Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Finnland:
Stjómarsamstarfið
truflar samskipti
borgaraflokkanna
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
TVEIR stærstu borgaraflokkar í
Finnlandi, Hægri flokkurinn,
Kokoomus, og Miðflokkuirnn
hafa undanfarnar vikur deilt
vegna stjórnarmyndunar hægri
manna með jafnaðarmönnum.
Miðflokksmenn hafa gagnrýnt
Ilkka Suominen, iðnaðarráð-
herra og formann Hægri flokks-
ins, fyrir að hafa svikið
hugmyndina um borgaralega
meirihlutastjórn.
Suominen hélt á miðvikudaginn
harkalega ræðu þar sem hann
skammaði Miðflokkinn fyrir
ábyrgðarlausa stjómarandstöðu,
sem samkvæmt honum getur haft
í för með sér að flokkurinn kæmist
ekki í stjóm í bráð.
Dagblöð miðflokksmanna hafa
undanfarnar vikur ásakað Suomin-
en um að hafa svikið samkomulag
flokkanna um að mynda borgara-
lega stjóm eftir kosningasigur
borgaralegu flokkanna í mars. Telja
miðflokksmenn, að hægri menn
hafi nú tapað öllu valdi í hendur
jafnaðarmanna.
Suominen tók þátt í viðræðum
þar sem formenn borgaraflokkanna
könnuðu möguleika á stjómar-
myndun án þátttöku jafnaðar-
manna. Þegar Harri Holkeri,
seðlabankastjóra og fyrrum form-
anni hægri flokksins, var falið að
mynda samsteypustjóm hægri
manna og jafnaðarmanna var talið
að Suominen væri meðal þeirra fáu
hægri manna, sem vildu frekar
borgaralega stjóm en samstarf við
jafnaðarmenn.
Paavo Váyrynen, formaður og
forsetaefni Miðflokksins, tilkynnti
fyrir viku að hann ætlaði að draga
sig út úr daglegum stjómmálastörf-
um til þess að geta einbeitt sér að
forsetakosningunum. Váyrynen
lýsti yfir því að forsetaefni eigi
ekki að standa í því að framkvæma
þá hörðu stjómarandstöðustefnu,
sem Miðflokkurinn fylgir. Er Seppo
Kááriáinen flokksritari tekinn við
sem foringi stjómarandstöðunnar á
meðan forsetakosningabaráttan fer
fram. Fyrsta verkefni Kááriáinens
var að endurbæta samskipti flokks-
ins við Mauno Koivisto forseta. Um
leið og miðflokksblöðin hafa gagn-
rýnt stjómarsamsteypuna hafa þau
einnig gagnrýnt forsetann, en það
þykir ekki prúðmannlegt í finnskum
stjómmálum.
Danska sendiráðið íMexikó á valdi smábænda
Fjórir bændur settust að í danska sendiráðinu í
Mexikóborg á þriðjudag og neituðu að fara. Eru
þeir enn í sendiráðinu. Bændumir krefjast aukinna
réttinda til hendur sveitafólks og mexikanskra indí-
ána og hafa þeir hótað að kveikja í sér og sendiráð-
inu. A myndinni sést hvar þrír fíngur láta miða út
um bréfalúgu sendiráðsins með yfírlýsingu um að
bændumir séu Torben Frost, sendiherra Dana, sagði
að starfsfólk sitt væri ekki í hættu. Hann reynir nú
að leysa málið með friðsamlegum hætti. Reuter-
fréttastofan ræddi við Frost í síma og sagði hann
að starfslið væri ekki í gíslingu og menn gætu far-
ið út og inn um bakdyr að vild. Bændumir eru að
því er virðist óvopnaðir. Þeir kveðast vera félagar
Austur-mexikönsku lýðræðisfylgkingarinnar, sem
einnig er kennd við Emiliano Zapata. Hann var
byltingarhetja, sem barðist fyrir réttindum sveita-
fólks. Andstæðingar Zapata tóku hann af lífí í
mexikönsku byltingunni árið 1919.
