Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 55
55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
Sigrún Þorkels-
dóttir—Minning
Fædd 20. maí 1892
Dáin 24. maí 1987
I dag, laugardaginn 30. maí,
verður jarðsett frá Prestbakka-
kirkju á Síðu kær vinkona mín og
fjölskyldu minnar, Sigrún Þorkels-
dóttir.
Sigrún var fædd 20. maí 1892
og var því rétt rúmlega 95 ára er
hún lést í Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund hinn 24. þessa mánaðar.
Foreldrar hennar, Þorkell Einars-
son og Guðlaug Einarsdóttir,
bjuggu á Steinsmýri í Meðallandi
en fluttu síðan að Asgarði í Land-
broti þar sem Sigrún fæddist.
Sigrún var þriðja í röð fjögurra
systkina. Eitt barn misstu þau Þor-
kell og Guðlaug en þijú systkinanna
náðu fullorðinsaldri, þau Sigrún,
Guðlaug og Eyþór.
Sigrún kynntist Bjarna Bjarna-
syni, móðurbróður mínum, og giftu
þau sig 15. júní 1923 og hófu bú-
skap á Ytra-Hrauni í Landbroti þar
sem foreldrar mínir voru líka bú-
settir. Um það bil tveim árum síðar
hófu foreldrar mínir búskap á ný-
býlinu Eystra-Hrauni sem er
skammt frá.
Sigrún og Bjarni eignuðust fjög-
ur böm. Tvö þeirra dóu ung.
Valgerður þriggja vikna úr barna-
veiki og Bjami 9 mánaða úr
lungnabólgu. Tvær dætur komust
upp, Pálína, gift Einari Guðmunds-
syni, bifvélavirkja, og eiga þau eina
dóttur, Sigrúnu; og Laufey, gift
Jóhanni Eyrbekk Sigurðssyni, raf-
virkjameistara. Eiga þau tvö börn,
Sigurð Bjarna og Bám.
Mann sinn, Bjama, missti Sigrún
1937. Drukknaði hann við veiðar í
Skaftárósi. Vom þá dætumar,
Pálína og Laufey 9 og 11 ára. Tveim
ámm síðar eða 1939 brá Sigrún
búi og fluttist með dæturnar í
Dalbæ í Landbroti og réð sig þar
sem ráðskonu hjá bróður sínum
Eyþóri. Þar var einnig búsett móðir
þeirra, Guðlaug, Eyþór og Guðlaug
létust á þeim tíma sem Sigrún var
í Dalbæ og hjúkraði Sigrún þeim
báðum í banalegunni.
Árið 1950 fluttist Sigrún til
Reykjavíkur og settist að hjá yngri
dótturinni, Laufeyju, og var þar
alla tíð þar til heilsan bilaði fyrir
um það bil tveimur ámm. Fékk hún
þá athvarf á Elli- og hjúkmnar-
heimilinu Gmnd og dvaldist þar í
eitt og hálft ár þar til ævidagar
hennar voru taldir.
Eins og sjá má af ofanrituðu var
lífíð enginn dans á rósum hjá Sig-
rúnu. En það var henni til láns að
hún var einstaklega heilsugóð til
gamals aldurs og hélt sínum and-
legu kröftum til hins síðasta. Aldrei
lét hún bugast á hveiju sem gekk
heldur hélt sinni sálarró. Styrk sinn
sótti hún í trúna, en hún var mjög
trúuð kona og sótti kirkju reglu-
lega. Ekki var hún samt ofstækis-
full né reyndi að þvinga sínum
skoðunum upp á aðra, heldur lýsti
trú hennar sér í vönduðu og fögm
lífemi.
Ekki get ég tínt upp allt hér sem
á daga Sigrúnar hefur drifið. Ævi
hennar varð svo löng að slíkt væri
efni í heila bók, heldur reyni ég að
stikla á því helsta.
Sigrún tók mikinn þátt í safnað-
arstarfi, einnig var hún í kvenfélög-
um og átti sæg vina og kunningja
sem von var, því hún bjó yfir mikl-
um persónutöfmm, var stórglæsileg
kona, skemmtileg, hlýleg og vel
gefin. Félagslyndari manneskju hef
ég ekki kynnst. Sem dæmi um vin-
sældir hennar má nefna að á
níræðisafmæiinu heimsóttu hana
um það bil 80 manns. Var tekið á
móti folkinu með höfðingsbrag á
heimili dóttur hennar, Laufeyjar.
