Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 Morgunblaðið/Kristján Jónsson Varðskipið Týr og björgunarbátur Björgunarfélags Vestmannaeyja fylgdu hraðbátnum með mönnunum þremur til hafnar í Eyjum. Slj órnarmyndun: Þrír fulltrúar frá hveijum flokki VIÐRÆÐUR forystumanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista um myndun nýrr- ar ríkisstjórnar hófust kl. 13 í gær í Borgartúni 6. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins sátu fundinn þeir Þorsteinn Páls- son, Friðrik Sophusson og Ólafur G. Einarsson. Fyrir Alþýðuflokkinn voru Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Sig- INNLENT urðsson. í viðræðunefnd Kvenna- lista voru þær Guðrún Agnarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Ferming í Bolungarvík FERMING í Bolungarvíkur- kirkju í dag, sunnudaginn 24. maí, kl. 11.00. Fermd verða: Karl Hallgrímsson, Holtastíg 12, Ketill Már Júlíusson, Vitastíg 17, Ragnhildur Helga Benediktsdóttir, Heiðarbrún 50, Rúnar Amarson, Höfðastíg 8 Steinunn Kristín Bjamadóttir, Reykjum, Hrútafirði. Villtust í þoku á leið til Eyja Vestmannaeyj um. UMFANGSMIKIL leit var gerð aðfaranótt laugardags að þrem- ur mönnum á plastbáti sem villtust í þoku er þeir voru að koma úr eggjatöku í EUiðaey. Tíu fiskibátar, Lóðsinn í Eyjum, varðskip og þyrla Landhelgis- gæslunnar hófu leit að mönnun- um um klukkan fjögur um nóttina og laust eftir klukkan sjö á laugardagsmorgun fann þyrlan mennina talsvert vestan við Eyj- ar, upp við brimgarðinn. Mennimir þrír fóm á plastbáti með utanborðsmótor til eggjatöku í Elliðaey um níu leitið á föstudags- kvöld en Elliðaey er rétt austan við Heimaey, örstutta siglingaleið. Nið- dimm þoka skall á um kvöldið og um miðnættið hafði ekkert heyrst í mönnunum og um fjögurleytið var ákveðið að hefja leit. Tíu bátar sem vom að veiðum tóku upp og hófu leit, Lóðsinn hélt úr höfn í Eyjum og varðskip sem var statt í Þorláks- höfn hélt til leitar. Þyrla Land- helgisgæslunar hóf einnig leit úr lofti og laust eftir klukkan 7 um morguninn fann áhöfn þyrlunnar ménnina. Vom þeir þá staddir talsvert fyr- ir vestan Eyjar, norður af Þrídröng- um, upp við brimgarðinn á ströndinni. Keyrðu þeir út frá brim- garðinum þar sem ekki var lendandi á sandinum. Þyrlan sveimaði yfir bátnum uns björgunarbátur Björg- unarfélags Vestmannaeyja kom á staðinn og skömmu síðar kom varð- skipið einnig á staðinn. Var mönnunum fylgt til hafnar! Eyjum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Vestmannaneyjum var hvorki kompás né önnur leiðsögu- tæki um borð í bátnum. Mikil þoka hefur verið í Eyjum síðustu dagana. -hkj. Eldur í Matvali ELDUR kom upp í versluninni Matvali við Þingholtsbraut í Kópavogi aðfaranótt laugar- dagsins. Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um eldinn kl. 2.02, en þá höfðu íbúar húss við Sunnubraut tekið eftir því að eldur var fyrir innan glugga matvöruverslunarinn- ar. Tveir reykkafarar fóru inn í verslunina og tókst fljótlega að slökkva eldinn. Rífa þurfti skilrúm, sem eldur hafði komist í. íbúð er á efri hæð hússins, en enginn reykur komst þar upp. „Mjög hreykin og ánægð“ fréttir í gærmorgun að sonur hennar væri orðinn heims- meistari sveina í skák. Hún sagði að Hannes hefði teflt mikið allt frá því að hann lærði mannganginn 5 ára gamall. „Hann hefur tekið skákina fram yfir alla aðra leiki. Þegar einhver kom í heimsókn tók hann fram taflið og bauð öllum í skák,“ sagði Sesselja. Hún sagði að sig hefði ekki dreymt um að Hannes næði þessum árangri fyrr en eftir að mótið hófst. „í mótinu tóku þátt 45 strákar frá þessum stórþjóð- um, Bandaríkjunum, Englandi og Austantjaldsþjóðunum, sem eru svo framarlega í skákinni. En hann leiddi mótið frá byijun, svo hann á sigurinn ábyggilega skil- inn“. Hún sagði að skákáhugi Hann- esar myndi örugglega ekki minnka við þennan árangur. „Hann hefur alltaf verið að taka þátt í mótum og hefur sífellt öðl- . ast meiri innsýn í skákina. En það er mikil vinna að stúdera skák. Hann vinnur mikið með