Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. „Friðarþing“ í Kremlarsölum Um síðustu helgi var haldið í Moskvu þing, þar sem rætt var um horfur í afvopnunarmálum og hugmyndina um kjamorku- vopnalausan heim. Þingið sóttu um 850 gestir frá 80 löndum og um 450 manns frá Sovétríkjunum. Ferðin til Moskvu og dvalarkostn- aður var borinn uppi af Sovét- stjóminni að sögn breska blaðsins The Independent. Flestir hinna erlendu gesta em þjóðkunnir í heimalöndum sínuni og margir þeirra heimsfrægir. Áberandi voru t.d. listamenn, rithöfundar, vísindamenn, tískukóngar og leik- arar. Af þessu má draga þá ályktun, að hugmyndin að baki ráðstefnunni hafi annars vegar verið að hafa áhrif á almennings- álitið utan Sovétríkjanna, einkum iýðræðisríkjanna á Vesturlöndum, og hins vegar að koma á fram- færi við fjölmiðla sjónarmiðum hinna nýju valdhafa í Kreml og auglýsa þá stefnubreytingu, sem þar virðist hafa orðið á sviði mannréttinda. Samkomur af þessu tagi em ekki nýlunda í samskiptum Sovét- manna við umheiminn. Þau em t.d. ófá „friðarþingin", sem haldin hafa verið í Moskvu, þar sem árás- ir á vígbúnað Vesturlanda hafa verið höfuðefnið en ekki minnst á vígbúnað og hemað Sovétríkj- anna. Raunar er því svo farið, að sérstakar stofnanir Kommúnista- flokks Sovétríkjanna hafa það verkefni með höndum að reyna að hafa áhrif á almenningsálitið erlendis. Heimsfriðarráðinu var t.d. komið á fót til að vinna ut- anríkisstefnu Sovétríkjanna fýlgi, þótt annað sé látið í veðri vaka. I ljósi þessa er það bæði skynsam- legt og nauðsynlegt, að horfa gagnrýnum augum á nýjasta „friðarþingið" í Moskvu. Það er haldið við þær aðstæður, að ekk- ert lát er á hemaði Sovétmanna í Afganistan, sem staðið hefur í rúm sjö ár og er einhver hinn ógeðfelldasti, sem saga þessarar aldar kann frá að greina. Fram hjá hinu verður ekki horft, að undanfamar vikur og mánuði hafa verið að gerast at- burðir í Sovétríkjunum, sem fáa óraði fyrir að gætu yfírleitt gerst. Þar ber hæst ný viðhorf í mann- réttindamálum og lausn á annað hundrað stjómmálafanga úr haldi. Merkilegast er, að Andrei Sakh- arov, kunnasti andófsmaður í austurvegi, fékk að sækja þingið í Moskvu, tala þar óáreittur og hafa uppi harða gagnrýni á sovésk stjómvöld. Það er rétt, sem Ólafur Ragnar Grímsson segir í Morgun- blaðinu í gær, að fyrir nokkmm mánuðum hefði þetta verið óhugs- andi. Mönnum þótti það á hinn bóg- inn einnig óhugsandi á sínum .nuoq a iiioíi iruinaB ginnio tíma, að Andrei Sakharov yrði beittur því harðræði, sem hann hefur sjálfur lýst meðal annars hér á síðum Morgunblaðsins. Hvað eftir annað lagði hann líf sitt að veði til þess eins að kona hans fengi að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Hvar vom þá mótmæli þeirra, sem nú halda til Moskvu á „friðarþing"? Ætli þeir hafí ekki margir verið þeirrar skoðunar, að það myndi spilla fyr- ir „friðarhorfum" að vekja opin- berlega og af gagnrýni máls á ofsoknunum á hendur Sakharov? Andófsmennimir sjálfír vita hins vegar frá hveijum stuðningurinnn hefur komið; þeir