Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Wj$m ■ ■ >■, '■■■* Morgunblaðið/Halldór Páll Magnússon með þrUembda gemlingnum. Óvenjuleg frjósemi Holti. SÁ FÁHEYRÐI viðburður varð í Hvassafelli undir Eyjafjöllum hjá Páli Magnússyni bónda að gemlingur bar þremur fallegum lömbum. Aðspurður um þessa óvenjulegu ftjósemi, sagði Páll, að gemlingur- inn væri undan á, sem einnig hefði verið þrílembd, en amma gemlings- ins, Tign, hefði verið tvílembd gemlingur, en síðan þrílembd árlega frá 1981. Ut af Tign væri nú kominn mjög fijósamur fjárstofn. Páll sagð- ist ekki hafa notað fijósemislyf, en bætt sitt fé með sæðingum. Gemsinn væri t.d. undan Skúm frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, þannig að ekki væri að undra þótt þetta hafí orðið. Páll kvað sauðburð hafa gengið vel, vorið hefði verið gott, en þó fremur kalt. Fréttaritari Innflutningsleyfi fyr- ir grænmeti og blóm verði numin úr gildi „VIÐ töldum okkur hafa náð verulegum árangri þegar einokun Græn- metisverslunar ríkisins var afnumin en því miður virðist sem svo sé ekki,“ sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Samtökin hafa sent Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra áskorun vegna nýrra starfsreglna vegna innflutnings á blómum, nýju græn- meti, sveppum og kartöflum. Skorað er á ríkisstjómina að nema reglumar þegar úr gildi, auk þess skora Neytendasamtökin á samtök íslenskra framleiðenda að virða að vettugi umræddar reglur á meðan unnið er að því að nema þær úr gildi. Jóhannes Gunnarsson og Jónas Bjamason formaður landbúnaðar- nefndar Neytendasamtakanna sögðu að nefndin sem landbúnaðarráðherra skipaði og starfsreglumar gilda fyr- ir, túlki mat framleiðenda sem skipa meirihluta í nefndinni. í greinargerð sem fylgir áskomninni er átalið að nefnd undir foiystu landbúnaðarráð- herra skilgreini og ákveði eftirspum á áðumefndum vömm. „Slík nefnd er með öllu óhæf til þess hlutverks og er með þessu fyrir- komulagi horfið til baka til Græn- metisverslunar landbúnaðarins og þess einokunarástands sem þá ríkti." Þá segir að reglumar tryggi íslenskri framleiðslu forgang á mark- aðinum eftir geðþótta nefndarinnar. „Þetta er algjörlega forkastanlegt og er í raun furðulegt, að ábyrgur ráðherra telji slíkt við hæfi.“ Samkvæmt reglunum er nefndinni skylt að taka tillit til þess, ef ein tegund innflutts grænmetis hamlar sölu á annarri tegund, sem ræktuð er á Islandi. „I raun þýðir þetta, að unnt er að banna innflutning á kínakáli eða íssalati, ef sala þeirra tegunda hefur áhrif á sölu innlends hvítkáls, svo dæmi séu nefnd. Þetta em sjónarmið frá tíma selstöðukaupmanna, sem ekki á að vera þörf á að rökræða undir lok tuttugustu aldar. Það er auk þess dregið í efa, að heimildir séu í lögum fyrir að þrengja neyt- endarétt með þessum hætti." Bent er á að verið sé að byggja upp kvótakerfí fyrir innflutning á grænmeti og garðávöxtum og binda kvótann við þá sem dreifa innlendri framleiðslu. Með því er sjónarmiðum neytenda hafnað þegar samtök fram- leiðenda reyna að hækka tekjur sínar þegar framboð af íslenskri fram- leiðslu er takmarkað. „Neytendasamtökunum er ekki kunnugt um að slíkt fyrirkomulag tíðkist neins staðar í heiminum." VEÐURHORFUR í DAG, 30.05.87: YFIRLIT á hádegi f gær: Um 1100 km suðvestur af landinu er hægfara 988 millibara djúp lægð. Yfir hafinu á milli Jan Mayen og Svalbarða er kyrrstætt hæðarsvæði. SPÁ: Útlit er fyrir austanátt á landinu, kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) syðst á landinu og á annesjum norðanlands en hægari annars staðar. Um sunnanvert landiö verður skýjað og lítilsháttar súld en þurrt og bjart í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 7 til 15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Suðaustan- og