Morgunblaðið - 17.07.1987, Side 5

Morgunblaðið - 17.07.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 5 Sláturhúsaskýrslan: Viljum ekki hleypa Sam- bandinu í einokunaraðstöðu - segir Sigurður Grétarsson framkvæmda- stjóri V erslunarfélags Austurlands „ÞAÐ ER alveg ljóst að við viljum ekki hleypa Sambandinu í einokun- araðstöðu í þessari grein, en með þessum tillögum er stefiit að því. Það gengur auðvitað ekki upp,“ sagði Sigurður Grétarsson fram- kvæmdastjóri Verslunarfélags Austurlands er Morgunblaðið innti hann álits á niðurstöðum hinnar svokölluðu sláturhúsaskýrslu. Þar er meðal annars lagt til að sláturhús félagsins að Fellabæ á Fljóts- dalshéraði verði lagt niður. Sigurður sagði að nefndarmenn- imir sem skiluðu þessu áliti gætu ekki sagt til um hveijir ættu að reka sláturhús og hverjir ekki því samkvæmt búvörulögunum mætti hver sem er reka sláturhús ef lögð væru fram tilskilin heilbrigðisvott- orð. Smærri slátur- hús hagkvæmari „Það sem mér finnst verst er að þeir leggja til að eingöngu stóru sláturhúsin verði rekin áfram. Þessi hús, þar sem hægt er að slátra um 2000 fjár á dag, eru alls ekki hag- kvæm í rekstri. Eg tel miklu hagkvæmara að reka sláturhús í mátulega smáum einingum og dreifa slátruninni á lengri tíma. Þannig er hægt að bjóða lengur upp á ferskt kjöt“. Sigurður telur að endurbyggja eigi litlu húsin og spara þannig fjár- magn. Greinin leyfði ekki að íjárfest væri meira og litlu sláturhúsin væm nánast afskrifuð. Hann sagði að nauðsynlegt væri að koma þeim í það horf að þau uppfylltu kröfur tímans hvað varðaði hreinlæti og fleira. Hann sagðist ekki heldur sjá að það væri hagkvæmt að leggja niður slátrun á stórum svæðum sem hefði í för með sér að flytja yrði fé til slátrunar um langan veg. Þá yrði nauðsynlegt að flytja það í áföngum og hvíla á leiðinni. „Ef farið verður eftir niðurstöð- um skýrslunnar, þar sem lagt er til að sláturhús á Fljótsdalshéraði verði tvö, tel ég eðlilegt að Verslunarfé- lagið reki annað þeirra. Ef af þessu verður mun reynast erfiðleikum bundið að fá fólk til starfa í stóru sláturhúsi í skamman tíma í senn. Það er kannski sárast að í flest- um tilfellum er lagt til að leggja niður slátrun einmitt hjá þeim slát- urhúsum sem alltaf hafa staðið í skilum og greitt fullt verð til bænda," sagði Sigurður. „Ennþá er þó einungis um nefndarálit að ræða og það er staðreynd að menn hugsa ekki fyrir öllum hlutum þeg- ar þeir gera svona tillögur. Það eiga eftir að koma athugasemdir og ýmsar leiðréttingar og ég lít ekki á þær sem einhvem endanlegan og afgerandi dóm og held reyndar að af þessu verði aldrei. Menn gera kannski úlfalda úr mýflugu með því að taka þetta sem einhvern heilagan sannleik.Ég held þó að nefndarálitið sé þarfur umræðugrundvöllur. Við munum hins vegar beijast til síðasta blóðdropa í þessu máli“. Leitast við að einoka sláturhúsarekstur Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður sagði í samtali við Morgun- blaðið að hér væri ekkert annað á ferðinni en enn ein tilraunin til að skerða atvinnufrelsi. „Hér er verið að leitast við að einoka slátur- húsarekstur með því einfaldlega að „slátra" þeim sem ekki lúta í auð- mýkt SÍS-veldinu og ofstjórninni í landbúnaðarmálum yfirleitt" sagði hann. „Þessu ofríkisvaldi kynntist ég náið haustið 1976 þegar reynt var að