Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 Heimsmeistaramót unglinga 16 ára og yngri: F erðalag biskupsins bar góðan árangur Skák Guðmundur Sigurjónsson Innsbruck. í 6. umferð mótsins fékk Hannes Hlífar Stefánsson að kljást við van Wely frá Hollandi. Þetta er lítill strákpatti og ekki líklegur til stórræða að því er virðist. Svo fór þó að Hannes gætti sín ekki sem skyldi og sá litli náði á honum góðu taki og vann örugglega. Þar með hafði Wely náð forustunni. I næstu umferð mætti Hannes Þjóðveijanum Rabiega en hann er mikill á velli og er nú þegar orðinn býsna efnilegt gamalmenni. Hannes vann þann „gamla“ í aðeins 20 leikj- um og var enn kominn í efsta sætið en varð að deila því með Adams frá Englandi og Wely frá Hollandi. í humátt á eftir kom Frakkinn Lauti- er, hálfum vinningi neðar. Hann var andstæðingur Hannesar í 8. um- ferð. Við skulum líta á viðureign þeirra: Hvítt: Hannes Hlífar. Svart: Lautier. Sykileyjarvörn. 1. e4 — c5; 2. Rf3 - d6; 3. d4 - Rf6; 4. Rc3 - cxd4; 5. Rxd4 — a6; 6. Be3 (Svona hefur Hannes lagt netin hér í Innsbruck og fiskað vel.) 6. — e5; (Vazques og Rabieda léku báðir 6. — e6 en fengu ekki sín örlög flúið.) 7. Rb3 — Bb6; 8. Dd2 - Rbd7; 9. f4 (Timman hefur beitt þessum Ieik með góð- um árangri en algengara er 9. f3.) 9. - Hc8; 10. Bd3 - b5?; (Svartur veikir drottningarvæng sinn hræðilega en Lautier vill ólmur ná mótspili.) 11. a4! (Nú koma veikleikarnir í ljós.) 11. — exf4; 12. Bxf4 - Bxb3; (Hann er ekki fallegur þessi.) 13. cxb3 - Rc5; 14. Bc2 — Re6; (Svartur lætur frekar peð af hendi en að leika 14. — b4; 15. Rd5 — Rxd5; 16. exd5.) 15. axb5 - Rxf4; 16. Dxf4 - a5; (Frípeð hvíts á b-línunni er mjög öflugt.) 17. 0-0 - Be7; a b c d • l g h 18. Bd3! (Nú leggur biskupinn upp í einkennilega langferð.) 18. — 0-0; 19. Bc4 — Hc5; (Svartur reynir að ná mótspili.) 20. Khl - He5; 21. Bd5 - Kh8; 22. Bc6 (Biskupinn heldur nú fast í höndina á peðinu á b5 og undir- býr það til framgöngu.) 22. — Rh5; 23. Df3 - g6; 24. Rd5 - Bh4; 25. b6 - Dg5; (I örvæntingu sinni freistar svartur þess að sækja að kóngi hvíts en Hannes er vel á verði.) 27. Bd7 - Dh6; (Ekki gekk 27. - Rg3+; 28. hxg3 — Bxg3, vegna 29. Rf4.) 28. Dh3 - f4; 29. Bc8! Guðsmaðurinn hefur lokið göngu sinni upp himnastigann en hún hófst á c2. í skjóli biskupsins verð- ur b-peðið að drottningu í næsta leik og svartur gafst því upp. Hannes og Adams voru nú efstir og jafnir með 7 vinninga eftir 8 umferðir. Það var ljóst að þeir myndu bítast um gullið. 100 þúsund seiðifrá Kópaskeri til Irlands ÞANN 18. maí sl. var skipað út um 100.000 sjógönguseiðum frá Kópaskeri, en þar er Arlax hf. með aðstöðu til að seltu- venja seiði. Seiði þessi fóru á írlandsmarkað. Eftir u.þ.b. 3 vikur fara 25.000 seiði til við- bótar til sama aðila. Flutningana annast norskt skipafélag, sem hefur sérstak- lega útbúin skip til þessara flutninga. Það var ms. Böe Juni- or, sem tók þessi seiði á Kópa- skeri. Lest þess er 310 rúmmetrar. Arlax hf. hefur byggt upp aðstöðu á Kópaskeri til að sjó- venja seiði í keijum á landi, sem sjó er dælt í. Sjór við Norðurland og á hluta af siglingarleiðinni er of kaldur á þessum tíma árs. Sökum þess þurfti að hita hann upp að hluta og endumýta á meðan á seltuaðlögun stóð, en hún tekur u.þ.b. mánuð. Þetta hefur gengið vel, en nú er sjórinn að verða 6°C og þar með nægi- lega hlýr til að hægt sé að dæla honum beint á seiðin. Þetta er í fyrsta skipti, a.m.k. hér á landi, sem vitað er að sjó- gönguseiði til útflutnings hafa verið flutt beint úr eldiskeijum á landi í sjólest flutningaskips með dælingu um 330 m vega- lengd. Þessi aðferð við flutning seiða um borð er talin fara mun betur með seiðin heldur en þær aðferðir, sem notaðar hafa verið hér á landi til þess, þ.e. að háfa fískinn. Stærð seiðanna var mis- munandi, allt frá 50—250 g. Þrátt fyrir nokkuð erfíðar að- stæður vegna brims og öldu- gangs við ströndina tókst dælingin vel og áfallalaust og tók u.þ.b. 8 klst. Verð það sem fékkst fyrir seiðin er gott eða í kring um 100 kr. fyrir seiði. (Fréttatilkynning) Gufa setti af stað brunaboða SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór á fimmtudagskvöldið að húsi Osta og smjörsölunnar við Bitru- háls vegna þess að brunaboði fór í gang. Þegar til kom reyndist brunaboð- inn hafa farið í gang vegna vatns- gufu sem safnast hafði saman, og var því engin hætta á ferðum. + Næsta brottför til Costa del Sol ♦ 9 JUNI Við bjóðum þér nýtt og glæsilegt íbúðahótel á Sunset Beach. Eigendur þess og starfsfólk hafa sérstakt dálæti á íslendingum. Þess vegna höfum við fengið verulegan afslátt af gistingu á þessu frábæra hóteli. Við bjóðum þér 3 vikur á Costa del Sol með gistingu á þessu hóteli, fyrir aðeins kr. 26.200 pr. mann*. Þeir sem til þekkja, taka Sunset Beach fram yfír aðra staði á Costa del Sol. Og það er ekki að ástæðulausu. Öll aðstaða til að njóta lífsins er stórglæsileg jafnt fyr- ir börn sem fullorðna. Hótelið er eitt af þrem glæsilegustu íbúðarhótelum á Costa del Sol. AUar íbúðirnar eru smekklega innréttaðar og með sérstakri loftkælingu. Við hótelið eru sundlaugar með hreinsuð- um sjó, fyrsta flokks sólbaðsaðstaða, ahús, sKynðibTtástáðir og ótál margtífleáj-a. Við hótelið er einnig falleg ba? Á vegum hótelsins er sérstök dagskrá fyr- ir börn og unglinga frá morgni til kvölds. Á kvöldin er einnig sérstök dagskrá fyrir fullorðna fólkið. Skipaðu þér í hóp þeirra fjölmörgu, sem hafa tekið Sunset Beach á Costa del Sol fram yfír aðra staði. Komdu tímanlega og tryggðu þér sæti. * Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára. Ferðaskrifstofa, Snorrabraut 27-29 Reykjavík. Sími 26100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.