Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 Athugasemdir vegna fj ölmiðlakannana NOKKRAR athugasemdir vegna samanburðar á fjölmiðlakönnun SKÁÍS (29. janúar) og fjölmiðla- könnunum Félagsvísindastofn- unar (desember 1986). Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað á opinberum vettvangi um könnun SKAÍS á notkun sjónvarps á Faxaflóasvæðinu og hafa niður- stöður þessarar könnunar verið bomar saman við niðurstöður könn- unar Félagsvísindastofnunar frá desember sl. Þar sem samanburður þessi er mjög villandi telur Félags- vísindastofnun rétt að upplýsa eftirfarandi: 1. Könnun SKÁÍS er unnin með annarri aðferð en kannanir Félags- vísindastofnunar og eru niðurstöður þessara kannana alls ekki sambæri- legar. Könnun SKÁÍS sýnir hvaða stöð var opin á tilteknum tíma, á þeim heimilum þar sem svarað var, en kannanir Félagsvísindastofnun- ar sýna hlutfall einstaklinga á aldrinum 15-70 ára sem horfðu á Lýst eftir vitnum að árekstri LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð sl. laugardagskvöld. Áreksturinn varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitis- brautar kl. 23.40. Bifreiðamar, sem þar skullu saman, eru að Lada og Toyota gerðum og segja báðir öku- menn að þeir hafi ekið á móti grænu ljósi. Þeir sem gætu varpað ljósi á mál þetta eru beðnir um að hafa samband við Slysarannsóknardeild lögreglunnar. Leiðréttinar Selfossi. O í GREIN sem birtist nýlega um hita- veitu, sem hjónin í Hvammi í Landsveit lögðu að bæ sínum, mátti skilja orðalag þannig að þar hefði alltaf verið skortur á köldu vatni að bænum. Svo er ekki og hefur um langan tíma verið sjálfrennandi vatn að bænum, tekið í um 600 metra fjar- lægð á stað sem nefndur er Dý. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðing- ar á þessari missögn í greininni. — Sig.Jóns. hvem dagskrárlið nokkra daga aft- ur í tímann. Markmiðið með könnun SKÁÍS er að bera saman hlutfall beggja stöðvanna (t.d. hvort önnur sé opin á þriðjungi eða helmingi fleiri heimila en hin), en markmið kannana Félagsvísindastofnunar er að sýna hlutfall íbúa á könnunar- svæðinu er horfa á hvem dagskrár- lið og þar með til viðbótar að bera saman stærð áhorfendahópanna (ásamt greiningu áhorfenda eftir aldri og kyni, sem ekki er hægt að gera með aðferð SKÁÍS). Aðferð SKÁÍS gefur mun hærri hlutfallstölur hjá báðum stöðvum, vegna þess að aðeins var spurt hvort sjónvarpið væri opið en ekki hvort svarandi væri að horfa á til- tekinn dagskrárlið, né heldur hve margir á heimilinu eru beinlínis að horfa á sjónvarp. Auk þess eru þau heimili þar sem ekki var svarað ekki tekin með í útreikningunum. Með öðrum orðum, hlutfallstölumar eru reiknaðar af öðrum grunni en í könnunum Félagsvísindastofnun- ar. Því er út í hött að bera saman niðurstöður þessara tveggja kann- ana, eins og gert hefur verið, og draga af því ákveðnar ályktanir. Varað er við þessu í greinargerð SKÁÍS en hins vegar hefur þetta ekki komið fram í umfjöllunum um kannanir þessar og er því nauðsyn- legt að leiðrétta þá mynd sem dregin hefur verið upp af niðurstöð- um þessum. 2. í greinargerð SKÁÍS segir að úrtakið hafí veirð 3138 heimili, eða um 5,8% heimilanna á könnunar- svæðinu. Þetta er mjög villandi. Aðferð SKÁlS felur í sér að hvert könnunartímabil, þ.e. hver útsend- ingartími sem mældur er, telst veia ein sjálfstæð könnun. Þannig er í reynd um 22 kannanir að ræða á 5 daga tímabili og var spurt á hveiju tímabili hvort sjónvarpið væri opið, og þá á hvaða stöð væri stillt. Meðalstærð úrtakanna er því miklu minni en gefíð er til kynna. Auk þess kemur í ljós að úrtaks- stærðimar eru breytilegar eftir því hvenær kvöldsins er spurt. I spum- ingum