Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 12

Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Tvennd og tvenning Myndllst Bragi Ásgeirsson Þær eru iðnar við kolann, valkyij- umar í grafík-félaginu, atorkusam- ar við vinnu og sýningar jafnt hér á útskerinu sem úti í hinum stóra heimi. Alþjóðlegar grafík-sýningar eru fjölmargar ár hvert og ganga undir ýmsum nöfnum, en þó er oftast um að ræða tvíæringa sem kenndir eru við staðina eða borgimar, þar sem þeir eru settir upp. Tvíæringamir eða Biennalamir, sem er alþjóðlega heitið, hafa fengið yfir sig ákveðinn svip á síðustu árum og eru ákaflega keimlíkir, þannig að það er ekki út í hött að tala um alþjóðlegt tungu- mál listgreinarinnar. Listakonan Edda Jónsdóttir er einn þeirra grafík-listamanna, sem víða hafa sýnt og vel uppskorið í formi viðurkenninga og verðlauna, t.d. í Bradford í Englandi og Fred- rikstad í Noregi. Edda sýnir um þessar mundir 28 ný grafík-verk í Gallerí Borg við Austurstræti og eru þau gerð með mismunandi tækni, svo sem þurmál, ætingu, vatnslitaþrykki og ljósmyndaæt- ingu. Edda leitar þannig fanga á fjöl- þættu tæknisviði og leitast við að draga fram séreðli hverrar tækni fyrir sig í myndum sínum. Þetta er góðra gjalda vert og rétta stefn- an, hvað tæknina snertir, en hér má ekki gleyma sjálfu tjásviðinu, sem í þessu tilviki er nokkuð þröngt. En hér sver Edda sig einmitt í ætt við hina alþjóðlegu stefnu á sviðinu í dag, þar sem ofurkapp er lagt á sjálft lýtalaust tæknisviðið. Þannig að listgreinin er farin að líkjast meira köldum vísindum, en því að vera af holdi og blóði og með skyn- rænar kenndir og ólgandi tilfinn- ingalíf að baki. Svo langt gengur þetta hjá sumum að því er líkast sem lýtalaust prentverkið sé aðalat- riðið og skiptir þá myndefnið minnstu máli, en tæknigaldramir öllu. Tæknilega hliðin gleymdist ekki hjá meisturunum svo sem Martin Schongauer, Herkule Seghers, Rembrandt, Goya, Munch o.fl. en hún hélst bróðurlega í hendur við innihaldið og djúpa skynræna lifun. Myndir Eddu Jónsdóttur í Gallerí Borg bera vott um að hún er í jafnri og stöðugri framför á tækni- sviðinu og nálgast hér jafnt og þétt stöllur sínar svo sem Ragnheiði Jónsdóttur og Björgu Þorsteins- dóttur, sem á þessu afmarkaða sviði hafa náð lengst íslenzkra grafík- listamanna, að ógleymdri hinni þýskfæddu Sigrid Valtingojer. Það er innbyrðis samspil tveggja forma sem eru einkenni flestra myndanna á sýningum Eddu, enda kennir hún þær ýmist við tvennd eða tvenningu og höfðar þá til samskipta kynj- anna. Fæstir sjá þetta í fljótu bragði né þá erótísku munúð, sem í þeim sumum leynist í formi myndrænna átaka milli yang og yin. Auðsæ er tilfinning og væntum- þykja Eddu gagnvart miðlinum, sem hún hefur handa á milli hverju sinni, og hvað hnitmiðaða tækni- vinnslu og formræna uppbyggingu snertir er þessi sýning umtalsverður listasigur. Norrænn heimilisiðnaður Farandsýning norrænu heimilis- iðnaðarsamtakanna gistir þessa dagana sýningarsali Listasafns ASÍ við Grensásveg og stendur sýningin aðeins út þessa viku. Samtökin þinguðu í Kuopio í Finnlandi, í júlíbyijun sl. sumar, svo sem þau gera þriðja hvert ár og að venju var sett upp sýning í því tilefni. Á slíkum sýningum kynnir hvert land það markverðasta í heim- ilisiðnaði á hveijum tíma. Þessi sýning hafði þá sérstöðu að vera gerð að farandsýningu sem flakkað hefur um aðildarlöndin sex, og er nú loks komin til íslands og gistir Reykjavík 23.—31. maí en Akureyri 6-15. júní. Á þinginu í Kuopio var fjallað um vöruþróun i heimilisiðnaði, sem er meðferð vöru allt frá fyrstu hugmynd til fullmótaðra hluta og tók hvert land mið af þessu þema í undirbúningi öllum. T.d. kynnir Heimilisiðnaðarfélag íslands hrosshársvinnslu fyrr og nú. Hross- hár er mjög slitsterkt og var áður aðallega notað til almennra og nyt- samlegra hluta svo sem gjarðir og reipi en á seinni tímum í hvers kon- ar listhönnun, svo sem handofin teppi. Þá er einnig sýnd þróun íslenzkrar ullar í handpijóni og má þar m.a. sjá einn aldeilis fallegan eingimiskjól pijónaðan af Aðal- björgu Jónsdóttur. Danska heimilisiðnaðarfelagið (Dansk husflidsselskab) kynnir útsaum kennda við Hedebohérað sem hefur þróast í nútímalegan útsaum — hom