em ekki sama sinnis og talsmenn þagnarinnar í mannréttindamálum á Vestur- löndum. Andrei Sakharov er ekki þeirrar skoðunar, að mannréttindabrot Sovétstjómarinnar séu „óþægi- legt“ mál, sem ekki megi minnast á á „friðarþingum" í Kreml eða annars staðar. Eins og lesa mátti á forsíðu Morgunblaðsins á þriðju- dag telur Sakharov lýðræði í Sovétríkjunum forsendu fyrir af- vopnun. Hann kemur frá þinginu í Kreml með hreinan skjöld. Á þeim tíma sem Andrei Sakh- arov og Yelena Bonner vom dæmd í útlegð og sættu ofsóknum var fjöldi annarra sovéskra andófs- manna handtekinn. Nú hafa nýir herrar í Kreml tekið til við að sleppa þessu fólki úr haldi. Frels- un þess er hluti af auglýsing- astríði, sem er stundað til að upphefja hina nýju valdsmenn í augum Vesturlandabúa. „Friðar- þingið" í Moskvu þjónaði sama tilgangi. Þeir sem fóm í hyllingar- ferðir til Sovétríkjanna á tímum Stalíns vom síðar kallaðir „nyt- samir sakleysingjar“. Þeir hafa sjálfír lýst því best, hvemig þeir vom blekktir og létu blekkjast. Nú er það mönnum afsökun að sækja „friðarfund" í Moskvu að fá tækifæri til að hitta sjálfan Sakharov á göngunum í Kreml. Þeir, sem sóttu þingið í Moskvu, fóm þangað ekki til að beijast fyrir friði í Afganistan. Þeir fóm þangað til að hjálpa Gorbachev, svo að vitnað sé til orða, sem Graham Greene, rithöfundur, lét faila í samtali við blaðamann The Sunday Telegraph í Moskvu. Þeir fóm þangað til að sýna fram á, að Sovétstjómin getur kallað til fundar í Kreml frægt fólk alls staðar að eins og áður. Enn sem fyrr em þeir úölmargir, sem vilja slá sér upp í nafni friðar (og mannréttinda ef það hentar), þótt það sé undir formerkjum þess ríkis, sem leggur stund á þjóðar- morð í Afganistan og hefur lagt sig mest fram í vígbúnaðarkapp- hlaupinu á síðustu ámm. Fiskeldisafurðir á eftir Kristján Þ. Davíðsson I samvinnu Sambands áhugamanna um fiskeldi í Nor- egi (Norsk Akvakultur Forening-NAF) og Norska tæknifræðingafélagsins (Norges Ingeniororganisaa- sjon-NITO) var haldin ráðstefna á Royal Garden- hótelinu í Þrándheimi dagana 3. til 5. febrúar. Yfírskrift ráðstefnunnar var „Alþjóðleg markaðsfærsla eldisaf- urða“ og viðfangsefnin tengdust öll þessu efni, hvert á sinn hátt. Fyrirlesarar vom frá opinbemm stofnunum í tengslum við fískeldi og frá einkafyrirtækjum, bæði inn- an og utan fískeldis. Meðal þátttakenda á ráðstefn- unni vom seiðaframleiðendur, eldisbændur, fískútflytjendur og fulltrúar þjónustufyrirtækja og stofnana sem tengjast fískeldi svo sem banka, tækjaframleiðenda, ráðgjafarfyrirtækja og rannsókna- stofnana. Ráðstefnan var öllum opin, en flestir þátttakenda vom þó norskir. Nokkrir Færeyingar vom meðal gesta og fleiri útlend- inga mátti fínna en engan fslend- ing, utan undirritaðs. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því sem undirrituðum þótti athyglisverðast á ráðstefnunni. Breytingar framundan Þrátt fyrir að fjallað væri um feril eldisafurða frá hrognastiginu og svo að segja allt upp í munn neytandans var byijað á „öfugum“ enda og lögð mest áhersla á mark- aðs- og sölumál, en ekki á fram- leiðslumál, þótt vissulega hafí verið komið inn á þau. Þetta markaði þá tilfærslu á áherslu sem nú á sér stað í norsku fískeldi. Bjöm Braaten, formaður ráð- stefnunefndar NAF og NITO, setti ráðstefnuna og kynnti viðfangsefnin. „Framgangur norsks fískeldis hefur verið ævintýri líkastur und- anfarinn áratug, en á síðustu mánuðum hefur komið í ljós að það gilda sömu lögmál um norskt fisk- eidi og allt annað, meðal annars sá gamalkunni sannleikur að ekk- ert tré vex inn í himininn. Allt fram að geta orðið til gagns í umræð- unni. Vandamálin eru til að leysa þau og opin og virk umræða er fyrsta skrefíð í átt að lausn (Mynd 2). Þróunin undanfarin ár og staðan nú Meðal fyrirlesara var Wollert Krohn-Hansen, aðstoðarforstjóri Sölusambands fískeldisstöðva (Fiskeoppdrettemes Salgslag A/L). Fyrirlestur hans bar heitið „Hvemig standa markaðsmálin?" og aðalefnið var þróun markaðar- ins undanfarið og staða hans nú. Mikill vöxtur í framleiðslunni, hátt verð og mikil bjartsýni lýsir í stuttu máli þróuninni undanfarin áratug eða svo. Árið 1986 gerðist það í fyrsta sinn að verð á eldis- laxi lækkaði. lækkunin á árinu varð alls um 30%. Á sama tíma jókst framleiðslan um 50%. Verð- fallið er af flestum sem til þekkja talið stafa af þessari miklu fram- leiðsluaukningu, ásamt lækkandi gengi dollarans. Krohn-Hansen taldi þetta hafa haft þau áhrif að bjartsýnin er ekki jafn mikil og áður og ákafinn í að fá leyfi til reksturs fískeldis- stöðvar fer nú minnkandi, sérstak- lega hjá stórum fyrirtækjum og því sem hann kallaði „fjármagni utan að“. Þess má geta að lengi hefur staðið styrr um þá ákvörðun norskra stjómvalda að nota fisk- eldið sem tæki í byggðastefnu og veita aðeins starfslejrfi til reksturs eldisstöðva til valinn aðila úti á landsbyggðinni. Hann tók þó fram að þessa dempuðu 'bjartsýni væri ekki hægt að lesa úr tölum um fjölda óafgreiddra umsókna um leyfi til reksturs fískeldisstöðva. Þær vom um mitt árið 1986 sam- MYND 1. OFFRAMBOÐ SVEIFLUR í GÆÐUM- -STÖÐNUN MARKAÐA VAXANDI FLUTNINGSKOSTNAÐUR' J NORSKUR L 1 ELDISLAX f —AUKIN SAMKEPPNI TOLLAMÚRAR- -LÆKKANDI VERÐ ÓSTÖÐUGLEIKI Á GJALDEYRISMÖRKUÐUM tals 3.870 talsins. Fram að þeim tíma höfðu verið veitt leyfi til reksturs 442 seiðaeldisstöðva, 757 eldisstöðva og 716 leyfi til skel- dýraeldis. Fjöldi ársverka í fískeldi var áætlaður um 4.000, og önnur 4.000 ársverk í þjónustu og tengd- um greinum. Samband fískeldis- stöðva reiknar með að slátrað verði um 60.000 tonnum af laxi og urr- iða á þessu ári og 80.000 tonnum árið 1988. Árið 1986 var fram- leiðslan tæp 50.000 tonn og verðmæti frá framleiðendum var rúmlega 1,7 milljarðar norskra króna, 9,5 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi. Líta þarf betur á kostnaðarhlið- ina í öllum fjárfestingum og í rekstri, flestir íjárfesta óþarflega mikið og fæstir hafa litið á kostn- aðarhliðina, vegna þess mikla hagnaðar sem verið hefur á rekstr- inurn. Tollar og aukin einangrunar- stefna í viðskiptum á alþjóðavett- vangi