Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 }J Hve mikí^ er inn a reikninpnum mínum p " Þetta er ekki áramóta- skaupshattur — bjáni — HÖGNI HREKKVISI ,PAS> þARFMnapTH-A& HFÆÐA HÖöHA UPP i TfZB." Eiga Kvennalistakonur erindi í ríkissljórn? Til Velvakanda. Stjórnarsinni skrífar: Ekki hefur enn tekist að mynda nýja ríkisstjóm, og er það kannski ekki svo aðkallandi, þar sem enn situr sú ríkisstjóm, sem hvað flest- ir em sammála um, að hafi verið með sterkari stjómum, sem hér hafa verið. Flestir virðast líka vera sammála um það, að þessi stjóm ætti að sitja áfram með styrk frá þriðja flokki og þá helst Alþýðuflokki, ef nokkur von er um, að formaður þess flokks geti gengið til samkomulags við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk, þannig að allir þessir flokkar láti í einhvetju af sínum ýtmstu kröfum um framgang „sinna rnála". Þessar viðræður við Samtök um kvennalista um hugsanlega stjóm er sem borin von, eftir að loks heyr- ist frá þeim samtökum um þau skilyrði, sem þau setja fyrir þátt- töku. Sennilegast er, að Kvennalisti hafi aldrei ætlað sér þátttöku í ríkis- stjóm, vegna þeirrar einföldu ástæðu, að þá yrði hann að standa að ýmsum þeim aðgerðum í efna- hags- og félagsmálum, sem þingmenn hans hafa hvað mest gagnrýnt til þessa. Auðvitað er mun betra og ábyrgðarminna að standa utan stjómar og geta haldið áfram að gera kröfur og gagnrýna, bara rétt eins og hingað til. En við hveiju er að búast? Hvað- an koma þessar konur, sem em í framlínu Kvennalistans? Koma þær úr afdrepi sínu í Hótel Vík við Hallærisplanið, eða koma þær vítt og breitt að úr þjóðfélaginu með margskonar reynslu í atvinnulífinu? — Auðvitað hafa þessar konur reynslu á við aðra þingmenn, það er ekki málið. Málið er það, að þama er hópur kvenna í forsvdri Kvennalistans, sem virðist sameinast um málefni, sem stangast svo gjörsamlega á við allt það sem hingað til hefur verið talið til gildis í þessu þjóðfélagi, að engin von er til, að þær geti starfað með nokkmm hinna íslensku stjóm- málaflokkanna. Hvaða flokkur íslenskur myndi geta staðið á móti sannfæringu flestra landsmanna um að hér verði að byggja varaflugvöll fyrir allt flug, hvort sem hann er notaður á friðar- eða stríðstímum? Segir heilbrigð skynsemi okkur, þegnum þessa þjóðfélags, að launa- jöfnun sé æskileg aðferð til að stuðla að betra mannlífi, eins og þær Kvennalistakonur boða? — Auðvitað ekki. Að öllu samanlögðu hefur Kvennalistinn allt önnur og ólík sjónarmið, sem greina hann frá öðmm stjómmálaflokkum hér, og það eitt sér kemur í veg fyrir, að hann eigi erindi í ríkisstjóm í nútíma þjóðfélagi. Kvennalistakonur gerðu sjálfum sér og vegfarendum, sem eiga leið um Hallærisplanið í Reykjavík, hins vegar mikið gagn, ef þær tækju sér tíma til að snurfusa lítið eitt dvalar- stað þann er þær kenna sig löngum við, þar sem þær hafa höfuðstöðv- ar, nefnilega Hótel Vík. Það hús, ef hús skyldi kalla, er í algjörri nið- umíðslu séð utan frá og glugga- tjöldin ein bera Kvennalistakonum ekki fagurt vitni, að því er tekur til snyrtimennsku. Skrif ið eða hring-ið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkveiji skrifar Verðsamanburður verðlags- skrifstofunnar á vöruverði í Reykjavík og Bergen hefur beint athyglinni að háu innkaupsverði heildsöluverslunarinnar hér á landi og samtök stórkaupmanna eiga eft- ir að gefa fullnægjandi skýringar á því hvað valdi því að þessi saman- burður er svo óhagstæður hér sem raun ber vitni. Þó hefur komið fram að í ýmsum tilfellum þurfa íslenskir stórkaup- menn að skipta í gegnum dönsk heildsölufyrirtæki, þegar þeir em að kaupa frá þriðja aðila, og sem þýðir að á vömna leggst milliliða- kostnaður sem einhveijir myndu telja óþarfan. Það er Víkveija minnisstætt frá þeim tíma sem hann hafði sjálfur nokkur bein kynni af innflutnings- verslun hversu oft það kom fyrir þegar haft var samband við erlenda framleiðendur vegna fyrirspuma um hugsanleg tækjakaup að þeir vísuðu á umboðsmenn í Danmörku. Þama var um að ræða fyrirtæki sem þurfti á að halda