Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 43 Elín Magnúsdóttir Hátúnum — Minning Fædd 22. júní 1900 Dáin 26. júní 1987 Elín Magnúsdóttir er látin. Hún var fædd og uppalin að Hátúnum í Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu. Foreldrar hennar voru Magnús Þórarinsson, bóndi að Há- túnum, og kona hans, Katrín Hreiðarsdóttir. Þegar Elín ólst upp voru kjör þjóðarinnar kröpp og lífsbarátta erfið fyrir alþýðu. Þetta varð til að móta líf hennar æ síðan. Ráðdeild og sparsemi var henni í blóð borin, þó að hún sæktist aldrei eftir þessa heims gæðum sjálfri sér til handa. En sú birta og gleði, sem hún veitti inn í líf annarra, var auður, sem seint fyrnist þeim, sem nutu. Fjöl- mörg voru þau börn, sem nutu handleiðslu hennar og kærleika. Vináttan hélzt, þó að bömin yxu úr grasi og að lokum hlutu þeirra eigin böm hana í arf. Elín var sam- vizkusöm, svo að af bar og mjög trygglynd. Eitt er víst, að aldrei hefði vafízt fyrir henni svarið við spumingunni „A ég að gæta bróður míns?“ A yngri ámm sínum vann Elín á Landspítalanum um tíma og mun hugur hennar hafa staðið til ljós- móðurnáms, þó að ekki yrði úr því. í störfum hennar þar kom vel í ljós sá eðliseiginleiki, sem einkenndi hana svo mjög, en það var að hlúa og hlynna að öllu lífi. Elín var vel greind og hafði yndi af hvers kyns fróðleik og var svo heppin að halda sjón sinni og heilli hugsun og gat lesið til æviloka. Hún var mjög trúuð kona og las mikið um þau efni. Sérstaklega var henni starf Sálarrannsóknafélags Íslands hugleikið og var hún sann- færð um framhald lífsins að lokinni jarðvistinni. Lengst af átti Elín heimili sitt að Barmahlíð 33 í Reykjavík, en að loknuin starfsdegi hvarf hún aftur á æskuslóðir og settist að á Kirkjubæjarklaustri, en íbúð sína í Reykjavík, aleiguna, gaf hún til byggingar dvalarheimilis aldraðra á Kirkjubæjarklaustri. Á Klaustri undi hún sér vel síðustu árin í ná- munda við nánustu ættingja og sveitina, sem hún unni svo mjög. Undir lokin var hún farin mjög að kröftum og má því ætla, að henni hafi verið hvíldin kærkomin. Nú þegar hún er kvödd, er þakklætið efst í huga fyrir þá gæfu að hafa átt hana að vini. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Grettisson Eftir langa og sólríka daga að undanförnu hér sunnanlands kom mildur regnskúr föstudaginn 26. júní sl. En því minnist ég á þetta, að einmitt þegar dimmdi í lofti og regnið kom þá hringdi síminn og í símanum er Sigríður Þórarinsdóttir, skólasystir mín, að segja mér að frænka sín Elín hafi andast í svefni þá um nóttina. Við áttum gott samtal um þessa góðu konu og um það leyti sem því lauk braust sólin fram og það birti upp. Táknrænt fyrir líf Elínar, iang- ur og bjartur ævidagur liðinn, mildur dauði hennar eins og regn- skúrinn og sólskinið að nýju, eins og eilífðarljósið. Það var fyrsta daginn minn í Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem ég heyrði Elínar fyrst getið. Áður- nefnd skólasystir mín var austan úr Landbroti og við urðum sam- ferða niður í bæ, það barst í tal hvar hún væri til heimilis á meðan á skólavistinni stæði. „Ég bý hjá henni Ellu föðursystur minni uppi í Hlíðum.