valda auknum áhyggjum. Evrópubandalagið hefur látið í það skína að búast megi við auknum tolli á norskan físk, vegna innflutn- ingshafta á landbúnaðarvörum í Noregi. Það þarf að þrýsta á stjómvöld, til þess að forðast eyði- leggjandi áhrif og einnig þurfa Björn Braaten, formaður ráðstef nunef ndar, setur ráðstefnuna. hann að Svíar hefðu áætlað að framleiða um 5.000 tonn af blá- skel árið 1986, en uppskeran varð nálægt 500 tonnum. Framtíðarhorfur Harald Kvalheim, framkvæmda- Wolert Krohn-Hansen, aðstoðarf orstj óri Sölusambands fiskeldisstöðva, talaði um þróunina undanfarin ár og stöðuna nú. aukningu á framboði, harðnandi samkeppni á mörkuðunum og áframhaldandi verðlækkun, sem þó er talið að hægi á sér. Sam- kvæmt athugunum sem gerðar hafa verið mun eftirspumin halda áfram að aukast og gert er ráð Ráðstefnan var haldin á Royal Garden-hótelinu, sem stendur við bakka Niðaróss. Þess má til gamans geta að hótelið er hitað upp með varmaskipti sem nýtir hita vatnsins í ánni. Stærstu markaðimir fyrir norskan eldisfísk eru nú í Banda- ríkjunum og Frakklandi, en reikna má með að aukin áhersla verði lögð á Japan, Þýskaland og Spán á næstunni. Vandamál Það hefur verið vandamál síðustu árin að miklar sveiflur em í framboðinu yfir árið. Þetta sagði Krohn-Hansen vera vegna skorts á skilningi á þörfínni fyrir að slátra jafnt yfír allt árið til að viðhalda jafnvægi í framboði og þar með fullnægja óskum kaupenda. Annað vandamál er að búist er við miklu offramboði á seiðum strax á þessu ári. Leyfi hafa verið veitt til fram- leiðslu á um 300 milljónum seiða, en seiðaþörfín fyrir 80.000 tonna framleiðslu er kringum 40 milljón- ir stykkja. á árið 1986 var sá vandinn stærst- ur að ekki hafðist undan að framleiða fyrir „hungraða" mark- aði með sterkan kaupmátt. Nú eru hins vegar önnur teikn á lofti og útlit fyrir að nú þurfí að beina kröftunum inn á nýjar brautir og leggja áherslu á skipulegt starf við markaðsfærslu framleiðslunnar." Hann tíndi til þau vandamál sem hafa raðað sér umhverfís „stjöm- una norskur eldislax" (Mynd 1). Sjálfur kvaðst Braaten bjart- sýnn á framtíð fískeldis þrátt fyrir óveðursteikn og lagði fram skissu að lausn sem hann taldi að ætti MYND 2. NÝIR MARKAÐIR JÖFN HÁGÆÐI —^ ( AUKIN A STÖÐUGLEIKI /'"í FRAMBOÐI BETRI UMBÚÐIR l SALA J — AUKIN ÞEKKING Á ÖLLUM SVIÐUM BETRI/AUKIN NÝJAR MARKAÐSFÆRSLA FRAMLEIÐSLUVÖRUR stjórnvöld að vinna að því að auð- velda aðgang að erlendum mörkuð- um í framtíðinni. Framleiðendur og útflytjendur verða að auka samstarfíð sín á milli, bæði þarf að jafna framboðið og stórauka framlög til markaðs- mála. Það mun og vera ætlun Samtaka fískeldisstöðva að gera átak í markaðsmálum í náinni framtíð. Ætlunin er að nota um 25 milljónir norskra króna, 140 milljónir íslenskra króna, til mark- aðsstarfsemi á þessu ári og meðal annars munu á árinu verða mark- aðsfulltrúar í mikilvægustu markaðslöndunum. Þrátt fyrir aukna samkeppni og lágt gengi dollarans taldi Krohn-Hansen að árið 1987 yrði gott ár fyrir norskt fiskeldi. Hann