bækur, þó mér finnist hann hafi ekki gert eins mikið af því í vetur og hann gerði á tímabili, enda skipt- ir miklu máli að fá tækifæri til þess að taka þátt í mótum og afla sér reynslu. Guðmundur Sig- uijónsson hefur örugglega verið honum mikil stoð og stytta á mótinu nú. Ég er í loftinu yfir þessum árangri hans og hef fylgst spennt með framvindu mótsins," sagði Sesselja að lokum. Faðir Hannesar lést þegar hann var tveggja ára gamall. Hann hét Stefán Hannesson. Morgunblaðið/Bjami Sesselja Friðriksdóttir með blómvönd sem Morgnnblaðið færði henni í tilefni af glæsilegum sigri Hannesar Hlífars. - segirSess- elja Friðriks- dóttir, móðir Hannesar Hlífars Stef- ánssonar „Ég er mjög hreykin og ánægð, þetta er stórkostlegur árangur," sagði Sesselja Frið- riksdóttir, móðir Hannesar Hlífars Stefánssonar, er Morg- unblaðið færði henni þær „Þykir vænt um að Islend- ingur vinnur þetta mót aftur“ „MÉR þykir vænt um að íslend- ingur skuli vinna þetta mót aftur. Hannes er mjög efnileg- ur skákmaður og átti þennan sigur alveg fyllilega skiUnn enda virðist hann bera af jafn- öldrum sínum á skáksviðinu," sagði Jón L. Arnason stórmeist- ari en hann vann Heimsmeist- aramót sveina i skák árið 1977. Jón var spurður hvort hann teldi mótið nú vera erfiðara en þegar hann vann það. „Það er mjög erfitt að segja hvort þetta mót er erfiðara en þegar ég vann. Það kemur ekki í ljós fyrr en eft- ir nokkur ár. Þegar ég tefldi á þessu móti voru Kasparov og Short meðal þátttakenda en það má vel vera að eftir nokkur ár verði mótið núna talið sterkt af því Hannes Hlífar var með,“ sagði Jón L. Ámason. „Hannes er fljótur að f inna besta leikinn“ „Hingað barst frétt um að Hannes Hlífar hefði orðið heimsmeistari sveina og menn gerðu hlé á fundarstörfum og klöppuðu lengi,“ sagði Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, í samtali við Morgunblaðið, þar sem hann var staddur á aðal- fundi Skáksambands íslands, sem haldinn var í gær. Margeir sagði að á fundinum hefðu menn beðið spenntir og reynt hefði verið að hringja út og hvað eina til þess að afla frétta af niðurstöðu síðustu umferð- arinnar. „Þetta er auðvitað frábær árangur hjá Hannesi, sérstaklega þar sem þetta er mót fyrir 16 ára og yngri og hann gæti því tekið þátt í mótinu í eitt eða tvö ár enn. Hannes er vafalaust með yngstu mönnum, sem hafa unnið þennan titil, því yfírleitt vinna menn titilinn á síðasta ári,“ sagði Margeir ennfremur. Hann sagði að Hannesi hefðu verið dálítið mislagðar hendur í skákinni að undanförnu. „En mótið í New York um daginn hefur verið honum góð æfing og hann hefur eflaust áttað sig á í hvaða efnum hann gæti bætt tafl- mennsku sína með þessum árangri. Þama er mjög mikið skákefni á ferðinni. Hannes fer oft ekki troðnar slóðir, teflir frum- lega, og einmitt í þeim skákum sem ég hef séð frá þessu móti, hefur hann komið andstæðingum sínum á óvart með því. Hann byggir sinn styrk ekki fyrst og fremst á bóklegri þekkingu, held- ur miklu frekar á því að vera fljótur að fínna besta leikinn," sagði Margeir. Hann sagði að það væri of snemmt að spá Hannesi frekari frama á skáksviðinu, en benti á að Jón L. Ámason hefði unnið þennan titil og orðið stórmeistari. „Ætli maður verði ekki að spá Hannesi því sama, ef hann heldur áfram að stunda skákina. Hins vegar er það til að þeir sem hafa unnið titilinn hafi hætt skákiðkun, en ég hef enga trú á því að Hann- es geri það. Ég held að hann muni tefla áfram af krafti. Hann nýtur þess virkilega að tefla, en þarf að lesa sér meira til í ská- kinni að mínu mati,“ sagði Margeir að lokum. „Staðfestir gróskuna 1 islensku skáklífi“ „ÞETTA eru mjög gleðilegar fréttir og hittist nú vel á því það stendur yfir aðalfundur Skáksambands íslands. Við gát- um ekki fengið betri gjöf en þetta til merkis um hvað ungl- ingastarf okkar hefur gengið vel. Og þetta er enn ein stað- festingin á gróskunni í íslensku skáklífi,“ sagði Þráinn Guð- mundsson forseti Skáksam- bands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.