Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 19 Fjórðungsmótið á Melgerðismelum: Framfaramót á flestum sviðum Hestar Valdimar Kristinsson Þá er um garð gengið enn eitt stórmót hestamanna og að öllum líkindum með betri mótum sem undirritaður hefur fylgst með. Til að vel takist til með slik mót þurfa margir ólíkir hlutir að ganga upp og má þar nefna undir- búning fyrir mót, framkvæmd meðan á því stendur og litið væri í mótin varið ef hestakostur væri ekki í góðu Iagi og síðast en ekki síst er það veðrið sem skiptir mestu máli. Segja má að í stórum dráttum hafi þetta allt gengið vel upp á fjórðungsmótinu á Melgerð- ismelum. Gæðingakeppni mótsins var æsi- spennandi á köflum. Af rúmlega 30 hrossum í hvorum flokki komust átta í úrslit og var ekkert gefið eftir í baráttunni um þau sæti. I B-flokki náði Aron frá Litlu-Gröf snemma afgerandi forystu og hélt hann henni til loka. Búist var við að Jörfi frá Akureyri myndi veita honum harða keppni og jafnvel fara yfir hann sem ekki varð. Knapi á Aroni var Birgir Arnason og var hann einnig með hest í öðru sæti, Byl frá Bringu. Tveir hestar, þeir Dagfari frá Skaga- strönd og Háfeti frá Borgarhóli, voru jafnir í 8. og 9. sæti og voru þeir endurdæmdir og hafði Háfeti 0,01 einum betur í þeirri viðureign. Að sögn eiganda Snarfara, Jóns Pálssonar, var einkunn beggja hes- tannna reiknuð með fimm aukastöf- um og voru þeir alltaf jafnir. Sagði Jón að þeim hefði ekki verið boðinn annar kostur en að láta dæma hest- ana hvom í sínu lagi á nýjan leik. Taldi Jón að samkvæmt reglunum ættu knapamir að koma sér saman um á hvem hátt væri skorið úr um hvor skyldi standa ofar. Annars má geta þess að þegar Snarfari hefur tekið þátt í stórmótum hefur óheppn- in elt hann á röndum. Á síðasta flórðungsmóti '83 varð hann níundi, á síðasta landsmóti varð hann tólfti (tíu hestar í úrslitum) og nú varð hann aftur níundi. í úrslitum urðu ekki miklar breyt- ingar á röð samkvæmt niðurstöðu dómaranna, en margir brekkudóm- aranna svokölluðu vom ósáttir við að Jörfi skyldi ekki hækka sig um að minnsta kosti eitt sæti og vildu sumir ganga svo langt að setja hann í efsta sætið. Að lokinni röðun vom tvö hross jöfn í 5. og 6. sæti og tvö jöfn í 7. og 8. sæti. Þýddi þetta að heyja varð tvisvar einvígi og vakn- aði þá sú spuming hvort ekki væri eðlilegra að einkunnir úr forkeppni réðu röð þar sem hrossin em í flest- um tilvikum búin að fá nóg eftir sjálfa úrslitakeppnina og ekki er fegurðarauki að sjá þreyttum hross- um riðið meira en nauðsyn ber til. Baráttan milli Neista og Seifs í A-flokki Á svipaðan hátt og í B-flokki tók Neisti frá Gröf afgerandi forystu frá Keldudal og reið Eiríkur Guð- mundsson honum af miklu öryggi í 8,44 og upp fyrir Neista þótt litlu munaði. I úrslitunum breyttist röðin töluvert því öll hrossin skiptu um Hópreið norðlenskra hestamanna fór um svæðið á sunnudeginum með Þorstein Jónsson, hinn kunna hestamann i broddi fylkingar. Sigurvegari í A-flokki gæðinga og 150 metra skeiði, Seifur frá Keldudal, knapi er Eiríkur Guðmundsson. Mikill áhugi á kappreiðunum Mönnum lék nokkur forvitni á að sjá hvemig undirtektir yrðu við kappreiðum fjórðungsmótsins. Eins og flestir vita, sem fylgjast með, hafa kappreiðar sumarsins verið í daufara lagi. Tímasetning kappreið- anna vakti einnig talsverða athygli, en undanrásir vom fyrir hádegi á laugardag og úrslit og seinni sprett- ir í skeiði og brokki fyrir hádegi á sunnudag. Var þetta mjög athyglis- verð tilraun sem gaf góða raun. Fjöldi manns fylgdist með kappreið- unum báða daga, tímar voru góðir og töluverð spenna. Bróðurparturinn af verðlaunafénu fór að Skarði í Landsveit, en hestar frá þeim feðgum, Guðna og Kristni, vora í fyrstu sætum í öllum hlaupa- greinum. Virðast Skarðshestamir vera einráðir í hlaupagreinunum þessa dagana. Hestar frá Keldudal sigraðu í báðum skeiðgreinunum, þeir bræður Leistur og Seifur, sem báðir era undan heiðursverðlauna- hryssunni Nös 3794 frá Stokkhólma. Eftir spennandi keppni hafnaði Neisti frá Gröf í öðru sæti A-flokks-gæðingag knapinn, Herdís Einarsdóttir, hlaut aftur knapa- verðlaun Félags tamningamanna. með 8,43 snemma í keppni A-flokks-gæðinga og var hann tal- inn sigurstranglegur eftir góða frammistöðu á síðasta landsmóti. Ekki gekk þetta þó þrautalaust fyr- ir sig