Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Fennika Fennika, sígóð. 24. júní 1984 skrifaði ég um þessa plöntu og nefndi sígóð, en það var það heiti sem henni hafði verið gefið. í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði fékk ég þær upplýsingar að þetta væri íslenska heitið á þessu grænmeti, sem þeir í Hveragerði höfðu hafíð ræktun á árinu áður. í Matjurtabók Garðyrkjufélags ís- lands frá 1971 var þetta nafn notað. Þar er ferxnika höfð innan sviga. í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs frá 1984 er þetta nefnt fennikka en sígóð höfð innan sviga. Hvort skrifa á þetta með einu eða tveimur k-um, skal ósagt látið. En ég held að engum detti í hug að kalla þetta sígóð, til þess er nafnið alltof furðulegt, en fennika er ágætt nafn og það er hægt að laga að íslenskri beygingu, enda hlýtur það nafn að verða ofan á. Fennika hefur sérstakt bragð, og minnir talsvert á anís. Hún vex villt við Miðjarðarhafið og jafnvel í klettasvæðum Suður-Englands og Wales. Grænmetið, eða peran sjálf, er að sjálfsögðu öll borðuð, en fjaðurmynduðu blöðin eru talsvert notuð sem kryddjurt. Grænmetið er ýmist borðað ferskt eða soðið og oft þurrkað. Þannig hentar það mjög til að krydda glóðarsteikt- mat eða mat steiktan á Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON an útigrilli, t.d. físk. Ef við setj- um það saman við viðarkolin, kemur skemmtilegt bragð af matnum, en þurrka þarf grænmetið áður, annars er of mikil væta í því. Einnig er mjög gott að setja það undir grindina í reykgrilli, t.d. þegar þið eruð í veiðiferð og hafíð nýveiddan silung eða lax, en eins og áður segir þarf að þurrka það áður, annars myndast of mikil gufa í reykgrillinu. Hægt er að þurrka það með því að fletta blöðunum sundur, setja á grind og hafa við velgju, jafn- vel getur verið gott að þræða spotta í gegnum það, og láta kippuna hanga uppi á vegg þar sem trekkur og hiti leikur um. En ýmislegt var áður gert við fenniku annað en borða hana. Hún var t.d. notuð við augnbólgu og til að draga eiturefni úr blóði, svo var hún gefín bijóstamæðrum til að auka mjólkina. Fennikubakstur með skinku og osti 4 fennikur, u.þ.b. 1 kg, 1 lítil sítróna, saltvatn, 400 g skinka, 40 g smjör eða jurtasmjörlíki, 40 g hveiti, Vzlítri mjólk, 2 eggjarauður, 2 eggjahvítur, 200 g rifinn maríbo- eða óðals- ostur, ‘Atsk. salt, Vstsk. pipar, Vstsk. múskat. 1. Þvoið fennikuna, takið fjaðrimar af henni og geymið. Skerið hana síðan í þunnar sneið- ar. Skerið sítrónuna í sneiðar. 2. Sjóðið fenniku- og sítrónu- sneiðamar í litlu saltvatni í 10 mínútur. 3. Bræðið smjörið í potti, hræ- rið út í það hveiti, þynnið með mjólkinni og búið til uppbakaðan jafning. Setjið salt, pipar og mú- skat út í jafninginn. Kælið hann örlítið. 4. Hrærið eggjarauðumar út í. 5. Þeytið hvítumar stífar, blandið síðan varlega út í. 6. Skerið skinkuna í litia bita. 7. Setjið fennikusneiðamar (fleygið sítrónusneiðunum) og skinkubitana í smurða eldfasta skál. 8. Blandið 3Ahlutum ostsins út í sósuna og hellið yfir. 9. Klippið fjaðrimar af fennik- unni smátt og setjið saman við það sem eftir er af ostinum. Strá- ið yfir. 10. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 30—40 mínútur. Minnkið hitann ef þetta brúnast of mikið að ofan. Glóðarsteiktur silung- ur með fenniku (notið útigrill) 4 silungar, u.þ.b. 300—400 g hver, 'Adl matarolía, safi úr 2 sítrónum, V2msk. salt, V2tsk. pipar, 2 stórar fennikur, u.þ.b. 350 g hvor, 30 g smjör, 1 sítróna í smjörið, nokkrar steinseljugreinar. 