Morgunblaðið - 17.07.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.07.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 15 stætt fræðirit hérlendis. Hlaut hann og viðurkenningu útlendra manna bæði austan hafs og vestan, og eru taldir ábyrgir lærdómsmenn í þeirri grein. Þegar sr. Sigurður lét af prests- störfum á Selfossi, héldu margir að nú hefði hann dregið sig í hlé fyrir fullt og allt. En svo var ekki. Prestslaust var á Reykhólum á Barðaströnd. Þangað fór hann ásamt konu sinni og þjónaði þar í fimm ár. Hann varð prófastur Ar- nesinga, vígslubiskup Skálholts- bishupsdæmis hins forna, heiðursdoktor við Háskóla íslands og heiðursborgari Selfossbæjar. Hann var sæmdur StrF 1980. Hann var kvæntur Stefaníu Gissurardótt- ur frá Byggðarhorni í Flóa og eignuðust þau hjón 7 börn. Að baki miklu starfi og margvís- legum heiðri, stendur maðurinn eftir, séra Sigurður Pálsson, sem þorði að vera maður og sýna að kirkjan hefur andlit, hvort heldur í meðbyr eða mótbyr. Blessuð sé minning hans. Hannes Guðmundsson Við brottför séra Sigurðar Páls- sonar vígslubiskups af þessum heimi er klukkum hringt. Messu- gjörð er á enda. Hún hefur staðið frammi svo lengi sem okkur rekur minni til, er eftir lifum. Jafnframt er samhringt til annarrar messu, í ríki himnanna. Þar safnast menn um hásæti Guðs, skrýddir hvítum skikkjum og hafa pálmagreinar í höndum. Þeir þjóna Guði dag og nótt í musteri hans. Tilbeiðsla krist- inna manna um alla jörðina endur- speglar þá himnesku, ævarandi guðsþjónustu, meðan veröld endist. Að lifa er að tilbiðja Guð, þessa heims og annars. Að afneita Guði er að deyja. Svo einfalt er nú það mál — og um leið svo dæmalaust margslungið. Séra Sigurður Pálsson verður ekki borinn almæltu lofi í kveðju- orðum þessum. Hann var mikil- menni og gjörir hvorki að vaxa né minnka í vitund þjóðar eða kirkju við ýtarlegt eftirmæli. Sess hans í sögu íslands er löngu tryggður, hefur reyndar verið skörulega árétt- aður fyrir fáum vikum í afmælisriti Prestafélags Suðurlands og mun styrkjast við hveija nýja athugun. Hitt er margra manna háttur — að þakka presti í messulok •- og að hafa ínynd hans í huga sér, þeg- ar klukkur kveða við á ný. Það á við í dag — samtímis því sem fjöl- skyldu séra Sigurðar allri eru sendar hugheilar vinarkveðjur. Guðsþjónusta í Bessastaðakirkju haustið 1960 varð táknræn fyrir þau þáttaskil, er orðið hafa í íslenzkri kirkjusögu á ofanverðri 20. öld. Þar var séra Sigurður Páls- son að verki og flutti heilaga messu í samræmi við þá arfleifð evang- eliskrar kristni, er honum var hugleiknust alla tíð. Kirkjan var alsetin og meira en það, enda var um nýlundu að ræða. Ári síðar kom út messubók séra Sigurðar Pálsson- ar. Hún hafði meiri áhrif en öll önnur verk þeirrar tegundar um sömu mundir og var í grundvallar- atriðum formlega viðurkennd með útgáfu Handbókar íslenzku kirkj- unnar árið 1981. Maður nokkur ungur sótti fyrr- greinda guðsþjónustu. Fremur kom hann þar af forvitni og rælni en einlægum ásetningi. I messulok höfðu þó orðið umskipti í lífi hans: Kirkjan hafði kastað á hann kveðju með þeim hætti sem aldrei fyrr. Óhögguð kirkjan og ævaforn — en ólgandi af lífi. Þetta er þakkað í dag. Hitt er þá eigi síður þakkað, sem eftir rann: Vegsögn séra Sigurðar Pálssonar við æskumann í guð- fræðinámi og konu hans unga. Hlýja og alúð við nývígðan