Bresku þingkosningarnar:
Sott að Verkamanna-
flokknum í vamarmálum
London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ALLA þessa viku hafa vamar-
málin verið efst á baugi í kosn-
ingabaráttunni hér í Bretlandi.
Virðist þessi áhersla á vamar-
málin hafa komið sér illa fyrir
Verkamannaflokkinn, sem hefur
lagt ofurkapp. á áætlanir um
margvíslegar umbætur í innan-
landsmálum.
íhaldsflokkurinn og Bandalag
fíjálslyndra og jafnaðarmanna
þykjast hafa fundið veikan blett á
Verkamannaflokknum. Er hann
sakaður um ábyrgðarlausa og stór-
hættulega stefnu í vamarmálum.
Eru það einkum áform flokksins
um að gera Bretland kjamorku-
vopnalaust sem orðið hafa tilefni
óvæginnar gagnrýni. Hafa bæði
íhaldsmenn og bandalagsmenn sagt
að yrði stefnu Verkamannaflokks-
ins hrundið í framkvæmd væri
höggvið stórt skarð í vamir bresku
þjóðarinnar, sem standa mundi ber-
skjölduð gagnvart þrýstingi og
árásum óvinveittra ríkja, sem sjálf
byggju yfir kjamorkuvopnum.
Ekki fer á milli mála að forystu-
mönnum Verkamannaflokksins
þykir miður hversu mjög kosninga-
baráttan hefur tekið að snúast um
vamarmálin. Höfðu þeir haft í
hyggju að beina athygli kjósenda
að innanlandsmálum og margvís-
legum áætlunum Verkamanna-
flokksins um umbætur á ýmsum
sviðum þjóðlífsins — baráttu gegn
atvinnuleysi, úrbótum í félagsmál-
um og fleiru af því tagi. Áhersla á
slíka málaflokka virtist skila Verka-
mannaflokknum góðum árangri í
fyrstu viku kosningabaráttunnar og
flokkurinn vildi halda áfram á sömu
braut. Úrslit síðustu skoðanakann-
ana gefa til kynna að bilið sé aftur
tekið að breikka milli íhaldsflokks-
ins og Verkamannaflokksins eftir
að töluvert hafði dregið saman með
flokkunum tveimur í upphafí kosn-
ingabaráttunnar.
Gagnrýni á blöðin
Talsmenn Verkamannaflokksins
hafa sakað bresk dagblöð, sem flest
fylgja íhaldsfíokknum að málum,
um að rangfæra og mistúlka stefnu
flokksins í vamarmálum. Markmið-
ið sé að læða því inn hjá kjósendum
að Verkamannaflokkurinn sé alls
ófær um að taka á hendur stjóm
landsins vegna stefnu sinnar í ut-
anríkismálum. Hefur baráttan við
bresku dagblöðin raunar einkennt
kosningabaráttu Verkamanna-
flokksins fram að þessu. Forystu-
menn flokksins halda því fram að
reynsla fyrri ára hafi fært þeim
sanninn um að þorri blaða sé fjand-
samlegur Verkamannaflokknum
þegar á hólminn er komið í kosn-
ingabaráttu. Hefur flokkurinn því
lagt megináherslu á það nú að koma
boðskap sínum til skila í sjónvarpi.
Bresku sjónvarpsstöðvamar veija
meiri tíma í frásagnir af kosninga-
baráttunni og kynningar á stefnu
flokkanna en nokkm sinni fyrr.
Þessi aðferð virðist hafa skilað
Verkamannaflokknum nokkmm ár-
angri, en flokkurinn hefur fyrir
vikið sætt gagniýni fyrir að snið-
ganga blöðin.
Bandaríkin:
Alnæmi barst í líffæraþega
Atlanta, Reuter.
TVEIR menn, sem fengu
líffæri úr látnum manni, smit-
uðum af alnæmi, hafa nú báðir
mælzt með sjúkdóminn. Frá
þessu var sagt í skýrslu banda-
ríska sjúkdóma- og sóttvarna-
eftirlitsins.
í skýrslunni er tekið fram, að
þetta sé í fyrsta skipti, sem vitað
sé til, að alnæmi berist með líffær-
um, sem vom flutt úr dánum
manni. Áður hafði það komið einu
sinni fyrir, að lifandi nýmagjafí
smitaði þann sem nýrað fékk.