Lék Sigrún þar á als oddi og var
mjög ánægð að hitta svo marga
vini sína og kunningja og var ótrú-
lega hress þrátt fyrir aldurinn. En
skömmu síðar fór heilsunni að
hraka og gat hún ekki lengur verið
ein á daginn. Fékk hún þá dagvist-
arpláss á Múlabæ, húsi Rauða
krossins fyrir aldraða. Var Sigrún
þar á daginn meðan heilsan leyfði
og tók þátt í félagsstarfi gamla
fólksins. Þegar heilsunni hrakaði
enn meir fór hún á Gmnd, eins og
að framan greinir. Aldrei kvartaði
Sigrún þótt hún hefði auðvitað helst
viljað vera heima. Hún sætti sig við
orðinn hlut og var ákaflega þakklát
fólkinu sem annaðist hana, bæði á
Múlabæ og Gmnd. En hún átti
góða að. Dæturnar og fjölskyldur
þeirra heimsóttu hana daglega og
sýndu henni umhyggju svo að til
fyrirmyndar var og skorti hana
hvorki gott atlæti né annað það er
þær máttu veita. Tóku þær hana
alltaf heim til sín um helgar og
hátíðisdaga þegar hún treysti sér
til heilsunnar vegna. Em þær mjög
þakklátar starfsfólki Gmndar fyrir
góða hjúkmn og aðhlynningu.
Eg hef þekkt Sigrúnu frá því ég
man fyrst eftir mér og varð strax
ákaflega hænd að henni. Þegar ég
fór að tala gaf ég henni gælunafn-
ið „Sigga mamma“ til aðgreiningar
frá móður minni. Þóttist ég vera
mjög heppin að eiga tvær mömmur
og báðar góðar.
Á þessum tímum var ungbarna-
dauði tíður. Ekki vom þá til bóluefni
við algengustu barnasjúkdómum
eins og nú er og læknishjálp af
skornum skammti. Enda missti Sig-
rún tvö barna sinna er þau vom
smábörn. Ég fékk slæman kíghósta
er ég var sex mánaða gömul og var
ekki hugað líf, en rétti samt við
aftur. Var ég frekar veikbyggð
fram eftir aldri og leitaði oft til
Sigrúnar. Kannske er þetta skýring
á ástfóstri því er við Sigrún fengum
hvor á annarri. Var alltaf kært
milli Sigrunar og dætra hennar og
fjölskyldu minnar.
Við systkinin dvöldumst í Dalbæ
þegar við vomm í barnaskóla, alltaf
á hálfs mánaðar fresti, þar sem
skólavistin skiptist þannig að tvær
vikur vom bömin í skólanum og
tvær vikur lásu þau heima. Dalbær
var miklu nær Þykkvabæ og Kirkju-
bæjarklaustri þar sem skólinn var,
heldur en Eystra-Hraun og var það
ástæðan fyrir dvöl okkar í Dalbæ.
Sigrún sá mjög vel um okkur. Gott
atlæti og maturinn alltaf tilbúinn á
borðinu þegar við komum úr skólan-
um. Einnig sá hún um að við læsum
lexíur okkar.
Vestur-Skaftafellssýsla var harð-
býl á búskaparárum Sigrúnar þar.
Fátt var um landgæði. Kannske
aðallega silungs- og sjóbirtings-
veiði. Var það dijúgt búsílag og
holl og góð viðbót við hið fábreytta
sveitafæði. Var það einmitt við
veiðiskap að maður Sigrúnar,
Bjami móðurbróðir minn, dmkkn-
aði. Má nærri geta þvílíkt áfall það
hefur verið.
Sigrún var ákaflega iðjusöm.
Alltaf var hún að pijóna. Bæði var
hún hraðvirk og vandvirk. Sem
dæmi um hvemig hún nýtti tímann
má taka að á yngri ámm þegar hún
fór gangandi milli bæja í Landbroti
pijónaði hún á leiðinni. Sagði hún
mér þetta sjálf. Hélt hún þessari
iðju sinni, pijónaskapnum, fram til
æviloka. Þegar ég heimsótti hana
skömmu fyrir andlátið sýndi hún
Kveðja:
Ég bjó á vetmm hjá Ragnheiði
O. Bjömsson, föðursystur minni, á
menntaskólaámm mínum á Akur-
eyri. Við systkinin kölluðum hana
Oddu frænku, og sem slík er hún
í mínum huga. Það lætur að líkum
að þessir sex vetur skildu meira
eftir en venjuleg frændsemisbönd,
enda var hún aldrei „venjuleg" í
neinum skilningi. Til þess var hún
of örlát og sérstæð. Alúð, elskusemi
og glaðværð, ásamt einstakri rækt
við vináttu og frændsemi og
ábyrgðartilfinningu gagnvart heilsu
og öðmm Guðs gjöfum, vom þeir
þættir sem ríktu öðm fremur á
hennar fallega menningarheimili.
