Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1987 59 Willem Dafoe: Nýjasta stjarna Hollywood Hér á landi eru nú að hefjast sýningar á myndinni „Plat- oon“, sem flallar um unga menn í Víetnam-stríðinu. Myndin hefur vakið athygli fyrir margra hluta sakir og er skemmst að minnast allra þeirra Óskarsverðlauna er hún var útnefnd til — og hlaut. Meðal þeirra leikara, sem voru tilnefndir til verðlauna fyrir best- an leik í aukahlutverki var Willem Dafoe; en hann þurfti einnig að keppa við samleikara sinnm Tom Berenger. Aður hafði hann m.a. leikið í myndinni „The Hunger“ og e.t.v. muna einhvetjir eftir honum sem illmenninu Hrafni (Raven) í myndinni „Streets of Fire“. I „Platoon" leikur hann sérkennilegan karakter, Elias liðsforingja. Sá fer í gegn um hildina með undarlegri ró og allt að því blíðleika, en á til að koma sér allt í einu að efninu á óvæginn máta. Þegar hetja myndarinn- ar, sem Charlie Sheen leikur (sonur Martins), lendir í fyrsta skipti í átökum spyr Dafoe kæru- leysislega: „Fyrsta skipti?“ Þegar hann fær jákvætt svar lítur hann með djöfullegri hægð í linsuna og svarar að bragði: „Þar snerist gæfuhjólið þér í óhag lasm.“ Ekki orð um það meir, en þrátt fyrir að hann hafi sig yfirleitt hægan er hægt að of- bjóða honum og þar kemur að að hann rotar eitt helsta illmenni myndarinnar fyrir hönd áhorfenda allra. Gagnrýnendur hafa sagt að einn helsti kostur Dafoes sé sá að hann sé svo ákafur í hveiju því hlutverki sem hann taki sér fyrir hendur. Dafoe er þessu reyndar ekki allskostar sammála: „Eg þarf ekkert að leika af illsku til þess að leika vondan mann. Eins og í öllum öðrum leik þarf maður að setja sig í spor viðkom- andi persónu — hvort sem hún er sönn eða skálduð — og gera sér grein fyrir sjónarmiðum og réttlætingum hennar. Það er eng- inn svo illur að hann hafi ekki ástæðu fyrir því á reiðum höndum. Enn auðveldara er málið náttúru- lega þegar einhver horfír framan í þig og segir: „Gerðu þetta eða ég drep þig.“ — Þá er mjög auð- velt að horfa kaldur tilbaka og segja: „Ókei, en fyrst drep ég þig.“ Þá er maður bara að svara fyrir sig og slíkar tilfínningar eru allar innbyggðar hvort sem er.“ Leikstjóri „Platoon", Oliver Stone, er a.m.k. ánægður með Dafoe. „Það er manni sönn án- ægja að vinna með leikara, sem ekki er þvingaður af einhveiju rugli. Willy gerir bara það sem hann er beðinn um — stekkur ofan í slöngugryfju, skríður í gegnum hrísgijónaakur, fær á sig blóðsugur, fer í vont skap og blót- ar, allt án þess að það þurfi að vera eitthvað mál því samfara. Því meiri vandræði, því betra. Það stöðvar manninn ekkert.“ Fyrir myndina þurftu leikar- amir að ganga í gegnum her- mennskuþjálfun og sáu fyrrver- andi landgönguliðar um þann starfa. Hermt er að Dafoe hafí staðið sig allra manna best í þjálf- un þessari, en þegar hann er spurður um hana svarar hann: „Það er satt ég er hreykinn af því sem ég gerði í þjálfuninni, en það er ekki fyrir neinn annan til þess að dást að. Þessi þjálfun var að sjálfsögðu barnaleikur miðað við það sem alvöruhermenn ganga í gegnum. Ég hef talað við marga fyrrverandi hermenn og þeir geta sagt þér ótrúlegar sögur af her- mennsku sinni og hafa ör — bæði á ytra og innra byrði — til þess að sanna sögu sína. Sumir hafa jafnvel skrifað mér eftir að þeir sáu myndina og segja: „Ég þekkti Elias" eða „Ég vildi vera eins og Elias" og jafnvel „Ég er Elias.“ Dafoe hóf leikferil sinn á því að hætta í menntaskóla og reyna fyrir sér í ferðaleikhúsi, sem kall- aðist „Theater X“. Það gekk reyndar ekki alltof vel, en nú þakkar hann foreldrum sínum fyr- ir að sýna sér og áhugamáli sínu skilning, þó svo að það virtist nú ekki gæfulegt. Þá lék hann í nokkrum leiksýningum í New York, en komst aldrei á Broadway. Þá gekk hann til liðs við en eitt framúr- stefnuleikhúsið, „Wooster’s Group“, og þar kynntist hann m.a. konu sinni, Elizabeth LaCompte. Það var af hreinni til- viljun að hann fékk hlutverkið í Platoon. Hann hafði sótt um og Stone leikstjóri var á því að hann skyldi fá eitt- hvert hlutverk þar sem hann hefði svo gott kvik- myndaandlit. Hitt var verra að hann passaði ekki í neitt hlutverkanna. Því fór svo að honum var hafnað. Hins vegar gekk erfíðlega að ráða í annað hlutverk, en þar skorti indíána. Eftir að Stone hafði mikið hugsað um það hvem skyldi fá í það, hugkvæmdist honum að láta Dafoe fá hlutverkið með þeim afleiðingum, sem ekki þarf að rekja hér. Nú þegar er Willem Dafoe byij- aður að leika í myndinni „Saigon", en þar verða hann og Gregory Hines í aðalhlutverkum sem tveir rannsóknarlögreglumenn á veg- um hersins — að sjálfsögðu á síðustu dögum Víetnam-stríðsins. Dafoe segist ekki óttast það að hann festist í Víetnam-myndum. „Þegar ég hafði leikið í „Platoon“ fannst mér ég hafa lokið ein- hvetju af og að önnur Víetnam- mynd kæmi ekki til greina. Eftir að hafa lesið handritið að „Saig- on“ skipti ég hins vegar um skoðun. Það er feikigott; myndin verður spennandi og kraftmikil, en umfram allt öðruvísi, eins og sjónarsviðið býður sjálfkrafa upp á. Willem Dafoe. Gufubað eða eimbað? Nú getur þú valið hvort heldur sem er gamla góða gufubaðið (þurr hiti) eða eimbað (rakur hiti). Lftið við hjá okkur í Ármúla 21 og sjáið hvort tveggja. OPIÐ TIL KL 16.00 LAUGARDAG. VATNSVIRKINN/J ARMÚU 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVlK SlMAR VERSIUN 686455. SKR1FSTOFA 685966 Öll verð miðuð við staðgreiðslu. H. 165, br. 55, d. eo. plnr^iwtT® í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- AR F 926, kr. 44.631,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.