Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 25 Líf og kynlíf Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó. Hrun ameríska heimsveldsins — Le Declin de L’empire American ☆ ☆☆'/2 Leikstjóri Denys Arcand. Kvikmyndataka Guy Dufaux. Tónlist Francois Dompierre, (byggð á þemum eftir Handel). Handrit Arcand. Klipping Monique Fortier. Framleiðandi René Malo og Roger Frappier. Leikendur Dominique Michel, Dorothée Berryman, Louise Por- tal, Pierre Curzi, Remy Girard, Yves Jacques, Geneviéve Rioux, Daniel Briére, Gabriel Arcand. Frönsk/kandadísk. Teléfilm Canada, La Société Générale Du Cinema Du Quebec, Société Rad- io-Canada 1986. Á skömmum tíma höfum við orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tvær gjörólíkar, djúpar úrvalsmynd- ir um mannssáíina og mannleg samskipti. Fyrst Koss köngurlóar- konunnar og nú Hrun ameríska heimsveldisins. Þessi kanadíska óskarsverð- launamynd (í ár) fjallar á hrein- skilnari hátt um krókaleiðir kynlífs karla og kvenna, en mann rekur minni til í kvikmynd í venjulegum litum. Ekki svo að skilja að hún sé eitthvað gróf fyrir augað, allt fer fram í umræðunni. Einn hinna frönskumælandi, kanadisku, mið- aldra karla segir í upphafi við sér yngri mann: „Nú er ekkert eftir utan le sex.“ Karlakór Keflavíkur heldur vor- tónleika Keflavík. KARLAKÓR Keflavíkur heldur vortónleika fyrir styrktarfélaga sína, 25., 26. og 27. maí nk. Þeir hjá karlakórnum vilja koma því á framfæri til styrktarmeðlima, að þeim er frjálst að koma hvert þessara kvölda, þegar þeim hent- ar þó miðar þeirra séu gefnir út á einhvert hinna kvöldanna. Föstudaginn 29. maí fá Suður- nesjamenn væntanlega góða heimsókn, en það er von á Karla- kórnum Geysi og Karlakór Akur- eyrar sem ætla að syngja í Félagsbíó í Keflavík. Er það einlæg von þeirra karlakórsmanna í Keflavík að sem flestir Suðurnesja- menn og aðrir sem hafa gaman af söng missi ekki af þessum samsöng þeirra Akureyringa. - BB í myndinni segir frá átta ólíkum persónum. Fjórum körlum, sam- kennurum við háskóla. Einn er hommi, annar fráskilinn, sá þriðji giftur graðnagli og sjá fjórði ungur og óreyndur. I sumarhúsi undirbúa þeir komu fjögurra kvenna sem all- ar tengjast þeim. Umræður karl- anna snúast um kynlíf og aftur fjölbreytilegra kynlíf. Og viti menn! Þess á milli er skotið á konumar, þar sem þær eru að undirbúa komu sína á heilsuræktarstöð. Þar er umræðuefnið það sama og ekki síður svæsið. Það var mikið að kvik- myndargerðarmönnum skildist að konur hafa náttúru líka og engir Þrjár af kjarnakonunum i Hruni ameríska heimsveldsins. eftirbátar í hinum fjölbreyttu órum holdsins ef svo býðst. En menn skulu hafa hugfast að hér er dregið í efa ágæti stolinna unaðstunda og samtölin einkar skynsamleg og vekjandi til um- hugsunar. Þessi yndislega mynd er hreint út sagt glæsileg hvemig sem á hana er litið, e.k. þroskuð útgáfa af The Big Chill. Leikurinn er grípandi sterkur hjá hveijum ein- asta og ekki sakar að manngerðirn- ar eru listilega vel valdar. Leikstjórn, kvikmyndataka, hand>- rit, staðarval, allt meðhöndlað af eftirminnilegri fagmennsku. Hmn ameríska heimsveldisins er mynd sem óþarft er að hafa orðgnótt um svo snilldarleg sem hún er. Þetta er einfaldlega mynd sem allir kröfu- harðir kvikmyndagestir mega ekki láta fara framhjá sér! Fyrirlestur umnám í mannlegri tækni PETER Kemp, lektor við Kaup- mannahafnarháskóla, heldur opinberan fyrirlestur á vegum verkfræðideildar og raunvís- indadeildar Háskólans þriðju- daginn 26. maí. Fyrirlesturinn nefnist Nám í mannlegri tækni, en fyrirhugað er að setja á laggirnar námsbraut í þeirri grein við Kaupmannahafnar- háskóla. Peter Kemp er danskur fræði- maður og heimspekingur. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda kl. 17.15 og verð- ur á dönsku. I Sýning um helgina ' Opið laugardag kl. 13-\7.-Opið sunnudag kl. 13-17. Peugeot 309 Aukasending er komin til landsins I •• i l! f f ,' \ iAá Bílar til afgreiðslu strax Verð frá kr. 376.100.- JOFUFi HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.