Við kveðjum Öddu frænku með
söknuði, minnug alls sem hún miðl-
aði okkur af sinni gæsku og örlæti,
og biðjum henni Guðs blessunar.
Oddur Björnsson
mér ljómandi vel pijónaðan bama-
sokk sem hún var að ljúka við.
Sem dæmi um það hversu hún
hélt sínum andlegu kröftum og
lífsgleði alla tíð má geta að hennar
heitasta ósk var að geta átt sam-
komustund með öldmðum í
Langholtskirkju og spila við gamla
fólkið, vini sína, á 95 ára afmælis-
daginn. Varð henni að þeirri ósk
sinni.
Hún var síung í anda og dettur
mér í hug vísuparturinn:
„Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.“
Sigrún varð aldrei rík af jarðn-
eskum auðæfum en þeim mun meir
af hinum andlegu. Þrátt fyrir and-
streymi var hún í raun gæfukona.
Hélt lengst af góðri heilsu og hafði
barnalán. Bamabörn hennar em
þijú og barnabamabömin em sjö
talsins. Allt myndarfólk.
Sigrún fékk hægt andlát og vom
hénnar nánustu viðstaddir er dauð-
inn kvaddi dyra.
Ég verð henni ævinlega þakklát
fyrir samfylgdina. Fari hún í guðs
friði. Ættingjum hennar votta ég
samúð mína.
Guðlaug Helgadóttir
Ragnheiður O.
Björnsson
Sigríður Olafs-
dóttir - Minning
Fædd 6. maí 1904
Dáin 22. maí 1987
„Komið til mín allir þér sem erf-
iði og þunga em hlaðnir og ég mun
veita yður hvíld."
Þessi orð komu upp í huga minn,
þegar síminn hringdi og Siguijón,
tengdafaðir minn, tilkynnti mér að
að Sigríður, tengdamóðir mín, væri
látin. Nú er lokið langri ævi og
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég var
svo lánsamur að eignast þessi
elskulegu hjón fyrir tengdaforeldra
fyrir þijátíu og fimm ámm síðan,
og hefur alla tíð verið mjög kært á
milli okkar. Þeim hjónum á ég mik-
ið að þakka i gegnum tíðina og af
þeim hefi ég mikið lært. Sigríður
var einhver sú elskulegasta mann-
eskja sem ég hefi kynnst um
dagana. Höfðingsskapur, heiðar-
leiki og hjartahlýja vom hennar
aðalsmerki. Einkar gott var að
dvelja á heimili þeirra eftir að við
fluttum til Akureyrar og lengra
varð á milli. Frásagnargleði áttu
þau bæði í ríkum mæli og oft sagð-
ar sögur frá gömlu góðu dögunum
og þá var hlustað með athygli.
Oft var hún að minnast á og
hlæja að fyrstu máltíðinni sem hún
gaf mér er ég kom í óvænta heim-
sókn á matmálstíma fyrir rúmum
þijátíu og fimm ámm, en það var
skata og mjólkurgrautur. Skötu
hafði ég aldrei borðað og aldrei
síðan, þangað til ég heimsótti hana
í síðasta sinn fyrir þremur vikum
og ég borðaði síðustu máltíðina á
heimili hennar, skötu og mjólkur-
graut. Þá vissi ég að þetta var
síðasta máltíðin hjá henni. Gestrisni
þeirra hjóna var einstök. Frá þeim
fór enginn án þess að þiggja góð-
gerðir.
Eftir að þau hjón fluttu frá Hell-
issandi til Ákraness vom áætlunar-
ferðir milli þessara staða með
stómm rútum, en engin afgreiðsla
fyrir slíka flutninga á Akranesi. Því
þótti það sjálfsagt að stoppað væri
hjá Sigríði og Siguijóni á Heiðar-
brautinni. Aldrei hafði ég heyrt
áður að seld hafi verið húsgögn til
að fá meira gólfpláss svo að fleiri
gestir gætu sofið þar nótt og nótt
og munu gestirnir oft hafa skipt
tugum. Aldrei var neinum úthýst
þó ókunnir væm og engan þekktu.
Þaðan fóm allir saddir og glaðir.
Ófáir em hásetar Sigurjóns, sem
á heimili þeirra komu og Sigríður
hefir gefíð margan góðan bitann
og kaffisopann og þeir minnast
hennar nú með virðingu og þökk.
