Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar:
1986 árgangurinn af
þorski talinn mjög lítill
Gott árferði í sjónum síðan árið 1983
Ástand umhverfisþátta í sjónum við ísland er einkum metið af gögn-
um sem safnað er allt umhverfis landið að voriagi ár hvert. í heild
sýndu niðurstöður vorleiðangurs 1987 framhald á því góða árferði
sem verið hefur í sjónum við landið siðan í árslok 1983. Mikill gróð-
ur mældist í hlýsjónum vestanlands og út af Vestfjörðum. Fyrir
Norðurlandi gætti áhrifa hlýsjávar austur að Langanesi, nema djúpt
út af Húnaflóa, en þar gætti áhrifa pólsjávar samfara rekís. Fyrir
Norðurlandi var átumagnið sambærilegt við það sem mældist 1985
og meira en bæði 1984 og 1986. Lítil áhrif ferskvatnflæðis við Suð-
ur- og Vesturland og áhrif rekíss og pólsjávar við vestanvert
Norðurland kunna hinsvegar að hefta árangur klaks við Suðvestur-
land og rek seiða inn á norðurmið seinna í sumar.
FVrstu fimm mánuði ársins 1987
voru gæftir betri en sömu mánuði
1986. Hins vegar var þorskafli
bæði árin mjög svipaður. Búist er
við að afli árið 1987 verði um 360
þús. tonn. I veiðinni mun árgangur-
inn frá árinu 1983 vera allt að
'helmingur aflans í fjölda. Meðal-
þyngd þorsks á þessu ári og
kynþroskahlutfall eftir aldri er mjög
svipað og árið 1986.
Nýliðun í þorskstofninn er á þann
veg að árgangar 1983 og 1984 eru
allsterkir, árgangur 1985 er talinn
vera í meðallagi en árgangur 1986
er hins vegar talinn mjög lítili.
Ekki varð vart við neinar göngu
þorsks frá Grænlandsmiðum og
ekki er gert ráð fyrir neinum
göngum þaðan í allra nánustu
. framtíð, enda þorskstofnar þar í
mikilli lægð.
Samkvæmt nýrri úttekt er ástand
þorstofnsins svipað og kom fram í
síðustu skýrslu Hafrannsóknastofn-
unarinnar frá september 1986.
Veiðistofn í ársbyijun 1988 er áætl-
aður 1.160 ús. tonn og hrygningar-
stofn 360 þús. tonn.
Ef veidd verða 400 þús. tonn á
árinu 1988 og 1989 minnkar þorsk-
stofninn um 200 þús. tonn fram til
ársins 1990, en hrygningarstofn
stendur í stað. Við 350 þús. tonna
afla mun veiðistofn haldast óbreytt-
ur 1988 og 1989 en minnka um
10% árið 1990. Hrygningarstofn
mun þó vaxa lítillega. Við 300 þús.
■tonna veiði vex stofninn lítið eitt á
næstu árum. Hrygningarstofn mun
hins vegar vaxa örar og verða um
500 þús. tonn árið 1990, þá munu
veiðidánarstuðlar lækka verulega á
næstu árum. Til þess að ná þessu
marki þarf sóknin í þorskstofninn
að minnka um 20% á ári næstu tvö
árin. Ef stefnt skal að því að stofn-
inn stækki telur Hafrannsókna-
stofnunin æskilegt að afli verði
takmarkaður við 300 þús. tonn árið
1988 og 1989.
Arið 1986 var ýsuaflinn tæp 50
þús. tonn og er gert ráð fyrir að
aflinn árið 1987 verði svipaður.
Veiðistofninn þ.e. fjögurra ára og
eldri ýsa er nú áætlaður 175 þús.
tonn og hrygningarstofninn rúm
105 þús. tonn. Þetta eru svipaðar
niðurstöður og fengust við síðustu
úttekt á ástandi ýsustofnsins árið
1986. Mat á árgangastærð fjögurra
ára ýsu og eldri hefur þannig breyst
lítið, en öðru máli gegnir um ár-
ganginn frá 1985. Sá árgangur
hefur nú verið endurmetinn og er
talinn mjög sterkur. Ennfremur er
árgangurinn frá 1984 allsterkur en
árgangur frá 1985 er sá lang-
stærsti, sem fram hefur komið í tæp
30 ár. Framreikningar á stærð ýsu-
stofnsins fyrir árin 1988 til 1990
sýna að ýsustofninn mun vaxa mjög
ört á næstu árum, sérstaklega eftir
árið 1988. Hafrannsóknastofnuin
leggur því til að aflahámark árið
1988 verði 60 þús. tonn og 70 þús.
tonn árið 1989.
Ufsaaflinn árið 1986 var rúmlega
66 þús. tonn, en gert er ráð fyrir
að árið 1987 verði afiinn 70 þús.
tonn. Athyglisvert er að talsvert
veiddist af þriggja ára ufsa í botn-
vörpu og gæti það bent til þess að
hér væri um stóran árgang að ræða.
