Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 9
h r?q
VTA T
OV
9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Morgunblaðið/Sverrir
Dagmæður halda
kveðjusamsæti
ÞAÐ var mikið um dýrðir í Laugarneshverfinu í gær en þá héidu
dagmömmur í hverfinu bömunum sameiginlegt kveðjusamsæti áður
en þær fóm í sumarfrí. Samsætið fór fram á gæsluvelli við Klepps-
veg og þar gæddu böm og foreldrar sér á dýrindis kökum og fóra
siðan í leiki. Kökurnar vom svo góðar að sumir gáfu sér ekki einu
sinni tíma til að horfa í myndavélina þegar ljósmyndari Morgun-
blaðsins leit við í hófinu en flestir vora þó til í stilla sér upp eins og
sést á meðfylgjandi myndum.
Afbókanír ættu ekki
að koma á óvart
-seg-ir Kjartan Lárusson formaður Ferðamálaráðs
„ÞAÐ gerist á hverju ári að mikið er um afpantanir á tímabilinu
frá 20. maí til 10. júní. Afbókanirnar núna ættu því ekki að koma
neinum á óvart sem starfar við ferðaþjónustu,“ sagði Kjartan Láras-
son formaður Ferðamálaráðs í samtali við Morgunblaðið, er hann
var spurður að því hvort óvenju mikið væri um afbókanir í ár.
Kjartan sagði að erfitt væri að
segja til um það á þessu stigi máls-
ins hversu mikill ferðamanna-
straumurinn yrði hingað til lands í
sumar, en hann var mikill í fyrra-
sumar og engin ástæða væri til að
ætla annað en að svo yrði einnig í
sumar.
„Við íslendingar erum alltaf
svolí-
tið gjamir á að ofmeta sjálfa okkur
og allt sem okkur tengist. Leið-
togafundurinn hefur ekki mikil
áhrif á sumarvertíðina 1987, nema
ef vera skyldi að hann hafi beint
sjónum ferðamann um heim allan
til íslands,“ sagði hann. Ástæðuna
fyrir því taldi Kjartan vera þá að
þegar fundurinn var haldinn hafði
þegar verið gengið frá íjróðurpart-
inum á öllum kaupum og sölum í
ferðaþjónustunni.
„Fjárveitingar til Ferðamálaráðs
fyrir árið 1987 voru skornar niður
um tæp 60%. Vegna þessarar erfiðu
stöðu var óskað eftir 4 milljón króna
aukafjárveitingu fyrir nokkrum
mánuðum síðan. Fyrir skömmu
hafnaði Ijármálaráðuneytið þessari
aukafjárveitingu sem farið var fram
á til að fylgja eftir hinni miklu land-
kynningu sem leiðtogafimdurinn
var. Beðið var um aukafjárveiting-
una vegna yfírlýsinga stjómvalda
um að nauðsynlegt væri að nýta á
einhvem hátt þessa uppákomu.
Þessu var vísað til okkar og við
vildum ekki bregðast þar sem þetta
var einstakur atburður. Við héldum
að ef beiðni okkar kæmi ekki til
greina yrði henni neitað strax. En
við biðum eftir svari frá fjármála-
ráðuneytinu mánuðum saman.
Þetta voru nú hin döpm viðbrögð
fjármálaráðuneytisins óg þar af
leiðandi er kannski minni ástæða
til að ætla að leiðtogafundurinn
hafí skilað okkur stómm vinningi".
Kjartan sagði að ferðamanna-
straumurinn til landsins hefði
aukist verulega fyrstu fímm mánuð-
ir ársins miðað við árið á undan.
Það væri af hinu góða, þvi þetta
hafi yfirleitt verið dauður tími.
Hann sagðist ekki telja að þessi
aukning væri leiðtogafundinum að
þakka, heldur aukinni sölustarfsemi
flugfélaga og ferðaskrifstofa.
„Þessi sýndarmennska yfírvalda
gagnvart ferðamálum er orðinn al-
gjör brandari, því bak við tjöldin
er alltaf skorðið niður allt fé til
ferðamála, eða tekið til baka,“ sagði
Kjartan að lokum.