kvaðst telja að í náinni framtíð myndi eldislax verða aug- lýstur minna sem lúxus fyrir fáa útvalda, ef stækka á markaðina þarf að gera laxinn að „venju- legri“ vöru. Um aðrar tegundir eldisdýra eins og til dæmis þorsk- inn ríkir enn óvissa. Bláskeljarækt- un gengur erfíðlega vegna mengunar, eitraðra þörunga og æðarfugls, en hann mun vera skæður keppinautur mannanna um bláskelina. Krohn-Hansen sagðist telja að hægt væri að selja þúsund- ir tonna af bláskel árlega ef tækist að ráða bót á framangreindum vandamálum, en þau eru erfið við- ureignar og óvíst um framhaldið. Sem dæmi um erfiðleikana nefndi stjóri fjármögnunarsjóðsins Havbruksfondet A/S, fjallaði um markaðshorfurnar næstu árin. Hann byijaði á undirstrika þá óvissu sem ríkir um framtíðina. Ein spá gerir ráð fyrir um 100.000 tonna framleiðslu af laxi árið 1990 í Noregi, önnur 140.000 tonnum og eflaust má tína til enn fleiri tölur. Áhrif óvissuþátta eins og til dæmis peningamarkaðarins, stjómarstefnu, tryggingamála, sjúkdóma og markaðsþróunar er erfítt að meta og telja í krónum og tonnum. Hann gerði breytta tíma og breyttar áherslur að umtalsefni og sagðist vilja undirstrika þá skoðun sína að tímabil landnámsins væri að verða liðið. „Menn hafa náð góðu taki á framleiðslutækninni og eru komnir yfir byijunarörðug- leikana, þótt enn megi gera betur á mörgum sviðum. Það er hins vegar ljóst að takmarkaður hagur er af því að framleiða vömr sem ekki seljast. Þess vegna er nauð- synlegt að efla alla sölustarfsemi og beina athygiinni að þeirri hlið. Það þarf að vinna skipulega og nákvæmlega að uppbyggingu markaða. Hingað til hafa viðhorfín verið þau að á meðan fískskortur er stærsta vandamálið er ekki þörf á að vinna að markaðsmálum. Þetta er skammsýni, sérstaklega þegar samtímis er ljóst að fram- leiðslan vex hröðum skrefum." Hann sagði Havbruksfondet A/S gera í sínum áætlunum og útreikningum ráð fyrir mikilli fyrir að heildareftirspum eftir Atl- antshafslaxi verði um 150 til 160 þúsund tonn árið 1990. Stærstu viðtakendur munu samkvæmt þessu verða Bandaríkin, Frakk- land, Bretland og önnur Evrópu- lönd, ásamt Japan. Vöruþróun Norski matvælaframleiðandinn Rieber & Son hefur undanfarin ár unnið að þróun matvæla, þar sem eldislax er notaður sem hráefni og hefur nú hafíð sókn inn á Frakk- landsmarkað með vörar unnar í Noregi úr norskum eldislaxi. Ole Johan Sagen, forstjóri Toro, sem er deild í Riebersamsteypunni, fjallaði um þett átak, sem óneitan- lega er forvitnileg nýjung. Hann sagði forráðamenn fyrir- tækisins hafa séð leið til að vinna með eldislax eftir að framboð á honum jókst og verð lækkaði. Fyr- irtækið hefur yfír að ráða þekkingu á sviði vöraþróunar og markaðs- mála og að loknum markaðsathug- unum, sem gáfu jákvæð svör, var ráðist í framkvæmdir. Á undanfömum fjóram áram hefur fyrirtækið eytt samtals 10 milljónum norskra króna í þetta verkefni eða 50 milljónum íslenskra króna, meðal annars hafa farið 16 ársverk í rannsóknir á hráefninu og vöraþróun. Ástæðuna fyrir því að ákveðið var að byija á