I nýju stofnmati er gert ráð fyrir
áþekkri stofnstærð í ársbyrjun 1987
og fram kom við síðustu úttekt
haustið 1986. Ennfremur er gert
ráð fyrir að árgangur 1983 sé stór.
Miðað við þessar forsendur mun
bæði veiðistofn og hrygningarstofn
ufsa fara vaxandi á næstu árum.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
Plöntu-
handbókin
Á SÍÐASTA ári gaf bókaútgáfan
Orn og Orlygur út Plöntuhand-
bókina — Blómaplötur og
byrkningar — eftir dr. Hörð
Kristinsson grasaf ræðing. í
henni voru Ijósmyndir í lit af
meginþorra íslensku flórunnar í
sínu rétta umhverfi.
Plöntuhandbókin hefur frá itpp-
hafí notið vinsæida og er þegar
búið að tvíprenta íslensku útgáfuna.
Fljótlega kom í ljós eftirspum eftir
bókinni á eriendum tungumálum
og því var ráðist í að þýða hana á
ensku. Annaðist höfundurinn þýð-
inguna og naut þar aðstoðar dr.
Jóns Skaptasonar deildarstjóra
Orðabókadeildar Amar og Örlygs.
Hin enska útgáfa Plöntuhand-
bókarinnar ber heitið: A Guide to
Fbwering
Plants and ferns
»f leefamf
Urn óg örlvgur Pnbbshing Houve
the Flowering Plants and Fems of
Icéland. Hún er prentuð í Kassa-
gerð Reykjavíkur en bundin hjá
Amarfelli hf. Hönnun bókarinnar
annaðist Sigurþór Jakobsson.
Hafrannsóknarstofnun telur æskilegt að þorskaflinn verði ekki
meiri en 300.000 tonn árin 1988 og 1989 ef stofninn eigi að stækka.
að sókn í ufsastofninn verði ekki
aukin frekar og að aflahámark árið
1988 verði 75 þús. tonn og 80 þús.
tonn árið 1989.
Karfi sem veiðist á Austur-Græn-
landsmiðum, við Island og Færeyj-
ar, er talinn vera úr sama
stofninum. Karfastofninum hefur
hnignað á undanförnum árum en
nú virðist sem þessi þróun hafí
stöðvast í bili. Nokkur samdráttur
varð í karfaafla íslendinga árið
1986 sem stafar af minni sókn í
karfa. Á árinu 1987 er gert ráð
fyrir að karfaafli verði svipaður og
árið 1986 (85 þús. tonn), nema til
komi meiri háttar breytingar á
sókn.
Niðurstöður úr nýju stofnmati á
karfa em mjög áþekkar og í síðustu
úttekt (1986) en ekki tókst að gera
úttekt á djúpkarfa frekar en áður.
í framreikningum á þróun karfa-
stofnsins næstu árin mun veiðistofn
minnka lítillega við 80 þús. tonna
ársafla árið 1988. Sé miðaið við 60
þús. tonna afla mundi bæði veiði-
og hrygningarstofn stækka 'lítil-
lega.
Mælt er með að afli á djúpkarfa
verði ekki aukinn umfram það sem
veitt hefur verið nokkur undanfarin
ár. Þar sem hlutur djúpkarfa Islend-
inga hefur minnkað, leggur Ha-
frannsóknastofnunin til að áfram
verði dregið úr sókn og að hámarks-
afli á Islandsmiðum árið 1988 verði
75 þús. tonn af báðum karfategund-
um.
Gert er ráð fyrir að grálúðuafli
árið 1987 verði 35 þús. tonn. Við
nýja úttekt á ástandi grálúðustofns-
ins kemur í ljós að nýliðun er hærri
og stofninn stærri, sem byggist á
endurskoðuðu sóknarmynstri eftir
aldri í stofninum. Við 20 þús. tonna
afla mun stofninn vaxa nokkuð og
við 30 þús. tonna afla mun stofninn
vaxa lítillega en við 30 þús. tonna
afla 1988 minnkar grálúðustofninn.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
að leyfílegur hámarksafli Islend-
inga verði 30 þús. tonn árið 1988
og 1989.
Ástand steinbítsstofnsins er talið
gott og því eru ekki gerðar tillögur
um ákveðinn hámarksafla á árinu
1988. Steinbítsaflinn árið 1986 var
rúm 12 þús. tonn og áætlaður afli
árið 1987 er svipaður.
Engar tillögur eru um hámarks-
afla blálöngu, löngu, keilu og
hrognkelsa.
Síldaraflinn árið 1986 var rúm
65 þús. tonn. Sumargotssíldarstofn-
inn var mældur í janúar árið 1987.