um þátt númer 1 voru úrtökin á bilinu_402 til 526 á þess- um dögum. Úrtökin fyrir þátt númer 2 voru á bilinu 325 til 438, fyrir þátt 3 á bilinu 229 til 326, og fyrir þátt 4 frá 111 til 243. Al- rangt er að leggja allar þessar tölur saman, upp í 3138, og segja það vera „úrtakið" sem könnunin byggi á. Blaðburðarfólk óskast! ■^ft AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Laufbrekka o.fl. Sóleyjargata Meðalholt VESTURBÆR Stórholt Aragata o.fl. Úrtök þau sem SKÁÍS notar eru ekki tilviljunarúrtök úr þjóðskrá sem eiga að gefa rétta mynd af íbúum könnunarsvæðisins, heldur eru þau svo kölluð kvótaúrtök. í slíkum könnunum er hringt í tiltek- inn fjölda símanúmera. Ef ekki svarar í einu númeri er einfaldlega farið að því næsta, og er þá úr sögunni sá meginkostur tilviljunar- úrtaks að allir íbúar könnunarsvæð- isins eigi jafna mög^uleika á að lenda í úrtakinu. Þegar svo er komið er ekki hsegt að tryggja að úrtakið gefí rétta mynd af sjónvarpsnotkun á könnunarsvæðinu. 3. Aðstandendur Stöðvar 2 hafa gagnrýnt þá aðferð Félagsvísinda- stofnunar að spyija um sjónvarps- notkun nokkra daga aftur í tímann, og bera því við að óvissa ríki um hve minni svarenda sé áreiðanlegt. Ymis áreiðanleikapróf hafa verið gerð á aðferð þessari og þykir hún gefa fullnægjandi áreiðanleika ef spyrlar hafi nægar upplýsingar um hvem dagskrárlið. Félagsvísinda- stofnun hefur nú gert 3 kannanir með þessari aðferð og hafa áreiðan- leikaprófanir þegar verið gerðar á þeim. Ekkert hefur komið fram sem styður ofangreinda gagnrýni. (Frá Félagsvísinda- stofnun Háskólans) Evrópufrumsýn- ing í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á myndinni Góðlr gæjar. Er þetta jafnframt Evrópufrumsýn- ing hjá kvikmyndahúsinu. Leik- stjóri myndarinnar er Jeff Kanew. Með aðalhlutverk í myndinni fara Burt Lancaster, Kirk Douglas, Charles Durning og Alexis Smith. í frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir að myndin fjalli um vinina Harry og Archie, sem er sleppt eftir 30 ára fangavist. Þeir höfðu gerst sek- ir um lestarrán á sínum yngri árum, en þess má geta að Archi er 67 ára og Harry 72 ára. Er það því mikið tilhlökkunarefni að byija nýtt líf eftir fangavistina. Þegar vinirnir svo loks sleppa úr fangelsinu er Harry vistaður á elliheimili og kann því illa. Archie fær hins vegar inni á einu af hótelum borgarinnar og þar sem hann á enn nokkur ár í sjötugt má hann starfa á hinum almenna vinnumarkaði, en það gengur brösuglega. Frelsið er því ekki alveg eins ánægjulegt og þeir höfðu vonast eftir. Þeir sjá eiginlega aðeins eitt ráð — ræna sömu lestina og þeir reyndu við forðum, ef heppnin skyldi vera með þeim í þetta skiptið. Starf póst- og símstöðvarstjóra í Stykkishólmi laust til umsóknar Stykkishóimi. STARF stöðvarstjóra Pósts og síma hefir nú verið aug- lýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 13. febrúar. Þorsteinn Olafsson, sem hér hefir verið stöðvarstjóri í tæp þijú ár með ágætum lætur af störfum, þar sem hann hefir fengið for- stöðumannsstarf við pósthúsið R8 við Ármúla, en það er nú aðalpóst- hús höfuðborgarinnar. Hver tekur við af honum er enn ekki vitað, en það er ráðherra sem veitir starfið. Sjálfsagt sækja margir um því seinast voru um- sækiendur hátt á annan tug. — Árni gluggar Við sérsmíðum glugga eftir þínum óskum. Hér eru aðeins smásýnishorn af gluggunum okkar. Við gerum föst verðtilboð í alla sérsmíði. Vönduð íslensk framleiðsla. Góðir greiðsluskilmálar — Sendum í póstkröfu. AUKhf. 10.64/SlA TRESMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI. SlMAR: 54444, 54495 ÁRATUGA REYNSLA [ GLUGGASMÍÐI L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.