Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 39 Tillögur háskólanefndar Akureyrar: Kennsla hefjist sem fyrst á fjórum námsbrautum — áhersla lögð á að skólinn verði sjálfstæð stofnun. Fyrirlestrar takmarkaðir en sjálfstæð vinna nemenda meiri í TILLÖGUM háskólanefndar Akureyrar, sem kynntar voru í gær, kemur fram það álit nefnd- arinnar að háskóli á Akureyri verði nokkuð sérhæfður skóli, sem dreifi kröftum sínum ekki um of heldur sérhæfi sig í vissum greinum og lagi sig að þörfum atvinnuvega þjóðarinnar. Lagt er til að leitast skuli við að vera í sem nánustum tengslum við atvinnufyrirtæki, Háskóla ís- lands og erlenda háskóla, en lögð lags Menntaskólans á Akureyri var haldið hátíðlegt í gær. Fimmt- án félagar í ÍMA tóku daginn snemma, óku til Húsavíkur og hlupu siðan heim aftur í fjáröflun- arskyni. Hér var um áheitahlaup að ræða — en enn er ekki yóst hve mikið fé safnaðist. Þegar hópurinn kom að skólanum um kl. 14.30 í gær var honum vel fagnað af öðrum nemendum. Síðan var boðið til veislu í Möðruvallakjall- ara — stutt ávörp voru flutt og félaginu færðar gjafír. Síðan var gestum boðið upp á kaffí og kökur. Skólameistari, Jóhann Sigurjóns- son, ræddi í tölu sinni í gær um „íþróttabölið" — sagðist raunar nota hvert tækifæri til þess — en hafði þó engu að síður uppi hlý orð í garð félagsins. Einn fyrrverandi nemenda skólans, Sigbjöm Gunnarsson núver- andi formaður íþróttaráðs, mætti fyrir hönd Akureyrarbæjar. Hann gaf lítið út á „íþróttaböl" það sem Jóhann hafði haft orð á; sagði sig og sína skólafélaga hafa stundað er áhersla á að um sjálfstæða stofnun verði að ræða. Að sögn Tómasar Inga Olrich, formanns nefndarinnar, er tilgangur með skýrslu þeirri sem lögð var fram í gær, að setja fram megin- hugmyndir nefndarinnar um kennslugreinar við háskóla á Akureyri svo og að reyna að sjá fyrir væntanlega stærð skólans og rekstrarkostnað. í háskólanefndinni eiga sæti, auk Tómasar, Aðalgeir Pálsson, Guð- íþróttir af kappi en verið minna hrifn- ir af „jarðfræðibölinu" sem Jóhann kenndi á ámm áður! Féll sú athuga- semd í góðan jarðveg meðal nem- enda... Sigbjöm afhenti félaginu laug Hermannsdóttir, Sturla Krist- jánsson og Þórey Eyþórsdóttir. Starfsmaður nefndarinnar er Ingi Bjömsson, framkvæmdastjói Iðn- þróunarfélags Eyjaijarðar hf. Þá hefur Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, unnið með nefndinni. Nefndin leggur til að við háskóla á Akureyri verði sem fyrst boðið upp á nám á fjórum námsbrautum; í matvælafræði, iðnrekstrarfræði, sem ráðherra hefur raunar þegar silfurdisk frá íþróttaráði, stúlkur úr Verkmenntaskólanum afhentu félag- inu nokkra bolta og blómakörfu og frá framkvæmdastjóm ÍBA barst ávísun upp á 20.000 krónur. ákveðið að verði kennd, rekstrar- hagfræði og sjávarútvegsfræði. Auk þessa er hafínn undirbúningur kennslu í hjúkmnarfræði og annast sérstök nefnd það undirbningsstarf. í skýrslu háskólanefndarinnar segir að hún telji „rétt að benda á að hjúkrunarfræði tengist að mjög tak- mörkuðu leyti þeim greinum sem hér em gerðar tillögur um. Því tel- ur nefndin ekki ástæðu til að fjalla frekar um hjúkmnarfræði í þessari skýrslu." í skýrslunni segir að megin- markmið háskóla á Akureyri skuli vera að veita nemendum hagnýta menntun sem geri þá hæfa til að takast á hendur sérhæfð störf og stjómunarstörf í þágu atvinnuveg- ana, t.d. i útgerðar- og fískvinnslu- fyrirtækjum, sem og smærri iðnfyrirtækjum. „Stefnt skal að því að skólinn bjóði upp á tiltölulega stutt nám sem hægt yrði að bæta við annars staðar, nám sem hefur enn hagnýtara gildi í atvinnulífínu en þær námsbrautir sem nú bjóð- ast.