Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987
Afmæliskveðja:
Ólöf S. Jóhannesdótt
ir frá Kvígindisfirði
„í flalladal er fagurt oft á vorin.
Þar glitrar hlíð og glóa blóm
þar glymur loft af svanahljóm.
I Qalladal er fagurt oft á vorin."
(Guðm. Guðm.)
Það ómar ótrúlega í eyrum að
hún Óla frá Kvígindisfirði, Ólöf Sig-
urbjörg Jóhannesdóttir, undir
Klettshálsi eigi nú þegar 75 ár að
baki. Hún, sem nú á heima suður
í Kópavogi, en stundar daglega
störf inni í Vogum við Elliðaár.
K í sannleika mætti hún teljast
síðasta dóttirin, sem Múlasveit skil-
ar hingað suður. Sveitin, sem nú
er útstrikuð úr héruðum við Breiða-
flörð, má ekki nefnast nafni sínu
lengur í skýrslum samfélags á ís-
landi. En í þessari sérstæðu fjalla-
sveit við fjörðinn Breiða er hún
fædd og uppalin og hefur verið þar
húsfreyja í meira en hálfa öld og
aldrei að heiman farið. Eitt er víst,
hún yfirgaf sveitina okkar og bæinn
heima með hyldjúpum söknuði. En
hún hefur aldrei mörg orð um neitt,
fáorð, hljóð og dul eins og hraunið
og hlíðarnar, þar sem hamrafjöllin
hlusta í þögn eilífðar og gleyma
engu. Ung vígðist hún honum
„Gumma", Guðmundi Guðmunds-
syni bónda. Hann var góður
drengur og glaðlyndur, en áratug-
um eldri en hún, og er horfinn til
eilífðarlands fyrir löngu. Þau eign-
uðust tíu börn, tvö dóu í bemsku,
en hin áttu öll bemsku sína og
æsku alla undir hrauninu, þar sem
lindir streyma fram svalar, tærar
og hreinar, umvafðar angandi
blómum snemma á vorin, enda
leggja frost vetrar þessar lindir
aldrei í fjötra. Þær eru tákn lífs,
sem aldrei deyr í afdalnum okkar
hljóða við fjörðinn bláa.
Við vorum þtjú umkomulaus
fósturböm hjónanna sem bjuggu í
Kvígindisfirði á fyrstu áratugum
þessarar aldar: Maríu Einarsdóttur
og Sæmundar Guðmundssonar og
Ólöf var yngst. Við Guðbjöm, sem
er bróðir Ólafar, kvöddum dalinn
tvítugir. Hún Óla hélt áfram að
efla líf gróanda og mannlífs heima.
Hún er traust og trú.
Þar var þunga þraut að vinna.
Meginhluti túnsins var kallaður
„Völlurinn". Þar biðu þá þúfur og
lautir í feluleik á hvetjum degi, en
gáfu aðeins af sér árlega sextíu
sátur af töðu. Kýrnar voru tvær,
æmar sextíu. Nú er þúfumar og
mýrarnar löngu orðnar að gjöfulu
túni, sem er stórt og slétt. Torfkof-
arnir myndarlegar hlöður og fjár-
hús. Lági bærinn undir grænu og
grónu þaki orðinn að glæsilegri
höll, sem rúmar hóp næturgesta,
sem líta heim á sumrin og halda
öllu hreinu, fögru og lifandi og njóta
íslenzkrar sumardýrðar í friði og
sælu dalsins.
Þar er paradís stóru fjölskyld-
unnar á sólríkum sumardögum þar
sem hún tínir aðalbláber í brekkun-
um og hrauninu, andar að sér ilmi
blóma og bernskuminninga, signir
elskandi höndum hvem birkirunn.
Systkinin fóru allslaus heiman að,
en elska þennan bæ. Yfir öllu þessu
hefur hún Ólöf vakað. Fyrst sem
húsfreyja og móðir, sem aldrei hafði
vinnukonu: Hún vaknaði fyrst
hvem morgun og sofnaði síðast að
kvöldi í 60 ár. Hafði aldrei aura í
höndum, krafðist aldrei neins, nema
vinna, gefa, fóma og elska án orða.
