Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 23 Lúðrasveit Reykjavíkur: Elsta lúðrasveit Islands 65 ára LÚÐRASVEIT Reykjavíkur er 65 ára um þessar mundir, en hún var stofnuð 7. júlí 1922. Lúðra- sveitin varð til við samruna tveggja félaga, Hörpu, stofnuð 1910, og Gígju, stofnuð 1915. Amerískar sígarettur; Hækkaum 3 krónur REYNOLDS-sígarettur, Winst- on, Salem og Camel, hækkuðu í verði um 2,6% frá og með 1. júlí sl. sem þýðir að sígarettupakkinn hækkaði úr 115 krónum í 118 krónur. Höskuldur Jónsson, forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ástæða hækkunarinnar nú væri hækkun á innkaupsverði. Höskuldur sagði að tóbak frá Scandinavian Tobaceo, svo sem London Docks, Bacatello og Fauna-vindlar, hefði einnig átt að hækka um 5 1/2%, en sökum geng- issigs dönsku krónunnar hefði sú hækkun ekki komið til fram- kvæmda. Þá hefði innkaupsverð á Harveys-sherrýi, sem flutt er inn frá Bretlandi, lítillega hækkað, en ákveðið hefði verið að bíða með hækkun á því. Áður hafði Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur (stofnað 1876) starf- að um fjörutíu ára skeið. Stofnendur Lúðrasveitar Reykjavikur voru 31. Fyrsti stjórn- andi hennar var þýski homleikarinn Otto Bötcher. Hljómskálann byggði Lúðrasveit Reykjavíkur 1922—1923, en hann hefur síðan verið æfingastaður sveitarinnar. Hljómskálinn, hús, sem allir sem Reykjavík gista veita athygli, var fyrsta húsið og ennþá eina húsið sem reist hefur verið á íslandi fyrir tónlistarstarfsemi ein- göngu. Þar var Tónlistarskólinn í Reykjavík til húsa fyrstu 15 árin, en hann var stofnaður að frum- kvæði lúðrasveitarmanna sem þá lutu stjóm dr. Páls ísólfssonar. Þeir sem lengst hafa stjórnað Lúðrasveit Reykjavíkur em auk dr. Páls, Karl 0. Runólfsson, Albert Klahn og Páll Pampichler Pálsson, en fjölmargir aðrir hafa komið þar við sögu í lengri og skemmri tíma í senn. Núverandi stjórnandi er Róbert Darling, fæddur á Eng- landi, en giftur íslenskri konu og hefur verið búsettur á Islandi um árabil. Markmið Lúðrasveitar Reykja- víkur hefur verið frá upphafi að vinna að eflingu tónlistarlífs og stuðla að kennslu á blásturshljóð- færi. Starfsemin hefur að sjálf- sögðu að mestu verið bundin við Reykjavík, en LR hefur jafnframt leikið á ýmsum stöðum um land allt, m.a. í öllum kaupstöðum og sýslum landsins g mörgum kaup- túnum. Þrisvar hefur LR farið í tónleikaferðir til útlanda. Til Fær- eyja 1964, til Kanada og Banda- ríkjanna 1972 og til Kanada 1975. í sumar verður enn haldið til Kanada og Bandaríkjanna. Sveit- inni hefur boðist að taka þátt í Islendingadeginum á Gimli 2. og 3. ágúst, sem í ár er um leið 100 ára afmælishátíð Gimlisveitar. Auk þess að leika á Gimli mun lúðra- sveitin ferðast og leika í byggðum Vestur-íslendinga í Manitoba, Ont- ario og Norður-Dakota. Þetta verður þriggja vikna ferð og þátt- takendur um 50, þar af 30 hljóð- færaleikarar. Milli félaga í Lúðrasveit Reykjavíkur og Vestur- íslendinga á Gimli og víðar hefur myndast góð vinátta og er ekki að efa að móttökur vestra verða höfð- inglegar að vanda. (Fréttatilkynning) Lúðrasveit Reykjavíkur á tröppum Höfða. Ný soðkjarnatæki hjá SR á Raufarhöfn Raufarhöfn. VERIÐ er að ganga frá nýjum soðkjarnatækjum hjá SSldarverk- smiðju ríkisins á Raufarhöfn. Soðtækin voru framleidd hjá Hetland Progess í Bryne í Nor- egi. Til þess að þau kæmust fyrir í soðhúsinu sem gömlu tækin voru fyrir í þurfti að hækka húsið ,um sjö metra þannig að það er nú tíu metra hátt. Þessi tæki eiga að vera mjög fullkomin og eiga að vera komin í gagnið fyrir komandi loðnuvertíð, einnig er bætt við tveim skilvindum í lýsishús verksmiðjunnar. Ýmsar endurbætur og breytingar fara fram á löndunarbúnaði og vinnslu- línu verksmiðjunnar. Verkefnis- stjóri er Stefán Örn Stefánsson verkfræðingur. Við þessi verk vinna nú ellefu aðkomnir fagmenn íslenskir og norskir ásamt heimamönnum. Helgi Farðu í frí með fyrirhyggu! MARGRA VIKNA MIDI AFSLOPPUNIN ER ALGJÖRU HÁMARKI. Milljónavinningurinn síðasta laugardag, tæplega 2 milljónir króna, hafnaði óskiptur hjá heppinni konu á Sauðárkróki. IfynníngafÖjónustan/SjA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.