Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAI 1987 Samtök herstöðvaandstæðinga: Keflavíkurganga verður 6. júní SAMTÖK herstöðvaandstæðinga efna til Keflavíkurgöngn 6. júní, sem er laugardagur i hvítasunnu. „Gangan er hápunktur aðgerða sem samtökin efna til nú á vor- dögum gegn hernaðarstefnu NÁTO og aukinni vígvæðingu á N.-Atlantshafi,“ segir í fréttatil- kynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Göngufólk í Keflavíkurgöngunni leggur upp frá hliði vamarstöðvar- innar á Miðnesheiði kl. 8:30 um morguninn og áætlaður komutími á Lækjartorg er kl. 22:00. Frá hlið- inu til Reykjavíkur eru 48 km og verður áð á fjórum stöðum á leið- inni. Fyrsta áning verður á-Voga- stapa, þar sem staðkunnugur heimamaður mun fræða göngu- menn um Stapadrauginn. I næsta áningarstað, Kúagerði á Vatns- leysuströnd, er gönguleiðin hálfnuð og þar verður staldrað við til að snæða og hlýða á fjölbreytta dag- skrá. Þá verða áningarstaðir í Kópavogi og Hafnarfírði en síðast komið saman á Lækjartorgi og hlýtt á stutt ávarp. Meðal ræðumanna í göngunni verða Jóna Þorsteins- dóttir frá Þórshöfn og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. Tónlist- armenn úr röðum Vísnavina og fleiri munu skemmta auk þess sem leikarar koma fram á áningarstöð- unum með óvæntar uppákomur. í fréttatilkynningunni segir, að með Keflavíkurgöngunni vilji Sam- tök herstöðvaandstæðinga sem fyrrum minna á nauðsyn þess að Island segi sig úr Atlantshafs- bandalaginu og bandarískar her- sveitir hverfí burt úr landinu. Auk þess leggi herstöðvaandstæðingar áherslu á að dregið verði úr hervæð- ingu í okkar heimshluta með kröfum þar sem farið sé fram á kjamorkufriðlýsingu Norðurlanda og Norður-Atlantshafsins, stöðvun ratsjárbygginga við Langanes og Bolungarvík, andófí gegn upp- byggingu fleiri herflugvalla í landinu og sókn landsmanna í átt til sjálfstæðis gagnvart hervæddum risaveldum. $kóval við Óðinstorg Gott úrval. Gott verð. Kvenskór — karlmannaskór. Götuskór. Sparískór. íþróttaskór. $kúval við Óðinstorg SMÁRAFLÖT 5, GARÐABÆ, BYGGT ÁRIÐ1963 MEÐ STEYPUNNIFRA OKKUR BYGGIR ÞÚ FYRIR FRAMTÍÐINA Á síðustu fjórum áratugum höfum við framleitt steypu í fjölmörg íbúðar- hús af öllum stærðum og gerðum. Það sanna ótal glæsileg mannvirki sem staðist hafa tímans tönn. vandaða húseign. Reynsla okkar tryggir þér STEYPUSTÖÐIN hí SÆVAR HÖFÐA 4 4 ÓSA/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.