Var hún ekki líkt og tákn eða kjarni
hins æðsta auðs, fómandi starfs-
orku handar, algleymi og bænar
án orða, yl vorsins í barmi til að
skapa gróandi þjóðlíf og sanna
menningu í landi sínu um ókomin
ár um alla framtíð. Meira þarf vart
að segja til að lýsa ævistarfi hennar
Ólu. Þar gat gestrisni hjarta og
handar alltaf leitað og fundið bezta
bitann í búrinu til að veita. Og svo
gefur hún íslandi bömin sín að
framtíðarauði ávöxtum í guðanna
ríki.
Þau eru dreifð sem húseigendur
og vinna fjölbreytt störf í Kópavogi
og Reykjavík og bera með sér ósýni-
legt gull frá heiðarbýlinu heima í
dalnum. Auðvitað vakti líka
„mamma“, hún María, meðan henni
entist aldur yfir öllu. Iðjusemi,
reglusemi og sparsemi vom aðal-
hversdagsdyggðir og svo trú-
mennska, drenglyndi, dáðir, friður
og fórnarlund til að skapa alls stað-
ar heillir og starfsgleði gróandi
þjóðlífs, Guðsríki á jörðu.
Ég er hreykinn af þessari hljóðu,
góðu og traustu og trúu fóstursyst-
ur minni. Þótt við séum ekkert
skyld, þá eignuðumst við sömu gjaf-
ir frá elskandi höndum hennar
mömmu, fósturmóður okkar, sem
voru sannar móðurhendur þótt hún
eignaðist aldrei böm.
Bæn og söngvar af blíðum vörum
hennar „mömmu" verði blessun
himins á öllum vegum þínum, Óla
mín, og allra þinna niðja, um ókom-
in ár og aldir. Enga bæn á ég betri.
Lifðu heil og sæl við bergmálið
frá hjali lindanna við hraunið heima
í Kvígindisfirði, en þar heldur hún
nú upp á afmæli sitt ásamt börnum,
tengdabörnum og afkomendum
þeirra.
Árelíus Níelsson frá Kvígind-
isfirði.
Nauðsyn á
eftirliti með
innflutningi
á matvöru
Á FUNDI Heilbrigðisráðs
Reykjavíkur 15. maí sl. var rætt
um nauðsyn innflutningseftirlits
með matvælum og öðrum neyslu-
og nauðsynjavörum ásamt inn-
flutningseftirliti með eiturefnum
og hættulegum efnum. Einnig
um brýna þörf fyrir aðstöðu til
efnagreininga á neyslu- og nauð-
synjavörum.
Heilbrigðisráð samþykkti svo-
fellda bókun:
„Heilbrigðisráð telur óþolandi, að
enn hafi ekki verið komið á virku
innflutningseftirliti með matvælum
og öðrum nauðsynjavörum. Ráðið
beinir þeim tilmælum til fjárveit-
inganefndar Alþingis og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins, að
Hollustuvemd ríkisins verði tryggð
aðstaða og starfsfólk til virks inn-
flutningseftirlits með neyslu- og
nauðsynjavörum ásamt eiturefnum
og hættulegum efnum. Jafnframt
leggur það áherslu á að tryggður
verði fullkominn tækjabúnaður, að-
staða og starfsfólk, svo að unnt
verði að kanna og fylgjast með
efnainnihaldi (hráefni, aukaefni og
aðskotaefni) og hollustu innlendra
og innfluttra vara.“
Tork.Þegar vanda skal
tíl verka.
Tork kcrfið er ómissandi öllum scm bjóða aðeins
vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið
samanstendur af hylkjum og grindum ásamt einnota
vörum til notkunar hvar sem hreinlætis er þörf.
I nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir
þrifnaður miklu máli. Pá koma yfirburðir Tork best í
ljós. Starfsfólk þitt kann vel að meta hversu Tork
kerfið er einstaklega þægilegt í notkun. Sannir
atvinnumenn biðja um Tork vegna þess
að Tork er hagkvæmara og gæðin einstök.
^ Nafn--
* p'yrirtaíki.-
| yie'\tniV's^an§''
| Starfsgre’,n:'_' ________________
1 Sinú'.-----^I^Tfrekari upP^smgar Um
l q Vir>samlega sC
TORKi
Tork kerfið. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Mölnlycke
íitl) Hfl4i