austanátt, gola eða kaldi (3-5 vindstig), og þokuúði eða súld um austan- og sunnan- vert landiö en þurrt og bjart annars staðar. Hiti á bilinu 6 til 12 stig. •j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka == Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: V Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * / ■* •# * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM'HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri hiti 12 veður láttskýjað Reykjavík 8 skýjað Bergen 10 alskýjað Helsinki 7 alskýjað Jan Mayen 3 alskýjað Kaupmannah. 9 skýjað Narssarssuaq 14 léttskýjað Nuuk 2 hélfskýjað Osló 13 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Atgarve 23 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Aþena 22 skýjað Barcelona 22 heiðskírt Berlín 12 skýjað Chicago 22 léttskýjað Feneyjar 24 skruggur Frankfurt 13 skúr Hamborg 13 skúr Las Palmas 23 hálfskýjað London 18 skýjað LosAngeles 13 heiðsklrt Lúxemborg 13 skúr Madríd 24 heiðskfrt Malaga 22 mlstur Mallorca 22 léttskýjað Miaml 26 léttskýjað Montreal 20 alskýjað NewYork 23 mistur París 17 léttskýjað Róm 18 alskýjað Vín 18 hélfskýjað Washington 21 þoka Winnipeg 14 skýjað Morgunblaðið/KGA Frá aðalfundi Rauða krossins, frá vinstri Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Guðjón Magnússon formaður RKÍ og eiginkona hans Sigrún Gísladóttir. Nýjar aðalstöðvar RKÍ formlega opnaðar AÐALFUNDUR Rauða kross ís- lands var settur í fundarsal félagsins að Rauðarárstíg 18 í gærkvöldi. Við setninguna lýsti forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, yfir formlegri opnun aðalstöðva RKÍ að Rauðarárstíg 18, þar sem áður var Hótel Hof. Guðjón Magnússon formaður fé- lagsins setti aðalfundinn í gær- kvöldi og að lokinnni athugun kjörbréfa, kosningu fundarstjóra og fundarritara sagði Pálína Ásgeirs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, frá störfum sínum sem sendifulltrúi. Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ gerði grein fyrir störfum deilda og Guðjón Magnússon formaður flutti erindi sem hann kallaði „Rauði krossinn á tímamótum". Haukur Bjömsson formaður bygginga- nefndar lýsti húsakynnum aðal- stöðvanna og Davíð Oddsson borgarstjóri flutti ávarp. Því næst lýsti forseti íslands yfír formlegri opnun aðalstöðvanna og að því lo- knu var húsið skoðað. Aðalfundi RKÍ verður fram hald- ið í dag og lýkur með kvöldverði sem hefst klukkan 19.30. Fundinn sitja um 100 fulltrúar frá flestum deildum félagsins, sem eru 48 tals- ins. Jarðskjálftarnir á Suðurlandi: Meiri kröfur gerð- ar til burðarþols húsa á áhættusvæðum MEIRI kröfur eru gerðar til burðarþols húsa á þeim svæðum á landinu þar sem jarðskjálfta- virkni hefur mælst mest. Suður- landsundirlendið er á því svæði þar sem mestar kröfur eru gerð- ar, að því er Hákon Ólafsson, yfirverkfræðingur hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins sagði í samtali við Morgunblaðið. Hákon sagði að landinu væri skipt í þijú áhættusvæði miðað við jarðskjálftaálag og auknar kröfur gerðar til bygginga á þeim svæðum þar sem áhættan væri talin mest. Suðurlandsundirlendið væri í áhættusvæði þijú, þar sem mestar kröfur em gerðar, og ættu allar byggingar þar að vera hannaðar samkvæmt ákveðnum staðli. Sem dæmi mætti nefna að á áhættu- svæðunum væm ekki leyfðar ýmsar byggingaraðferðir, sem leyfðar væm annars staðar á landinu, svo sem með hlaðin hús og bendingu á þeim. Byggingafulltrúar á hveijum stað eiga að annast eftirlit með því að þessum kröfum sé fullnægt. Reykjavík er í áhættusvæði tvö og em skilin frá áhættusvæði þijú skammt fyrir utan borgina. Þeir landshlutar, sem síst er talin hætta búin í jarðskjálftum, em Vestfirðir og Austurland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.