Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 19
Unglingarnir á Hlemmi MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 19 Unglingahús er efst á óskalistanum í UMFJÖLLUN fjölmiðla um ástandið i biðskýli Strætisvagua Reykjavíkur við Hlemm, hefur komið fram að þar eru einkum tveir hópar, sem vekja ugg hjá farþegum er leið eiga um skýlið. Lögregl- an hefur verið kölluð til 130 sinnum frá áramótum vegna óláta utangarðsfólks og unglinga sem sest hafa þar að. Útideildin sem starfar á vegum Reykjavíkurborgar fylgist með og hefur afskipti af unglingunum sem þarna eru. Morgunblaðið snéri sér til starfs- fólks deildarinnar og nokkurra unglinga og spurði álits á umfjöllun- inni um Hlemm, þess ástands sem þar ríkir og hvað þau teldu vera tii ráða. Morgunblaðið/Júlíus Unglingarnir á Hlemmi, standandi frá vinstri, Kolla, Róbert, Guðni, Bjössi, íris, Eygló og Vala. Fyrir framan þau krjúpa starfsmenn Útideildarinnar þau Guðmundur, Edda og Vilborg. í samtali við starfsfólk Útideildar þau Eddu Ólafsdóttur deildarstjóra, Vilborgu Jónsdóttur, Magneu In- gólfsdóttur og Guðmund Auðuns- son- kom fram að þau teldu að neikvæð umflöllun fjölmiðla um bið- skýlið á Hlemmi ætti stóran þátt í að farþegar forðuðust staðinn. Því hefði verið haldið fram að þar gengju fíkniefni kaupum og sölum í ríku mæli en það væri ekki rétt. Slík viðskipti færu allt eins fram annarstaðar. Eftir að því var haldið fram í blaðagrein að vændi væri stundað á Hlemmi sögðust þau hafa orðið vör við að karlmenn á miðjum aldri leituðu þangað í ríkari mæli í leita eftir kynnum við ungl- ingsstúlkur, sem þarna eru með kunningjum sínum. Einn dæmdur fyrir alla „Umfjöllun sem þessi verður til þess að litið er á þá sem þarna leita athvarfs, unglinga og róna, sem annarsflokks fólk. Allur almenning- ur er fljótur að bregðast við og dæma einn fyrir alla,“ sagði Edda. „Þessir hópar eiga auðvitað enga samleið enda kemur til árekstra á milli þeirra. Það hefur komið fyrir að maður um fimmtugt leitar á stúlkur úr hópnum og þegar dreng- imir vilja veija þær blossa upp slagsmál. Ég er þeirrar skoðunar að krakkarnir komi vel fram nema þegar þau eru beitt órétti og rang- indum. Þeir fullorðnu sem óttast þau ættu að líta í eigin barm.“ Bæði starfsfólk og þeir unglingar sem talað var við telja að fordó- manna megi að hluta til rekja til hræðslu fólks sem finnst framkoma unglinganna og klæðaburður ögrandi. „í umræðum almennings um síbrotaunglinga tengir fólk þá ósjálfrátt við unglingana á Hlemmi,“ sagði Vilborg. „En ungl- ingum í dag svipar mjög til ungling- anna á hippatímanum sem boðuðu frið. Eini munurinn er sá að nú gefa þeir hörðustu, pönkaramir skít í þjóðfélagið án þess að vita hvers vegna því hugmyndafræði þeirra er oft mjög óljós." Eiga engan samastað Unglingarnir á Hlemmi eiga sér engan annan samastað nema þá helst leiktækjasali. Engin félags- miðstöð fyrir unglinga er starfrækt í miðbænum og þeim er meinaður aðgangur að Tónabæ, vegna klæða- burðar að eigin sögn. Starfsfólk útideildarinnar sögðu það áberandi að í hverfum sem hefðu starfandi félagsmiðstöðvar væri félagslíf unglinganna með öðmm hætti. Enginn leiktækjasala þrifist þar og sjoppuhangs þekktist varla. Eini gallinn væri sá, að félagsmiðstöðv- arnar virðast höfða frekar til unglinga á aldrinum 13 til 16 ára en þau sem em eldri eiga ekkert athvarf. „Fyrir þremur ámm var kveiktur vonameisti hjá unglingun- um, sem héldu mikið til á Hlemmi. Þá vom uppi hugmyndir um að þau fengju aðstöðu fyrir sig, sem yrði í þeirra umsjá," sagði Edda. „Þeim fannst þetta mjög spennandi og vom búin að leggja heil mikla vinnu í undirbúning en ekkert varð úr neinu.“ Þurfum ekki stórt húsnæði En hvað finnst unglingunum sjálfum um umtal fjölmiðla og hvaða óskir hafa þau? Þau vom sammála um að tilgangslaust væri að vísa þeim út af Hlemmi þau mundu alltaf koma þangað inn aft- ur. „Það er ekki rétt að við ógnum farþegunum, það em þeir sem ógna okkur. Við sitjum þama í ró og næði þegar lögreglan birtist. Okkur er kastað út en ekki þeim sem byrj- uðu að abbast upp á okkur,“ sagði Guðni. „Um daginn tóku þeir 30 unglinga og okkur var haldið á stöð- inni frá tveimur og hálfri klukku- stund í tuttugu og tvær án þess að vita fyrir hvað,“ sagði Bjöm. Þau sögðust hittast í biðskýlinu til að tala saman og hefðu sig lítið í frammi nema þegar að þeim er veist. „Við þurftim ekki stórt hús- næði né merkilegt en það verður að vera í miðbænum," sagði Guðni. Þau vom sammála um að allir mundu taka til hendinni ef þau fengju eigið húsnæði til umráða. Tónlist er helsta áhugamálið og mikill áhugi fyrir að hægt yrði að hlusta á hana og eins mætti koma upp æfingaaðstöðu fyrir hljómsveit- ir, sem alltaf em á hrakhólum. „Við verðum að fá að ráða sjálf hvemig staðurinn er og hvaða regl- ur gilda," sagði Guðni. Þau bentu á að skipa þyrfti nefnd úr þeirra hópi sem sæi um, undir stjóm Úti- deildar hvað fram færi í húsinu en öll bæm þau sameiginlega ábyrgð á hvernig til tækist. RÖNDÓTT 0G MYNSTRAÐ mm nyjar vor- og sumarvorur i mynstruð og áprentuð jerseyefni áberandi í vor- og sumartískunni. Almvnstruð bómullar- og vattefni í teppi,- gardínur og bútasaum Smárósótt bómullar- og vattefni í barnaföt o.fl. Röndótt velúrefni í barnaföt, náttsloppa o.fl. Bómullarefni í eldhúsgardínur, dúka, diskamottur o.fl. Polyesterefni og margt fleira Aldrei annað eins úrval! Athugiö! næg bílastæði í Mjóddinni. búðimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.