hjá Neista og Herdísi sem sat hann. Klárinn var mjög spenntur og átti Herdís í erfiðleikum með að hemja hann, en þó slapp þetta fyrir horn. Fannst raunar mörgum hof- mannlega gefið fyrir sýninguna og þá sérstaklega fyrir brokkið. Það fór raunar ekki milli mála að þama fór mikill gæðingur sem verðskuldaði að vera ofarlega á blaði. Lengi vel komst enginn hestur nálægt Neista í einkunn, þeir hæstu vora með 8,28. Þegar fór að líða á seinni hluta for- keppninnar kom í hringinn Seifur sæti að undanskildum Neista og Seifi. Freisting frá Bárðartjörn úr 8. sæti í 4., Stjama frá Flekkudal hrapaði úr þriðja sæti í sjöunda, Kveikur frá Keldudal lyfti sér úr 4. í 3. sæti og Eðall og Orri höfðu skipti á 5. og 6. sæti þannig að Orri hafði betur. Áttunda sæti hlaut svo Tappi. Aðeins munaði einum á Seifi og Neista í röðuninni. Munaði þar mestu um röðun dómara númer tvö, en hann vildi setja Neista í 4. sæti sem að mati flestra brekkudóm- ara var hreinasta firra því þessir tveir skára sig svo áberandi úr. Ekki má þó skilja þetta svo að það sé endilega skoðun undirritaðs að Neista hafi borið sigurinn því segja má að báðir þessir gæðingar væra vel að sigri komnir svo góðir sem þeir báðir voru. Misræmi áberandi Nokkuð vora dómararnir til um- ræðu meðal mótsgesta og fannst mörgum of mikið misræmi milli þeirra og þá sérstaklega hjá þeim er dæmdu A-flokkinn. Það væri ósanngjamt að halda því fram að dómararnir væru allir sem einn yfir höfuð lélegir, en því er ekki að leyna að of oft sló illilega út í fyrir sumum þeirra. Ekki skal dregið í efa að þeir hafi reynt að sinna sínu hlut- verki eins samviskusamlega og þeim var unnt. Sú spurning stendur eftir hvort dómarar, sem fengnir eru til að dæma á svo mikilvægum mótum, þurfi ekki að undirbúa sig betur en gert er og þá þannig að þeir hittist nokkram sinnum fyrir mótið og reyni að samræma skoðanir og túlkun þannig að keppendur og mótsgestir þurfi ekki að horfa upp á mun sem nemur tveimur eða þremur heilum eins og nú sást. Úrslitakeppni hjá unglingunum Nú í fyrsta sinn á fjórðungsmóti fengu unglingamir að spreyta sig á úrslitakeppni eins og þeir fullorðnu. Voru átta unglingar í úrslitum, sem fóra fram á laugardaginn, og var ekkert annað á dagskrá á meðan. Fengu krakkamir óskipta athygli mótsgesta og var ekki annað að sjá en fólk hefði af þessu góða skemmt- un. Eiga mótshaldararnir lof skilið fyrir að haga þessu á þennan hátt og ungdómurinn vel að því kominn. Gott mót á góðum stað Vafalaust ber flestum, sem á mótinu vora, saman um að þetta mót væri í flesta staði vel heppnað. Dagskráin var létt bæði fyrir áhorf- endur og keppendur. Engan heyrði maður kvarta undan því að ekki væri töltkeppni eða eitthvað annað hafi vantað í dagskrána. Reyndar var talað um það á fúndum fram- kvæmdanefndarinnar á sínum tíma að hafa tölt og gæðingaskeið á dag- skránni sem aukagreinar en horfið var frá því og sú viturlega ákvörðun tekin að ofhlaða ekki dagskrána. Er vonandi að þetta mót verði stefnumarkandi hvað þetta varðar. Melgerðismelar era góður staður fyrir stórmót og kom staðurinn vel út nú eins og áður. Þess má geta að innan fárra daga verður valinn staður fyrir næsta landsmót. Stend- ur valið milli tveggja staða, Melgerð- is- og Vindheimamela, en það er stjóm LH sem tekur þessa ákvörðun. Að endingu er rétt að leiðrétta villu í grein um mótið í Morgun- blaðinu frá 30. júní, þar sem röð á stóðhestum 6 vetra og eldri hafði misraðast í upptalningu þannig að Sólfaxi 1009 frá Reykjarhóli var talinn upp á undan Seifi 1026 frá Sauðárkróki, reyndar vora rétt núm- er framan við nöfn hestanna. Einnig hafði misritast aðaleinkunn Sólfaxa sem er 7,94 en ekki 7,84 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Verðlaunahestar í B-flokki gæðinga frá vinstri: Sigurvegarinn Aron og Birgir, Bylur og Sigurbjörn, Jörfi og Gunnar, Björn og Krapi, Spök og Helgi, Tvistur og Einar, Sylgja og Jóhann og Háfeti og Skúlí. Að lokinni verðlaunaafhendingu unglinga í eldri flokki, frá vinstri talið: Sigurvegar- inn Heiðdís Smáradóttir á Drottningu, Órn Ólason á Klúbbi, María Höskuldsdottir á Drífu, Eiður Matthíasson á Hrímni, Halldór Þorvaldsson á Sleipni, Jón Sigmarsson á Randver, Sigurjón Skúlason á Þyt og María Jespersen á Hálegg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.