“ Ég heyrði á raddblænum að það væri alveg sérstaklega gott að vera hjá henni Ellu. Seinna þeg- ar ég kynntist mannkostum hennar, hvernig hún var, glaðlynd, um- hyggjusöm og veitandi, þá skildi ég þetta mætavel. Élín Magnúsdóttir fæddist í Hát- únum í Landbroti, dóttir hjónanna Magnúsar Þórarinssonar, bónda þar, og Katrínar Hreiðarsdóttur. Þar gekk hún fyrstu sporin og með árum og þroska tók hún, ásamt systkinum sínum, þátt í hinum dag- legu störfum og vann af natni og dug, eins og reyndar öll sín störf síðar á ævinni. Átján ára að aidri fór hún til Reykjavíkur í atvinnuleit. Með traustri og hljóðlátri framkomu varð hún fljótt eftirsóttur starfs- kraftur í þeim fjölmörgu þjónustu- störfum sem hún tók að sér. Mörg þekkt fyrirtæki nutu starfskrafta hennar lengi, sum í áratugi, og vildu v ekki án hennar vera, og í gegnum störf sín eignaðist Elín marga af sínum bestu vinum og tengdist þeim sterkum böndum. í Reykjavík átti hún heima mikinn hluta ævi sinnar en þegar árunum fjölgaði og dags- verkinu var að ljúka settist hún aftur að í æskubyggð sinni sem hún unni. Þar vildi hún eyða sínum síðustu dögum og bjó hin allra sein- ustu ár á Klausturhólum 2, Kirkju- bæjarklaustri, í návist ættingja og vina. Eiín giftist ekki og eignaðist eng- in böm en þeir sem til þekkja gleyma ekki því ljúfa viðmóti er hún sýndi öllum þeim börnum sem hún kynntist. Ég minnist þess er ég eitt sinn sá hana skoða lítinn frænda nýfæddan, engin amma hefði getað verið stoltari. Hún gladdist yfir hveijum nýjum ættingja og vini og tók einnig einlægast þátt í sorg og . mótlæti. Hún bjó yfir góðri skap- gerð með kærleiksríku hugarfari og trúartrausti að leiðarljósi. Nú þegar Elín er kvödd hinstu kveðju vil ég og fjölskylda mín þakka ára- langa vináttu og hlýtt viðmót. Við fráfall hennar votta ég ástvinum dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. (E. Ben.) Kristín Jóhannesdóttir Minning: Reynir Guðmunds- son, Nýja-Bæ Vorinu fylgir gróandi og birta, en skammdegið gerði vart við sig í hugum okkar Lionsmanna er formaður okkar, Reynir Guðmunds- son, varð skyndilega heltekinn af þeim sjúkdómi, sem á skömmum tíma leiddi hann til dauða. Reynir var ættaður frá Sauðár- króki. Foreldrar hans voru Margrét Friðriksdóttir og Guðmundur K. Guðmundsson, hann var yngstur þriggja bræðra. Reynir stundaði iðnskólanám er hann kynntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Guðbrandsdóttur, Nýja-Bæ í Borg- arfirði. Hófu þau þar búskap ásamt foreldrum Ölafar. Þeim varð tveggja bama auðið. Guðbrandur fæddist 1966 og Kristinn 1972. Reynir var bóndi af lífi og sál og kom þekking hans á ættum bú- stofnsins sér vel í ræktunarstarfi þeirra. Olla í Nýja-Bæ er landskunn hestakona og naut hún þar stuðn- ings manns síns. I Lionsklúbb Borgarfjarðar gekk Reynir 1980. Þar var kominn góður félagi er ætíð var tilbúinn til starfa. Hann vildi takast á við verkefni og vandamál klúbbsins og var sam- vinnuþýður við að leysa þau og kom sér þá vel hve fjölfróður hann var. Fljótlega var hann kosinn til for- ystu, fýrst sem gjaldkeri, síðan ritari og formannsembætti gegndi hann síðastliðinn vetur, eins lengi og heilsa hans leyfði. Hann var ljúf- ur maður í umgengni, hafði létta lund, prúða og fágaða framkomu. Dauðinn hefur válega borið að garði hjá Ólöfu og sonunum tveim ásamt aldraðri móður Ólafar, megi almættið styrkja þau. F.h. Lionsklúbbs Borgar- fjarðar, Diðrik Jóhannsson. í dag, laugardaginn 4. júlí, er til moldar borinn mætur maður, góður bóndi og sérstakur drengskapar- maður, Reynir Guðmundsson, Nýja-Bæ, Bæjarsveit