Gullbrúðkaupsdegi þeirra hjóna
var ekki varið til veisluhalda, heldur
gengu þau hönd í hönd og heim-
sóttu sjúkrahús og stofnanir án
þess að nokkur vissi og létu eitt-
hvað af hendi rakna til þeirra sem
áttu við veikindi að stríða eða um
sárt að binda. Enginn verður fátæk-
ur af því að gefa, sögðu þau oft.
Svona vom þau. Nú sjáum við á
bak þessari elskulegu konu sem
allt vildi fyrir alla gera og öllum
hjálpa án þess að spyija hver laun-
in yrðu. Ég vil þakka henni af
heilum hug allt sem hún var mér
og bömunum, sem sakna nú ömmu.
Mestur er þó missirinn og söknuður-
inn hjá eiginmanninum, sem sér nú
á bak sínum elskulega og trygga
lífsfömnaut eftir samfylgdina
gegnum heila mannsævi.
Nú hefur hún lokið sínum langa
og umhyggjusama starfsdegi með
miklum sóma og hvíldin kærkomin
þreyttri sál og sjúkum líkama.
Élsku tengdafaðir, við biðjum
þess að almáttugur Guð styrki þig
og leiði um ókomin ár. I hugum
okkar lifir minningin um elskulega
konu, sem ekkert fær skyggt á.
Benedikt Hermannsson
Föstudaginn 29. maí var elskuleg
tengdamóðir mín, Sigríður Ólafs-
dóttir, kvödd í hinsta sinn. Ég ætla
að sleppa því að tíunda hennar
lífshlaup, ég veit að því verða gerð
góð skil á öðmm stað. Við höfum
oft rætt það okkar á milli, að sú
sem lifði hina mundi skrifa eftir-
mæli og ég jafnframt minnt á það
af henni að það kæmi í minn hlut
með þessu spakmæli: „Ungur má
en gamall skal.“
Henni var tamt að tjá sig með
hendingum úr ljóðum og hverskon-
ar spakmælum enda ljóðelsk með
afbrigðum. Þvílík kynstur sem hún
kunni. Ógleymanlegar verða mér
þær stundir er við sátum saman,
ég sem áheyrandi, já, uppnuminn
áheyrandi að snilldarmeðferð henn-
ar á heilu ljóðabálkunum, allt
utanbókar, sögur úr mannlífinu,
fullar af tilfinningum, og ég skynj-
aði hluttekningu hennar með þeim
sem trega, nokkuð sem flestum
fínnst menn verðskulda. Af öllum
hennar kostum þótti mér vænst um
þennan.
Nú eru liðin tæp 30 ár frá því
að ég kynntist tengdaforeldrum
mínum fyrst. Þau bjuggu þá á
Akranesi, ég í Reykjavík og er mér
sérstaklega minnisstæð fyrsta ferð-
in með Akraborg á þeirra fund.
Benedikt, svili minn, var með sömu
ferð og ég komst fljótt að því að
ég var að tengjast einstöku öðlings
fólki. Tveim árum seinna fluttu þau
til Reykjavíkur og þá urðu sam-
skipti okkar miklu nánari. Þar undi
tengdamóðir mín hag sínum vel,
hún elskaði Reykjavík og vildi
hvergi annars staðar vera. Tíminn
leið, þessi makalausi tími, sem ger-
ir gamalt gott, læknar sár, vekur
eftirvæntingu og samferða verða
ættmenni sem þrýtur kraft, böm
sem vaxa og læra að elska ömmu
sína og afa, gangur lífsins. Tími
kveðjustundar er kominn.
Um páskana var Sigríður komin
á spítala og gat því ekki verið við
fermingu næstyngsta bamabams
síns. Nær alltaf minntist hún á það
er ég heimsótti hana hversu hún
samgleddist okkur og mér að vera
búin að standa í því amstri sem því
óneitanlega fylgir. Hennar eigin
þjáningar viku fyrir umhyggju
hennar og samhygð með öðrum.
Sigríður Ölafsdóttir var perla, ég
held ég skilji núna hvað átt er við
í biblíusögunum að vera hjarta-
hreinn, ég hef kynnst einni slíkri.
Minningin um hana kallar fram svo
margt, meðal annars það er við
ræddum æviminningar og ég gat
heyrt hana segja „ekki þessa
mærð“, en ég vitna í eitt af okkar
uppáhalds kvæðum
„Er synd að játa sannleikann
er synd að elska nokkum mann.“
Ég bið guð að styrkja tengdaföð-
ur minn í hans sára söknuði og
þakka honum þá hlutdeild sem ég
átti í tengdamóður minni.
Helga Kristjánsdóttir.