Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 04.07.1987, Síða 56
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $ SUZUKI -*JL- Feröaslysa " trygging LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/Þorkell Hlaðinn steinveggnr verður á lóðamörkum Þjóðarbókhlöðunnar og er vinna hafin við verkið af fullum krafti. Síki umhverfis Þjóðarbókhlöðu tumar á austur- og vesturhlið málaðir í þessum áfanga, en reiknað er með að þessum verk- þáttum verði lokið í október. Gróðursetning dregst þó fram á vorið 1988. Aætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar árið 1990 þegar frágangi innan húss er lok- ið. Þorsteinn Sveinsson er aðal- verktaki þessa áfanga, Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt teiknaði húsið og Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt hannaði lóðina. UM 45 milljónum króna verður veitt tU framkvæmda við Þjóð- arbókhlöðuna við Melatorg í Reykjavík í ár og verður meðal annars gengið frá inngangi hússins, síki steypt umhverfis húsið og gengið frá lóð. Framkvæmdir eru þegar hafn- ar við uppsteypu á inngangi hússins. Anddyrið verður að sunn- anverðu og þaðan gengið upp bogadregnar tröppur upp á aðra hæð. Glerþak verður yfir tröppun- um og brúnni og yfir 7 metra breitt síki umhverfis húsið. 1 and- dyri og undir brúnni verða gosbrunnar. A lóðarmörkum verður hlaðinn gijótveggur með hallandi grasfleti að göngustíg utan við síkið. Við austurhlið hússins er gert ráð fyr- ir gróðurreitum með bekkjum, runnum og tijám. Að sögn Finnboga Guðmunds- sonar landsbókavarðar verða Fiskþjófnaður á markaðnum í Hull Ekki vitað í hve miklum mæli hann hefur bitnað á íslenzkum útflytjendum UPPVÍST hefur orðið um fisk- þjófnað á fiskmarkaðnum í Hull, en fiskur frá íslandi er verulegur hluti þess fisks, sem þar er boðinn upp. „Viking Radio“ í Hull skýrði frá þessu í fréttum á fimmtudag síðastlið- inn og sagði, að 32 menn hefðu verið handteknir vegna þess og einn þeirra væri enn í fangelsi, hinum hefði verið sleppt. Út- varpið sagði að verðmæti fisksins, sem reynt hefði verið að stela, væri þúsundir sterl- ingspunda. íslenzku umboðsfyrirtækin í Hull og Grimsby hafa þann hátt- inn á til að hamla gegn fiskþjófn- aði, að menn frá þeim fylgjast ætíð með löndun. Af og til er svo gripið til þess ráðs að fá aðstoð lögreglu við eftirlitið. Síðastliðinn mánudag var svo gert og fann lögreglan talsvert af fiski í bílum þeirra, sem við löndunina unnu. Mál þetta er í frekari rannsókn og samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verða viðkomandi menn allir kærðir fyrir þjófnað. Ekki er ljóst hvort þama var um einangrað dæmi að ræða, eða hvort þjófnaður með einhveijum hætti hefur átt sér stað í langan tíma. Ekki er heldur ljóst hvort þarna var um að ræða íslenzkan fisk, en á þessum tíma var bæði landað íslenzkum fiski og físki af heimabátum. Af og til hefur íslenzkum fisk- seljendum þótt að fiskur vigti verr úr skipum þeirra við löndun er- lendis en heima, þrátt fyrir að ráð sé gert fyrir rýrnun vegna vökva- taps úr fískinum á leið á markað. Fyrir nokkmm misserum varð uppvís talsverður fískþjófnaður af fískmarkaðnum í Bremerhaven og var að minnsta kosti einn maður dæmdur vegna þess. 110 milljónir í kaupleiguíbúðir á 3 árum: Ráðgert að um 200 kaup- leiguíbúðir verði byggðar RÍKISSTJÓRNIN mun á næstu þremur árum lána allt að 110 milljónir, með 3,5% vöxtum til 20 ára, til sveitarfélaga og ann- arra aðila, sem áhuga hafa á að byggja eða kaupa kaupleigu- íbúðir. Þessi lánveiting skal not- uð sem 15% framlag sveitarfé- laganna, en 85% íbúðarverðs eiga að lánast úr Byggingarsjóði verkamanna á sömu kjörum og þar gilda. Ofangreint er í grófum