Frakklandsmarkaði sagði Sagen vera þá að lax væri þar velþekkt vara, einnig skipti máli að dómi fyrirtækisins að alþjóðlegum markaði Á þessari ráðstefnu um markaðsmál eldisf isks var Mats Nyqvist, markaðsstjóri tannburstafyrirtækisins Jordan, meðal fyrirlesara. markaðurinn er kröfuharður og þess vegna líklegt að vel gangi á öðrum mörkuðum, ef vel tekst til í Frakklandi. Samið var um dreif- ingu við franskt stórfyrirtæki og er lögð áhersla á vöragæði, vand- aðar og aðlaðandi umbúðir og að létt sé að tilreiða réttina, ásamt framsækinni sölustarfsemi. Vöramar era tilbúnir réttir í smáum neytendapakkningum, sem setja má beint í ofninn; þetta era forréttir, snarl og aðalréttir. Sagði Sagen að fyrirtækið teldi að fram- leiða mætti sambærilega vöra úr hvítum físki, það er að segja þorski, og ýmsum öðram físktegundum. Meðferð, flutningnr og dreifing Egil Budde, markaðsstjóri SAS Cargo, talaði á ráðstefnunni um flutning og dreifingu erlendis. Hann undirstrikaði að heildarsýn og yfírlit yfír alla þætti frá klaki til neyslu, er mikilvægt ef vel á að takast til. Hann benti á að ekki mætti líta svo á að fískurinn væri framleiðendum og útflytjendum óviðkomandi eftir að hann væri kominn um borð í flutningstæki og á leið úr landi. Það þýðir litið að veija miklum peningum til markaðsmála ef fískurinn breytist svo í annars flokks vöra í flutningi og dreifingu. Framleiðandinn ber oftast sökina ef fískurinn er léleg- ur þegar hann kemur á áfangastað. Budde sagði það sitt álit að aukin samvinna útfljrtjenda jrrði til góðs. Staðan er þannig í dag að 65 norskir útfljrtjendur keppa hver við annan, en á flestum mörkuðum er samvinna milli innflytjenda, þrátt fyrir að þeir séu miklu fleiri í flest- um löndunum, sem skipt er við, oft um eða jrfír hundrað talsins. Meðhöndlunin hefur mikil áhrif á gæðin og það verður að tryggja ’að hún sé sem best alla leið frá framleiðanda til nejdanda. Upplýs- ingastrejmi þarf að vera öflugt og það er áríðandi að útflytjendur velji samstarfsaðila af kostgæfni, skoði með eigin augum aðstöðuna og kaupi ekki köttinn í sekknum. Stærð er ekki alltaf trygging fyrir vandvirkni og sem dæmi tók Budde eitt af stærstu innflutningsfyrir- tækjum í New York. Þetta fyrir- tæki fljdur ferskan físk frá Kennedyflugvelli til markaða og viðskiptavina á opnum vörabflum í allt að 40 stiga hita. Það má líklega gera ráð fyrir að þetta fyrir- tæki selji eitthvað af soðnum og kæstum físki eða fískisúpu! Budde nefndi einnig að auk þess sem vandvirkni verður að gæta á mörkuðunum er mikilvægt að stækka þá markaði sem nú era fyrir hendi og skapa nýja. Hann nefndi sem dæmi um stækkandi og efnilega markaði Austurlönd, Japan, Thailand, Taiwan og fleiri. Nýja markaði mætti opna í Mið- austurlöndum, Suður-Ameríku og enn hefur enginn flutt lax til Ástr- alíu. Markaðsfærsla tannbursta Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var markaðsstjóri norska tann- burstaframleiðandans Jordan. Fyrirtækið var útnefnt fyrirtæki ársins í Noregi af norska iðnrek- endasambandinu. Markaðsstjórinn, Svíi