Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 ERLENT (upprunalegar) kosningareglur stjómarinnar væru „ í samræmi við stjómarskrána". Síðastliðinn miðvikudag staðfesti Bandaríkjastjóm að hún myndi að- eins veita landinu áætlaða efna- hagsaðstoð, sem nemur um 100 milljónum Bandaríkjadala, ef lýð- ræðislegar reglur yrðu hafðar í heiðri í kosningunum. Haiti-menn bjuggu við harðstjóm Duvalier- feðganna í nær þijátíu ár. Örlög innflyljenda Eftirlitsmenn hjá jambrautarfélagi sjást hér virða á hliðarspor og fólkið þoldi ekki bið í allt að 50 fyrir sér muni ólöglegra innflytjenda frá Mexikó sem gráðu hita. Aðeins einn lifði af en honum tókst að köfnuðu í brautarvagni í fyrradag. Vagninum hafði bijóta upp gat, sem sést á myndinni, og fékk þann- verið lokað að utan af aðstoðarmanni fólksins en ig frískt loft. svo vildi til að vegna bilunar var vagninum ekið inn Reuter Haiti-maður í miðborg Port-au-Prince fleygir steini en skotmark- ið sjáum við ekki. í baksýn er brennandi strætisvagn. Haiti: Allsherjarverk- fall lamar landið Port-au-Prince, Reuter. ENDA þótt bráðabirgðastjóm Haitis hafi látið undan kröfum stjóraarandstæðinga þess efnis að hlutlaus nefnd, en ekki ríkis- stjórnin, hefði umsjón með komandi þingkosningum hefur allsheijarverkfalli enn ekki verið aflétt. Aðeins örfá fyrirtæki eru opin í höfuðborginni, Port-au- Prince, og svipað ástand ríkir i öðrum borgum. í óeirðum undanfama daga hafa tólf manns verið skotnir af her- mönnum stjómarinnar. í liði stjóm- arandstæðinga eru verkalýðsfor- ingjar, prestar og pólitískir foringjar og krefjast þeir afsagnar stjómarinnar. Upplýsingamálaráðherrann, Jacques Lortie, sagði af sér í fyrri- nótt. Hann olli miklum úlfaþyt í síðustu viku er hann sagði á frétta- mannafundi að engu skipti hvort Eiginkona fær að fara Moskvu, Reuter. GRÚSÍSKI andófsmaðurinn Tengiz Gudava sagði í gær, að konu sinni hefði loksins verið leyft að fara frá Sovétríkjunum ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Gudava, móðir hans og bróðir fengu brottfararleyfi fyrir nokkru en Marinu, ófrískri eiginkonu Gudava, var hins vegar meinað að fy*Sa manni sínum. Hefur fjölskyldan síðan átt í miklu stappi við sovésk stjóm- völd og m.a. efnt til mótmæla fyrir framan vegabréfaskrifstofur rfkisins í Moskvu. Tengiz Gudava, sem er 33 ára gamall, var sleppt úr fangeisi í apríl sl. en hann er tónlistarmaður að at- vinnu og var félagi í forboðnum samtökum, sem fylgdust með hvemig sovésk stjómvöld stóðu við ákvæði Helsinki-sáttmálans. Var hann dæmdur fyrir „andsovéskan áróður“. Noregur: Viðskipta- bann á Suð- ur-Afríku Sovétríkin: Ætluðu í loftbelg yfir Atlantshafið London, Reuter. Belgfararnir Richard Branson og Per Lindstrand voru þrekaðir en ómeiddir, þegar þeim var bjargað úr sjónum í gær, en þeir neyddust til þess að stökkva úr heitaloftsbelg sínum, Virgin Atl- antic Flyer, þegar þeir áttu aðeins skamma leið eftir til Bret- landseyja. Flugferð þeirra frá Maine í Bandaríkjunum hafði þá staðið yfir í hálfan annan sólar- hring. Loftbelgurinn er hinn stærsti, sem smíðaður hefur verið og var 60 metra hár. Það tók vel á aðra klukkustund að hita loftið nógu mikið til þess að belgurinn hæfí sig á loft. Steig hann síðan mjög hratt og var kominn í rúmlega 30 þúsund feta hæð klukkustundu eftir flug- tak. Gerðu belgfaramir ráð fyrir allt að þriggja sólarhringa ferða- lagi, en þeir fengu strax mjög góðan meðbyr og miðaði áfram með nær 200 km hraða á klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn, sem flogið er yfír Atlantshafíð í loftbelg af þessari tegund, þ.e. heitaloftsbelg. Aður hefur mönnum tekist að fljúga austur yfír hafíð í helíumbelg. Branson er 36 ára milljónamær- ingur. Hann er eigandi Virgin- hljómplötufyrirtækisins og Virgin-flugfélagsins, auk margra annarra fyrirtækja á sviði fjölmiðl- unar. Samferðamaður hans, Per Lindstrand, er loftbelgjasmiður og sænskur að þjóðemi. Belgfaramir höfðu ekki verið lengi á lofti þegar þeir höfðu sett met í langflugi á