Morgunblaðið - 24.05.1987, Side 25

Morgunblaðið - 24.05.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 25 Líf og kynlíf Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó. Hrun ameríska heimsveldsins — Le Declin de L’empire American ☆ ☆☆'/2 Leikstjóri Denys Arcand. Kvikmyndataka Guy Dufaux. Tónlist Francois Dompierre, (byggð á þemum eftir Handel). Handrit Arcand. Klipping Monique Fortier. Framleiðandi René Malo og Roger Frappier. Leikendur Dominique Michel, Dorothée Berryman, Louise Por- tal, Pierre Curzi, Remy Girard, Yves Jacques, Geneviéve Rioux, Daniel Briére, Gabriel Arcand. Frönsk/kandadísk. Teléfilm Canada, La Société Générale Du Cinema Du Quebec, Société Rad- io-Canada 1986. Á skömmum tíma höfum við orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tvær gjörólíkar, djúpar úrvalsmynd- ir um mannssáíina og mannleg samskipti. Fyrst Koss köngurlóar- konunnar og nú Hrun ameríska heimsveldisins. Þessi kanadíska óskarsverð- launamynd (í ár) fjallar á hrein- skilnari hátt um krókaleiðir kynlífs karla og kvenna, en mann rekur minni til í kvikmynd í venjulegum litum. Ekki svo að skilja að hún sé eitthvað gróf fyrir augað, allt fer fram í umræðunni. Einn hinna frönskumælandi, kanadisku, mið- aldra karla segir í upphafi við sér yngri mann: „Nú er ekkert eftir utan le sex.“ Karlakór Keflavíkur heldur vor- tónleika Keflavík. KARLAKÓR Keflavíkur heldur vortónleika fyrir styrktarfélaga sína, 25., 26. og 27. maí nk. Þeir hjá karlakórnum vilja koma því á framfæri til styrktarmeðlima, að þeim er frjálst að koma hvert þessara kvölda, þegar þeim hent- ar þó miðar þeirra séu gefnir út á einhvert hinna kvöldanna. Föstudaginn 29. maí fá Suður- nesjamenn væntanlega góða heimsókn, en það er von á Karla- kórnum Geysi og Karlakór Akur- eyrar sem ætla að syngja í Félagsbíó í Keflavík. Er það einlæg von þeirra karlakórsmanna í Keflavík að sem flestir Suðurnesja- menn og aðrir sem hafa gaman af söng missi ekki af þessum samsöng þeirra Akureyringa. - BB í myndinni segir frá átta ólíkum persónum. Fjórum körlum, sam- kennurum við háskóla. Einn er hommi, annar fráskilinn, sá þriðji giftur graðnagli og sjá fjórði ungur og óreyndur. I sumarhúsi undirbúa þeir komu fjögurra kvenna sem all- ar tengjast þeim. Umræður karl- anna snúast um kynlíf og aftur fjölbreytilegra kynlíf. Og viti menn! Þess á milli er skotið á konumar, þar sem þær eru að undirbúa komu sína á heilsuræktarstöð. Þar er umræðuefnið það sama og ekki síður svæsið. Það var mikið að kvik- myndargerðarmönnum skildist að konur hafa náttúru líka og engir Þrjár af kjarnakonunum i Hruni ameríska heimsveldsins. eftirbátar í hinum fjölbreyttu órum holdsins ef svo býðst. En menn skulu hafa hugfast að hér er dregið í efa ágæti stolinna unaðstunda og samtölin einkar skynsamleg og vekjandi til um- hugsunar. Þessi yndislega mynd er hreint út sagt glæsileg hvemig sem á hana er litið, e.k. þroskuð útgáfa af The Big Chill. Leikurinn er grípandi sterkur hjá hveijum ein- asta og ekki sakar að manngerðirn- ar eru listilega vel valdar. Leikstjórn, kvikmyndataka, hand>- rit, staðarval, allt meðhöndlað af eftirminnilegri fagmennsku. Hmn ameríska heimsveldisins er mynd sem óþarft er að hafa orðgnótt um svo snilldarleg sem hún er. Þetta er einfaldlega mynd sem allir kröfu- harðir kvikmyndagestir mega ekki láta fara framhjá sér! Fyrirlestur umnám í mannlegri tækni PETER Kemp, lektor við Kaup- mannahafnarháskóla, heldur opinberan fyrirlestur á vegum verkfræðideildar og raunvís- indadeildar Háskólans þriðju- daginn 26. maí. Fyrirlesturinn nefnist Nám í mannlegri tækni, en fyrirhugað er að setja á laggirnar námsbraut í þeirri grein við Kaupmannahafnar- háskóla. Peter Kemp er danskur fræði- maður og heimspekingur. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda kl. 17.15 og verð- ur á dönsku. I Sýning um helgina ' Opið laugardag kl. 13-\7.-Opið sunnudag kl. 13-17. Peugeot 309 Aukasending er komin til landsins I •• i l! f f ,' \ iAá Bílar til afgreiðslu strax Verð frá kr. 376.100.- JOFUFi HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.