Morgunblaðið - 04.07.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
íslandsmótið 1. deild SL-mótið
IBK
í dag kl. 2 á Kaplakrikavelli.
Víðismenn
betri en tókst
ekki að skora
Símamynd/Kristján G. Arngrímsson
• Kristján Kristjánsson skorar sigurmark Þórs f gærkvöidi — sendir knöttinn yfir Hauk markvörð áður
en Arnar Freyr nær að komast fyrir skotið.
Þór
fyrri
vann
Akureyrarslaginn
Akureyri, frá Skapta Hallgrímssynl, blaðamanni Morgunblaðsins.
hægra megin
ÞÓR sigraði í fyrri Akureyrar-
slagnun í 1. deild í ár. Liðið lagði
KA 2:1 á „útivelli" í gærkvöldi.
Leikurinn var dæmigerður fyrir
viðureignir þessara liða, ekkert
gefið eftir; barátta upp á líf og
dauða.
Þórsarar voru betri í fyrri hálf-
leik og það var gegn gangi leiksins
er KA náði forystunni. Áður hafði
Þorvaldur Örlygsson reyndar sko-
tið framhjá úr dauðafæri. Markið
kom úr skyndisókn — Tryggvi óð
upp vinstra megin, glæsileg send-
ing hans rataði á Jón Sveinsson
KA — Þór
1 : 2
Akureyrarvöllur 1. deild, fostudaginn
3. júli 1987.
Mark KA: Jón Sveinsson (34.)
Mörk Þórs: Jðnas Hóbertsson (vfti á
42.), Kristján Kristjánsson (70.)
Guít spjald: Einar Arason, Þór (57.),
Guðmundur Valur Sigurðsson, Þór (78.),
Siguróli Kristjánsson, Þór (87.)
Rautt spjald: Erlingur Kristjánsson,
KA (89).
Áhorfendur: 1.560.
Dómari: Gísli Guðmundsson, 4.
Lið KA: Haukur Bragason 2, Gauti
Laxdal 2, Amar Freyr Jónsson 2, Erl-
ingur Kristjánsson 4, Þorvaldur Örlygs-
son 2, Bjami Jónsson 2, Hinrik
Þórhallsson 1, Tryggvi Gunnarsson 3,
Steingrfmur Birgisson 3, Friðfinnur
Hermannsson 2, Jón Sveinsson 2 (Ámi
Freysteinsson vm. á 77. mfn. lék of
stutt).
Samtals: 25.
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson 2,
Guðmundur Valur Sigurðsson 4, Sigu-
róli Kristjánsson 3, Nói Bjömsson 2,
Kristján Kristjánsson 2, Einar Arason
2, Halldór Áskelsson 4, Júlfus Tryggva-
son 2, Sveinn Pálsson 2, Jónas Róberts-
son 3, Valdimar Pálsson 2.
Samtals: 28.
sem skoraði af
stuttu færi. Vel að markinu staðið
hjá KA-mönnum en Þórsvörnin var
sofandi.
Það var Guðmundur Valur Sig-
urðsson, sem lék mjög vel, sem
fiskaði vítaspyrnuna sem Jónas
jafnaði úr. Hann renndi sér glæsi-
lega í gegnum KA-vörnina, vippaði
boltanum í hönd eins varnarmann-
anna og Gísli gat ekki annað en
dæmt víti. Jónas sendi Hauk í rangt
horn og jafnaöi.
Mátt hefði telja að markið kæmi
á slæmum tíma fyrir KA-menn,
rétt fyrir hlé, en það voru þó þeir
sem voru mun betri fyrsta stundar-
fjórðung seinni hálfleiks. Eftir það
jafnaðist leikurinn. Það var svo úr
skyndisókn sem Kristján gerði út
um leikinn. Jónas Róbertsson gaf
laglega fram völlinn, Kristján var á
auðum sjó en er Arnar Freyr sótti
að honum inni í teig skoraði Kristj-
án yfir Hauk sem kom út úr
markinu.
