Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Samtök um gamla miðbæinn: Tillaga um viftu- brú milli Ingólfs og Norðurgarðs Hafnarsvæðið verði ríkari þáttur af miðbæjarlífinu SAMTÖKIN um gamla miðbæinn hafa sett fram þá tillögu að í stað þess að byggja Geirsgötu, eins og tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur gerir ráð fyrir, verði Sætún tengt við Hring- braut með fjögurra akreina brú frá Ingólfsgarði yfir i Norður- garð og Örfirisey. Brú þessi yrði viftubrú og er áætlaður kostnað- ur við hana 200 milljónir, að sögn talsmanna samtakanna, en þeir hafa fengið hingað til lands þýsk- an brúasérfræðing til þess að kynna kosti og möguleika slíkra brúa. Ókosturinn við Geirsgötu telja Miðbæjarsamtökin vera að hún skeri um of hafnarsvæðið frá mið- bænum. Með því að beina á þennan hátt burt þeirri umferð sem ekki á erindi inn á sjálft hafnarsvæðið vilja þeir tengja höfnina enn betur við miðbæinn og gera hana að ríkari þætti af miðbæjarlífínu. Hugmynd- imar ganga út á að í framhaldi af þessum breytingum á gatnakerfinu verði kappkostað að gera höfnina sem skemmtilegasta. Til dæmis yrðu sportbátar fengnir í höfnina, settur upp fiskmarkaður fyrir al- menning og reist veitingahús og hótel á hafnarsvæðinu, líkt og gert hefur verið í ýmsum borgum á Norðulöndum, t.d. Helsinki og Ála- borg. Morgunblaðið/Einar Falur Hér á milli Norðurgarðs og Ingólfsgarð gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði fjögurra akreina viftubrú. Geirsgata, eins og hún er ráð- gerð samkvæmt skipulagstillög- unni, verður á hafnarbakkanum og tengist síðan Mýrargötu. Mikil uin- ferð er ráðgerð um götuna að Hafnarbúðum. „Samtökin höfðu samband við okkur og lýstu því yfir að þau hefðu áhuga á því að ræða aðrar hugmyndir og þá m.a. gamla hugmynd um brú yfir hafn- armynnið," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulags- nefndar, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er mjög athyglisverð tillaga sem menn hafa hingað til litið svo á að væri of dýr í framkvæmd. Hinsvegar er ljóst að tækni hefur fleygt fram og vel má vera að þetta sé nú mun ódýrara en menn töldu fyrir 10-15 árum síðan. Við munum beita okkur fyrir því að kostir og gallar þessarar tillögu verði skoðað- ir, í samráði við hafnar- og borgar- yfírvöld, og bomir saman við núverandi tillögu, það er óneitan- lega margt jákvætt við þessa hugmynd. Samtökin hafa sýnt mik- inn áhuga á skipulagsmálum miðbæjarins og beitt sér fyrir ýms- um málum sem til betri vegar horfa, s.s. í bílastæðamálum, og hefur samvinna við þau verið með ágæt- um.“ Eftir aðeins ÍTdaga! Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Heimsnýjung éfUAfTDt! Sumarplóm,_ " S^ííhe^Íar frðP“' sumarblóm á stórlækkuðu verði. Nú ertsekifseriðl- 20 -50°/o afslátiur pgpmi um veróL Sumarblóm25%afsláttur Fiölserar plöntur 50% afslattur Fjölærar plöntur 50%afslattur Tré og runnar 50 /o afslattu Garörósir 25% afslattur Petúníur 20% afsla^r Pelargóníur35%afslattu Hengilóbelía20% afslattur Kr. /3Ój; 22,- Kr. Xtá; 88’" kr. 49’-. Altt á hálWiroi. Kr. 44Ó,- 330,- Kr. Kr. ÍJ0O,- 195,- Kr. 1J50r 120r Útipottar úr leir. 30% kynningarafslattui JjL (Terracotta) i mjög flölbreyttu urval,. p i Fallegt og hentugt að planta i. fta síðastur að planta í garðinn eða bæta við gro ri Núferbveraðverðas fiftínUSte. Q V .rhi'Khu V/Siqtún. Sími: 68 90 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.