Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 30.05.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 HVAD ERAD GERAST UM FERÐALÖG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi veröur laugardaginn 30 maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: sam- vera, súrefni, hreyfing. Góður félagsskapur. Nýlagað molakaffi. Ferðaféiag íslands: Gönguferð um Blikadal Sunnudaginn 31. maí verður hinn árlegi göngudagur Ferðafélagsins. Gönguleiðin í ár er stutt hringferð neðst í Blikadalnum. Þarna ergreið- fært gönguland, hallalítið og því Hallæristenór verður sýndur i sísasta sinn i kvöld. Þjóðleikhúsið: Hallæristenór - sfðasta sýning í KVÖLD, laugardagskvöld, verður síðasta sýningin á bandaríska gamanleiknum Haltæristenór. Örn Arnason og Aðasteinn Bergdal fara á kostum í hlutverkum tenórsöngvar- anna, og syngja eins og engiar í þessu sprenghlægilega og óvenjulega óperugrfni. Með önnur stór hlutverk fara Erlingur Gíslason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Lilja Þórirsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Árni Tryggvason. auövelt öllum að komast leiðar sinnar. Blikadalurinn gengur inn í Esju vestanverða og sést inn í mynni hans þegar ekið er eftir þjóðvegin- um, en sjón er sögu ríkari og það kemur ókunnugum á óvart hve landslag er fjölbreytt á þessari gönguleið. Til baka er gengiö með- fram gljúfri Blikadalsár, sem heitir Ártúnsá þegar dalnum sleppir. Sunnan Ártúnsár er bílastæði og þar hefst gangan. Brottför er frá Umferðarmiðstööinni, austanmeg- in, kl. 13. Fólk á egin bílum er velkomið ígönguna. Útivistardagur aldraðra: „Ratleikur11 Sunnudaginn 31. maíkl. 13.30 efnir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra til útivistar í trjágarðinum í Laugardal. Farið verður í „ratleik" - skemmtilegan leik sem allir geta tekið þátt í. Stjórnandi er Anton Bjarnason, íþróttakennari. Klæðist hlýjum fötum og verið i þægilegum skóm. Takið lesgleraugun með. At- hugið að ekið er frá Suðurlands- braut niður Holtaveg að Múlaveg. Allirvelkomnir. Kramhúsið: Ódysseifur myndskreyttur UNDANFARIN sumur hefur dans— og leiksmiðjan Kramhúsið fengið til sín fjölda erlendra gestakennara til námskeiða- halds, en aldrei hefur fjölbreytn- in verið meiri en nú. Á næstu tveimur mánuðum veitist dönsur- um, leikurum, kennurum og öðru áhugafólki tækifæri til að kynn- ast nýjum straumum og stefnum, jafnt frá Bandaríkjunum, sem Evrópu. Það fyrsta sem Kramhúsið býður upp á er námskeið Maria Lexa í látbragði og spuna, dagana 1—7. júm'. Maria Lexa er bandarískur látbragðsleikari, leikstjóri og kenn- ari, búsett í Árósum í Danmörku, Jakobina Guðmundsdóttir, til vinstri, afhendir Hildi Sigurðardóttur lykil að skrifstofu Heimilisiðnaðarfélags íslands á Laufásvegi 2 í Reykjavík. ------------- 650 manns í Heimil- isiðnaðarfélaginu AÐALFUNDUR Heimilisiðnað- arfélags íslands var haldinn 9. apríl 1987 í Domus Medica, Reykjavík. Jakobína Guðmunds- dóttir, formaður, lét af störfum eftir 6 ár og var Hildur Sigurðar- dóttirkosinn formaður. Félagar eru um 650. Helztu atriði í starf- semi Heimilisiðnaðarfélags Islands eru: 1. íslenzkur heimilisiðnaður, verzl- un félagsins er í Hafnarstræti Leiðrétting í Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. mai sl. þar sem skrifað var um Leikfangasmiðjuna á Þing- eyri kom fram að Rauði kross íslands hefði tekið leikföng smiðjunnar í umboðssölu. Þetta er ekki alls kostar rétt þar sem það er Rauða kross-húsið sem hefur tekið leikföngin í umboðs- sölu. Rauða kross-húsið er hjálparstöð fyrir börn og ungl- inga sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. 