1. Slægið fiskinn, hreinsið blóðið úr honum. Klippið af honum ugga, takið tálknin úr hausnum. Skerið örlítið upp í fiskinn, þannig að lögurinn sem þið leggið hann í, snerti hann vel. Skafið roðið lauslega. 2. Setjið matarolíu, sítrónus- afa, salt og pipar í skál. Þeytið saman. Hellið þessu síðan inn í fiskinn eins vel og þið getið. Setj- ið löginn inn í allar rifur. Látið liggja þannig meðan þið hitið út- igrillið. 3. Skerið fennikuna í þykkar sneiðar. Sjóðið síðan í örlitlu salt- vatni í 10 mínútur. Þerrið þá vel með eldhúspappír. 4. Setjið smjör í pott. 5. Afhýðið sítrónuna með hníf og gætið þess að öll hvít húð fari af henni. Skerið síðan upp úr rif- unum með hníf. Setjið út í smjörið ásamt klipptri steinselju. Setjið fennikusneiðamar út í og sjóðið við hægan hita í 15—20 mínútur. 6. Þerrið fiskinn lauslega, steikið síðan á útigrillinu í 8—10 mínútur. 7. Setjið fiskinn á fat, hellið fennikumaukinu yfir og berið fram ásamt brauði. Fenniku/eplasalat (heitt) 2 stórar fennikur, u.þ.b. 700 g, 2 dökkgræn epli, IV2 dl kjúklingasoð eða gott físksoð (saltað), safi úr V2SÍtrónu, 5 svört piparkom, 1 msk. xjómaostur án bragð- efna, steinseljugrein. 1. Setjið kjúklinga- eða fisksoð í pott ásamt piparkornum. Látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. Setjið sítrónusafa út í. 2. Þvoið fennikuna, skerið hvora í 4 parta langsum. Setjið í eldfasta skál. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og skerið í báta. Setjið eplin með í skálina. 4. Hellið soðinu jrfír það sem er í skálinni. Setjið lok eða ál- pappír yfir skálina. 5. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofr. í 170°. Setjið skálina í ofninn og bakið þetta í 30—40 mínútur. 6. Takið skálina úr ofninum, hellið soðinu í pott. Hrærið ijóma- ost út í. 7. Klippið steinseljuna og setjið saman við. 8. Hellið sósunni yfir það sem er í skálinni. Athugið: Þetta er mjög gott meðlæti með fiski. Fenniku-hrásalat 4 fennikur, u.þ.b. 700—800 g, 2 hvítlauksgeirar, 1 stórt sterkgrænt epli, 1 stór appelsína, >/2dl matarolía, safi úr 1 sítrónu, 1 tsk. milt franskt sinnep, 125 g rækjur, nota má hvaða tegund af fiski sem er. 1. Þvoið fennikuna og skerið i þunnar sneiðar. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og skerið eplin síðan í litla bita. Afhýðið appelsín- una og skerið í litla bita. Setjið saman við fennikusneiðamar. 3. Setjið matarolíu, sítrónus- afa, franskt sinnep og marinn hvítlauksgeira í skál. Þeytið vel saman. Hellið síðan yfír græn- metið í skálinni. Blandið vel saman. Setjið plastfilmu yfir ská- lina og látið þetta standa í kæliskáp í 1—2 klst. 4. Setjið rækjur eða annan fisk í smábitum út í um leið og þetta er borið fram. Meðlæti: Snittubrauð eða ann- að brauð. Ef þið ætlið þennan rétt sem sjálfstæða máltíð, má setja meira af fiski út í. Köld fennikusúpa með jógúrt 3 dósir jógúrt án bragðefna, 1 stór fennika, u.þ.b. 300—350 g, 3 meðalstórir tómatar, salt milli fmgurgómanna, nýmalaður pipar, 2 egg, nokkrar rækjur. 1. Skerið fennikuna mjög smátt eða setjið í kvöm (mixara). 2. Setjið tómatana í sjóðandi vatn í 2 mínútur. Takið þá af þeim húðina. Mexjið síðan með gaffli eða setjið með fennikunni í kvömina. 3. Setjið jógúrt í skál, þeytið fennikuna og tómatana út í. 4. Setjið salt og nýmalaðan pipar út í. 5. Harðsjóðið eggin. Skerið síðan smátt og stráið yfir súpu- diskana. 6. Stráið nokkrum rækjum yfir hvem disk. Athugið: Þetta er mjög hress- andi súpa á heitum sumardegi og mjög hentug í sumarbústaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.