Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 HVAD ERAD GERAST UM FERÐALÖG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi veröur laugardaginn 30 maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: sam- vera, súrefni, hreyfing. Góður félagsskapur. Nýlagað molakaffi. Ferðaféiag íslands: Gönguferð um Blikadal Sunnudaginn 31. maí verður hinn árlegi göngudagur Ferðafélagsins. Gönguleiðin í ár er stutt hringferð neðst í Blikadalnum. Þarna ergreið- fært gönguland, hallalítið og því Hallæristenór verður sýndur i sísasta sinn i kvöld. Þjóðleikhúsið: Hallæristenór - sfðasta sýning í KVÖLD, laugardagskvöld, verður síðasta sýningin á bandaríska gamanleiknum Haltæristenór. Örn Arnason og Aðasteinn Bergdal fara á kostum í hlutverkum tenórsöngvar- anna, og syngja eins og engiar í þessu sprenghlægilega og óvenjulega óperugrfni. Með önnur stór hlutverk fara Erlingur Gíslason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Lilja Þórirsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Árni Tryggvason. auövelt öllum að komast leiðar sinnar. Blikadalurinn gengur inn í Esju vestanverða og sést inn í mynni hans þegar ekið er eftir þjóðvegin- um, en sjón er sögu ríkari og það kemur ókunnugum á óvart hve landslag er fjölbreytt á þessari gönguleið. Til baka er gengiö með- fram gljúfri Blikadalsár, sem heitir Ártúnsá þegar dalnum sleppir. Sunnan Ártúnsár er bílastæði og þar hefst gangan. Brottför er frá Umferðarmiðstööinni, austanmeg- in, kl. 13. Fólk á egin bílum er velkomið ígönguna. Útivistardagur aldraðra: „Ratleikur11 Sunnudaginn 31. maíkl. 13.30 efnir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra til útivistar í trjágarðinum í Laugardal. Farið verður í „ratleik" - skemmtilegan leik sem allir geta tekið þátt í. Stjórnandi er Anton Bjarnason, íþróttakennari. Klæðist hlýjum fötum og verið i þægilegum skóm. Takið lesgleraugun með. At- hugið að ekið er frá Suðurlands- braut niður Holtaveg að Múlaveg. Allirvelkomnir. Kramhúsið: Ódysseifur myndskreyttur UNDANFARIN sumur hefur dans— og leiksmiðjan Kramhúsið fengið til sín fjölda erlendra gestakennara til námskeiða- halds, en aldrei hefur fjölbreytn- in verið meiri en nú. Á næstu tveimur mánuðum veitist dönsur- um, leikurum, kennurum og öðru áhugafólki tækifæri til að kynn- ast nýjum straumum og stefnum, jafnt frá Bandaríkjunum, sem Evrópu. Það fyrsta sem Kramhúsið býður upp á er námskeið Maria Lexa í látbragði og spuna, dagana 1—7. júm'. Maria Lexa er bandarískur látbragðsleikari, leikstjóri og kenn- ari, búsett í Árósum í Danmörku, Jakobina Guðmundsdóttir, til vinstri, afhendir Hildi Sigurðardóttur lykil að skrifstofu Heimilisiðnaðarfélags íslands á Laufásvegi 2 í Reykjavík. ------------- 650 manns í Heimil- isiðnaðarfélaginu AÐALFUNDUR Heimilisiðnað- arfélags íslands var haldinn 9. apríl 1987 í Domus Medica, Reykjavík. Jakobína Guðmunds- dóttir, formaður, lét af störfum eftir 6 ár og var Hildur Sigurðar- dóttirkosinn formaður. Félagar eru um 650. Helztu atriði í starf- semi Heimilisiðnaðarfélags Islands eru: 1. íslenzkur heimilisiðnaður, verzl- un félagsins er í Hafnarstræti Leiðrétting í Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. mai sl. þar sem skrifað var um Leikfangasmiðjuna á Þing- eyri kom fram að Rauði kross íslands hefði tekið leikföng smiðjunnar í umboðssölu. Þetta er ekki alls kostar rétt þar sem það er Rauða kross-húsið sem hefur tekið leikföngin í umboðs- sölu. Rauða kross-húsið er hjálparstöð fyrir börn og ungl- inga sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. 