Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágústlngi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Annarri lotu
lauk án árangurs
Annarri lotu í hinum form-
legu stjórnarmyndunarvið-
ræðum er lokið. Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, skýrði Vigdísi Finn-
bogadóttur, forseta Islands, frá
því í gærmorgun, að hann teldi
frekari tilraunir af sinni hálfu til
að mynda meirihlutastjórn til-
gangslausar eins og málum er
nú háttað. Nú eru tvær vikur
síðan Þorsteinn Pálsson tók að
sér að hafa forystu í hinum form-
legu viðræðum flokkanna. Eftir
að hafa notað fyrri vikuna til að
ræða við forystumenn allra
flokka ákvað hann að bjóða full-
trúum Kvennalista og Alþýðu-
flokks bréflega til viðræðna um
myndun þriggja flokka stjórnar.
Á miðvikudagskvöld kom í ljós,
að þær myndu ekki bera árang-
ur. Eftir að hafa kannað viðhorf
Steingríms Hermannssonar, for-
manns Framsóknarflokksins, og
í samráði við þingflokk sjálfstæð-
ismanna ákvað Þorsteinn Páls-
son að láta af frekari tilraunum.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hefur lagt höfuðkapp á að
þoka viðræðunum í þá átt, að
ágreiningsefni á milli flokka
lægju skýr fyrir. Þegar sjálf-
stæðismenn, kvennalistakonur
og alþýðuflokksmenn skildu, lá
annars vegar fyrir, að allir voru
sammála um að bæta hag hinna
lægst launuðu, og hins vegar að
deilt var um leiðir að markmið-
inu. Kvennalistakonur vilja, að
gripið sé til lagasetningar í því
skyni að bæta hag hinna lægst
launuðu. Sjálfstæðismenn vilja,
að laun séu ákveðin í frjálsum
kjarasamningum en ríkið taki
ákveðna forystu í því efni að
bæta hag þeirra verst settu á
þeim vettvangi. Nokkuð kvað við
annan tón hjá talsmönnum Al-
þýðuflokksins; þeir sögðu, að
slitnað hefði upp úr viðræðunum
vegna þess að ekki tókst „sam-
komulag um fyrstu aðgerðir“,
eins og það var orðað.
Þegar fráfarandi ríkisstjórn
hóf störf í maí 1983 og greip til
þess ráðs til að vinna bug á 130%
verðbólgu að setja lög um kjara-
samninga, var því harðlega
mótmælt innan þings og utan.
Jafnt launþegar sem vinnuveit-
endur hafa hvað eftir annað lýst
andstöðu sinni við lögbindingu
launa. Fijáls samningsréttur um
kaup og kjör hefur verið talinn
meðal homsteina þess stjóm-
skipulags, sem hér ríkir. Að
sjálfsögðu getur nauðsyn brotið
lög í þeim efnum eins og öðrum.
Það er samdóma álit þeirra
manna, sem þekkja best til hinna
flóknu innviða í launakerfum
landsmanna, að grípi löggjafinn
inn í það starf, sem nú er unnið
til að veija nýlega breytingu á
launahlutföllum hinum lægst
launuðu í hag, gæti þessu starfi
beinlínis verið stefnt í hættu.
Ágreiningurinn um það, hvort
bæta eigi hag hinna lægst laun-
uðu með því að beita löggjafar-
valdinu eða semja um það í
frjálsum samningum, snýst um
leiðir en ekki markmið. I frásögn-
um af hugmyndum Kvennalist-
ans kemur hvorki fram hve mikla
hækkun konurnar vilja lögfesta
né til hverra hún á að ná.
Kvennalistinn hefur verið dulur
um stefnu sína frá kjördegi. Þor-
steini Pálssyni tókst að fá
kvennalistakonur til að sýna
nokkur af þeim spilum, sem þær
hafa á hendinni. Málgagn Al-
þýðuflokksins sagði í forystu-
grein á fimmtudaginn, að kröfur
Kvennalistans hafi verið „óhagg-
anlegri en við hafði verið búist“.
í sömu forystugrein Alþýðu-
blaðsins andar ekki beinlínis
hlýju til Sjálfstæðisflokksins. Þar
er rætt um „duglitla afstöðu"
Sjálfstæðisflokksins til ríkisfjár-
mála; „viðkvæma stöðu“ Þor-
steins Pálssonar sem „verk-
stjóra“ í viðræðunum og
„áhugaleysi þingflokks" sjálf-
stæðismanna. Þá segir Alþýðu-
blaðið að „lítill vilji“ virðist hjá
Sjálfstæðisflokknum til að takast
á við „brýnan vanda“ í efnahags-
málum og telur flokkinn sýna
„viljalausa pólitík". Á forsíðu
Álþýðublaðsins er skýrt frá því,
að „þvergirðing Sjálfstæðis-
flokksins" setji strik í reikning
stjórnarmyndunarviðræðna. Ef
þessi málflutningur Alþýðublaðs-
ins er endurómur af sjónarmiðum
forystumanna Alþýðuflokksins
og viðhorfum þeirra í garð Sjálf-
stæðisflokksins, þarf engum að
koma á óvart, að stirt sé á milli
flokkanna í viðræðum um stjóm-
arsamstarf.