3, Reykjavfk. Þar er á boðstólum úrval af ullarvörum, heimilis- og listiðnaði og eykst framboð og fjölbreytni með ári hveiju. Má nefna að nú eftir 6 ára hlé hafa hjónin Katrín og Stefán hannað og framleitt sérstaklega fyrir verzlunina batik-kjóla og blússur úr silki og bómull. Þjóðbúninga- deildin býður upp á efni og allt tillegg í íslenzka kvenbúninga. Félagar í Heimilisiðnaðarfélagi íslands fá 10% afslátt í verzlun- inni. Gerður Hjörleifsdóttir, verzlunarstjóri Islensks heimili- siðnaðar, átti nýlega 20 ára starfsafmæli og þakkaði Jakob- ína Guðmundsdóttir, formaður, henni vel unnin störf í þágu fé- lagsins og gat þess að verzlunin hefði eflst og aukizt og ánægju- legt hvað vöruþróun væri mikil. Einnig væri verzlunin oft með kynningar og listsýningar. Síðastliðið haust átti verzlunin 35 ára afmæli og var þá kynning á vefstólum. Gar-nkynning var í janúar. 2. Hugur og hönd, ársrit Heimilis- iðnaðarfélags íslands 1986, kom út í desember sl. Þar eru birtar uppskriftir og ýmis fróðleikur. Blaðið er selt til áskrifenda og í lausasölu í ÍH og nokkrum bókabúðum. Einnig fá félagar blaðið og er það innifalið í fé- lagsgjaldi. Upplag blaðsins er 3500 eintök. Afgreiðsla er á Laufásvegi 2. 3. Heimilisiðnaðarskólinn er á Laufásvegi 2, Reylqavík. í skól- anum eru haldin ýmis námskeið í handmenntagreinum og sér- stök námskeið fyrir leiðbeinend- ur aldraðra. 4. Norrænt samstarf. Norrænt heimilisiðnaðarþing var haldið í Kuopio í Finnlandi 1.-3. júlí 1986. Norræn farandsýning á heimilisiðnaði hefur verið á Norðurlöndunum eftir þingið og stendur til 31. maí í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, Reykjavík. Stjóm Heimilisiðnaðarfélags ís- lands eftir aðalfund: Formaður Hildur Sigurðardóttir, varafor- maður Brynja Runólfsdóttir, gjaldkeri Sigrún Axelsdóttir, rit- ari Guðbjörg Hannesdóttir, meðstjómendur: Ingibjörg Sig- urðardóttir, Matthías Andrésson og Sigríður Haraldsdóttir, vara- stjóm: Elín Helgadóttir, Margrét Kjæmested og Bjöm Loftsson. þar sem hún rekur Drekaleikhúsið. Hún hefur tvívegis komið til ís- lands. Sumarið 1983 var hún með látbragðssýningu í Félagsstofnun stúdenta og árið eftir hélt hún tvö námskeið í Kramhúsinu. Vinnuað- ferð Mariu Lexa er ef til vill best lýst með því að segja að hún vinni látbragð og spuna með rödd, öndun og hreyfíngar yfír í svokallaða „comedia dellarte." Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað leikumm, þótt aðrir séu velkomnir. Auk námskeiðahalds mun María Lexa sýna nýtt verk sem hún nefn- ir „Ódysseifur myndskreyttur." Sýningamar verða laugardaginn 30. maí og sunnudaginn 31. maí. í verkinu túlkar Lexa bæði Ódysseif, Penelópu og 23 persónur að auki. Verkið segir frá för kappans Ódys- seifs frá Tróju til íþöku, eins og við þekkjum úr söguljóði Hómers. Maria leikur öll hlutverkin í sýning- unni sem tekur einn og hálfan tíma og beitir ýmsum brögðum, notar brúður, grímur látbragð, rödd og tjöld. Ódysseifskviða er sígild og Maria Lexa notfærir sér þá almennu höfð- un og útleggingu á skáldskapnum, sýnir baráttu hjónanna Ódysseifs og Penelópu við umhverfið, gjöm- inga og galdra, auk annarra vél- bragða náttúru og manna. Að sögn Guðnýjar Helgadóttur hjá Kram- húsinu hefur sýning Lexa, „Ódys- seifur myndskreyttur,“ farið sigurför um Evrópu í heilt ár og hlotið frábærar viðtökur jafnt gagn- rýnenda sem áhorfenda María Lexa í „Ódysseifur myndskreyttur“ Aðalfundur Þjóð- fræðafélagsins - ogdagsferð að Skógum AÐALFUNDUR Þjóðfræðafé- lagsins verður haldinn í dag, laugardaginn 30. maí, í stofu 201 í Odda kl. 17.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Frosti Jóhannsson erindi um nýjan bókaflokk: „íslensk þjóð- menning — markmið og uppbygg- ing“. Þjóðfræðafélagið ráðgerir dags- ferð að Skógum undir Eyjaijöllum laugardaginn 13. júní nk., þar sem Þórður Tómasson tekur á móti ferðalöngum og sýnir þeim byggða- safnið. Þá mun haldið austur í Mýrdal undir leiðsögn Einars H. Einarssonar á Skammadalshóli. Brottför verður frá Þjóðminjasafn- inu kl. 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.