Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 IEYJA- HAFINU Eg fer í sjóinn út við innsiglinguna og finnst ég loksins vera komin. Sjórinn er saltur og blár. Sólin hell- ir sér yfir heiminn. Eftir nokkur sundtök er ég endurnærð og fer inn í þorpið og hyggst fá mér góða máltíð. Á leiðinni mæti ég geðveiku kon- unni, sem gengur um allan daginn, grettin og bogin. Hún er alltaf jafn skælbrosandi, þó er í svip hennar einhver örvæntingarfull innilokun. Orea? Orea! Orea? Hún segir það háum rómi, vænt- ir ekki svars og heldur áfram göngu sinni. Orea merkir falleg. Um kvöldið fer ég á restaurant Lazarakis. Það er sú stærsta í þorp- inu og eini staðurinn þar sem er töluð góð enska. Fimm manna fjöl- skylda rekur staðinn. Eldri hjón og þijú uppkomin böm þeirra. Þennan dag komu óvenjumargir með skipinu. Gamall maður dregur fram mandólín og syngur. Seinna um kvöldið þegar áfengið er tekið að segja til sín, er hann hættur að spila, en kyijar blautlegar vísur, á grisku. Það er margt um manninn og grísk þjóðlagatónlist hljómar úr hátalara á Lazarakis. Grísk tónlist sem felur í sér andartakið og eilífð- ina, gleðina og sársaukann. Hér liggja skútur frá öllum heimshom- um og vagga letilega við akkeri. Um borð er allt á fleygiferð. Þar er líka verið að dansa og spila og tala saman. Þeir sem voru að koma að landi, hengja fötin sín til þerris og þrífa farkostinn. Það liggur ekk- ert á. Það er hægt að skemmta sér daginn eftir. Kvöldið eftir. Það liggur eitthvað í loftinu. Ein- hver titringur, tónlist full af sárs- auka og gleði, orð sem breytast í sögur eða samræður. Bara sögð til að heyra þau. Og litir. Tilveran er ekkert nema litir. Ad eiga eyju Ég er komin til Grikklands. Aftur eftir tuttugu ár. Ég er auðvitað að fara í frí (fæðingarorlof), og komin til að skrifa Ieikrit. Ef andinn verð- ur reiðubúinn. Svo ætla ég í pílagrímsför til Diafani. En mig langar að finna mér eig- in eyju. Áður en ég fór að heiman, benti fólk mér á eyjar, sem það hafði heimsótt og eignað sér um leið. Fóiki finnst gott að eiga sína sérstöku eyju. Mig langaði til að eignast mína sérstöku eyju, en fannst ótrúlegt' að heppnast það. Eyjamar í Eyjahafinu em margar og flestar vel frægar. Þegar ég skoða ferðaáætlun á skrifstofu í Rhodos, rek ég allt í einu augun í þetta nafn, Castel- orizo. Heillandi nafn sem hitti beint í mark. Ég spyr skrifstofustúlkuna hvort hún viti nokkuð um staðinn: Þetta er rólegur staður. Mjög ró- legt. Segir hún og mig langar þangað. Tíni saman pjönkur mínar og held niðrá höfn. Þó með hálfum huga, því hvemig gat ég verið viss um að þetta væri rétta eyjan. Þeg- ar ég kem út úr leigubflnum em menn að búast til að bisa landgang- inum frá borði. Mér er um það bil að snúast hugur þegar hafnarvörð- urinn, í líki örlaganna, hnippir í mig og segir mér að drífa mig um borð. Báturinn sé að fara. Skipveijar taka fagnandi einum farþega enn og ég þarf ekkert að borga. Seinna fæ ég sk.ýringu á því. Eg kem mér fyrir í björgunarbát uppi á d.ekki og breiði úr kortinu Komið í land með stórafla. mínu, til að vita hvemig eyjan mín er í laginu. Þetta er stórt og mikið viðurkennt landakort. Eyjan er ekki á kortinu. Eyjan er sumsé út úr korti, hugsa ég og fer í sólbað. Og finnst gott að vera á eyju sem er út úr korti. Þannig er hún ekki til. Sólin skín brennandi heit. Það er ekkert að sjá nema himin og haf og strönd Tyrklands, sem rís dulúð- ug úr hafi. Óvinalandið. Sjóferðin tekur átta tíma. Svo rís hijóstmg eyja úr hafinu. Allir fara frammí til að horfa á eyjuna nálgast. Bátur- inn siglir fyrir hávaxna eyjuna og viti menn: Komið er inn á litla vík og þorpið blasir við. Gönguleiðimar hlykkjast upp ijöllin fyrir ofan. Þá hugsaði ég: Þetta er eyjan mín. Ég ætla að vera hér. Kastali út við sjóndeildar- hringinn Það var eins og allt biði mann velkominn. Samt var eitthvað dular- fullt við staðinn. Eitthvað sem ég gat ekki komið auga á að bragði. Ef til vill bara þessi tilfinning, hvað allt var hlýlegt og einmanalegt í senn. Það var einsog ekkert í heiminum væri til nema eyjan. Húsin stóðu í u-lagaðri skeifu kringum víkina, hvítmáluð og flest jafnhá. Þau voru eins og leikmynd sem eitthvað leyndist á bak við. Kannski var það leikmyndin sem bjó til þessa absúrd tilfinningu. Það var einhvem veginn einsog ekkert væri til í heiminum nema þessi eyja. Það hlaut að vera absúrd. Fólk þyrptist niður á höfn til að taka á móti skipinu og farþegar gengu frá borði. Sumstaðar urðu fagnaðarfundir. Ég gekk í land og settist niður á fyrsta veitingastað- inn sem ég fann. Þetta er líka fínt nafn á þessari eyju, hugsa ég. Castelorizo. Það hlýtur að þýða kastali út við sjón- deildarhringinn. Það hlýtur að vera nóg takmark í lífinu, að komast í kastala sem er út við sjóndeildar- hringinn. Kastalar geta verið í allra kvikinda líki, hugsa ég heimspeki- lega. Fljótlega komst ég að því að túlkun mín á nafninu er ekki rétt, en ákvað þó að halda minni skýr- ingu. Castelorizo þýðir í raun: Rauði kastalinn og er afbökun úr ítölsku: Castello Ricco. En það nafn gáfu ítalir eyjunni eftir kastala sem trón- ir efst á eyjunni og á að vera frá 16. öld. Á grísku heitir eyjan Meg- isti, eftir grískum konungi sem bjó þar fyrir mörgum öldum. Þó íbúam- ir kalli eyjuna aldrei annað en Castelorizo, er póststimpillinn Meg- isti. Leikhús götunnar Ég fæ mér herbergi á þrifalegu pensjónaði við aðalgötuna, sem er hafnarbakkinn um leið. Mér finnst allt vera fullkomið nema að næst verði ég að koma með börnin mín hingað. Svo verð ég að komast að því, hvort ég geti skrifað leikrit hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.