heitaloftsbelg. Gamla metið var 1.469 kílómetrar og hafði verið sett í flugi milli staða í Bandaríkjunum. Belgfaramir höfðust við í þröngri og óupphitaðri kúlu, sem hékk neð- Washington, Reuter. PAUL Kelley hershöfðingi, sem nýlega lét af störfum sem yfir- maður landgöngnliðssveita bandaríska flotans, gaf þá allsér- stæðu skýringu á framferði landgönguliðanná, sem uppvísir urðu að aðstoð við erlenda njósn- ara í bandariska sendiráðinu i Moskvu í vetur, að uppeldi þeirra væri um að kenna. Kelley sagði að helmingur banda- rískra mæðra væri útivinnandi „og það þýðir að fjölmörg böm fá ekki sama uppeldi á heimili sínu og okk- ar kynslóð. Þess í stað er siðferði- legu uppeldi þeirra stjómað af einhverri ósýnilegri, nafnlausri bamavemdarstofnun. “ Sex landgönguliðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa sængað hjá sovéskum konum og hleypt útlend- um njósnurum inn í sendiráð Bandaríkjamanna í Moskvu, sá síðasti í gær. Kærur hafa verið látn- ar niður falla á hendur tveimur þessara manna vegna skorts á sönnunum. an í belgnum. Nutu þeir leiðsagnar veðurfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi meðan á fluginu stóð. Afrek þeirra Branson og Lindstrand þykir markvert. Margir hafa reynt að fljúga yfír Atlantshafíð í heita- loftsbelg og enn aðrir eru með áform um flug af þessu tagi. Urðu þeir félagamir til dæmis aðeins nokkrum dögum á undan frönskum belgfara, sem hugðist verða fyrstur til að vinna afrekið. Reuter Belgfararnir Per Lindstrand (t.v.) og Richard Branson ræða við blaðamenn. Alþjóðlega skipa- skráningin tekur formlega til starfa Verkalýðsfélög í Bergen efndu til mótmæla opnunardaginn Ósló. Frá Áslaugu Þormóðsdóttur, fréttaritara MorgunblaðHÍns. Njósnamálið í Moskvu: Uppeldinu um að kenna? ALÞJÓÐLEGA norska skipa- skráningin, NIS, var formlega opnuð í Bergen hinn 1. júlí sl. Yfir 80 skip eru þegar komin á skrá hjá stofnuninni, en fyrsta skipið var Ms. Troness, sem hing- að til hefur siglt undir fána Panama. Verkalýðsfélögin í Bergen höfðu i frammi mótmæli fyrir utan þinghúsið i bænum opnunardaginn og voru slagorð þeirra „Án samningsréttar — nei við NIS“. Norsk skipafélög kepptust um að verða fyrst til að skrá skip hjá Alþjóðlegu norsku skipaskráning- unni, og hafa yfir 80 skip, samtals um 4,8 milljón tonn, þegar verið skráð í bækur stofnunarinnar. Með stofnun skipaskráningarinnar von- ast stjómvöld til þess, að norsk skipaútgerð verði samkeppnisfær á ný, en undanfarin ár hefur kaup- skipum fækkað verulega vegna mikils útgerðarkostnaðar. Norski kaupskipaflotinn var kominn niður í um 10 milljónir tonna — eða að- eins tíunda hluta þess, sem var fyrir um áratug — þegar ákveðið var að ráðast í stofnun NIS. Norskir farmenn, sem eru um 15.000 að tölu, hafa verið uggandi um, að atvinnuleysi ykist að mun í þeirra röðum með tilkomu skipa- skráningarinnar, þar sem útgerðum verður nú heimilt að ráða skips- hafnir hvar sem er í heiminum. Bergen var fánum skreytt á opn- unardegi NIS, bæði við höfnina og inni í miðborginni, en fyrir utan þinghúsið stóðu félagar í verkalýðs- félögum og báru félagsfána sína með áfestum svörtum sorgarslæð- um. Stjórnvöld fullyrða, að NIS muni gera strangar kröfur um öryggi á skipum, sem skráð verða hjá stofn- uninni, svo og um grundvallarrétt- indi, launakjör og aðbúnað áhafna. Osló. Reuter. VIÐSKIPTI Norðmanna við Suð- ur-Afríku drógust saman um rúm 75% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, að þvi er tilkynnt var í Osló í gær. Norska þingið samþykkti í mars- mánuði að setja viðskiptabann á Suður-Afríku og gildir það frá 20. júlí. Fynrtæki hafa þó frest fram í september til að ganga frá sínum málum við viðskiptaaðila í Suður- Afríku og Namibíu. Ríkisstjóm Verkamannaflokksins hefur lýst því yfír að þó viðskiptin séu ekki mikil og skipti ekki máli fyrir efnahag S-Afríku, þá sé um að ræða pólitíska yfírlýsingu og fordæmingu á stefnu stjómvalda í Pretóríu varð- andi blökkumenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.