í Borgarfirði. Útför Reynis er gerð frá Bæjar- kirkju og jarðsyngur séra Ólafur Jens Sigurðsson. Reynir var fæddur 18. júní 1938 og því rétt 49 ára þegar kallið kom þann 22. júní síðastliðinn. Það var um upprisuhátíðina í vor að ég sló á þráðinn að Nýja-Bæ og ræddi við Reyni. Bæði var að við hjónin ætluðum að skreppa í heim- sókn og ég hafði frétt að Reynir hafði kennt sér lasleika og leitað læknis. Við ræddum saman og var þá gott hljóðið í Reyni, en hann hafði þó við orð að hann þyrfti að fara í heimsókn í sjúkrahúsið á Akranesi. Þar kom síðar í ljós að Reynir var haldinn alvarlegum sjúk- dómi og þrátt fyrir bestu meðferð hæfustu lækna og hjúkrunarliðs bæði í sjúkrahúsinu á Akranesi og síðan á Landspítalanum í Reykjavík varð ekki við ráðið. Þegar kallið kom svo óvænt og svo ótímabært sem hér um ræðir, þá setur mann hljóðan. I vorgróandanum um sauð- Fædd 26. september 1896 Dáin 26. júní 1987 Hefurðu glatt nokkurt hjarta í ár? Hefurðu reynt til að grseða mörg sár? Hefurðu bundið um blæðandi und? Brosað með öðrum á gleðinnar stund? Hefúðrðu gefið þeim bágstöddu brauð? Borið fram mikið af kærleikans auð? Léttir þú nokkurs manns lamandi þraut? Leiddir þú nokkum á hamingju braut? (Ljóðabók GG) Margir spyija sjálfa sig þessara spurninga og óska þess að geta svarað þeim játandi. Þegar Gunna frænka á í hlut er auðvelt að finna svörin. Líf hennar einkenndist um- fram allt af kærleika til alls sem lifir, en af hjartans lítillæti hefði hún sjálf aldrei talið sig slíka, þess vegna er gott og þarft að minnast hennar. Guðrún Eiríksdóttir, föðursystir mín, var fædd á Stað í Súganda- fírði árið 1896 og var því á 91. aldursári er hún lést föstudaginn 26. júní á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar hafði hún verið í tæpt ár vegna veikinda en andleg heilsa burðinn og þegar jörðin er komin í sinn fegursta skrúða er hann sem átti svo margt ógert kvaddur brott. Þessi prúði, hógværi drengskapar- maður, sem vildi alltaf svo vel, er ekki á meðal okkar lengur. hennar var hin sama og fyrr. Guð- rún var fjórða í röð sjö bama þeirra Guðfinnu Daníelsdóttur og Eiríks Egilssonar. Nú eru þau systkinin öll horfin til betri heimkynna. Eirík- ur faðir hennar dó árið 1903 og þá flutti Guðfinna með börnin í Botn í Súgandafirði. Hún giftist aftur og þá Guðmundi Halldórssyni frá Önundarfirði og átti með honum einn son. Guðfinna lést í Botni árið 1912. Ævistarf frænku minnar var unnið í næsta byggðarlagi, Önund- arfirði. Þangað flutti hún árið 1919 er hún giftist Hinrik Guðmundssyni frá Görðum. Þau reistu heimili sitt á Flateyri og bjuggu þar til ævi- loka. Hinrik var formaður, verk- stjóri og loks kaupmaður og oddviti. Hann dó árið 1960. Guðrún og Hinrik eignuðust tvö börn, telpu og dreng, sem dó ný- fæddur. Dóttirin, Guðfinna, er gift Greipi Guðbjartssyni. Þau Guðrún og Hinrik ólu einnig upp tvo drengi, Harald Jónsson, sem kvæntur er Gróu Björnsdóttur, og Benjamín Oddsson, sem kvæntur er Guðrúnu Kristjánsdóttur. Guðfinna, Harald- Þegar ég lít til baka finnst mér ekki svo langt síðan við Reynir kynntumst þótt á þriðja áratug sé. Það var þétt handtakið hans þá eins og það var alltaf síðan og bros- ið hans hlýtt og milt sem fylgdi með. Það var 1. desember 1962 sem Reynir gekk að eiga unnustu sína, Ólöfu Guðbrandsdóttur, Þórmunds- sonar þá bónda í Nýja-Bæ. Þau eignuðust