Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 1
72 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
120. tbl. 75. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 30. MAI 1987_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fífldjarfur flugmaður lenti á Rauða torginu:
Komst óséður frá
Helsinki til Moskvu
-Æfði langflug til íslands
Moskvu, Helsinki, Hamborg, Reuter.
NÍTJÁN ára gamall Vestur-Þjóðverji, Mathias Rust, flaug á
fimmtudag frá Helsinki til Moskvu og lenti á Rauða torginu.
Rust var ekki stöðvaður á leiðinni og komst óséður fram hjá
loftvamarkerfi og ratsjám Sovétmanna. Viku áður en Rust
hélt til Kremlar kom hann hingað til lands og komst þá I kast
við yfirvöld vegna grunsemda um að þar færi fálkaþjófur.
Fólk á Rauða torginu vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið þegar
Rust lenti vél sinni, sem er af gerð-
inni Reims-Cessna 172 Skyhawk,
og héldu ýmsir að verið væri að
gera kvikmynd. Rust veifaði til
fólksins og fengu nokkrir viðstaddir
hjá honum eiginhandaráritun áður
en lögregla handsamaði hann.
Lögregluþjónamir vissu greini-
lega ekki heldur hvað var á seyði
því þeir fylltust kátínu þegar bresk-
ur ferðamaður vatt sér að þeim og
mundaði myndavél sína.
Yfirvöld tóku þó við sér og
skömmu síðar var Rauða torgið lok-
að af.
Rust er nú í yfirheyrslu hjá sov-
éska hemum, að því talið er, og
miða þær að því að finna út hvern-
ig hann komst óséður alla leið til
Moskvu og gat hnitað hringi yfir
Kreml, æðsta valdasetri Sovétrílq'-
anna, áður en hann lenti.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
kvaðst telja líklegt að maðurinn
væri í gæsluvarðhaldi: „Eg veit
ekki hvar Rust er niðurkominn, en
hann rauf sovéska lofthelgi og hlýt-
ur að þurfa að skýra ferðir sínar.“
Vestrænir sérfræðingar em gátt-
aðir á því hvemig manninum tókst
að fljúga yfir Sovétríkin án þess
að eftir væri tekið. Vélin, sem hann
flaug, er fjögurra sæta og eins
hreyfils.
Ekki er vitað hvers vegna Rust
flaug til Sovétríkjanna, en hann
kvaðst vera á leið til Svíþjóðar þeg-
ar hann lagði af stað frá Helsinki.
Móðir hans segir að hann hafi ekki
farið þangað af pólitískum sökum.
Sjónarvottar í Moskvu sögðu að
kona nokkur hefði verið með honum
við lendinguna og sögðu ráðamenn
í flugvélaklúbbnum í Hamborg, sem
Rust er félagi í, að ef til vill ætti
hún upptökin að þessari háskalegu
för. Konan kom ekki með honum
hingað til lands og hefur því slegist
í för með honum síðar.
Rust lagði af stað frá Hamborg
í upphafi maímánaðar, flaug til
Hjaltlandseyja og þaðan til Fær-
eyja. Frá Færeyjum flaug hann til
íslands og komst í tæri við hérlend
yfirvöld vegna gmnsemda um að
hann ætlaði að stela fálkaeggjum.
Héðan flaug Rust 23. maí og lá
leiðin til Noregs. Þaðan fór hann
til Finnlands og lenti á litlum her-
flugvelli í grennd við Helsinki, sem
einnig er notaður fyrir einkaflugvél-
Reuter
Óvæntur gestur á Rauða torginu. Sovéskir hermenn standa hér vörð
um Cessna-vélina, sem ungur Vestur-Þjóðveiji, Mathias Rust, lenti
á Rauða torginu á fimmtudag. í baksýn eru Kremlarmúrar.
Bandaríkin:
Háttsettur
Kúbani
f lýr land
Washington, Havana, Reuter.
HÁTTSETTUR kúbanskur
embættismaður flúði til
Bandaríkjanna i fyrrakvöld
með fjölskyldu sinni og er
hann æðst setti Kúbaninn er
flúið hefur land eftir að Fidel
Kastro komst til valda.
Rafael Del Pino Diaz var
næst æðsti maður í kúbanska
vamarmálaráðuneytinu og er
talið að hann hafí haldgóða vitn-
eskju um hernaðaraðgerðir
Kúbana í Mið-Ameríku og ann-
ars staðar. Hann á að baki
langan frægðarferil í kúbanska
hemum, en yfirvöld í Havana,
höfuðborg Kúbu, lýstu því yfir
í gær að hann hefði átt við and-
leg vandamál að stríða um skeið.
Diaz, kona hans og 3 böm
flugu í lítilli 2 hreyfla vél til Key
West, í Flórída og hefur þeim
verið veitt hæli í Bandaríkjunum.
Eftir yfirheyrslur vom þau
flutt frá Flórída, en af öryggisá-
stæðum hefur ekki verið greint
frá því hvar þau dveljast.
