Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 fclk í fréttum Ungfrú Chile sigurvegari í Singapore að var Cecilia Bolocco, 22 ára gamall tískuhönnuður frá Chile, sem var kjörin Ungfrú alheimur í keppninni í Singapore, sl. miðviku- dagskvöld. Þykja þessi úrslit styrlqa stöðu rómönsku Ameríku í fegurðar- bransanum. Ungfrú Bolocco var kjörin úr skara 68 fegurðardísa og fór lokakeppnin fram í Laugardalshöll þeirra Singa- pore-manna, en þar mun einmitt algengara að sjá svitastorkna fþróttamenn eða hátæknibúnað á sýningu. I öðru sæti keppninnar var ungfrú Ítalía, Roberta Capua, 18 ára tískusýningarstúlka. Ungfrú Bandaríkin, sem þótt hafði líkleg til sigurs, lenti í þriðja sæti; Ungfrú Venezuela, Ines Maria Cal- ero, varð í fjórða sæti og ungfrú Puerto Rico, Lauri Tamara Simpson, rak lestina í fímmta sæti. Þau þjóð- lönd sem einnig áttu fulltrúa í tíu efstu sætunum voru Filippseyjar, Perú, Singapore, Svíþjóð, Turks og Caicos. Helstu fegurðarstjórarnir þar austur frá sögðu nú reyndar að að öllu jöfnu hefði Ungfrú Venezúela átt að ná lengra, en hún hafði þann kross að bera að aldrei fyrr hafa fulltrúar sama lands unnið tvö ár í röð. Fráfarandi Ungfrú alheimur, Barbara Palacios Teyde, er frá Venezúela. Það að hún skyldi þó ná jafnlangt og raun bar vitni er samt talið sýna það glögglega að suður-amerískar blómarósir eiga æ meir upp á pall- borð heimsins. Frá árinu 1979 hafa skutiur frá Venuzúela borið sigur úr býtum í alþjóðlegri fegurðarsam- keppni ails nítján sinnum, þar á meðal þrisvar í þessari keppni, þrisv- ar í keppninni um titilinn Ungfrú heimur, sem Hófí bar sællar minn- ingar, og fimm sinnum hefur fuiltrúi þeirra verið krýndur Ungfrú Suður- Ameríka. Árið 1981 varð Venezúela fyrsta landið til þess að sigra bæði keppnina um Ungfrú alheim og Ungfrú heim. Hin nýja Ungfrú alheimur, Cecilia Bolocco, sem er skolhærð með græn augu, vonast til þess að verða vin- sæll fatahönnuður með eigið tísku- hús á bak við sig. Hún fæddist í Santiago hinn 19. maí 1965 og er 1,71 m á hæð. Helstu áhugamál hennar eru klassískur ballett og nútímadans (fjölbreytti). Hún er fyrsti Chile-búinn til þess að ná þess- um áfanga, en áður hafa stúlkur frá Perú, Kolumbíu, Argentínu, Brazilíu og Venezúela gert garðinn frægan. öðru sæti varð Ungfrú Ítalía, Roberta Capua, sem hér sést sam- fagna sigurvegaranum. Reuter Nýkjörin Ungfrú alheimur veifar kjósendum sínum í Singapore. Það var fráfarandi Ungfrú alheimur, Barbara Palacios Teyde frá Venezúela, sem krýndi Ceciliu Bollocco. T Vörumarkaðurinn hf. NÝJABÆ-EIÐISTORGI SÍMI 622-200 IGNIS heimilistæki IS Góð greiðslukjör. QE] Opið mánudaga til fimmtudaga .... kl. 9-19 Föstudaga .... kl. 9-20 Laugardaga kl .10-16 Sunnudaga .... kl. 13-17 H. 85, br. 45, d. 60, 140 lítra, m/fryitihólfi. H. 85, br. 55, d. 60, 160 litra, H.85, br.55, d.60, 160 án fryatihólfs, litra, m /frymtihólfí. sjálfvirk afþiðing. H. 104, br. 47, d. 60, 180 litra, m/frystihólfi. H. 113, br. 55, d. 60, 220 litra, m/fryatihólfi. H. 133, br. 55, d. 270 litra, m/fryatihólfi. 60, H. 144, br. 60. d. 60, 340 litra, m/fryatihóifi. H. 53, br. 52,d.60, 90 litra, m/iabakka. ACF 357, kr. 24.225,- 4 hellur, grill, tima- stilling, 50 cm, í hvitu. I I I ARF904,kr. 18.990,- ARF840, kr. 16.739,-ARF889, kr. 20.197,- ARF888, kr. 19.256,- ARF 905, kr. 22.776,-ARF 906. kr. 24,690,- ARF907, kr. 28.015,- ARF 842, kr. 30.536,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.