Þetta var skemmtilegur leikur á
að horfa lengst af. Bæði lið lögðu
allt upp úr því að sigra. KA fékk
opnari færi, Þorvaldur, Tryggvi og
Árni Freysteinsson fengu allir
dauðafæri sem ekki nýttust, en
Þórsarar spiluðu betur úti á velli
og sigur þeirra verður að teljast
sanngjarn.
„Þetta var týpiskur KA og Þórs
leikur — knattspyrnan er ekki endi-
lega í hávegum höfð heldur leikið
meira af kappi en forsjá. En KA
er með mjög gott lið. Hörður
Helgason er búinn að móta verð-
ugan andstæðing og ég er ekki
hissa á að liðið skuli vera búið að
fá svo mörg stig í sumar," sagði
Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs á
eftir. Hörður var ánægður með
leikinn en ekki úrslitin: „Bæöi lið
reyndu að spila góðan fótbolta.
Þórsarar spiluðu þó óþarflega fast
— en bara eins og dómarinn leyfði
þeim. Við fengum tækifæri sem
ekki nýttust og því töpuðum viö,“
sagði hann.
Gísli dómari stoppaði leikinn allt
of mikið þannig að brotlega liðið
hagnaðist á dómunum. Erling varð
hann að reka út af í lokin — hann
stöðvaði sendingu inn fyrir á Kristj-
án með höndunum.
ÞAÐ voru örþreyttir og vonsvikn-
ir Víðismenn sem yfirgáfu leik-
völlinn í Garðinum í gærkvöldi en
Skagamenn máttu hrósa happi
yfir að fara með stig af Suður-
nesjum. Víðir var betra liðið
sérstaklega í fyrri hálfleik en þá
sleppti siakur dómari leiksins
augljósri vítaspyrnu. Grétar Ein-
arsson, sóknarmaður Víðis,
komst einn inn fyrir vörn Skaga-
manna en markvörður þeirra,
sem kom út á móti, braut á Grét-
ari innan vítateigsins en dómar-
inn færði aukaspyrnuna út fyrir.
„Við vissum að Víðismenn væru
harðir og fljótir. Þeir gáfu okkur
aldrei frið og okkur tókst ekki að
spila eins og við eigum að okkur,"
sagði Guðjón Þórðarson þjáfari
Skagamanna eftir leikinn.
Víðismenn sóttu mikið í þessum
leik en þeir voru ekki duglegir við
að skapa sér færi. Þeir voru hins
vegar lagnir við að leggja rang-
stæðugildru fyrir sóknarmenn
Skagans og sem dæmi má nefna
að einu sinni voru sex Skagamenn
rangstæðir.
Þrátt fyrir að Víðsimenn sæktu
mun meira og væru meira með
boltann gekk þeim bölvanlega að
skapa sér marktækifæri.
Sama sagan endurtók sig í
síðari hálfleik. Heimamenn sóttu
en sjaldan skapaðist veruleg
hætta við Skagamarkið. Um miðj-
an síðari hálfleik var eins og kraftur
Víðismanna fjaraði út og Skaga-
menn komu meira inn í leikinn.
Þeir fengu nokkur færi undir lokin
en ekkert varð úr því að þeir skor-
uðu.
-B.B.
Víðir-IA
0 : 0
Garðsvöllur 1. deild, föstudaginn 3. júlí
1987.
Gult spjald: Sigurður Halldórsson, ÍA
(61.), Bjöm Vilhelmsson, Víði (79.),
Guðjón Guðmundsson, Víði (86.)
Áhorfendur: 550.
Dómari: Magnús Theódórsson 5.
Lið Viðis: Gísli Heiðarsson 2, Klemenz
Sæmundsson 2, (Björgvin Björgvinsson
vm. á 86. mín. lék of stutt), Bjöm Vil-
helmsson 3, Vilhjálmur Einarsson 3,
Svanur Þorsteinsson 2, Daníel Einars-
son 3, Guðjón Guðmundsson 2, Vilberg
Þorvaldsson 2, Grétar Einarsson 3, Gísli
Eyjólfsson 2, Sævar Leifsson 2.