flóknum og tiltölulega sérhæfðum rafeindabún- aði og þá kom það iðulega á daginn að hinn erlendi framleiðandi hafði veitt dönskum heildsölufyrirtækjum einkaumboð á búnaði sínum í Dan- mörku, íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Það varð því að semja við milliliði í Danmörku um umboð- ið á íslandi hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Þegar betur var að gáð kom það í ljós að þegar margir danskir heildsalar semja við erlenda framleiðendur, þá líta þeir á þessi fjögur lönd sem heildar- markað sinn og vitna gjaman til gamallar hefðar í því sambandi. Erlendu framleiðendumir taka þetta gott og gilt og það sýndi sig síðan að það var nánast útilókað að komast fram hjá hinum danska millilið hvemig svo sem menn reyndu, því að óhjákvæmilega þýddi þetta hærra verð á vömnni til ís- lands en ef skipt var beint við framleiðandann. Þannig má til sanns vegar færa að sjálfstæðisbaráttunni gagnvart Dönum sé tæpast að fullu lokið — meðan danskir heildsalar komast enn upp með að telja ísland til heimamarkaðar síns með einhliða ákvörðun. Margir erlendir framleið- endur þekkja hins vegar ekki til aðstæðna á þessum norðlægu slóð- um og taka skýringar Dananna trúanlegar. Víkveiji sér í fljótu bragði ekki aðra leið út úr þessum ógöngum heldur en þá að íslenskir stórkaupmenn neiti að semja við danska milliliði um innflutning á vömm til íslands og bendi framleið- endum, sem gert hafa slíka samn- inga, á að með því séu þeir raunvemlega að útloka sig frá íslenska markaðinum. XXX Hollenski landsliðsþjálfarinn í knattspymu sagði eftir leik íslands og Hollendinga á dögunum að Laugardalsvöllurinn væri svo slæmur að þar væri ekki hægt að leika góða knattspymu. Ásigkomu- lag Laugardalsvallar hefur löngum verið vandamál og allar tilraunir sem gerðar hafa verið til að bæta hann, virðast hafa mistekist. Á sama tíma koma ýmsir aðrir knatt- spymuvellir hér í borginni iðagræn- ir, sléttir og hæfilega harðir undan vetri. Ágætt dæmi um þetta er KR-völlurinn. KR-ingar halda því fram að völlur þeirra sé svona góð- ur vegna þess að hann sé með réttu undirlagi, þ.e.a.s. með nógu mikilli möl undir meðan í Laugardalsvellin- um sé enn of mikil mold. Þetta er vissulega athugunarefni fyrir þá aðila sem annast Laugardalsvöllinn en hitt er ljóst að það verður tæp- ast við það unað að aðalleikvangur landsins og vettvangur helstu land- sleikja, fái þann dóm frá andstæð- ingum okkar að hann sé tæpast hæfur til knattspymuleikja. XXX Avegum fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar stendur nú yfir átak í að bæta gæði í opinberri þjónustu og munu vafalaust einhveijir segja að það sé tímabært framtak. Þessa stundina er kröftunum m.a. beint að tollstjóraskrifstofunni sem hefur um langan tíma verið umdeildasta stofnunin hér á landi hvað alla þjón- ustu snertir. En það er víðar pottur brotinn í þjónustu hins opinbera, jafnt hjá ríki sem sveitarfélögunum. Hins vegar eru einnig til heiðarlegar undantekningar frá þessu og á stöku stað er þjónustustigið svo hátt að það gerist tæpast betra á hvaða mælikvarða sem er. Víkveiji getur í þessu sambandi bent á Sundlaug Seltjarnamess sem hann stundar í nokkmm mæli. Af einhveijum ástæðum hefur valist þar saman sérlega samhent starfs- fólk. Þar ríkir heimilisleg stemming og sundlaugargestum mætir glað- vært en alúðlegt viðmót. Bjáti eitthvað á er starfsfólkið tilbúið að leysa hvers manns vanda, og þama er komið fram við böm eins og þau séu manneskjur. Því er því miður ekki alltaf að heilsa á sumum þeim öðmm sundstöðum höfuðborgar- innar sem Víkveiji hefur heimsótt. Það væri því ómaksins vert fyrir þá sérfræðinga fjárlaga- og hag- sýslustofnunar, sem hafa umsjón með átakinu um bætta stjómun og þjónustu hjá hinu opinbera, að gera sér ferð í sundlaugina á Seltjarnar- nesi og gera á því ofurlitla athugun hvað valdi því að það skapast slíkt andrúmsloft gæðaþjónustu hjá einni stofnun en ekki annarri. Það má kannski einhvem lærdóm af því draga. '4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.