prest, samfara leiftrandi athugagreinum og djúpri íhygli. Óþrotleg þekking á högum heilagrar kirkju og hátt- semi hennar allri. Lotningin fyrir húsi Guðs. Hið síðastnefnda var stærst og mest. Það eitt að ganga með séra Sigurði inn í lágreista sveitakirkju var viðburður eigi minni en að heyra fjölmenni leika og syngja. Atferli vígslubiskups var óbreytt, hvort heldur tveir menn fóru með tíðar- gjörð að fátæklegu altari ellegar út var boðið því bezta, sem til var í landinu af mannafla og hátíða- brigðum. Orðin voru ein og söm: „Sannarlega er Drottinn á þessum stað.“ Þakkir einnig fyrir ást á Skál- holti, staðnum helga. Þakkir fyrir holl ráð og heilsteypta liðveizlu við mótun ungmenna. Þökk fyrir há- messur í kirkjunni miklu. Þökk fyrir biskupsblessun við brotningu brauðsins innan veggja Skálholts- skóla. Þökk fyrir Isleifsregluna, samfélag bræðra og systra í Kristi. Þakkir loks fyrir hönd Þingvalla- kirkju. Hún naut návistar safnaðar- öldungsins séra Sigurðar á hátíð fyrir fáum árum, er fimm aldar- fjórðungar voru liðnir frá kirkjuvígslu. Einnig þann dag var viðmót biskups og látbragð mcð sömu ummerkjum og forðum. Drottinn gaf, og Drottinn tók. Lofað veri nafnið Drottins. Ég bið Guð að styrkja og hugga frú Stef- aníu Gissurardóttur. Oft höfum við Dóra setið við hennar borð og séra Sigurðar. Þangað heim var gott að koma, öllum stundum. Góða heim- von hlaut hver sá að eiga, er fyrir því borði réði. Megi frú Stefanía nú gleðjast við þá von — og vissu. Gæti svo Guð vor allra. Heimir Steinsson Minning: Knstján Kristjánsson fv. yfírborgarfógeti I dag kveðjum við Kristján Krist- jánsson, fyrrverandi yfirborgarfó- geta. Lífsferill hans mun eflaust verða rakinn á þessum síðum. Störf hans þekkja flestir fulltíða lands- menn, en færri þekkja til ferils hans og þróttmikils starfs hans inn- an Oddfellowreglunnar. Kristján gekk í Oddfellowregluna árið 1933, þá 35 ára að aldri, og markaði varanleg spor í starfi og uppbyggingu reglunnar á þessum 54 ára ferli sínum í henni. Óll hans störf einkenndust af þrótti, skap- festu og ósérhlífni enda var hann fljótt valinn til forystu og síðar til æðstu metorða innan hennar. Handtak þessa góða drengs var hlýtt og traust, samverustundirnar uppbyggjandi og skemmtilegar. Hann var lærifaðir á alvörustundum og hrókur alls fagnaðar þegar gleð- in ríkti. Fyrir hönd Oddfellowreglunnar og stjórnar Stórstúkunnar er góðum samferðamanni þökkuð heillarík störf og ógleymanlegar samveru- stundir. Aðstandendum öllum færi ég bestu samúðarkveðjur. Árni Jónsson VERÐLAUIMAMYIMD ÁRSINS ★ ★★★ S.V. Mbl. ★ ★★★ „Hreint út sagt frábær“. S.Ó.L. Tíminn. Hvað gerðist raunverulega í Víetnam? Þvílíkt stríð. Mann setur hljóðan. SIMI 22140 MYND SEM EKKI MÁ MISSA AF! Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu Úrvali. Hagstætt verð. fyjaslód 7, Reyk|avik - Pósthóll 659 Símar 14093 • 13320 Nafnnr. 9879 -1698 Samkvæmistjöld fyrir félagasamtök, ættarmótin, garðveisluna, skátana og sem sölutjöld. 22.260. 31.360. 40.460. Hústjöld, göngutjöld, Ægistjöld og allt í útileguna. Einnig mikið úrval af sólhúsgögnum. 1 —26 manna hústjöld, Ægistjöld, göngutjöld og samkvæmistjöld. 5 manna tjald, verð kr. 7,669,- fleygahiminn, verð kr. 8,688,- Montana, 4ra manna, verð kr. 14.950. Hellas, 2ja manna, kr. 2.730. 3ja manna kr. 3.550.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.