Samtals: 26
Uð ÍA: Birkir Kristinsson 3, Jóhannes
Guðlaugsson 2, Sigurður B. Jónsson 2,
Sigurður Lárusson 3, Sigurður Halldórs-
son 3, Sveinbjöm Hákonarson 2, Ólafur
Þórðarson 2, Haraldur Ingólfsson 1,
(Valgeir Barðason vm. á 76. mín. lék
of stutt), Guðbjöm Tryggvason 2,
Þrándur Sigurðsson 1, Aðalsteinn
Víglundsson 2.
Samtals: 23
Lendl og Cash
í úrslitum
IVAN LENDL frá Tékkóslóvakfu
og Ástralíumaðurinn Pat Cash
leika til úrslita f einliðaleik karla
á Wimbiedon tennismótinu á
morgun. Viðureign þeirra verður
síðasti leikur mótsins.
Lendl vann Stefan Edberg frá
Svíðþjóð í undanúrslitum í gær,
3:6, 6:4, 7:6 og 6:4, í góðum og
spennandi leik og komst þar með
í annað sinn í úrslitaleikinn á
Wimbledon. Hann tapaði í fyrra
fyrir Boris Becker. Lendl er í efsta
sæti á heimslistanum yfir tennis-
leikara og á morgun mætir hann
Ástralanum Pat Cash, sem er
númer ellefu á sama lista.
Cash vann Jimmy Connors frá
Bandaríkjunum í gær en hann er
númer sjö á listanum. Fyrstu tvö
settin vann hann 6:4 og það þriðja
6:1. Menn höfðu beðið með eftir-
væntingu eftir þessum leik æsku
og „elli“ því Cash er aðeins 22 ára
en Connors er hins vegar að kom-
ast á efri ár, sem tennisleikari, er
34 ára gamall. Æskan sigraði auð-
veldlega og var leikurinn lítið
spennandi.
Þess má til gamans geta að
Cash er annar Ástralíumaðurinn
sem kemst í úrslit á Wimbledon.
Rosewall lék til úrslita árið 1974
og tapaði — fyrir Connors!
Metgod til Tottenham
Frá Bob Hennessy á Englendl.
Á mánudaginn mun hollenski
landsliðsmaðurinn Johnny
Metgod undirrita samning við
Tottenham. Metgod hafnaði
sfðbúnu tilboði frá Brian Clough
framkvæmdastjóra Nottingham
Forest sem vildi ekki missa hann
frá félaginu. Hann hafnaði einnig
tilboði frá Feyenoord f Hollandi.
Tottenham mun greiða 350.000
pund fyrir kappann.
Huddersfield keypti í gær mið-
herjann Mark Barham frá Norwich
fyrir 100.000 pund en Barham er
25 ára og hefur leikið einn lands-
leik fyrir England.
Billy McNeill, sem nýverið var
ráðinn stjóri hjá Celtic í Skotlandi
keypti sinn fyrsta leikmann í gær.
Hann greiddi Motherwell 325.000
pund fyrir hinn 21 árs gamla Andy
Walker. McNeill hyggst kaupa fleiri
leikmenn og hann vonast til að
geta gengið frá samningi við Chris
Morris hjá Sheffield Wednesday á
mánudaginn.
Markvörðurinn Jim Stannard var
í gær seldur fyrir 50.000 pund frá
South End til Fulham.
Lélegt á
Skaganum
ÍA og KA léku á Akranesi f 1.
deild kvenna f gærkvöldi og
lauk leiknum með 1:0 sigri ÍA.
Leikurinn var slakur. KA-
dömur voru þó grimmari en
tókst ekki að skapa sér mark-
tækifæri. Heimamenn fengu
nokkur og úr einu slíku skoraði
Vanda Sigugeirsdóttir eina
mark leiksins.