Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 51 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UJrW'V If tur i/wwi gwn Karl 16. Gústaf Svíakonungnr og fjölskylda hans. Opinber heimsókn konungsins til íslands vakti bréfritara til umhugsunar. Island verði kommgsríki Banna sjónvarp á fimmtu- dögum Kona í Kópavogi skrifar: Nú virðist vera í tísku meðal útvarps- og sjónvarpsmanna að dásama hvern annan og sjálfan sig sem mest þeir mega og líkar mér það ekki alls kostar. Hitt þykir mér öllu verra að þessi plága virð- ist hafa sett sér það takmark að verða eins rækilega samantvinnuð við líf landsmanna og hægt er. Utvarpsgoðin koma nú varla fram nema undir gælunöfnum líkt og hafí þeir þekkt sérhvem lands- mann frá því að þeir hentu frá sér snuðinu og fóru að ganga upprétt- ir. Hvert sem farið er hljómar skarkalinn og þvaðrið í þessum þjóðhetjum níunda áratugarins, í verslunum, strætisvögnum, sund- laugum. Hvergi er friður. Og enn getur vont versnað. Nú telur hæstvirt útvarpsráð að ekk- ert sé nauðsynlegra þjóðinni en að fá þá félagana Mike Hammer og Ingva Hrafn og vini þeirra beint í æð á fímmtudögum líka. Verður þess varla langt að bíða að út- varpsráð álykti að þjóðin geti ekki án sjónvarps verið allan sólarhring- inn. Verður þá án efa einhver velviljaður menntamálaráðherra til að leyfa þjóðinni að borga brú- sann. Lengi lifi frjáls samkeppni á öldum ljósvakans. Ef menn vilja ekki greiða sinn Mike Hammer er alltaf hægt að nota lögtaksréttinn með aðstoð fógeta. Ég skora á alla þá sem enn eiga í fórum sínum svo sem eina óbrenglaða heilafrumu að spyma við fótum. Fyrsta skrefíð verður að fá það sett í lög að banna að sjónvarpa á fimmtudögum. Legg ég til að hið snarasta verði sett á laggimar samtök gegn fjölmiðla- fári sem hafi þetta sem sitt fyrsta baráttumál. Geir skrifar: Koma Karls Gústafs Svíakon- ungs hingað til lands vakti mig til umhugsunar. Það er óneitanlega mun glæsilegra að hafa konung sem fulltrúa lands heldur en for- seta. Ég vil þó taka skýrt fram _að ég hef ekkert á móti forseta ís- lands, henni Vigdísi, og fínnst hún hafa staðið sig mjög vel. En það er einhvem veginn alltaf meiri glæsibragur yfír því þegar kónga- fólk kemur í opinberar heimsóknir heldur en aðrir þjóðhöfðingjar. Ég er viss um að það myndi auka mjög virðingu útlendinga fyr- ir íslandi ef við kæmum okkur upp konungi eða að minnsta kosti drottningu. Það myndi líka auka ferðamannastrauminn og hægt væri að merkja íslenskar útflutn- ingsvörur með alls konar stimplum og merkjum sem gæfu til kynna að þær væru konungum samboðnar líkt og hægt er að sjá á mörgum erlendum afurðum hér á landi. Þar stendur gjaman að hinn eða þessi konungur kaupi þessa vöru. Þetta myndi án efa auka gjaldeyristekjur okkar til muna. Við Islendingar höfðum konung allt til ársins 1944 svo að þetta ættu ekki að verða svo mikil við- brigði. Auk þess fengjum við islenskan konung sem væri auðvit- að mun betra en að hafa útlendan konung. Auðvitað gæti orðið erfítt að finna réttan mann í þetta virðulega embætti og vitaskuld yrði að leyfa núverandi forseta að ljúka kjörtíma- bili sínu. Síðan væri hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrsta konunginn. Sjálfur sting ég upp á Albert Guðmundssyni í þetta emb- ætti. Hann kemur vel fyrir og hefur aflað sér vinsælda erlendis, sérstak- lega í Frakklandi sem myndi koma sér vel í starfí. Aðrir kæmu þó vita- skuld einnig til greina. Þessir hringdu . . Grá og hvít læða Á.R.