dráttum samkomulag það, sem tókst með formönnum Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks í fyrrakvöld í kaupleiguíbúðamálinu, sem styrr hafði staðið um um all- nokkra hrið á milli Alþýðuflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hins vegar. í samkomulaginu er fy'öldi íbúð- anna ekki takmarkaður, en hann mun takmarkast af því fjátmagni, -sem veitt verður í haust inn í félags- lega kerfíð og ræðst þá af því hversu miklu ^ármagni verður var- ið í verkamannabústaði og hversu miklu í kaupleiguíbúðir. Þeim, sem staðið hafa í útreikningum vegna þessa máls, telst til að þessi fjárveit- ing muni nægja til þess að um 200 íbúðir verði byggðar sem kaupleigu- íbúðir á næstu þremur árum, en þingsályktunartillaga Jóhönnu Sig- urðardóttur, Alþýðuflokki, frá því sl. vetur gerði upphaflega ráð fyrir að 600 slíkar íbúðir yrðu byggðar. Fundahöld hjá þingmönnum flokkanna þriggja og málefna- nefndinni stóðu í allan gærdag og í gærkvöldi voru þingflokksfundir haldnir á nýjan leik. I dag er búist við áframhaldandi vinnu málefna- nefndarinnar, sem vinnur að texta- frágangi á málefnasamningi, þannig að hægt verði að leggja samninginn fyrir fyrirhugaða fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, flokksstjórnar Alþýðuflokksins og miðstjómar Framsóknarflokksins, sem heflast kl. 16 á morgun. Náhvítir sólarlanda- farar „MÉR hefur heyrst á sólar- landaf arþegunum, sem hafa verið að koma til lands- ins síðustu daga, að veðrið við Miðjarðarhafið hafi far- ið batnandi og hitinn sé þar nú mjög mikill, allt upp i 35 stig. Hinsvegar létu þeir farþegar illa af veðrinu, sem fóru til sólarlanda framan af sumri enda komu sumir þeirra náhvítir heim,“ sagði tollvörður á KeflavíkurflugveUi í sam- taU við Morgunblaðið í gær. Margrét Einarsdóttir, að- stoðarvaktstjóri hjá Flugleið- um, sagði að henni sýndust bömin sem hefðu verið í Reykjavík í sumar, mun brúnni í mörgum tilvikum en þau böm, sem væru að koma frá Norður- löndum til dæmis enda hefði veður þar ekki verið sérlega gott undanfarnar vikur og ekki heldur í Hollandi og Þýska- landi. Þó virtust farþegar nú mun ánægðari en þeir vom framan af sumri. Gufusprenging við borholu Salt- verskmiðjunnar hf. Rör sprakk og slasaði starfsmann Grindavlk. MIKILL yfirþrýstingur myn- daðist í röri þegar verið var að hleypa gufu á hljóðdeyfi eldri holunnar hjá Saltverk- smiðjunni hf. á Reykjanesi í gær með þeim afleiðingum að rörið sprakk og slóst í starfs- mann sem slasaðist. Tveir starfsmenn saltverk- smiðjunnar voru að hleypa gufu á hljóðdeyfínn á holu númer 8, eldri holu fyrirtækisins, til að halda henni heitri þar sem búið var að loka henni. Að sögn Magn- úsar Magnússonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, virðist útblástursleiðin, sem er 40 senti- metra breið með 2ja tommu endum, hafa stíflast skyndilega enda kemur oft möl og gijót úr borholunni. „Meiri þrýstingur hefur orðið í kerfínu með þeim afleiðingum að rörið opnaðist og losnaði af undir- stöðum og slóst í annan starfs- manninn sem slasaðist illa á vinstra fæti. Mesta mildi var að Morgunblaðið/Krístinn Benedikt«son Rörið sprakk vegna yfirþrýstings og slóst í starfsmann. Myndin var tekin skömmu eftir slysið. ekki fór verr þar sem hér er um ógnarkraft að ræða,“ sagði Magn- ús og bætti við að þetta hefði verið algert slys, því allur út- búnaður er mjög traustur og starfsmennirnir sýndu fyllstu að- gæslu. „Við vorum nýbúnir að halda skyndihjálpamámskeið fyrir starfsfólkið og sá slasaði fékk bestu aðhlynningu sem völ var á áður en lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang,“ sagði Magnús að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.