Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987
ffclk í
fréttum
OVISSA UM
FRAMTÍÐ JERRY HALL
Jerry Hall, sambýliskona Mick
Jagger getur átt yfir höfði sér
nokkurra ára fangelsisdóm verði
hún fundin sek um að hafa reynt
að smygla marijúana inn til einna
af Barbados-eyuja á Karfbahafi.
Jagger hefur fengið færustu lög-
fræðinga til þess að veija Jerry, en
menn eru misbjartsýnir á dóms-
niðurstöður, sem ekki er að vænta
í bráð. Lögfræðingar hennar hafa
farið fram á að dómarinn vísi máli
frá vegna skorts á sönnunum og
segja alls ekki sýnt að frökenin
hafí átt neitt í eiturlyfjum þeim, sem
tollverðimir fundu.
Reuter
Jerry Hall og Mick Jagger koma frá dómssal á Barbados.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur Magni Agústsson, Jörundur Kristinsson og Sveinn
Bjarki Tómasson.
Skilvísir
piltar
Fyrir nokkrum dögum henti það einn blaðamann Morgunblaðsins
að týna seðlaveski sínu á gönguferð um Öskjuhlíð. Hugði hann
það að eilífu glatað, en það var nú öðru nær.
Þrír ungir piltar í Hlíðaskóla, þeir Sveinn Bjarki Tómasson, Guð-
mundur Magni Ágústsson og Jörundur Kristinsson, vom nefnilega
á ferð í Öskjuhiíðinni nokkra eftir að veskið glataðist. Þar vora þeir
að taka myndir vegna ljósmyndanámskeiðs í skólanum og gengu þá
fram veskið, sem var orðið hundblautt. í því voru peningar og
geymsluskírteini fyrir bankabók, en ekkert annað. Piltarnir voru þó
staðráðnir í að koma veskinu til skila og ráðfærðu sig við föður
Sveins Bjarka, en það er sr. Tómas Sveinsson, sóknarprestur í Há-
teigskirkju. Hann kom veskinu í viðkomandi bankaútibú, en starfs-
menn þess létu eigandann vita.
Eigandinn vildi koma þakklæti á framfæri fyrir þessa skilvísi og
lét færa piltunum fundarlaun, en við það tækifæri var þessi mynd
tekin.
Lars Erik við píanóið,
Þórður á bassann og Bobby
við trumburnar.
JAZZ OG BLUS A FOGETAIMUM
Bobby Harríson
með sænskan
píanóleikara
Bobby Harrison hefur undanfarin ár
sungið og leikið á hinum ýmsu öldur-
húsum höfuðborgarinnar. Sér til halds og
trausts hefur hann haft fjölda tónlistar-
manna, en nú nýverið barst honum liðsauki
frá Svíþjóð. Það er píanóleikarinn Lars
Erik Ejander, en sá á um 30 ára feril að
baki. Ætlar þeir Bobby, ásamt bassaleik-
aranum Þórði Högnasyni, að leika létta
jazz- og blúsdagskrá næsta einn og hálfan
mánuð að minnsta kosti.
Að sögn Bobbys fannst honum tími til
þess kominn að sinna rótum alþýðlegrar
tónlistar betur, þ.e.a.s. kannajazzinn,
swingið og blúsinn í stað þess að hringsnú-
ast um rokkið í sífellu. Þessi tegund
. tónlistar hefur notið æ meiri vin-
sælda beggja vegna Atlantshafs,
ekki síst í kjölfar kvik-
myndarinnar „The Cotton
Club“.
Þeir Bobby og Lars Erik
kynntust fyrst í nóvember,
en þá var Bobby að spila
á veitingahúsinu Fógetan-
um. Lars Erik var hér í fríi, en fékk
sér sæti við píanóið og lék af fíng-
rum fram. Báðir höfðu þeir gaman
af þessu „djammi" sínu og samdi
Bobby um að fá hann hingað til
lands síðar. — Áður en Lars Erik
kom til sögunnar hafði Bobby leikið
með þeim Guðmundi Ingólfssyni og
Þóri Baldurssyni, en þrátt fyrir að
báðir séu afbragðs hljómborðsleik-
arar, þá segir Bobby að auðveldlega
megi greina á leik Lars Eriks að
þar býr hið upprunalega tilfinning
að baki. Þessi tilfínning, sem rekja
má til fimmta og sjötta áratugar-
ins, ku ekki verða auðfundin nú á
gervihrjattaöld.
Bobby sagði að á dagskrá hljóm-
sveitarinnar skiptust á jazz og blús,
enda er Bobby fyrst og fremst blús-
söngvari. Þrátt fyrir að þeir félagar
hefðu æft mikið að undanförnu,
sagði Bobby að miklu skipti að tón-
listin væri ekki klafabundin — jazz
og blús yrði að vera fijálslegur.
Fyrst um sinn munu Bobby, Lars
Erik og Þórður leika á Fógetanum
á miðvikudags- og sunnudagskvöld-
um út mars, en ekki er enn ráðið
hvað þá tekur við. Um helgar verða
þeir kumpánar einnnig á Amarhóli
og Hótel Borg, en þá leika þeir
tvisvar sama kvöldið, svo að ljóst
er að hvergi er gefið eftir.
Morgunblaðið/Bjami