Önnur lota í tilraununum til
að mynda nýja stjórn bar ekki
þann árangur, sem að var stefnt.
Á hinn bóginn er nú ljósara en
áður, hvaða kostir eru vænlegir.
Þeir sem vilja lögfestingarleið í
launamálum snúa sér væntan-
lega til Kvennalistans. Þeir sem
við Kvennalistann ræða verða
einnig að vera undir það búnir
að ræða um breytingar á stefn-
unni í vamar- og öryggismálum.
Óþolinmæði og áreitni í garð við-
mælenda einkennir málflutning
Alþýðuflokksins og engu er
líkara en talsmenn hans séu enn
í kosningaskapi. Sjálfstæðis-
menn stíga varlega hvert skref
og vilja ekki taka þátt í viðræð-
um, þar sem krafist er fráhvarfs
frá grundvallarstefnu þeirra.
Svar við gagnrý
Nixons og Kissii
eftir George P. Shultz
ÞEIR Richard Nixon, fyrrum
Bandaríkjaforseti, og Henry Kiss-
inger, fyrrum utanríkisráðherra,
hafa gagnrýnt þau drög að af-
vopnunarsáttmála sem sendimenn
stórveldanna hafa lagt fram í
Genf. í grein sem birtist i The Los
Angeles Times leggja þeir til að
afvopnunarsamkomulag taki til
allra meðaldrægra flauga og verði
þvi ekki einskorðað við Evrópu.
Varnarmálaráðherrar Atlants-
hafsbandalagsins settu fram sömu
kröfu að afloknum fundi þeirra i
Stavanger á dögunum. Auk þessa
teija þeir Nixon og Kissinger að
samkomulag um upprætingu með-
aldrægra og skammdrægra kjarn-
orkuflauga verði einnig að taka
til fækkunar i hinum hefðbundna
herafla Sovétmanna. Grein þessa
ritaði George P. Shultz, utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, fyrir
vikuritið Time og er hún svar við
gagnrýni þeirra Kissingers og Nix-
ons.
Svo virðist sem stórveldin séu
nærri því að komast að samkomulagi
um upprætingu meðaldrægra kjarn-
orkuflauga í Evrópu. Enn er ekki
tryggt að samkomulag verði undirrit-
að - samningamenn okkar eiga enn
mikið starf fyrir höndum. En ef
samningar nást verður það í fyrsta
skipti í 25 ára sögu afvopnunarvið-
ræðna sem samkomulag er gert um
verulega fækkun árásarvopna og eft-
irlit með því að ákvæði þess verði
virt. Nú heyrast þær raddir að vafa-
Richard Nixon, fyrrum Banda-
ríkjaforseti.
samt sé hvort slíkt samkomulag þjóni
öryggishagsmunum okkar. Mat
stjórnarinnar er að svo sé.
*
Ognin að austan
Um miðjan áttunda áratuginn
hófu Sovétmenn að setja upp SS-20
kjarnorkueldflaugar. Flaugar þess-
ar, sem búnar eru þremur kjarna-
oddum, eru mjög nákvæmar og
nefna má að þær ná til Lundúna á
aðeins 12 mínútum. Tíu árum áður
höfðu Bandaríkjamenn fjarlægt all-
ar meðaldrægar kjarnorkuflaugar
sínar í Evrópu. Árið 1979 urðum
við og bandamenn okkar innan
Atlantshafsbandalagsins í Evrópu
sammála um að takmark okkar
væri það að fá Sovétmenn til að
fjarlægja SS-20 flaugamar. Tækist
það ekki myndum við á hinn bóginn
koma okkur upp vopnum til mót-
Henry Kissinger, fyrrum ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna.
vægis við sovésku flaugarnar.
Árið 1981 þegar Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti kynnti fyrst
„núll-lausina“ svonefndu um upp-
rætinu meðaldrægra kjarnorku-
flauga í Evrópu, höfðum við enn
ekki hafið uppsetningu flauganna.
Sovétmenn vildu ekki setjast að
samningaborðinu. Árið 1983 kynnt-
um við málamiðlunartillögu.
Samkvæmt henni var gert ráð fyrir
að stórveldin réðu yfir sama fjölda
kjarnorkuvopna um heim allan.
Eina skilyrðið var að fjöldi þeirra
yrði innan þeirra marka sem Atl-
antshafsbandalagsríkin höfðu
ákveðið að koma sér upp þ.e.a.s.
innan við 572 kjamaoddar. Enn
vildu Sovétmenn ekki semja. í októ-
ber á síðasta ári höfðum við lokið
við að setja upp allnokkurn hluta
Evrópuflauganna.