Stuðningnr
við NATO og
varnarliðið
jSamtök herstöðvaandstæðinga:
Keflavíkurganga verður 6. júní
Keflavíkurganga á ný
Samtök herstöðvaandstæðinga hafa tilkynnt, að þau hyggist efna
til göngu frá Keflavík til Reykjavíkur 6. júní næstkomandi til að
mótmæla dvöl bandaríska varnarliðsins á íslandi og aðildinni að
Atlantshafsbandalaginu. Þetta verður í tíunda sinn, sem þessi
ganga er farin í þessu augnamiði. Athygli vekur að engir kunnir
menn úr vinstri flokkunum leggja nafn sitt við gönguna í ár og hún
hefur enn sem komið er fengið litla umfjöllun í Þjóðviljanum. í Stak-
steinum í dag er talið, að þetta sé tímanna tákn.
Fullyrða má að stuðn-
ingur við dvöl banda-
riska varnarliðsins á
íslandi og aðild tslands
að Atlantshafsbandalag-
inu hafi sjaldan verið
meiri hér á landi en á
síðustu árum. Skoðana-
kannanir — og kosninga-
úrslit — benda til þess
að mikill meirihluti
landsmanna sé ánægður
með núverandi varnar-
samstarf við Bandaríkin
og vilji að hér séu öflug-
ar varnir gegn hugsan-
legri árás erlendra ríkja
eða hryðjuverkamanna.
Sama er að segja um
afstöðuna til NATO. All-
ur þorri þjóðarinnar
virðist telja að í öryggis-
málum eigum við samleið
með þeim lýðræðisþjóð-
um á Vesturlöndum, sem
mynda Atlantshafs-
bandalagið.
Það sér hver maður i
hendi sér, að við þessar
aðstæður eiga þeir, sem
aðhyllast öndverð sjónar-
mið í öryggismálum
íslendinga, erfitt upp-
dráttar. Alþýðubanda-
lagið, sem verið hefur
höfuðflokkur svo-
nefndra „herstöðvaand-
stæðinga", hefur orðið
að kyngja þvi að ríkis-
stjómir, sem flokkurinn
hefur átt aðild að, hafa
ekki haft brottför vam-
arliðsins á stefnuskrá
sinni. Innan flokksins
virðist þeirri skoðun vera
að vaxa fylgi, að varaar-
málin þurfi hreinlega að
leggja til hliðar og sætta
sig við ríkjandi stefnu og
viðhorf. Samtök her-
stöðvaandstæðinga, sem
hópur vinstri róttækl-
inga hefur rekið, hafa
líka áttað sig á hinum
breyttu aðstæðum. Á
síðustu árum hafa þau
sett almenna friðarbar-
áttu og baráttu gegn
kjamorkuvopnum á odd-
inn. Innan samtakanna
hefur þó alltaf verið hóp-
ur fólks sem óánægður
hefur verið með þessa
„útþynningu" stefnumál-
anna. Akvörðunin um að
efna til Keflavíkurgöngu
á ný, eftir nokkurt hlé,
bendir til þess að þessi
hópur megi sín meir inn-
an samtakanna en áður.
Tímaskekkja
Keflavikurgangan er
hins vegar timaskekkja
eins og rakið var hér að
framan og áreiðanlega
umdeild meðal þeirra
sem telja sig „herstöðva-
andstæðinga." í fréttatil-
kynningu um gönguna,
sem birt var hér í Morg-
unblaðinu á sunnudag-
inn, em aðeins nefndir
tveir ræðumenn: Jóna
Þorsteinsdóttir frá Þórs-
höfn og Ingibjörg Har-
aldsdóttir rithöfundur.
Enginn kunnur stjóm-
málamaður eða „menn-
ingarviti" úr vinstri
flokkunum er nefndur.
