Morgunblaðið - 04.07.1987, Page 22

Morgunblaðið - 04.07.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Danska kaffivélin sem skilar hlutverki sýnu með prýði, þótt hún kosti aðeins 100 þúsund krónur. Ríkisútvarpið: Ný kaffivél spar- aði hálfa milljón Kaffivél sem kostaði 625 þúsund þótti of dýr „ÞEGAR okkur varð ljóst verð kaffivélarinnar kom aldrei til greina að Ríkisútvarpið keypti hana og henni hefur því verið skilað,“ sagði Hörður Vil- hjálmsson, formaður bygging- arnefndar nýja útvarpshússins þegar Morgunblaðið leitaði staðfestingar á að þangað hefði verið keypt kaffivél fyrir 624 þúsund krónur. „Það sáu að vísu margir eftir könnunni sem var búin að vera hér í viku. En þetta leyfum við okkur ekki hér. Svo einfalt er það. Við höfum nú fengið aðra sem kostaði 80 þúsund krónur," sagði Hörður. Umrædd kaffívél er svissnesk að gerð, tölvustýrð og malar kaffi í hvem bolla fyrir sig. Vélar af þessu tagi eru á nokkrum veit- ingahúsum. En vélin sem Ríkisút- Morgunblaðið/Sverrir Svissneska tölvustýrða kaffivélin, sem forráðamönnum Ríkisút- varpsins þótti of dýr. varpið keypti í staðinn er að sögn hlutverki sínu með prýði, jafnvel Harðar sjálfvirk, dönsk og skilar þótt hún sé hálfri miljón ódýrari. Morgunblaðið: Emilía B. Bjömsdóttir. Þeir sem hafa staðið að undibúningi kynningarinnar fyrir hönd íslands talið f.v.: Sigurður Pálsson rit- höfundur, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Pétur Thorsteinsson sendiherra, Kristinn Hallsson deildars- érfræðingur í menntamálaráðuneytinu, Stefán L. Stefánsson blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins og Stefán Snæbjörnsson arkitekt. Á myndina vantar Gunnar Kvaran og Guðbrand Gíslason. Norræn menning í Vigdís Finnbogadóttir opnar fyrstu sýninguna Samið um sölu á síld til Svíþjóðar Obreytt magn og verð KYNNING á norrænni menningu hefst i Japan í haust. Ráðgert er að fyrsta sýningin verði opnuð um miðjan september og mun forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, opna sýninguna. Þessi kynning í Japan er framhald af kynningarátaki sem hófst með sýningunni “Skandinavia today“ í Bandaríkjunum árið 1982. Að sögn Kristins Hallssonar, deildarsérfræð- ings í menntamálaráðuneytinu, tókst sú sýning mjög vel og ákváðu ríkistjómir Norðurlanda af efnt yrði til svipaðrar kynningar í Japan. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, mun opna fyrstu sýn- inguna í september og halda blaðamannafund þar sem allt verk- efnið verður kynnt. Auk Vigdísar munu Karl XVI Gústaf Svíakonung- ur, Friðrik krónprins Dana, Harald- ur krónprins Noregs og Sonja krónprinsessa verða viðstödd opnun sýninga ásamt ráðherrum utanrík- is- og menntamála og sendiherrum. Sýningar verða ellefu talsins og munu íslenskir listamenn taka þátt í sýningum á nytjalist, listhönnun- arsýningum, myndlistarsýningum, tónleikum, bókmenntakynningum, kvikmyndahátíð og kynningu á bama- og unglingabókmenntum. Af hálfu íslands verða verk eftir eftirtalda listamenn og hönnuði: Á nytjalistarsýningum: Sigrún Ein- afsdóttir, Sören S. Larsen, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Sigurlaug Jóhann- esdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Aldís Jóhannsdóttir, Hulda Jóseps- dóttir, Aðalheiður Skarphéðinsdótt- ir, Þórdís Zöega, Pétur B. Lúthersson, Valdimar Harðarson, Gunnar Magnússon, Sveinn Kjarv- al, Markús B. Þorvaldsson, Pétur Th. Pétursson og Pétur Tryggvi Hjálmarsson. Auk þess verða verk fráfyrirtækjunum Álafoss og Glit. Á listhönnunarsýningum eiga verk Ásgerður Búadóttir, Guðný Magnúsdóttir, Jens Guðjónsson, Jónína Guðnadóttir, Leifur Breið- fjörð, Ragna Róbertsdóttir 'og Steinunn Þórarinsdóttir. Á myndlistarsýningum verða verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Helga Þorgils Friðjónsson og Gunn- ar Om Snorrason og á kynningu á norrænni nútímatónlist verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Karólínu Eiríksdóttur, Áskel Másson og Þor- stein Hauksson. Einar Jóhannes- son, klarinettuleikari, verður þátttakandií þessari kynningar- starfsemi fyrir hönd íslands. AÐ undanförnu hafa staðið yfir samningaumleitanir við samtök sænskra síldarinnflytjenda um fyrirframsölu á saltaðri Suður- landssíld frá komandi vertíð. Samkomulag hefur nú tekist um svipað heildarmagn og selt var til Svíþjóðar á sl. ári. Sænska Japan Svava Jakobsdóttir verður full- trúi Islands á bókmenntakynningu en jafnframt verður gefið út norr- ænt smásagnasafn þar sem birtast sögur eftir Halldór Laxness, Guð- berg Bergsson og Svövu Jakobs- dóttur. Kvikmyndin “Útlaginn" eftir Ágúst Guðmundsson verður sýnd á kvikmyndahátíð og tónverkið “Choralis" eftir Jón Nordal verður flutt á hátíðartónleikum. Utanríkisráðuneytið og mennta- málaráðuneytið hafa í samráði við fulltrúa íslenskra listamanna staðið að efnisvali og skipulagningu ásamt japönskum samstarfsaðilum. Krist- inn Hallsson tjáði Morgunblaðinu að Pétur Thorsteinsson, sendiherra íslands í Japan, hefði sýnt verkefn- inu mikinn áhuga og orðið að miklu liði við skipulagninu þessa kynning- arátaks. krónan hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadollar um 14% frá sama tíma og í fyrra. Frá þessu er greint í fréttabréfi Sildarút- vegsnefndar til síldarsaltenda. í fyrra voru seldar til Svíþjóðar um 22 þúsund tunnur af mismun- andi tegundum af hausskorinni og slógdreginni síld og 8 þúsund tunn- ur af mismunandi tegundum af ferskskornum flökum. Hluti af hausskornu síldinni var flakaður fyrir Svía á tilraunastöð SÚN eftir að síldin var fullverkuð og lauk lest- un á þeirri síld í apríl síðastliðnum. Heildarsalan til Svíþjóðar frá síðustu vertíð samsvaraði um 35 þúsund tunnum af hausskorinni og slógdreginni sfld eða sem svarar til rúmlega 45 þúsund tonnum af heil- saltaðri sfld og var um 40% sölu- aukning frá árinu á undan. Árekstur við Ananaust HARÐUR árekstur varð á mótum Ánanausta og Mýrargötu í gær- morgun og var einn maður fluttur á slysadeild. Fólksbifreið var ekið norður Ána- naust um kl. 10.40 í gærmorgun. Við Mýrargötu var sendibifreið ekið í veg fyrir hana og varð af harður árekstur. Ökumaður fólksbifreiðar- innar var fluttur á slysadeild, meiddur á höndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.