Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 13
KEX í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir allsérstæð uppákoma ættuð frá Noregi. Framkvæmdin er liður í skiptisýn- ingum ungra listamanna í þrem löndum, íslandi, Noregi og Svíþjóð, sem hafa það að meginmarkmiði að kynna það sem ungviðið er að fást við á hverjum stað fyrir sig. Sýning- akeðjan hefur hlotið nafnið „Kex“ og hefur þegar troðið upp á virtum stöðum sem eru Kulturhuset í Stokk- holmi og UKS í Osló. Eftir skoðun sýningarinnar dettur þeim er hér rit- ar helst í hug að hún sé af líkum meiði og hin stóra sýning í vöru- skemmu Eimskips við Sigtún fyrir tæpum tveim árum, sem nokkra at- hygli vakti og þá helst furðulega framkvæmd, þar sem sjálf sýningin var nánast aukaatriði. Það virðist vera svipað upp á teningnum með þessa sýningu, sem allt eins hefði getað fengið nafnið „Drasl". Á sýningunni ægir öllu saman, á skipulagslausan hátt og er það nokk- ur ábyrgðarhlutur, að kynna slíka framkvæmd, sem einkennandi fyrir það sem metnaðargjamt og fram- sækið ungt fólk sé að gera í þessum löndum. Allir veggir Nýlistasafnsins eru m.a. útkrotaðir og málaðir á mjög skipulagslausan hátt svo að jafnvel klósettgraffíti er á köflum hátíð í samanburði við þetta. Ég hef margt séð á sýningum um dagana en fátt jafn andlaust og kæruleysislegt í framkvæmd. Jafnvel þó að þetta væri meining- in, og listin í sjálfu sér, þá vantar allan brodd í framkvæmdina til að gera hana áhugaverða. Sjálfur á ég auðvelt með að skynja fegurðina f fátæklegum hlutum „moyens pauvr- es“ svo sem menn nefna þá á fagmáli og listastefnuna, sem tengist slíkum athöfnum. Hér er og hvergi finnan- legur yndisþokki tilviljana, svo sem iðulega fylgir slíkum athöfnum. En þetta er afskaplega gott dæmi um andleysi og tilfinningasljóleika ásamt skorti á listrænum metnaði. Ef til vill er það eina sem máli skiptir á bak við framkvæmdina, að unga fólkið fær tækifæri til að hitta hvert annað og sletta ærlega úr klaufunum og skiptast á skoðunum. Slíkt eitt hefur í sjálfu sér mikinn tilgang, en spursmálið er hvort allt þetta rusl þurfi að fylgja í kjölfarið. Á borði sá ég í litlum svörtum ramma setninguna „heimsóknir óæskilegar" á norsku. Þetta má allt eins telja Iqororð sýningarinnar og er full ástæða til að taka tillit til þess, því að eiginlega er framkvæmd- in öll ekkert annað en fornar og úreltar lummur í framsækinni list. stórbrotnari viðfangsefni þó vel mætti heyra í stöku tóntiltektum hjá Karólínu, að Signý á af nógu að taka og er músíkölsk og vel kunnandi. Næstelsta verkið á tónleikun- um var svo Smátríó fyrir flautu, selló og píanó eftir Leif Þórarins- son. Þarna eru tólf ár liðin og þetta ágæta verk heldur fersk- leika sínum, sem einnig má þakka ágætum flutningi. Það er engu líkara en að tíminn hafí staðið í stað, því það er aðeins blæmunur á þessum verkum og þeim sem nú er verið að semja og liggur sá munur aðallega í þynnri tónvefn- aði yngri mannanna. Síðasta verkið var Sex söngvar, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson. Áður en lögin voru flutt las Stefán ljóð- in og mætti vel hugsa sér þá venju viðhafða þegar um frumflutning söngverka er að ræða. Þrátt fyrir að tónvefnaðurinn hjá Hjálmari sé oft ekki ýkja flókinn tekst hon- um að ná fram sterkum tilfinn- ingasveiflum og leikrænum tilþrifum. Kristinn Sigmundsson bariton flutti þessi lög ásamt nýja músíkhópnum og var var flutning- urinn vel útfærður og Kristinn á köflum aldeildis ágætur. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar og vel undirbúnir af hálfu flytj- enda. T«er 'IAM OS HUOAdHAOTTAJ .ÍTTHAJHWTOHOM SI MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 13 DAI H ATSU CHARADE ÞRIÐJA KYWISLÓÐIIM BÍLASÝNING í DAG MILLIKL. 130G 18 Við sýnum allar gerðir af hinum glæsilega, nýja DAIHATSU CHARADE, sem er að slá öll okkarfyrri sölumet. Nýjarsendingareru á leiðinni. DAIHATSU CHARADE, frumherji smábíla- byltingarinnar, hefur nú þróast í rennilegan og glæsilegan bíl sem vart á sér hliðstæðu. Nýi DAIHATSU CHARADE opnar dyrnar að nýju tímabili framtíðaraksturs í þægindum °9 öryggi á grunni minni bíla hönnunar. Komið og sjáið til að sannfærast. Verd aðeins f rá kr. 329.700.- DAIHATSU CHARADE, fremstur í gæðum og endursölu. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, s. 685870 - 681733.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.