Morgunblaðið - 24.05.1987, Side 22

Morgunblaðið - 24.05.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAI 1987 Samtök herstöðvaandstæðinga: Keflavíkurganga verður 6. júní SAMTÖK herstöðvaandstæðinga efna til Keflavíkurgöngn 6. júní, sem er laugardagur i hvítasunnu. „Gangan er hápunktur aðgerða sem samtökin efna til nú á vor- dögum gegn hernaðarstefnu NÁTO og aukinni vígvæðingu á N.-Atlantshafi,“ segir í fréttatil- kynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Göngufólk í Keflavíkurgöngunni leggur upp frá hliði vamarstöðvar- innar á Miðnesheiði kl. 8:30 um morguninn og áætlaður komutími á Lækjartorg er kl. 22:00. Frá hlið- inu til Reykjavíkur eru 48 km og verður áð á fjórum stöðum á leið- inni. Fyrsta áning verður á-Voga- stapa, þar sem staðkunnugur heimamaður mun fræða göngu- menn um Stapadrauginn. I næsta áningarstað, Kúagerði á Vatns- leysuströnd, er gönguleiðin hálfnuð og þar verður staldrað við til að snæða og hlýða á fjölbreytta dag- skrá. Þá verða áningarstaðir í Kópavogi og Hafnarfírði en síðast komið saman á Lækjartorgi og hlýtt á stutt ávarp. Meðal ræðumanna í göngunni verða Jóna Þorsteins- dóttir frá Þórshöfn og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. Tónlist- armenn úr röðum Vísnavina og fleiri munu skemmta auk þess sem leikarar koma fram á áningarstöð- unum með óvæntar uppákomur. í fréttatilkynningunni segir, að með Keflavíkurgöngunni vilji Sam- tök herstöðvaandstæðinga sem fyrrum minna á nauðsyn þess að Island segi sig úr Atlantshafs- bandalaginu og bandarískar her- sveitir hverfí burt úr landinu. Auk þess leggi herstöðvaandstæðingar áherslu á að dregið verði úr hervæð- ingu í okkar heimshluta með kröfum þar sem farið sé fram á kjamorkufriðlýsingu Norðurlanda og Norður-Atlantshafsins, stöðvun ratsjárbygginga við Langanes og Bolungarvík, andófí gegn upp- byggingu fleiri herflugvalla í landinu og sókn landsmanna í átt til sjálfstæðis gagnvart hervæddum risaveldum. $kóval við Óðinstorg Gott úrval. Gott verð. Kvenskór — karlmannaskór. Götuskór. Sparískór. íþróttaskór. $kúval við Óðinstorg SMÁRAFLÖT 5, GARÐABÆ, BYGGT ÁRIÐ1963 MEÐ STEYPUNNIFRA OKKUR BYGGIR ÞÚ FYRIR FRAMTÍÐINA Á síðustu fjórum áratugum höfum við framleitt steypu í fjölmörg íbúðar- hús af öllum stærðum og gerðum. Það sanna ótal glæsileg mannvirki sem staðist hafa tímans tönn. vandaða húseign. Reynsla okkar tryggir þér STEYPUSTÖÐIN hí SÆVAR HÖFÐA 4 4 ÓSA/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.