tvo syni, þá Guðbrand sem nú er 21 árs og Kristin nú 15 ára, sem eru báðir heima og starfa við búið ásamt móður sinni og móðurömmu, Kristínu Sveinbjarn- ardóttur. Sambúð Ollu og Reynis reyndist traust og haldgóð. Þar var ást og hlýja í fyrirrúmi og virðing fyrir hvort öðru. Það var gott að koma í Nýja-Bæ bæði til Guðbrand- ar og Kristínar og til Ollu og Reynis. Svo gott var það að þau voru beðin að taka elsta barn mitt, Svönu, til sumardvalar og var Svana þar síðan mörg sumur. Fyrir þetta og allt gott í gegnum tíðina er nú þakkað af alhug. ur og Benjamín búa öll á Flateyri og hjá þeim hefur móðir þeirra átt öruggt skjól. Á heimili Guðrúnar og Hinriks bjuggu einnig í tugi ára föðurbróð- ir Guðrúnar og tengdamóðir. Þar voru auk þess margir unglingar í sumardvöl. Starfi húsmóðurinnar var því ærinn en frænka mín stjórn- aði heimilinu af festu og dugnaði. Alltaf gaf hún sér tíma til að sinna gestum og stunda félagsstörf. í kvenfélaginu starfaði hún af sama dugnaði og heima fyrir, og var gerð að heiðursfélaga þar. Að Hinrik látnum bjó Guðrún áfram ? húsi sínu og hóf vinnu í frystihúsinu. Þar vann hún samfellt þar til um áttrætt þótt flestum hefði þótt kominn tími til að hvíla sig eftir erilsama daga. Þegar Reynir var kominn í Landspítalann kom ég til hans nær dag hvem og ræddum við þá margt sem á dagana hafði drifíð. í þessu spjalli okkar glitraði hans sterka lífslöngun þegar hann fársjúkur ræddi um að komast heim aftur og vinna verkin. Þrátt fýrir sterkan vilja og mikinn þrótt fór svo að hans sterka og góða hjarta gaf sig. Þegar barátta Reynis var hvað erf- iðust við hinn skæða sjúkdóm reyndist séra Ólafur Jens góður vin- ur og trúr. Vissi ég að hann dvaldi oft hjá Reyni og var séra Ólafur hjá Reyni við hinstu stund. Blessuð sé minning Reynis Guð- mundssonar sem er mér sérlega kær. Við hjónin vottum öllum í Nýja-Bæ og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Deyr fé dejrja frændur en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Magnús Einarsson Fjarlægðin til næsta byggðarlags yar meiri í minni bemsku en nú er. Ég minnist ávallt þeirrar tilhlökk- unar og gleði þegar pabbi og mamma sögðu okkur krökkunum að nú ættum við að fara í heimsókn til Gunnu frænku á Flateyri. Gleðin minnkaði ekki þegar hún birtist fagnandi í dyrunum eins og við værum að gera henni greiða með heimsókninni. Hennar hlýju orð fýlltu hugann og ótal sætir molar litla lófa, er farið var í skoðunar- ferðir um þorpið eða í beijatínslu upp í hlíð. Þetta vom gleðidagar. Árin liðu og lengra varð milli fjöl- skyldnanna en ættarböndin alltaf jafn sterk og þrátt fyrir strjálar heimsóknir vom móttökurnar á Flateyri alltaf jafn innilegar hjá Gunnu og Hinrik. Hið hýra bros frænku og hinn dillandi hlátur hennar vermir okkur enn, er við þeytumst heimshomanna á milli í leit að þeim friði og þeirri ró sem einkenndi hana. Hún gerði sér grein fyrir að ekkert „er sigurvisst nema þolgæðið". Við systkinabörnin minnumst Guðrúnar Eiríksdóttur með virð- ingu og þökk og vottum börnum hennar og bamabörnum innilega samúð. Með kæm erindi kveð ég þig, góða frænka. Vertu sæl, mér svífur yfir, sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín. (Ól. Andrésd.) Blessuð sé minning Guðrúnar. Ásdís Kristjánsdóttir Minning: Guðrún Eiríks- dóttir, Flateyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.