Talað er um að leikarar
komi fram en engin nöfn
nefnd. Þetta bendir til
þess að það gangi erfið-
lega að fá menn til
þátttöku. Forystumenn í
vinstri flokkunum átta
sig líka á þvi að tíminn
er að þessu sinni óvenju
óheppilegur, þar sem
stjómarmyndun verður
væntanlega ekki lokið.
Líklegt er til dæmis að
foringjar Alþýðubanda-
lagsins treysti sér ekki i
Keflavíkurgönguna að
þessu sinni; þeir gætu þá
staðið frammi fyrir
óþægilegum spumingum
göngufélaga.
Gorbachev
ritskoðaður
Athyglisvert var að
lesa það hér í blaðinu á
fimmtudaginn, að fréttir
af Rúmeníuför Mikhails
Gorbachevs, leiðtoga
Sovétríkjanna, hafi verið
ritskoðaðar f Austur-
Þýskalandi, sem var
næsti viðkomustaður
hans á ferð um Austur-
Evrópu. Gorbachev hafði
í ræðu hvatt stjómvöld í
Rúmeníu til að fylgja for-
dæmi Sovétstjómarinnar
varðandi fijálsari miðlun
upplýsinga og efnahags-
legar umbætur. „Um
þetta fengu lesendur
Neues Deutschland, mál-
gagns austur-þýska
kommúnistaflokksins,
ekki að lesa en blaðið
lagði áherslu á tillögu
Sovétstjómarinnar varð-
andi fækkun kjamorku-
vopna," sagði í fréttinni.
„Dagblöð í Austur-
Þýskalandi hafa áður
bmgðið á það ráð að
sleppa köflum úr ræðum
Sovétleiðtogans, þar sem
hann minnist á „glasn-
ost-stefnuna“, en vitað
er að austur-þýskir kom-
múnistar hræðast afleið-
ingar hennar," sagði þar
ennfremur. Það hefðu
einhvem tímann þótt
tíðindi að valdhafar í
Kreml væm orðnir
fijálslyndari en leppar
þeirra í Austur-Evrópu.
En við skulum þó
minnast þess að „fijáls-
lyndi“ Gorbachevs em
mikil takmörk sett. Ekk-
ert lát er á ógnarhemaði
Sovétmanna í Afganistan
og Andrei Sakharov hélt
þvi fram í Moskvu á dög-
unum að svo virtist sem
stjómvöld þar væm fall-
in frá áformum sinum
um að láta fleiri pólitíska
fanga lausa.
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði afhentur leigutökum. Morgunblaðið/EinarFalur
Fiskmarkaðurinn hf
hefur starfsemi sína
Mun efla atvinnulíf Hafnarfjarðar, segir bæjarstjórinn
FYRSTI fiskmarkaðurinn á ís-
landi var í gær afhentur til
starfrækslu og mun væntanlega
hefja móttöku og uppboð á fiski
í næstu viku. Fiskmarkaðurinn
er í Hafnarfirði, byggður af bæj-
aryfirvöldum og leigður hlutafé-
laginu Fiskmarkaðurinn hf til 10
ára.
Markaðurinn var afhentur við
hátíðlega athöfn. Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra, ávarpaði
gesti og Hrafnkell Ásgeirsson,
formaður hafnarstjómar rakti sögu
og þróun málsins, en bygging húss-
ins, sem er 4.000 fermetrar hófst
fyrir um 6 mánuðum. Þá afhenti
GuðmundurÁmi Stefánsson, bæjar-
stjóri, Haraldi Jónssyni, formanni
stjómar Fiskamrkaðsins, lykla að
húsnæðinu. Kostnaður við upp-
byggingu húsnæðis og athafna-
svæðis er á sjötta tug milljóna og
aðstaðan leigð af bæjaryfírvöldum
til hlutafélagsins, sem skipað er um
90 aðiljum í fískverkun og útgerð á
suðvestur homi landsins. Guðmund-
ur Árni Stefánsson, bæjarstjóri,
sagði að trú manna væri sú, að físk-
markaðurinn myndi efla atvinnulíf
í Hafnarfirði enda yrðu menn varir
við sívaxandi áhuga fískseljenda og
kaupenda á markaðnum.