Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, 'LAÚGARDAGUR' U JÚLÍl&^ Morgunblaðið/Bjami Biðröðin við Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur aldrei verið lengri en í gær, en frá kl. 8.00 um morgunin til kl. 15.00 munu hafa hátt i 900 manns komið með bíla sina til skoðunar. Skoðunarmenn Bifreiðaeftirlitsins í sumarfrí til 10. ágúst: Hátt á annað hundrað bifreiðar biðu skoðun- armanna í gærmorgun Morgunblaðið/Sverrir Bílaröðin við Bifreiðaeftirlitið virtist endalaus. Fjórfalt fleiri bifreiðar skoðaðar- 900 manns komu í Bifreiðaeftirlitið „Óhætt er að segja að það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur,“ sagði Rúnar Guðmanns- son, umdæmisstjóri hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins, í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá var lokadagur skoðunar fyrir sum- arfrí starfsmanna Bifreiðaeftir- litsins sem stendur til 10. ágúst nk. Opið hús eldri borgara Veitingahúsið Sigtún er frá 1. júlí opið ejdri borgurum á laug- ardögum. í fréttatilkynningu frá Sigtúni kemur fram að opið hús eldri borgara er frá klukkan 14 til 22.30. Rúnar sagði að byrjað hefði ver- ið að skoða bifreiðar með skrásetn- ingamúmerunum 1 og upp í 50.000 í febrúar sl., en fólk hefði tekið afar seint við sér og í gær hefðu fjórfalt fleiri bílar verið skoðaðir en venjulega. „Það biðu hátt 'annað hundrað bílar þegar við mættum í vinnuna kl. 8.00 og alltaf bættist við jafnt og þétt þangað til við lok- uðum kl. 15.00. Það var orðið hreint öngþveiti hér.“ Afram verður opið í Bifreiðaeftir- litinu fyrir umskráningar og nýskráningar. „Ég held samt að fólk þurfi ekki að óttast um að númerin verði klippt af bílum, sem ekki hafa verið skoðaðir, vegna þess ástands sem nú ríkir hjá Bif- reiðaeftirlitinu enda var það alls ekki meining okkar að fólk yrði látið líða fyrir það,“ sagði Rúnar. Yfír sumarleyfistímann hefur yfír- leitt mjög verið dregið úr þjónustu í Bifreiðaeftirlitinu, en aldrei alveg verið lokað fyrr en nú, sökum sparn- aðarráðstafanna. í fyrra voru í fyrsta sinni sendar út aðvaranir til þeirra bifreiðaeigenda, sem ekki höfðu mætt með bíla sína til skoð- unar. Í ár var hinsvegar fallið frá þeirri hugmynd til að spara enn frekar, en þess í stað auglýst í dag- blöðum. Rúnar sagði að þeir bifreiðaeig- endur, sem ættu eftir að láta skoða, gætu haldið áfram að aka á bílum sínum án þess að vera truflaðir, að minnsta kosti af hálfu Bifreiðaeftir- litsins. Hinsvegar myndi hann ekki sverja fyrir lögregluna ef bílar væru ekki í góðu ásigkomulagi. Fundur var haldinn í dómsmála- ráðuneytinu í gær þar sem mættir Látúnsbarkinn val- inn á sunnudagskvöld LÁTÚNSBARKI ársins 1987 verður valinn sunnudagskvöldið 5. júlí. Athöfnin fer fram í Tívolí- garðinum í Hveragerði og verður kenni sjónvarpað beint. Keppendur verða átta talsins og hefur hver þeirra verið valinn Lát- únsbarki síns kjördæmis. Sigurveg- ari hvers kjördæmis var valinn af fimm manna dómnefnd á hveijum stað á tónleikum Stuðmanna í maí og júní. Þau sem keppa til úrslita eru Málfríður