Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
Samtök um gamla miðbæinn:
Tillaga um viftu-
brú milli Ingólfs
og Norðurgarðs
Hafnarsvæðið verði ríkari þáttur af
miðbæjarlífinu
SAMTÖKIN um gamla miðbæinn
hafa sett fram þá tillögu að í
stað þess að byggja Geirsgötu,
eins og tillaga að aðalskipulagi
Reykjavíkur gerir ráð fyrir,
verði Sætún tengt við Hring-
braut með fjögurra akreina brú
frá Ingólfsgarði yfir i Norður-
garð og Örfirisey. Brú þessi yrði
viftubrú og er áætlaður kostnað-
ur við hana 200 milljónir, að sögn
talsmanna samtakanna, en þeir
hafa fengið hingað til lands þýsk-
an brúasérfræðing til þess að
kynna kosti og möguleika slíkra
brúa.
Ókosturinn við Geirsgötu telja
Miðbæjarsamtökin vera að hún
skeri um of hafnarsvæðið frá mið-
bænum. Með því að beina á þennan
hátt burt þeirri umferð sem ekki á
erindi inn á sjálft hafnarsvæðið vilja
þeir tengja höfnina enn betur við
miðbæinn og gera hana að ríkari
þætti af miðbæjarlífínu. Hugmynd-
imar ganga út á að í framhaldi af
þessum breytingum á gatnakerfinu
verði kappkostað að gera höfnina
sem skemmtilegasta. Til dæmis
yrðu sportbátar fengnir í höfnina,
settur upp fiskmarkaður fyrir al-
menning og reist veitingahús og
hótel á hafnarsvæðinu, líkt og gert
hefur verið í ýmsum borgum á
Norðulöndum, t.d. Helsinki og Ála-
borg.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hér á milli Norðurgarðs og Ingólfsgarð gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði fjögurra akreina viftubrú.
Geirsgata, eins og hún er ráð-
gerð samkvæmt skipulagstillög-
unni, verður á hafnarbakkanum og
tengist síðan Mýrargötu. Mikil uin-
ferð er ráðgerð um götuna að
Hafnarbúðum. „Samtökin höfðu
samband við okkur og lýstu því
yfir að þau hefðu áhuga á því að
ræða aðrar hugmyndir og þá m.a.
gamla hugmynd um brú yfir hafn-
armynnið," sagði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður skipulags-
nefndar, í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er mjög athyglisverð tillaga
sem menn hafa hingað til litið svo
á að væri of dýr í framkvæmd.
Hinsvegar er ljóst að tækni hefur
fleygt fram og vel má vera að þetta
sé nú mun ódýrara en menn töldu
fyrir 10-15 árum síðan. Við munum
beita okkur fyrir því að kostir og
gallar þessarar tillögu verði skoðað-
ir, í samráði við hafnar- og borgar-
yfírvöld, og bomir saman við
núverandi tillögu, það er óneitan-
lega margt jákvætt við þessa
hugmynd. Samtökin hafa sýnt mik-
inn áhuga á skipulagsmálum
miðbæjarins og beitt sér fyrir ýms-
um málum sem til betri vegar horfa,
s.s. í bílastæðamálum, og hefur
samvinna við þau verið með ágæt-
um.“
Eftir aðeins
ÍTdaga!
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Heimsnýjung
éfUAfTDt!
Sumarplóm,_
" S^ííhe^Íar frðP“'
sumarblóm á stórlækkuðu verði.
Nú ertsekifseriðl-
20 -50°/o afslátiur
pgpmi um veróL
Sumarblóm25%afsláttur
Fiölserar plöntur 50% afslattur
Fjölærar plöntur 50%afslattur
Tré og runnar 50 /o afslattu
Garörósir 25% afslattur
Petúníur 20% afsla^r
Pelargóníur35%afslattu
Hengilóbelía20% afslattur
Kr. /3Ój; 22,-
Kr. Xtá; 88’"
kr. 49’-.
Altt á hálWiroi.
Kr. 44Ó,- 330,-
Kr.
Kr. ÍJ0O,- 195,-
Kr. 1J50r 120r
Útipottar úr leir.
30% kynningarafslattui
JjL (Terracotta) i mjög flölbreyttu urval,.
p i Fallegt og hentugt að planta i.
fta síðastur að planta í garðinn eða bæta við gro ri
Núferbveraðverðas fiftínUSte.
Q
V
.rhi'Khu V/Siqtún. Sími: 68 90 70