Persaflói:
Bandaríkm munu halda
siglingaleiðum opnum
Washington, Reuter.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, sagði í sjónvarpsræðu í
gær að Bandaríkin væru staðráð-
Grænland:
Motzfeldt sætir gagnrýni
vinstri arms f lokks síns
Kaupmannahöfn, frá Niels Jörgen Bruun,
AÐALSTJÓRN í Siumut-flokkn-
um á Grænlandi ræddi í gær-
kvöldi tillögu um að svipta
formann flokksins, Jonathan
Motzfeldt, formannsembættinu.
Var við því búist, að hún yrði
samþykkt og þar með hyrfi Motz-
feldt einnig úr formennsku í
grænlensku landstjórninni.
Líklegasti eftirmaður hans í
flokksformennskunni er Lars
Emil Johannsen, fyrrum sjávar-
útvegsráðheiTa.
Kosið var til grænlenska lands-
þingsins á þriðjudag. Fyrir kosning-
arnar hreyfði Jonathan Motzfeldt
þeirri skoðun, að Siumut-flokkur-
inn, sem er vinstri flokkur, tæki
upp samstarf við stóra borgara-
fréttaritara Morgunblaðsins.
flokkinn, Atassut. Lá hann þá undir
ámæli fyrir þetta viðhorf hjá vinstri
armi flokksbræðra sinna. Kosning-
arnar urðu ekki til þess að Motzfeldt
skipti um skoðun í þessu efni og
ákváðu vinstrisinnar þá að láta til
skarar skríða gegn honum og svipta
hann flokksformennskunni.
Lars Emil Johannsen var í for-
ystu þeirra, sem börðust fyrir því
að Grænlendingar sögðu sig úr
Evrópubandalaginu. Hann sat á
landsþinginu á síðasta kjörtímabili
og var sjávarútvegsráðherra, þar
til hann sagði af sér og varð skóla-
stjóri. Á meðan hann var ráðherra
heimsótti hann bæði Sovétríkin og
Kúbu og sætti gagnrýni fyrir þær
ferðir.
in í að tryggja öryggi skipa á
Persaflóa, sérstaklega þeirra er
sigldu undir bandarískum fána.
Verða á næstunni 11 oliuskip frá
Kuwait skráð í Bandaríkjunum í
þessum tiigangi. „Við viljum
gæta hagsmuna hins f rjálsa
heims og munum ekki láta Irani
og Sovétmenn loka fyrir okkur
þessum siglingaleiðum," sagði
forsetinn.
Hann sagðist hafa samþykkt sér-
staka áætlun um hvernig standa
bæri að þessum málum, en tjáði sig
ekki um hana efnislega. Reagan
minnti á hið erfiða efnahagsástand
er skapast hefði í heiminum upp
úr 1970, er olíuútflutningsríkin
settu á bann við útflutningi á olíu
og sagði að slíkt mætti ekki gerast
aftur. Mestur hluti þeirrar olíu er
vestræn ríki nota koma frá ríkjum
við Persaflóa.
Marlin Fitzwater, talsmaður for-
setans, sagði eftir fund í Hvíta
húsinu í gærmorgun að bandaríski
herinn gæti varið sig og veitt skip-
um örugga vemd á Persaflóa. Sagði
hann að forsetinn myndi ráðgast
við ríkin í Atlantshafsbandalaginu
um aðgerðir og einnig yrðu þessi
mál rædd á fundi 7 helstu iðnríkja
er haldinn verður í Feneyjum 8-10
júní nk. ítalir, Bretar, Hollendingar
og Japanir hafa lýst yfir vilja til
að ræða leiðir til að tryggja öryggi
skipa á Persaflóa.
Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær
að stjóm sín vildi að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna beitti sér fyrir
aðgerðum til að stöðva stríð írana
og íraka er staðið hefur í rúm 6
ár, t.d. að bannað verði að selja
þeim aðila vopn er neitaði að taka
þátt í friðarviðræðum. írakar hafa
marglýst þvi yfír að þeir vilji semja
um frið. George Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði við
fréttamenn í fyrrakvöld að nokkuð
hefði miðað í rétta átt á vettvangi
SÞ varðandi þetta mál, en sakaði
Sovétmenn um að standa í veginum
fýrir því að Öryggisráðið léti að sér
kveða.
Shultz sagði í gær að verið væri
að athuga hvort nauðsynlegt væri
að bandarískar flugvélar hefðu að-
stöðu á landi, en ekki aðeins um
borð í flugmóðurskipum á Persa-
flóa. Ekki hefði verið farið fram á
það að gerðir yrðu flugvellir fyrir
vélamar, en til þess gæti komið.
Færeyjar:
3 vikna verkfalli lokið
Þórshöfn. Frá fréttaritara Morgunbladsins
VERKFALLI því er staðið hef-
ur í Færeyjum undanfarnar 3
vikur lauk í gær er sett voru
lög á verkfallsmenn.
Vinnuveitendur eru mjög
óánægðir með lagasetninguna og
segja að hún skapi fleiri vanda-
mál en hún leysi. Ekki er þó
tryggður friður á vinnumarkaðin-
í Færeyjum, Hilmari Jan Hansen.
um því eftir er að semja við 8
stéttarfélög sem em með lausa
samninga.
Talið er að launþegar hafi tap-
að 70 milljónum færeyskra króna
þær vikur sem verkfallið hefur
staðið og munu verkfallssjóðir
ekki duga til að bæta þeim þann
skaða.