Hjaltadóttir fyrir Vest- firði, Guðjón Jónsson fyrir Vestur- land, Gígja Sigurðardóttir fyrir Austfírði, Margrét Stefánsdóttir fyrir Norðurland vestra, Ólöf Sigríður Valsdóttir fyrir Norðurland eystra, Bjarni Arason fyrir Suður- nes og Bergþóra Guðmundsdóttir fyrir Reykjavík. Dómnefndir verða í hvetju kjör- tlæmi en auk þeirra verður aðal- dómnefnd í Tívolígarðinum og hafa atkvæði hennar tvöfalt vægi á við atkvæði hinna dómnefndanna. í aðaldómnefndinni sitja Garðar Cortes, Jónas R. Jónsson, Sonja B. Jónsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir og Kristján Gunnarsson. Tívolí er öllum opið á sunnudags- kvöldið og hefst skemmtunin kl. 20.30. Sjónvarpsútsendingin hefst um kl. 21 og verður dagskránni útvarpað samtímis. Ung kona ásamt djöfulóðum kærasta. Lit* <A LmUmAÍMMUh 1 1 | 1 |2 1 3 1 < 1 5 16 I 7 8 í 9 10 stig stig 3tig stig stig stig stig stig stig stig 1. Málfrióur Hjaltadóttir Vestfiróir 2. Guðjón Jónsson Vesturland 3. Gígja Siguróardóttir Austfiróir 4. Margrét Stefánsdóttir Norðurland Vestra 5. Ölöf Sigriður Valsdóttir Noróurland Eystra 6 . Bjarni Arason Reykjanes 7. Herraann ölason Suðurland 8. Bergþóxa Guömundsdóttir Reykjavik Hér gefst sjónvarpsáhorfendum, og öðrum áhugasömum, tækifæri til þess að gefa keppendum stig og velja sinn eiginn Látúnsbarka. voru auk Hjalta Zóphaníassonar skrifstofustjóri, forsvarsmenn Bif- reiðaeftirlitstins og umferðardeildar lögreglunnar. Arnþór Ingólfsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveð- ið hefði verið á fundinum að lögreglan myndi áfram sinna þess- um málum eins og hingað til með öryggisgæslu í huga. Djöfulóður kærasti í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ sýnir um þessar mundir bandarísku gamanmynd- ina Djöfulóður kærasti (My Demon Lover). í fréttatilkynningu frá Laugarás- bíói segir að myndin fjalli um unga konu sem verður ástfangin af óvenjulegum manni. Hann er óvenjulegur að því leyti að ef hann hrífst af konu breytist hann í óarga- dýr. Inn í ástarsögu parsins blandast saga af morðingja sem gengur laus °g ógnar lífi kvenna í borginni. Leikstjóri myndarinnar er Char- les Loventhal og með aðalhlutverk fara Scott Valentine og Michelle Little. GENGIS- SKRÁNING Nr. 121 - 2. júlí 1987 Kr. Kr. Toll- Eio.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,020 39,140 38,990 St.pund 62,998 63,192 64,398 Kan.dollari 29,392 29,483 29,108 Dönsk kr. 5,6073 5,6246 5,6839 Norsk kr. 5,8061 5,8240 5,7699 Sænsk kr. 6,0897 6,1085 6,1377 Fi.mark 8,7469 8,7738 8,8153 Fr. franki 6,3745 6,3941 6,4221 Belg. franki 1,0244 1,0276 1,0327 Sv. franki 25,5283 25,6068 26,7615 Holl.gyllini 18,8594 18,9174 18,9931 V-Þ. mark 21,2388 21,3042 21,3996 ít. líra 0,02934 0,02943 0,02962 Austurr.sch. 3,0213 3,0306 3,0412 Port. escudo 0,2719 0,2728 0,2741 Sp. peseti 0,3072 0,3081 0,3064 Jap.yen 0,26317 0,26398 0,27058 Irskt pund 56,899 57,074 57,282 SDR (Sérst.) 49,8356 49,9891 50,0617 Ecu,Evrópum. 44,0809 44,2105 44,3901 Belg. fr. Fin 1,0209 1,0241

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.