knésetja fyrirtæki bænda í Skagafírði. Enginn mundi trúa þeim siðlausu aðferðum sem ég þá kynnt- ist þótt ég segði frá þeim, og því læt ég það vera. Hitt er deginum ljósara að á Alþingi er enginn meiri- hluti fyrir því að beita þeim aðgerð- um sem í skýrslunni eru nefndar. Um hana hef ég annars ekkert annað að segja en að hún er löng og leiðinleg lesning, þar sem SÍS- manni er auðvitað falið að annast „félagslega og viðskiptalega þátt- inn“, það er að leggja á ráðin um að drepa niður fijálsan rekstur. Auðvitað á rekstur sláturhúsa að vera frjáls að uppfylltum almennum heilbrigðis- og hreinlætisreglum rétt eins og frystihúsarekstur. Allt annað er brot á reglum um atvinnu- frelsi. Það er tími til þess kominn að mafíuherramir fari að gera sér það ljóst að þeir geta ekki lengur leikið sér með landbúnaðarmálin og sameiginlega hagsmuni neytenda og bænda. En birting skýrslu þessarar gefur gott tilefni til að Alþingi taki hraustlega á móti svo að ljóst megi verða að tilgangslaust er að sýna frekar afturhaldsklærnar. I áratug tókst kerfinu að koma í veg fyrir beinar greiðslur til bænda. Afurða- lánasvindlið var í algleymingi en á því hefur verið linað. Það þolir kerf- ið ekki og krefst allsheijaryfirráða á ný með því að sölsa allar afurðim- ar til sín þannig að það geti á ný beitt valdi sínu á kostnað bænda og neytenda og valsað með fíjár- muni þjóðarheildarinnar að vild sinni. Hér er ekki um neina smápen- inga að ræða. Ég hef sagt áður og segi enn: Vandi landbúnaðarins er SÍS - og þar með vandi neytenda og þjóðarheildarinnar". Heimsmeistara- mót unglinga í skák hefst 19. júlí Heimsmeistaramót unglinga í skák hefst i Man- ila á Filippseyjum sunnudaginn 19. júlí n.k. og stendur yfir í eina viku. Að þessu sinni eiga tveir íslendingar rétt til þátt- töku. Annar þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson heimsmeistari sveina í skák en hann öðlaðist rétt til þátttöku í þessu móti þegar hann var krýndur heimsmeistari fyrr í sumar. Hinn íslenski þátttakandinn er Þröstur Þórhalls- son og verður Guðmundur Siguijónsson þeim til aðstoðar í ferðinni. Frá vinstri Guðmundur Siguijónsson, Þröstur Þór-' . hallsson og Hannes Hlifar Stefánsson. 1 KJÖTMIÐSTÖOIH Laugalæk 2. s. 666511 miLujmm Heildsöluverð á okkar frábæra hangikjöti Hangilæri 420.- kr. kg. Hangiframpartar 321.- kr. kg. Úrbeinuð hangilæri 568.- kr. kg. Úrbeinaðir hangiframpartar 487.- kr. kg. Soðin hangilæri úrbeinuð 720.- kr. kg. Lpndon lamb 514.- kr. kg. Lambahamborgarhryggir 337 kr. kg. Lambagrillsneiðar 294.- kr. kg. Lambagrillkótilettur marineraðar 401.- kr. kg. Lambalærisneiðar kryddlegnar 548.- kr. kg. Lambarifjasteik krydduð 171.- kr. kg. Lambaleggir 333.- kr. kg. Lambamjaðmasteik 282.- kr. kg. Lambahryggir 372.- kr. kg. Lambalæri 383.- kr. kg. Lambaframhryggur 480.- kr. kg. Nauta T-bonesteikur 513.- kr. kg. Nautagrillsteikur 378.- kr. kg. Nautabógsteikur 378.- kr. kg. Nautapiparsteik 864.- kr. kg. Nautabuffsteik 783.- kr. kg. Nautafillet 864.- kr. kg. Nautahnakkafillet 491.- kr. kg. Nautainnlærissteik 783.- kr. kg. Svínahnakki úrbeinaður 613.- kr. kg. Svínakótilettur 677.- kr. kg. Svínalærissneiðar 452.- kr. kg. Svínarifjasteikur 562.- kr. kg. Svínarif 267.- kr. kg Opið ídag tilkl. 20.00 laugardag til kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.