og beinavinnu sem um aldir hefur verið stunduð á dönskum heimilum og voru þessi efni fyrrum notuð í áhöld og vopn. Þá sýna danir einnig muni unna úr mýraeik, en það er eik sem leg- ið hefur í mýri. Finnska heimilisiðnaðarfélagið (Kotiteollisuus Suomi) kynnir vefnað í formi nýtískulegra hluta notagildis til heimilisnotkunar, sem áhugafólk getur auðveldlega gert sjálft. Finnar hafa endurvakið gamlar þjóðlegar vinnuaðferðir í vefnaði og á sýningunni má líta þær í vinnuteikningum og sýnishomum hinna ýmsu vinnslustiga. Norska heimilisiðnaðarfélagið (Norges husflidslag), stefnir að því með framlagi sínu, að koma af stað umræðu um hefðbundnar vinnuað- ferðir og kynnir nýbreytni í úr- vinnslu þeirra. Skoðandinn kynnist flókagerð, hnífasmíði, útpijóni og tréskálagerð, í senn hefðbundnum hlutum sem nútímalegum. Hér eru mér minnisstæðastar afskaplega fallegar peysur, sem sameina í sér þjóðlegan arf og nútímalegan yndis- þokka. T.d. sameinar svart/hvíta peysan í sér dekoratívan ríkidóm á háu listrænu plani. Færeyska heimilisiðnaðarfélagið (Föroysk Heimavirki) kynnir kríluð og brugðin bönd svo og tólf- þáttabönd, sem eiga sér það sameiginlegt að vera búin til án áhalda. Notagildið er fjölbreytilegt en böndin eru öðm fremur notuð til skrauts og sem slitbönd. Sænska heimilisiðnaðarfélagið (Svenska Hemslöjdsföreningarnas Riks- förbud) leggur megináherslu á aukna samvinnu milli hönnuða og framleiðenda og reynir með því að endumýja og viðhalda gömlum hefðum í heimilisiðnaði. Á sýning- unni eru þijú dæmi um slika samvinnu — í pijóni, vefnaði og útsaumi í fatnaði...— svo sem sjá má af þessari fijálslegu upptalningu úr sýningarskrá, er margt að skoða og ýmislegt að hyggja að á þessari fallegu sýningu, sem á í senn erindi til áhugafólks um heimilisiðnað og listhönnun sem og framleiðenda. Máski einkum framleiðenda vegna þess að í fomum, sem nýrri heimilisiðnaði má margt finna til að byggja á fagra og listræna sölu- vöru. Og það er einmitt á þeim grunni, sem margt hið þekktasta í norrænum listiðnaði er byggt á, sem gert hefur hann heimsþekktan. í alla staði er þetta falleg og mikilsverð sýning, sem í látleysi sínu undirstrikar yfirburði hugar og handar yfir fjöldaframleiðslunni. Þorsteinn frá Hamri les upp ljóð sín áður en Nýi músikhópurinn lék. Musica Nova Tónllst Jón Ásgeirsson Það er dugandi fólk sem stend- ur að Musica Nova, því nú býður þessi félagsskapur upp á tónlistar- hátíð með áætlun um fimm tónleika, þar sem frumflutt verða níu tónverk, tvö eftir Karólínu Eiríksdottur, tvö eftir John Speight, þijú eftir Eyþór Þorláks- son og tvö djassverk, eitt eftir Szymon Kuran og síðast skal telja eftir Þorstein Magnússon. Á fyrstu tónleikunum voru ein- göngu flutt „gömul" tónverk, eins árs og eldri, eftir tónskáld sem nær öll hafa helgað sér öruggt sæti, sem tónskáld. Elsta verkið á tónleikunum var samið 1967 og er eftir Atla Heimi Sveinsson. Klif heitir það og er samið fyrir flautu, klarinett og selló. Það var skemmtilegt að heyra þetta „tvítuga" verk, sem þá var mikið nýnæmi en kalla mætti eins konar „nútíma klassík". Nýi músík- hópurinn, Arnþór Jónsson á selló, Kolbeinn Bjamason á flautu og Guðni Franzson á klarinett, lék verkið af nákvæmni og mjög frísklega. Annað verkið á efnisskránni var samið á síðasta ári en í raun var það ekki degi yngra en fyrsta verkið. Þetta verk ber nafnið Bagatella nr. 1, fyrir einleiksklar- inett, er eftir Átla Ingólfsson og lék Guðni Franzson það ágætlega. Þriðja verkið er eftir Karólínu Eiríksdóttur. Söngverk samið við sex ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Á undan flutningi laganna las Þorsteinn þessi ljóð sín. Laga- flokkurinn er nefndur eftir síðasta Ijóðinu, Sumir dagar, og saminn fyrir sópranröddj klarinett, flautu, selló og píanó. I viðbót við fyrr- nefndra tónlistarflytjendur komu Signý Sæmundsdóttir söngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Það er margt fallega hljómandi í þessum lögum, þó tónvefur þeirra sé oft lauslega og sparlega saman ofinn. Flutningur laganna var ekki ósannfærandi, en Signý Sæmundsdóttir er feikna mikið söngefni og verður spenn- andi að heyra hana takast á við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.