Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAI 1987 41 Minning: Baldur Péturs- son frá Hjalteyri Fæddur 16. júlí 1915 Dáinn 7. maí 1987 Baldur Pétursscn verkstjóri frá Hjalteyri lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík 7. maí sl. og fór bálför hans fram í kyrrþey að eigin ósk 15. maí. Hann hafði þá átt við van- heilsu að stríða í mörg ár. Baldur fæddist á Akureyri 16. júlí 1915. Foreldrar hans voru þau Valrós Baldvinsdóttir og Pétur Jón- asson framkvæmdastjóri á Hjalt- eyri. Valrós var Þingeyingur í báðar ættir, dóttir Jóhönnu Finnbogadótt- ur, sem síðar bjó á Akureyri, og Baldvins Bergvinssonar Bárðdals kennara. Pétur var sonur Þuríðar Pétursdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sonardóttur Jakobs Péturs- sonar umboðsmanns á Breiðamýri, og Jónasar Jónssonar sem var ætt- aður úr Skagafirðij sonarsonur Eiríks Eiríkssonar á Abæ í Austur- dal. Þau Þuríður og Jónas bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal. Foreldrar Baldurs fluttust til Hjalteyrar árið 1918 og gerðist Pétur Jónasson framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf. sem hafði þá mik- il umsvif á staðnum. Pétur var annálaður fyrir dugnað og sína frá- bæru verkstjóm. Þama ólst Baldur upp á sjávarbakkanum, ásamt Ijór- um systkinum sinum í litlu húsi sem kallað var Péturshús. Þetta hús stendur enn og er í eigu systkin- anna. Baldur gekk í Laugaskóla 1933—1935, en þar var þá skóla- stjóri Leifur Asgeirsson, síðar prófessor, sá mikli stærðfræðingur og skólamaður. Talaði Baldur jafn- an um Leif með mikilli hlýju og virðingu og taldi hann hafa haft á sig mikil áhrif. Að loknu prófí frá Laugum hóf Baldur trésmíðanám á Akureyri, en hvarf frá því og settist í Verzlunar- skóla Íslands haustið 1938 og lauk þaðan verzlunarprófí 1940. Hann settist síðan að á Hjalteyri og gerð- ist starfsmaður hjá síldarverksmiðj- unni þar, sem tekið hafði til starfa 1937. Varð hann fljótlega verk- stjóri þar og hélzt svo meðan verksmiðjan starfaði. Baldur kvæntist sumarið 1942 sinni ágætu eiginkonu, Sveinbjörgu Hansdóttur Wíum frá Sandgerði. Hún lifir mann sinn. Bjuggu þau fallegu heimili á Hjalteyri meðan þar var við eitthvað að vera. En 1968 fluttust þau alfarin til Bamaefni á snældu KOMIN ER út kassetta sem heitir Barnaspil. Flytjendur eru Guðmundur Rúnar Lúðviksson og Káti leikhópurinn og er þetta sjöunda útgáfa sem kem- ur frá G.R. Lúðvíkssyni. Á kassettunni eru ellefu bamalög og má þar nefna: Allir krakkar, Það búa litlir dvergar, Litlu andarun- gamir, Stína og brúðan hennar, Fimmeyringurinn o.fl., o.fl. Einnig em tvö frumsamin lög við texta eftir Guðjón Weihe. Á B-hliðinni er frumflutt nýtt leikrit sem heitir Daði dvetgur í Stóraskógi. Handrit og stjómun sá Guðmundur Rúnar um. í leikritinu em sjö söngvar eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson og textar eftir Sigurbjörgu Axelsdóttur. Aðrir leik- arar sem koma við sögu f verkinu em Jóhannes Á. Stefánsson sem er lesari og ljón, Þráinn Óskarsson, Ólafur Viðar Birgisson, Agnes Andrésdóttir, Lovísa W. Guðmunds- dóttir, Signý Jóhannesdóttir og Jónfna Björgvinsdóttir. Reykjavíkur. Þá var öll síld horfin úr sjónum, verksmiðjan verkefna- laus og vart útlit fyrir annað en Hjalteyri legðist í eyði. Raunar hafði þá marga undanfarna vetur verið þar atvinnuleysi því að Eyja- §örður innan Hríseyjar var einnig orðinn hálftæmdur að fiski. Baldur varð því að leita sér vinnu annað að vetrinum, var stundum á togara en stundum í fiskvinnslu á suðvest- urhorninu. Taldi hann slíkt ekki eftir sér því að maðurinn var harð- duglegur og kunni ekki að hlífa sér, en hugði víst minna að eigin heilsufari, og tók það að hefna sín illa um þær mundir sem þau fluttu suður. Baldur neyddist því til að velja sér léttari vinnu og fékkst við bensínafgreiðslu og lagerstörf fyrstu árin í Reykjavík. Þau Sveinbjörg og Baldur eign- uðust fímm börn sem öll em á lífi. Þau eru: Petra húsfreyja, Reykjavík, gift Jóni R. Ragnarssyni forstjóra; Pétur Hans húsasmiður, Garðabæ, kvæntur Huldu Haralds- dóttur; Rannveig húsfreyja, Akur- eyri, gift Guðna Jónssyni múrarameistara; Hafsteinn renni- smiður, Akranesi, kvæntur Hafdísi Hákonardóttur; Heimir prentari, Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Dís Gylfadóttur. Barnabörnin em orðin 15 og tvö barnabarnabörn. Baldur Pétursson var eftirminni- legur maður þeim sem honum kynntust. Á hreysti hans meðan heilsan entist og harðneskju við sjálfan sig hef ég áður minnzt. En við aðra var hann ekki harður, held- ur hið gagnstæða og allra manna greiðviknastur, vildi alla aðstoða sem slíks þurftu með. Hann var vinsæll maður og gleðimaður og hrókur alls fagnaðar í ijölmenni jafnt sem fámenni, að minnsta kosti meðan heilsan leyfði og raunar lengur. Hann var tónelskur og hafði ágæta söngrödd — og var í Karla- kórnum Geysi um hríð. Hann lék einnig vel á hljóðfæri. Baldur var mikill Norðlendingur og þá umfram allt Hjalteyringur, og eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur dvöldust þau á Hjalt- eyri um tíma hvert sumar, ef þau komu því við. * Ég kynntist Baldri Péturssyni þegar ég trúlofaðist konu minni, systur hans, Jóhönnu, árið 1948, og hélzt sú vinátta unz yfir lauk. Við áttum margt sameiginlegt, höfðum alltaf um nóg að spjalla. Sagnamaður var hann ágætur og minnugur og hafði ég einkar gaman af sögum hans sem oft fjölluðu um hann sjálfan eða fólk sem hann hafði kynnzt í æsku norður við Eyjafjörðinn. Ég sé eftir að hafa ekki skráð sumar af þessum sögum eftir honum — en nú er of seint að hugsa um það. Blessuð sé minning góðs drengs. Eiríkur Hreinn Finnbogason 1 HVERT SEM ÞU FERÐ - VIÐ HÖFUM GJALDEYRINN Einkeraii gjaldeyrisdeilda okkar er hröð afgreiðsla á öllum helstu gjaldmiðlum heims. Visa, ferðatékkar, almermirtékkar, reiðufé. Komdu við hjá okkur. 0 .. ' : ' • . jA] !1H ifNBIlii 1Í k ' -nútim fankj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.