Alnæmissjúklingurinn, sem
líffærin vom tekin úr, hafði farizt
í bílslysi. Manninum var gefíð
heilbrigt blóð til að reyna að
bjarga lífí hans. Kona sú sem fékk
síðan nýra úr manninum og karl-
maður sem læknar græddu lifrina
í, hafa bæði mælzt jákvæð við
alnæmismælingar, eftir aðgerð-
ina. í fyrstu var ekki vitað, að
hinn látni var sýktur, en við ná-
kvæmari rannsókn á blóðsýnum,
kom það í ljós. Ættingjar hans
höfðu gefið samþykki fyrir því að
líffæri úr honum væm grædd í
aðra.
Þegar upplýstist að alnæmi-
sveiran fannst í blóði mannsins,
var umsvifalaust haft samband
við sjúkrahúsin, sem höfðu fengið
líffærin. En þá vom líffæraflutn-
ingamir um garð gengnir. Kona
sem fékk hjarta úr mmanninum
lifði ekki af aðgerðina.
Mikil áherzla er lögð á í skýrsl-
unni, að óyggjandi rannsókn fari
fram áður en líffæraflutningur er
framkvæmdur. Óhug hefur slegið
á menn vegna þessa máls. Ekki
hefur verið frá því skýrt á hvaða
stigi alnæmis líffæraþegamir
tveir mældust.
Neil Kinnock
Margaret Thatcher
Minnkandi vöruskipta-
halli í Bandaríkjunum
Washington, Reuter.
HELDUR dró úr vöruskiptahalla
Bandaríkjanna á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs, að því er fram
kemur í nýrri skýrslu bandaríska
viðskiptaráðuneytisins. Segir þar
að vöruskiptajöfnuður hafi verið
neikvæður um 38,3 milljarða
dollara á þessum tíma saman-
borið við 38,6 milljarða á sama
tíma í fyrra.
Vömskiptajöfnuður segir til um
hlutfall inn- og útflutnings og telja
menn að upplýsingar þessar kunni
að gefa til kynna að gífurlegur við-
skiptahalli Bandaríkjanna fari
minnkandi. Síðustu tvö ár hefur
gengi dollarans farið lækkandi og
hefur það orðið til þess að treysta
Whistler
samkeppnishæfni bandarísks iðn-
vamings. Þannig hefur gengi
dollarans gagnvart jeni og vestur-
þýsku marki fallið um 40 prósent
og hefur því verð á vamingi frá
þessum löndum farið hækkandi í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt skýrslu viðskipta-
ráðuneytisins jókst innflutningur
um eitt prósent á fyrsta fjórðungi
þessa árs samanborið við árið 1986.
Útflutningur jókst hins vegar um
tvö prósent. Lækkun á gengi dollar-
ans leiðir til þess að innflutningu
dregst saman en útflutningur eykst
og glæðir þessi staðreynd vonir
manna um að viðskiptahallinn fari
minnkandi.
málverk
á 80 milljómr
New York, Reuter.
LANDSLAGSMÁLVERK eftir Ja-
mes McNeill Whistler var selt á
uppboði í New York um helgina
fyrir rösklega tvær milljónir doll-
ara, jafnvirði um 80 milljóna
íslenzkra króna. Þetta er hæsta
verð, sem greitt hefur verið fyrir
Whistler-málverk. Áður hafði
hæsta verð fyrir verk eftir hann
verið selt á um þijú hundruð þús-
und krónur.
Málverkið er frá árinu 1871 og
er útsýni yfír Thames-fljót frá Batt-
ersea. Það hefur verið nefnt „Variati-
ons in Violet and Green.“Kaupandi
var bandariskur listaverkasafnari.
Nafns hans var ekki getið. Frægasta
verk Thistlers er „Arrangement in
Grey and Black,“ og er af móður
listamannsins.
Á þessu sama uppboði var mynd
af James Wright, máluð af Thomas
Eakins 1890. Hún seldist á ögn lægri
uppbæð en mynd Whistlers.