Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 AST ARGYÐJA AMERIKU „Ó, ég man svo þeg-ar hún lék Carmen,“ sagði gamall aðdáandi þegar hann frétti andlát bandarísku leikkonunnar Ritu Hayworth. Hver á sínar eigin minningar um stórstjörnurnar og þegar þær slokkna um siðir a Hollywoodhimninum minnist fólk eftirminnilegra atriða og mynda. Þegar minnst er á kynbombuna Ritu Hayworth, sem lést í New York fyrir skömmu, getur margt komið upp í hugann en kannski tvær bíómyndir fyrst og fremst; Gilda og The Lady From Shanghai. „The Lady“ var talin ein hennar besta mynd og í Gildu lék hún eitt sitt eftirminnilegasta hlutverk m.a. í „fatafelluatriði“, sem átti eftir að hneyksla íhaldssama og hleypa roða í kinnar ungra manna. Raunar var þettaekki fatafelluatriði í nútímalegum skilningi. Hayworth dansaði eggjandi og dró af sér langa, svarta hansa. Aðrir gætu munað eftir Blood and Sand, My Gal Sal, You’ll Never Get Rich og Cover Girl. Þessar bíómyndir og fleiri gerðu hana eina vinsælustu leikkonu Bandaríkjana á fjórða og fímmta áratugnum. Og hvar sem bandarískir hermenn fóru í seinni heimsstyrjöldinni, og þeir fóru víða, fyigdi þeim ljósmynd af Ritu sem þeir hengdu upp í skálunum sínum. Hayworth var persónugervingur Hollywoodglamúrsins, gullfalleg leikkona og dansari. Fred Astaire, sem lék á móti henni í tveimur kvikmyndum, sagði í ævisögu sinni að hún hefði verið hans uppáhalds- dansfélagi. Dansinn var henni meðfæddur. Hún lést 14. maí sl. úr Alz- heimersjúkdómnum sem hún hafði átt við að stríða í mörg ár. Hún var 68 ára og dóttir hennar, Yasmin Aga Khan, hafði hjúkrað henni frá 1981 þegar hrömunarsjúkdómur- inn hafði gert hana „algerlega hjálparlausa". Yasmin notaði tilfelli móður sinnar til að vekja athygli á Alzheimersjúkdómnum innan Bandaríkjanna og utan en um hann var lítið vitað þar til fyrir nokkmm ámm. Heilsu Hayworth hafði hrak- að mjög undanfarin ár og hún hafði legið í hálfgerðu dái frá því í febrú- ar. Ronald Reagan sagði um hana: „Rita Hayworth var ein af okkar ástkæmstu stjömum. Hún var bæði heillandi og hæfíleikarík og veitti okkur margar ánægjustundirnar á sviði og í kvikmyndum og skemmti Life-myndin sem fræg varð á meðal hermannanna í seinni heims- styrjöldinni. áhorfendum frá því hún var ung stúlka." Rita Hayworth var sannarlega fædd inn í skemmtanaiðnaðinn. Hún leit fyrst dagsins ljós í New York þann 17 október 1918. Faðir hennar var Eduardo Cansino frá Spáni og móðir hennar var Volga Með Orson Welles, eiginmanni snum númer tvö. Ástargyðja Ameríku: Rita Hayworth á hátindi ferils síns. Hayworth, sem hafði komið fram með Ziegeld Follies. Þau skírðu dótturina Margarita Carmen Cans- ino en hún stytti það í Rita Cansino þegar hún hóf að dansa á sýningum 12 ára gömul. Því nafni hélt hún í fyrstu tíu myndunum sem hún lék í. Herra Cansino flutti með fjöl- skyldu sína til Los Angeles og Rita skemmti með föður sínum í Tijuana og Agua Taaliente í Mexíkó. Þar kom einn af framleiðendum Fox Film Company auga á hana þegar hún var 16 ára og gerði við hana samning. Hún kom fram í sinni fyrstu bíómynd árið 1935 (Under the Pampas Moon) og var í ýmsum smáhlutverkum eftir það m.a. í mynd með Spencer Tracy. Þegar Fox sameinaðist 20th Century kvikmyndafyrirtækinu missti leikkonan unga samninginn sinn en árið 1937 hitti hún fyrsta eiginmann sinn sem átti eftir að gera hana að þeirri stórstjörnu sem hún varð. Hann hét Edward Jud- son, klókur kaupsýslumaður, 22 árum eldri en hún. Hann gerðist umboðsmaður hennar og undir leið- sögn hans breytti hún útliti sínu (hrafnsvart hárið varð rauðbrúnt) og nafni. Hann notaði nafn móður’ hennar (Haworth) í stað Casinos. en bætti við y til að auðvelda fram- burðinn. Hann réði blaðafulltrúa til að sjá um að hennar yrði getið serri mest í blöðunum og um síðir kom hann henni á sjö ára samning við Columbia Pictures. En ódýrar B- myndir var það eina sem hún lék í þar til Howard Hawks fékk hana í hlutverk ótryggrar eiginkonu í myndinni Only Angels Have Wings með Cary Grant. Hlutverkið færði henni fyrstu vinsamlegu ummæli gagnrýnenda. Frá 1941 þróaðist ferill Hay- worth hratt þar til hún varð ein af glæsilegustu stjörnum Hollywood. Blaðamaðurinn Winthrop Sargent kallaði hana „hina stórkostlegu ást- argyðju Ameríku" í tímaritinu Life. Henni féll það vel og almenningur greip það á lofti. Hún lék á móti James Cagney og Astaire og Time skrifaði um hana í forsíðugrein og hún varð landsfræg. Þijár geysivinsælar myndir fylgdu í kjölfarið árið 1942 og eftir að hún lék með Gene Kelly árið 1944 í Cover Girl birti Life tímaritið lokkandi mjmd af henni sem fræg varð um heiminn og fest uppá vegg í hermannaskálunum. Myndin sú var meira að segja sett á tilraunakjamorkusprengju sem sprengd var árið 1946. Ólíkt mörgum kvikmyndastjöm- um, sem var illa við hverskonar kynningarstarfsemi á sjálfum sér, hafði hún gaman af að koma fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.