3, Reykjavfk. Þar er á boðstólum úrval af ullarvörum, heimilis- og listiðnaði og eykst framboð og fjölbreytni með ári hveiju. Má nefna að nú eftir 6 ára hlé hafa hjónin Katrín og Stefán hannað og framleitt sérstaklega fyrir verzlunina batik-kjóla og blússur úr silki og bómull. Þjóðbúninga- deildin býður upp á efni og allt tillegg í íslenzka kvenbúninga. Félagar í Heimilisiðnaðarfélagi íslands fá 10% afslátt í verzlun- inni. Gerður Hjörleifsdóttir, verzlunarstjóri Islensks heimili- siðnaðar, átti nýlega 20 ára starfsafmæli og þakkaði Jakob- ína Guðmundsdóttir, formaður, henni vel unnin störf í þágu fé- lagsins og gat þess að verzlunin hefði eflst og aukizt og ánægju- legt hvað vöruþróun væri mikil. Einnig væri verzlunin oft með kynningar og listsýningar. Síðastliðið haust átti verzlunin 35 ára afmæli og var þá kynning á vefstólum. Gar-nkynning var í janúar. 2. Hugur og hönd, ársrit Heimilis- iðnaðarfélags íslands 1986, kom út í desember sl. Þar eru birtar uppskriftir og ýmis fróðleikur. Blaðið er selt til áskrifenda og í lausasölu í ÍH og nokkrum bókabúðum. Einnig fá félagar blaðið og er það innifalið í fé- lagsgjaldi. Upplag blaðsins er 3500 eintök. Afgreiðsla er á Laufásvegi 2. 3. Heimilisiðnaðarskólinn er á Laufásvegi 2, Reylqavík. í skól- anum eru haldin ýmis námskeið í handmenntagreinum og sér- stök námskeið fyrir leiðbeinend- ur aldraðra. 4. Norrænt samstarf. Norrænt heimilisiðnaðarþing var haldið í Kuopio í Finnlandi 1.-3. júlí 1986. Norræn farandsýning á heimilisiðnaði hefur verið á Norðurlöndunum eftir þingið og stendur til 31. maí í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, Reykjavík. Stjóm Heimilisiðnaðarfélags ís- lands eftir aðalfund: Formaður Hildur Sigurðardóttir, varafor- maður Brynja Runólfsdóttir, gjaldkeri Sigrún Axelsdóttir, rit- ari Guðbjörg Hannesdóttir, meðstjómendur: Ingibjörg Sig- urðardóttir, Matthías Andrésson og Sigríður Haraldsdóttir, vara- stjóm: Elín Helgadóttir, Margrét Kjæmested og Bjöm Loftsson. þar sem hún rekur Drekaleikhúsið. Hún hefur tvívegis komið til ís- lands. Sumarið 1983 var hún með látbragðssýningu í Félagsstofnun stúdenta og árið eftir hélt hún tvö námskeið í Kramhúsinu. Vinnuað- ferð Mariu Lexa er ef til vill best lýst með því að segja að hún vinni látbragð og spuna með rödd, öndun og hreyfíngar yfír í svokallaða „comedia dellarte." Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað leikumm, þótt aðrir séu velkomnir. Auk námskeiðahalds mun María Lexa sýna nýtt verk sem hún nefn- ir „Ódysseifur myndskreyttur." Sýningamar verða laugardaginn 30. maí og sunnudaginn 31. maí. í verkinu túlkar Lexa bæði Ódysseif, Penelópu og 23 persónur að auki. Verkið segir frá för kappans Ódys- seifs frá Tróju til íþöku, eins og við þekkjum úr söguljóði Hómers. Maria leikur öll hlutverkin í sýning- unni sem tekur einn og hálfan tíma og beitir ýmsum brögðum, notar brúður, grímur látbragð, rödd og tjöld. Ódysseifskviða er sígild og Maria Lexa notfærir sér þá almennu höfð- un og útleggingu á skáldskapnum, sýnir baráttu hjónanna Ódysseifs og Penelópu við umhverfið, gjöm- inga og galdra, auk annarra vél- bragða náttúru og manna. Að sögn Guðnýjar Helgadóttur hjá Kram- húsinu hefur sýning Lexa, „Ódys- seifur myndskreyttur,“ farið sigurför um Evrópu í heilt ár og hlotið frábærar viðtökur jafnt gagn- rýnenda sem áhorfenda María Lexa í „Ódysseifur myndskreyttur“ Aðalfundur Þjóð- fræðafélagsins - ogdagsferð að Skógum AÐALFUNDUR Þjóðfræðafé- lagsins verður haldinn í dag, laugardaginn 30. maí, í stofu 201 í Odda kl. 17.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Frosti Jóhannsson erindi um nýjan bókaflokk: „íslensk þjóð- menning — markmið og uppbygg- ing“. Þjóðfræðafélagið ráðgerir dags- ferð að Skógum undir Eyjaijöllum laugardaginn 13. júní nk., þar sem Þórður Tómasson tekur á móti ferðalöngum og sýnir þeim byggða- safnið. Þá mun haldið austur í Mýrdal undir leiðsögn Einars H. Einarssonar á Skammadalshóli. Brottför verður frá Þjóðminjasafn- inu kl. 8.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.