- hringdi: „Grá og hvít læða tapaðist frá Efstasundi 4 fyrir mánuði. Hún er merkt í eyrað með númerinu R6515. Einnig er hún með rauða hálsól með nafnspjaldi sem á stendur heimilisfang og sími 37396. Vinsamlega hringið í þennan síma ef þið verðið hennar vör. Læðan gegnir nafninu Kittý og stendur það á nafnspjaldinu. Fundarlaun." Illa gengið um Seljahverfi íbúi í Seyahverfi hringdi: „Ég vil koma á framfæri kvört- un vegna sóðaskapar sem mér fínnst vera orðinn allt of mikill í Seljahverfi. Hér eru nú búið að setja upp tvær sjoppur, hamborg- arastað og bakarí og þessu hafa fylgt mikil óþrif. Einhvem tímann var nú haft uppi slagorðið „Hrein torg, fögur borg“ en það er greini- lega liðin tíð. Einstaka sjoppueig- andi hefur reyndar eitthvað verið að myndast við að hreinsa til en það hefur haft lítið að segja. Verst er ástandið á vetuma þegar krakkamir em í skólanum. Það er engin tilviljun hvar þessar sjoppur em staðsettar, rétt hjá skólunum. Enda koma bömin iðu- lega við í þeim á leiðinni til og frá skólanum eða leikfímihúsinu. Annað sem mér liggur á hjarta er varðandi tjöm sem er við elli- heimilið Seljahlíð. Þegar ég byggði hérna í hverfinu var okkur lofað að þama yrði falleg tjöm sem vel yrði gengið frá. Það hefur hins vegar staðið á efndunum og aldrei verið sýnd nein viðleitni í þá átt að gera tjömina að augna- yndi. Ég hef heyrt í samtölum mínum við vistmennina í Seljahlíð, að þeir séu mér sammála. Ég er jafnvel hræddur um að einhveijir geti farið sér að voða í tjöminni enda botninn á henni bara drullus- vað. Ég vinn vaktavinnu og hef því stundum komið að tjörninni um nætur og séð þar andahjón sem virðast una sér vel í kyrrðinni þá en láta aldrei sjá sig á daginn. Ég er viss um að þama gæti þrif- ist blémlegt fuglalíf ef gengið yrði almennilega frá tjöminni. Ef borgarjrfirvöld treysta sér ekki til þess ættu þau að fylla upp í tjömina og slétta svæðið og reyna að ganga betur frá því án tjamarinnar áður en einhver fer sér að voða í tjöminni." Kettlingar fást gefins Bergljót hringdi: Hún situr uppi með fjóra kettl- inga sem em sjö vikna gamlir og hún segir vera mjög fallega, svarta og hvíta. Hún vill gjaman gefa einhveijum þessa kettlinga og em þeir sem hafa áhuga beðn- ir að hringja í síma 73547. Ljót tjöld í Aust- urstræti Vegfarandi hringdi: „Mig langar til að kvarta undan þessum ljótu, bláu tjöldum sem búið er að setja upp í Austur- stræti. Mér finnst þau setja ljótan svip á bæinn, sérstaklega á kvöld- in þegar grindin ein stendur eftir eins og beinagrind af einhverri útdauðri risaeðlu. Það var miklu skemmtilegra eins og það var áður þegar hver sölumaður kom með sitt borð. Það vár miklu per- sónulegra og hlýlegra. Ég er viss um að erlendir ferða- menn sem hingað koma höfðu miklu meira gaman af þeim en þessu. Ég bara spyr: Ætla borgar- yfírvöld að láta þennan ófögnuð standa uppi í vetur?" NÁMSGAGNASTOFNUN Pósthólf 5192 • 125 Reykjavík • Sími 28088 SAMKEPPNIUM RITUN BARNABÓKA Fyrsta hluta í samkeppni Námsgagnastofnunar um gerð lesbóka fyrir byrjendur er nú lokið. Þrjú handrit hlutu verðlaun og verða gefin út. Samkeppnin heldur nú áfram og næsti skiladagur er 15. september 1987. Enn leitar stofnunin eftir efni fyrir yngstu lesendurna, 6 - 7ára börn. Alltaðþrenn verðlaun verða veitt fyrir texta og / eða myndeftíi, að upphæð kr. 30.000 hver. Aukþess getur dómnefnd veitt viðurkenningu fyrir verksem þykja álitleg. Ráðgert er að dómnefnd skili áliti mánuði eftir skiladag hverju sinni. Handritum skal skila tneð tillögum að myndeftú en einn- ig kemur til greina að myndlistarmenn og höfundar texta vinni sattian að samningu. Handrit skulu merkt með dulnefni en nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Námsgagnastofnun áskilursér rétt til aðgefa útþau verk sem verðlaun og viðurkenningu hljóta. Nánari upplýsingar í fjölriti, m.a. um lengd, þyngd, hlut myndefnis og efnissvið, er að finna hjá Ingibjörgu Ásgeirsdóttur, Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og Guðmundi B. Kristmundssyni, Æfinga- og tilraunaskóla K.H.Í. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íóum Moggans! n ii Blaðburðarfólk óskast! AUSTURBÆR Háteigsvegur Bólstaðarhlíð frá 40-56 og 58-68 Hverfisgata frá 4-62 o.fl. Flókagata Úthlíð FOSSVOGUR Goðaland Grundarland UTHVERFI Stóragerði Heiðargerði Háaleitisbraut frá 117-156 Tunguvegur KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut Kópavogsbraut frá 84-113 o.fl. Sunnubraut Birkihvammur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.