Afvopnunarviðræður rísaveldanna:
Söguleg stefnubreyt-
ing Bandar í kj aslj ór nar
eftir Henry Brandon
Viðræður samninganefnda stórveldanna i Genf um hugsanlega uppr-
ætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkuflauga í Evrópu, hafa fyllt
stjórnir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins skelfingu. En eftir að
hafa kynnt mér viðhorf bandarískra þingmanna og embættismanna
stjómar Reagans Bandaríkjaforseta er ég þess fullviss að stjórnir aðild-
arríkjanna eigi ekki annars úrskosti en að faliast á slíkt samkomulag,
náist það á annað borð. NATO-ríkin munu aukinheldur ekki geta vísað
á bug tilboði Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga um að fjarlæga skamm-
drægar eldflaugar í Evrópu eftir að samið hefur verið um upprætingu
hinna meðaldrægu. Stjómir þeirra geta í besta falli gert sér vonir um
að stórveldin fallist á málamiðlun og samið verði um að bæði ríkin
megi halda takmörkuðum fjölda skammdrægra vígvallarvopna.
Evrópuríkin standa ekki einungis
frammi fyrir óvæntum afvopnunartil-
lögum Gorbachevs og vilja hans til
að ná slíku samkomulagi heldur einn-
ig sögulegri umbyltingu á stefnu
Bandaríkjastjómar varðandi kjam-
orkuvigbúnað. Það er kaldhæðnisleg
staðreynd að þessi furðulega atburða-
rás er til komin vegna tillögu
Bandaríkjastjómar frá árinu 1981
um upprætingu meðaldrægra kjam-
orkuflauga. Tillaga þessi hefur verið
nefnd „núlllausnin". Hún átti uppr-
una sinn í vamarmálaráðuneytinu og
síðar lýstu embættismenn í utanríkis-
ráðuneytinu yfir stuðningi við hana.
Tilgangurinn var sá að hafa áhrif á
almenningsálitið með því að boða
kjarnorkuvopnalausa Evrópu. Banda-
rísku embættismennimir vom nefni-
lega sannfærðir um að Sovétstjómin
myndi aldrei fallast á svo afgerandi
tiliögu.
Á Reykjavíkurfundi leiðtoganna
tóku málin hins vegar heldur óvænta
stefnu. Gorbachev sneri vöm í sókn
og þröngvaði Reagan forseta til við-
ræðna um þessar vafasömu tillögur,
sem Bandaríkjamenn höfðu sjálfir
lagt fram. í hjarta sínu er Ronald
Reagan sammála Caspar Weinberger
vamarmálaráðherra, sem telur af-
vopnunarmál hættulegan málaflokk
sökum þess að þar með yrðu yfirburð-
ir Sovétmanna á sviði hefðbundins
vígbúnaðar tryggðir. Weinberger tel-
ur einnig að siíkt samkomulag myndi
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fæl-
ingarkenninguna, sem er einn
homsteinn vamaráætlana Atlants-
hafsbandalagsins, auk þess sem
honum myndi reynast erfiðara en ella
að fá þingmenn til að samþykkja
útgjöld til varnarmála. En skynsemin
segir Reagan forseta að George
Shultz utanríkisráðherra hafi einnig
sitthvað til sins máls. Shultz er
hlynntur því að samið verði við Sov-
étríkin og hann virðist nánast
hugfanginn af þeirri framtíðarsýn að
unnt verði að skapa heim án kjam-
orkuvopna. Það sama má raunar
segja um Reagan forseta. Auk þessa
hefur Gorbachev hagað málum þann-
ig að það er nánast ógerlegt fyrir
Reagan að hafna nýjustu tillögum
hans, svo framarlega sem hugur fylg-
ir máli og Sovétstjómin er í raun
reiðubúin til að fallast á víðtækar
kröfur Baridaríkjamanna um eftirlit.
Afstaða NATO-ríkja
Eftir Moskvuför sína fyrir
skömmu hélt Shultz utanríkisráð-
herra til Bmssel þar sem hann
skýrði fulltrúum aðildarríkja Atl-
antshafsbandalagsins frá viðræðum
sínum við sovéska ráðamenn. Þrátt
fyrir að Shultz notaði hefðbundið
orðalag stjórnmálamanna gaf hann
í skyn að Bandaríkjastjóm ætlaðist
til þess að stjómir NATO-ríkjanna
féllust á helstu þætti afvopnunar-
sáttmála. Þar sem Reagan forseti
vill knýja fram samkomulag og
andstæðingar hans í Demókrata-
flokknum, sem hafa meirihluta í
báðum deildum Bandaríkjaþings,
hafa lýst viðræðunum sem „sögu-
legu tækifæri" virðist teningnum
vera kastað. Fjölmargir hægri sinn-
aðir þingmenn og afvopnunarsér-
fræðingar svo sem Robert
Mcnamara og McGeorge Bundy
telja að Evrópuríkin hafi ekki lagt
sitt af rnörkum til eigin vama. Þess
vegna eru þeir því fyígjandi að sam-
ið verði við Sovétstjómina. Henry
Kissinger og Brent Scowcroft, ör-
yggisráðgjafi Fords fyrrum forseta,
hafa hins vegar lagst gegn sam-
komulagi og telja óráðlegt að breyta
hinni hefðbundnu stefnu stjórnar-