“ Talað er um 1 V2 til 3 ára nám. Bæði hvað varðar rekstrarhag- fræðina og sjávarútvegsfræðina er í skýrslunni talað um að fjöldi fyrir- lestra verði takmarkaður við um það bil 10 í viku hverri og leitast verði við að þjálfa nemendur í sjálf- stæðum vinnubrögðum. Ennfremur segir um rekstarhagfræðinámið: „Námið skal sérstaklega miða að því að mennta stjómendur fyrir smærri fyrirtæki og verkefnisstjóra fyrir vömþróunarverkefni og mark- aðssetningu hjá stærri fyrirtækjum. Sérstök áhersla skal lögð á mark- aðsfræði..." Tillagan um sjávar- útvegsfræði er byggð á þremur meginforsendum. Þær eru, svo vitn- að sé í skýrsluna: „a) Með tilkomu námsbrauta í mat- vælafræði, iðnrekstrarfræði og rekstrarhagfræði veitir stofnunin þegar kennslu í greinum sem sam- svara um 60% af greinum sjávarút- vegsfræðinnar eins og hún er fram sett hér. b) Okkar mikilvægustu atvinnu- greinar, sjávarútvegur og físk- vinnsla, þarfnast kunnáttufólks og aukinnar þekkingar. c) Eyjafjarðarsvæðið er eitt af þremur mikilvægustu útgerðar- og fískvinnslusvæðum landsins." Ennfremur segir að gert sé ráð fyrir að námið verði almenns eðlis „og opni möguleika til sérhæfíngar á ýmsum sviðum að því loknu. Gert er ráð fyrir að sjávarútvegsfræðing- ar hafí að loknu náminu nokkuð víðtæka menntun en ekki að sama skapi sérhæfða. Námið á einkum að gera þeim kleift að öðlast yfírsýn og getu til að greina vandamál. Sjávarútvegsfræðingurinn á með hinni breiðu menntun sinni að skilja í hverju úrlausnir vandamála felast og geta leitað með afmörkuð efni til réttra sérfræðinga, s.s. físki- fræðinga, líffræðinga, efnafræð- inga, kerfísfræðinga o.s.frv.". 19. febrúar 18.00 Á sama tíma að ári (Same Time Next Year). Bandarísk kvikmynd með Alan Alda og Ellen Burstyn í aðal- hlutverkum. Árið 1951 hittast Doris 24 ára húsmóðir frá Oakland og Ge- orge 27 ára endurskoðandi frá New Jersey af tilviljun á gistihúsi við strönd- ina i N-Kaliforníu. Bæði eru vel gift. Morguninn eftir vakna þau nakin sam- an í rúmi.. . Þau hittast síöan ár eftir ár á sama stað og fylgjumst við með breytingum sem verða á lífi þeirra. Leikstjóri er Robert Mulligan. 19.50 Teiknimynd. Furðubúarnir. 20.20 Morðgáta. Frægur málari ætlar að halda upp á sextugsafmæli sitt. Hann grunar að einhver sitji um llf hans og býður þvf Jessicu í veisluna. 21.10 I sjónmáli. Þáttur um eyfirsk mál- efni. 1 þessum þætti ræðir Benedikt Sigurðarson við þrjá einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að gegna störf- um sem þeir eru nýráönir til. Þeir eru Björn Steinar Sólbergsson, organisti, Gert er ráð fyrir því að 300 nem- endur stundi nám í háskólanum á fjórða starfsári, þegar starfsemin er komin í fullan gang. Þá er reikn- að með 27 starfsmönnum, þar af er rektor, 4 deildarstjórum og 15 öðrum kennurum. Kostnaður Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðið afnot af kennsluhúsnæði í Þingvallastræti 21, þar sem Verk- menntaskólinn er nú til húsa. Hús VMA við Þingvallastræti er samtals 2.217 fermetar og mun húsrýmið því vera um 7,4 fermetrar á hvem nemanda við 300 manna skóla. Til samanburðar má nefna að húsnæði Háskóla íslands er um 7 fermetrar á nemanda. Nefndin geir ráð fyrir því að ríkissjóður leggi sinn hluta hússins fram líkt og Akureyrarbær. Stofnkostnaður skólans er, svk. áætlun nefndarinnar, 19,3 milljónir króna. Sú upphæð skiptist