum um landbúnaðarmál. (Úr fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Guðmundur Pétureson Yegarlagmngu að flugstöðinni að ljúka Verktakar eru langt komnir með lagningu vegar að nýju flugstöðinni á Keflavikurflugvelli og er verið að tengja hann við Reykjanesbrautina á Fitjum í Njarðvík. Vegurinn er 7 km að lengd. Myndin var tekin er unnið var að framkvæmdum við veginn í vikunni. 172 vinningar afhentir í jólahappdrætti SÁÁ VINNINGAR í jólahappdrætti SÁÁ hafa verið afhentir, en alls voru þeir 172 talsins. Dregið var eingöngu úr seldum miðum. Vinningar voru 14 bílar, átta myndbandsupptökuvélar, 75 út- varpstæki með segulbandi og 75 reiðhjól. Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið reisti á áranum 1982 og 1983 sjúkrastöð að Vogi með 60 sjúkrarúmum. í árslok 1983 var sjúkrastöðin flutt frá Silungapolli. Hvert rúm á Vogi hefur verið skip- að frá fyrsta degi og svo er enn. Sjúkrastöðin er rekin með daggjöld- um Tryggingastofnunar. Enn era miklar og þungar byggingaskuldir sem hvfla á Vogi og rennur ágóði happdrættisins nú sem áður til að grynnka á þeim skuldum, segir í frétt frá SÁÁ. Á árinu 1985 komu um 1.500 einstaklingar á aldrinum 16 til 80 ára til meðferðar á Vogi í tíu til tólf daga. Þar af vora um 650 að koma til meðferðar í fyrsta sinn. Flestir halda áfram til endurhæf- ingar að Sogni eða Staðarfelli. Tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir enn, en era svipaðar. í fræðslu- og leiðbeiningastöð SÁÁ, Síðumúla 3-5, fær fólk oft fyrstu aðstoð auk þess sem nám- skeiðahald og viðtalsþjónusta er veitt fyrir þá sem áður hafa sótt meðferð. Þar fer einnig fram fræðsla fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur drykkjusjúkra. Á hverju fimmtudagskvöldi er þar kynningarfundur um áfengisvanda- málið og starfsemi SÁÁ. Má því ætla að um 3.000 einstaklingar njóti þjónustu SÁÁ á ári hveiju, segir jafnframt í fréttatilkynningu Frá afhendingu vinninga í jólahappdrætti SÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.