að nafni Mats Nyqvist, talaði um markaðs- ' færslu á alþjóðlegum markaði út frá reynslu Jordan A/S. Fyrirlesturinn var athyglisverð- ur þrátt fyrir að hann kæmi ekki beint inn á fiskeldi og því þykir mér rétt að rekja efni hans í aðalat- riðum. Nyqvist sagði velgengni fyrir- tækisins að miklu leyti byggjast á því hve mikil áhersla er lögð á markaðsfærslu framleiðslunnar, sem er að langmestu leyti flutt út til annarra landa. Einnig er lögð áhersla á að framleiða vörar sem uppfylla þarfír neytenda og gera það sem búist er við. Það er að segja gæðavörar. Markaðsstefnan er framsækin og ef allt er meðtalið, auglýsingar og öll önnur sölustarfsemi, fara um 30% af söluverðmæti fram- leiðslunnar til markaðsmála. Mikil áhersla er lögð á að afla þekkingar um það sem er að gerast á mörkuð- unum. Þekkingin er skilyrði þess að þeir peningar sem varið er til markaðsmála skili sér og engin atriði sem skipta máli í markaðs- færslunni má vanrækja. Hann taldi það vera staðrejmd að flestum stóram neytendamörk- uðum í heiminum sé stjómað meira og minna af versluninni, en ekki neytendum eða framleiðendum. Þess vegna er mikilvægt að taka sérstakt tillit til óska og þarfa dreifíngar- og söluaðila, ef koma á' vöranni til neytenda. Þeir velja sína viðskiptavini og setja ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að komast að. Eitt mikilvægt at- riði er að viðskiptaaðilinn má ekki vera of lítill, stærðin er trygging fyrir stöðugleika. Þess vegna hefur Jordan A/S farið þá leið að velja sér samstarfsaðila, sem er stór í einhveiju. Nyqvist nefndi sem dæmi Bretland, þar er umboðsaðil- inn fyrirtæki sem hefur stóra markaðshlutdeild í sápum. Það er við hæfí að ljúka þessu skrifi um markaðsmál eldisafurða með þessu erindi tannburstaselj- andans. Lengi mætti enn halda áfram, en þetta á ekki að vera skýrsla um ráðstefnuna og enn síður tæmandi úttekt á markaðs- málum eldisfisks og tannbursta, heldur punktar um hluti sem era athyglisverðir fyrir okkur íslend- inga. Að lokum Greinilegt er að ærin verkefni bíða Norðmanna á sviði fískeldis og ekki síður okkar íslendinga, ef fískeldi á að verða sú búbót sem flestir vona. Engin ástæða er til að búast við að svo geti ekki orð- ið, en þá þarf að halda rétt á spöðunum. Við getum eflaust kom- ist langt á því að læra af reynsl- unni, bæði eigin og annarra, en það er vert að hafa í huga að óþarft er að apa eftir mistökin. Vinna þarf skipulega að uppbygg- ingunni, framleiðslumálum, þjón- ustu við atvinnugreinina og markaðsmálum og leggja áherslu á að nýta þau tækifæri sem gef- ast. Það er spuming hvort ekki sé hægt að nýta þá aðstöðu sem íslenskur útflutningsiðnaður hefur byggt upp í gegnum árin við mark- aðsfærslu eldisafurða. Einnig er vert að athuga hvort grundvöllur sé fyrir vinnslu afurða úr eldisfiski hér heima, ef það reynist hag- kvæmt má eflaust auka útflutn- ingsverðmætið umtalsvert. Höfundur er nemandi viðsjávar- útvegsdeildina íháskólanum í Tromsö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.