Miklu minna mældist af yngri ár-
göngum veiðistofnsins heldur en
búist var við miðað við fyrri mæl-
ingar á stærð stofnsins. Ástæðum-
ar fyrir vanmati á stærð yngri
árganganna felast fyrst og fremst
í óvenjulegri útbreiðslu sildarstofns-
ins árið 1987. Síldin var nú miklu
meira uppi í fjörum en áður og kom
þess vegna illa til skila á dýptar-
mælum rannsóknaskipsins. Vegna
augljóss misræmis milli síðustu
bergmálsmælinga og fyrri mælinga
á stærð síldarstofnsins var ákveðiði
að notast ekki við síðustu mælingar
að þessu sinni. Stofnstærð í árs-
byijun 1987 var fundni með þvi að
framreikna hana frá ársbyijun
1986 opg taka tillit til síldaraflans
á vertíðinni 1986. Samkvæmt þess-
um framreikningum á stofnstærð
leggur Hafrannsóknastofnunin til
að síldaraflinn á haustvertíð 1987
fari ekki yfir 70 þús. tonn.
Heildaraflinn á loðnuvertíð
1986—1987 var 1.332 þús. tonn,
en í janúar 1987 kom í ljós, þegar
kynþroska hluti stofnsins var mæld-
ur aftur við betri skilyrði en um
haustið að óhætt myndi að auka
loðnukvótann frá því sem verið
hafði fyrir. Bergmálsmæling á
ókynþroska loðnu af árgöngum
1984 og 1985 fór fram í janúar/
febrúar 1987. Allmikið var um rekís
á ytri hluta útbreiðslusvæðisins og
þess vegna er árgangurinn frá 1985
talinn verulega vanmetinn. Þar sem
veiðamar á vertíð 1987/1988 munu
að mestu byggjast á þessum ár-
gangi var leitað annarra leiða til
þess að meta stærð hans. Til þess
að framreikna stærð 1985 árgangs-
ins í byijun sumarvertíðar 1987 var
gerður samanburður á stærð loðnu-
árganga eins og þeir hafa mælst
sem eins árs fískur í ágúst og októ-
ber og síðar þegar sömu árgangar
voru tveggja, þriggja og fjögurra
ára gamlir. I samræmi við þessar
niðurstöður er lagt til að leyfilegur
hámarksafli á tímabilinu júlí— nóv-
ember 1987 verði 500 þús. tonn.
Stærð veiðistofns loðnu verður
mæld aftur í október 1987 eins og
venja hefur verið á undanfömum
árum. Að þeim loknum verða settar
fram tillögur um hámarksafla fyrir
seinni hluta 1987—1988 vertíðar-
innar. Ekki em gerðar tillögur um
hámarksafla á sumarvertíð 1988.
Humarveiðamar gengu mjög vel
1986 og varð afli á sóknareiningur
sá mesti síðan 1966. Alls veiddust
2.540 tonn. Gert er ráð fyrir að
aflinn árið 1987 verði 2.750 tonn
en allt bendir til þess að meðalafli
1987 verði svipaður og 1985, þ.e.
nokkru minni en 1986. Hafrann-
sóknastofnunin leggur til að sókn
í humar verði áfram miðuð við kjör-
sókn og leyfilegur hámarksafli árið
1988 miðist við 2.600 tonn.
Heildarafli hörpudisks árið 1986
var 16.500 tonn en hann var rúm
17 þús. tonn árið 1985. Enn sem
komið er hefur lítið verið veitt af
hörpudiski árið 1987 og á sumum
svæuðm ekkert þar sem að megin-
sókn í þennan stofn er síðari hluta
árs. Tillögur um hörpudisksveiðar
á ýmsum svæðum 1988 munu því
verða lagðar fram síðar, þegar
árangur veiðanna og niðurstöður
úr rannsóknaleiðöngrum í septem-
ber liggja fyrir.
Rækjuafli hefur farið ört vaxandi
undanfarin ár sérstaklega eftir að
veiðar á djúpslóð hófust fyrir al-
vöru. Heildaraflinn árið 1986 var
tæplega 36 þús. tonn en var 25
þús. tonn árið 1985. Samdráttur
var í rækjuafla á grunnslóð árið
1986 um 25% eða sem nemur 2.200
tonnum. Aukning rækjuafla á djúp-
slóð árið 1986 stafaði af stækkun
veiðisvæða en auk þess fundust ný
mið út af NA-landi og má rekja
aflaaukninguna að 2/3 hluta til
þessa. Auk þess hefur sóknin farið
vaxandi. Árið 1987 er fyrirsjáanleg
mikil sókn í úthafsrækju. Gert er
ráð fyrir að hámarksafli á rækju á
grunnslóð verði svipaður og var á
árinu 1986.
Nýjustu niðurstöður um ástand
úthafsrækjustofna árið 1987 liggja
ekki fyrir. Stofnmælingar verða
gerðar í fyrsta sinn sumarið 1987.
Að þeim loknum verður gerð úttekt
á stöðu úthafsrækjustofna og settar
fram tillögur um hámarksafla fyrir
árið 1988. Eins og er bendir flest
til þess að afli á sóknareiningu
muni ekki vaxa frá því sem nú er
og raunar minnka enn fremur en
hitt á nýjum svæðum út af NA-
landi. Frekari aukning á úthafs-
rækjuveiðum verður því aðeins að
finnast ný svæði sem ekki hefur
verið veitt á áður.