Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 148. tbl. 75. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Andófsmenn gefa út tímarit fyrir opnum tjöldum Láta reyna á umburðarlyndi nýju stjómarstefnunnar Moskvu, Reuter. HÓPUR sovézkra andófsmanna sem fyrir skömmu var látinn laus úr fangelsi, hóf í gær útgáfu á nýju óháðu timariti, sem ber heitið „Glasnost". Er ætlunin með því að láta reyna á, hvort alvara sé að baki hinnar nýju stefnu Mikhails Gorbachevs Sovétleiðtoga um fijáls- ari upplýsingamiðlun í sovézku samfélagi, enda ber tímaritið sama heiti og stefnu Gorbachevs hefur verið gefið. „Þetta er ekki neðanjarðarblað (samizdat)," var haft eftir Sergei Grigoryants, ritstjóra tímaritisins í gær. Hann varð á sínum tíma að afplána 3 1/2 ár af 5 ára fangelsis- dómi, sem hann hlaut fyrir skrif sín um ástand mannréttindamála í Sov- étríkjunum. „Ég vona, að ég verði ekki fyrir slíkum óþægindum aft- ur,“ sagði Grigoryants, er hann gerði vestrænum fréttamönnum grein fyrir hinu nýja tímariti í gær. Var það gert í íbúð hans í Moskvu. Genrikh Altunyan, gamall and- ófsmaður og samherji Andreis Sakharov, sagði hins vegar, að „Glasnost“-stefnunni væru enn tak- mörk sett. Umræðuefni sem snertu vandamál einstakra þjóðemisminni- hluta og starfsemi leynilögreglunn- ar (KGB), væru enn bönnuð. Vestrænir blaðamenn, sem komu til fréttamannafundarins í gær, sáu marga óeinkennisklædda menn á vappi nærri innganginum að íbúð Grigoryants og engir þeirra sovézku blaðamanna, sem boðið hafði verið til fundarins, létu sjá sig. Nauðlentu ísjónum London, Reuter. BREZKA milljónamæringnum Richard Branson og félaga hans, Svíanum Per Lindstrand, tókst ekki að komast yfir Atlantshafið i heitaloftsbelg. Urðu þeir að kasta sér út, er loftbelgur þeirra féll í hafið milli írlands og Skotlands. Myndin sýnir loftbelginn, þegar hann lenti í sjónum. Sjá: Ætluðu yfir Atlantshafið á bls. 24. Lögreglumenn umkringja brynvarinn lögreglubíl, sem flutti Klaus Barbie til réttarhaldaima í gær. Barbie fékk á sinum tíma viðumefnið „Slátrarinn frá Lyon“ fyrir að fyrirskipa nauð- ungarflutninga á gyðingum frá Lyon í dauðabúðir nazista. Barbie dæmdur í ævilangt fangelsi: Sekur um glæpi gegn mannkyni Lyon, Reuter. Klaus Barbie, fyrrum Gestapo- foringi i Lyon í Frakklandi, var í gær fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og dæmdur í ævilangt fangelsi. Höfðu réttar- höldin yfir honum, sem fram fóru í Lyon, þá staðið yfir í tvo mánuði. Dóminn kváðu upp þrir dómarar og kviðdómur, sem skipaður var fjórum konum og fimm körlum. Barbie, sem er 73 ára gamall, hunzaði réttarhöldin algerlega nema rétt í byijun. Hann var flutt- ur handjámaður í réttarsalinn í gær. Var honum ekið þangað í brynvörðum bíl í öflugri lögreglu- fylgd. í réttarsalnum var honum síðan skipað til sætis í sakbomings- stúku, sem umlukt var skotheldu gleri. Akæruatriðin á hendur Barbie voru margvísleg og í 341 lið. Aðalá- kæran var á þá leið, að hann hefði framið glæpi gagnvart mannkyninu með því að fyrirskipa nauðungar- flutninga á 842 mönnum til Auschwitz og annarra dauðabúða nazista á meðan hann var yfirmað- ur pestapo í Lyon 1942 til 1944. í réttarhöldunum í gær neitaði Barbie allri sök en sagði: „Þetta var stríð og stríðið er búið.“ Danir vilja treysta tilkall sitt til Rockall-svæðisins Senda rannsóknaskip á svæðið síðar í sumar í samvinnu við íslendinga og Færeyinga Kaupmannahöfn, frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANIR munu á þessu sumri senda rannsóknaskip á hafsvæð- ið vestur af írlandi, til suðurhluta færeyska landgrunnsins, og verður leitað þar að olíu og gasi með skjálftamælingum. Bretar gera einnig tilkall til þessa svæð- is en Svend Erik Hovmand, orkumálaráðherra, segir, að ekki fari á milli mála, að svæðið sé danskt. Nokkuð langt er um liðið síðan Danir gerðu kröfu til yfírráða yfír færeyska landgrunninu allt suður á móts við írland og vísa þeir í því efni til 76. greinar í hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Svæða- skiptingin á þessum slóðum hefur þó aldrei verið ákveðin en íslending- ar hafa oft skorað á Dani og Færeyinga að standa fast gegn kröfum Breta. í danska blaðinu Jyllahdsposten sagði sl. föstudag, að vegna óá- kveðni og hiks danskra stjómvalda væni nú einnig Íslendingar famir að gera sínar kröfur til svæðisins, sem væri þó færeyskt samkvæmt hafréttarsáttmála SÞ og þar með danskt. Þá hefðu Bretar og írar stundað óheftar fiskveiðar á þessu umdeilda svæði. Poul Nielson úr flokki jafnaðar- manna og fyrrum orkumálaráð- herra sagði á föstudag í viðtali við Jyllandsposten og danska ríkisút- varpið, að Danir mættu ekki láta undir höfuð leggjast að treysta til- kall sitt til svæðisins með rann- sóknastarfsemi og tilraunaborunum við Færeyjar. Samdægurs skýrði Hovmand svo frá, að rannsóknimar myndu hefjast síðar í sumar í sam- vinnu við Islendinga og Færeyinga. Kom það fram hjá honum, að Bret- ar öniuðust við þessum rannsóknum en írar hefðu sýnt þeim skilning. Svend E. Hovmand, orkumála- ráðherra, sagði enga ástæðu til að óttast „lítið Falklandseyjastríð" vegna ágreiningsins við Breta. „Við búumst við, að Bretar fallist á þess- ar rannsóknir enda hafa þeir ekki minni hag af þeim en við,“ sagði Hovmand og bætti því við, að ekki yrði ljóst fyrr en eftir hálft annað eða tvö ár hvort olíu eða gas væri að finna á svæðinu. Júgóslavía: Verðbólgan yfir 100% Belgrad, Reuter. VERÐBÓLGAN komst yfir 100% í Júgóslavíu í júní miðað við eins árs tímabil og hefur hún aldrei verið meiri í sögu landsins. Er verðbólgan talin endurspegla rækilega efna- hagsörðugleika landsmanna, en f júnímánuði einum nam hún 9,4% og komst upp i 100,6% nú um mánaðamótin. Verðbólga í Júgóslavíu er nú ein sú mesta í heiminum. í síðustu viku tók þó steininn úr. Þá hækkuðu sígarettur um ein 50%, póstþjónusta um 30%, bensín um 20% og ýmsar nauð- synjavörur um álíka mikið. Efnahagsástandið hefur farið hríðversnandi að undanfömu. Á þriðjudag skýrði þjóðbanki Júgóslavíu frá því, að ekki yrði unnt að greiða 240 millj. dollara í afborganir og vexti af erlend- um lánum, sem gjaldfalla tvær fyrstu vikur júlímánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.