þannig að 10,8 milljónir fara í bókasafn, 4,3 milljónir í tölvur, 2,2 milljónir í húsbúnað og 2 milljónir króna í annað. Rekstraráætlun gerir síðan ráð fyrirtæpum 38 milljónum króna á ári. Sj álfseignarstofnun? Meginhluti háskólanefndarinnar tekur ekki afstöðu til hvers konar fyrirkomulag skuli haft á rekstri skólans en bendir á tvo möguleika sem að hans mati ætti að kanna . til hlítar. Annars vegar ríkisstofnun og hins vegar sjálfseignarstofnun. í skýrslunni segir: „Með því að leggja til að kannaður verði mögu- leiki á rekstri sjálfseignarstofnunar er varpað fram hugmynd um að skólinn verði í eigu ríkissjóðs, Akur- eyrarbæjar og einkafyrirtækja." Ríkissjóður og Akureyrarbær myndu leggja fram hluti sína í hús- eigninni við Þingvallastraéti og leitað yrði til einkafyrirtækja um fjármögnun annars stofnkostnaðar. Rekstrarkostnaður skólans yrði greiddur af framlögum einkafyrir- tækja, ffamlagi ríkissjóðs og skólagjöldum nemenda. Þess ber að geta að fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í nefndinni, Guðlaug Hermannsdóttir, telur að háskóli á Akureyri eigi að vera ríkisstofnun og rekinn á sama grundvelli og Háskóli íslands. Fram kom í máli Tómasar Inga Olrich í gær, er skýrslan var kynnt, að áhugi væri fyrir því að skipulag skólans yrði svipað og tíðkast í háskólum erlendis — hluti fyrir- lestra minni en tíðkast hér á landi en sjálfstæð vinna nemenda meiri, eins og áður kom fram. Þess vegna væri minnst á sjálfseignarstofnun. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, sagðist vilja hafa skólagjöld í háskóla á Akureyri, en skilyrði fyrir því væri auðvitað að Lánasjóður íslenskra námsmanna lánaði til þess náms. „Þetta er eina leiðin til að koma á fót háskóla í háum gæðaflokki," sagði Sigfús. Ólina Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri og Davíð Sch. Óskarsson, skólastjóri Síðuskóla. Þá ræðir örn Gústafsson við Þorstein Má Baldvinsson, fram- kvæmdastjóra Samherja hf., um afkomu fyrirtækisins og framtíðar- horfur í sjávarútveginum. 22.00 Af bæ í borg (Perfect Strangers). I tilraunum sfnum til að laða að hið gagnstæða kyn fara Larry og Balki i heilsurækt. En ekki gengur þaö með öllu áfallalaust. 22.35 Úr frostinu (Chiller). Bandarísk bíómynd með Michael Beck, Beatrice Straight og Laura Johnson í aðalhlutverkum. Ung- ur maður, sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi, lætur frysta líkama sinn í þeirri von að læknavísindunum takist að finna lækninguna. Tíu árum seinna byrjar líkaminn að þiðna. Læknar hlaupa upp til handa og fóta og tekst að lífga hann við — en er hann sam- ur viö sig? Mynd þessi er alls ekki við hæfi barna. 00.10 Dagskrárlok. Sigbjörn Gunnarsson afhendir Díönu Gunnars- Fulltrúar VMA, Iðunn Bragadóttir og Hanna Dóra, dóttur platta að gjöf frá íþrótta- og æskulýðsráði. ásamt Díönu ÍMA-formanni og Halldísi Höskulds- dóttur, stjórnarmanni ÍMA. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlaupagikkirnir úr ÍMA nálgast endasprettinn. Hér hlaupa þeir upp kirkjutröppurnar. 50. afmælisdagur ÍMA FIMMTÍU ára afmæli íþróttafé- -------------—------------ Jóhann Sigurjónsson, skólameistari, ásamt einum hlauparanna, Sveini Traustasyni. Jóhann heldur á rim úr íþróttahúsi Menntaskól- ans, en þær hafa nú verið teknar niður. „Rimin geymir svita og tár þúsunda nemenda skólans," sagði Jóhann. A rimina verður áletraður „viðeigandi“ texti og verður hún geymd. Sjénvarp Akureyri FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.